Morgunblaðið - 17.06.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.06.1918, Blaðsíða 1
Mánudag 17 júní 1918 HORfiDNBLADID 5. argangr 220 tðlablaö Kjtstjórnarsimi nr. 500 Rttstión: Vilhjáitrnr Ftnsen Is&foldárprentsmiftja Afgreiðslusimi nr. 500 Gamla Bió Tlýff ágæff prógram i kvöícf. Til Vífilsstaða fer bifreið fyrst um sinn hvern þriðju-, fimtu- og sunnu- dag kl. 11 frá Breiðabliki. Farkeðlar verða að kaupast þar. (Aukaferðir venjulega kl. 2.) St. Einarsson. Gr. Sigurðsson. Sími 127. Sími 581. Kjötþurkunareinokunin. Kjötþurkunarfrumvarpið handa Þor- keli Clemenz og hinum danska félaga hans komst i gegn um efri deild og -er nú komið frá landbúnaðarnefnd neðri deildar, sem leggur til að það -verði samþykt óbreytt. Nefndin hlýtur að sjá einhvern hag og hann eigi litinn, i þvi að frumvarp þetta verði að lögum, því naumast er henni svo aní um ein- okun, er hlýtur að snerta mjög einn aðalatvinnuveg landsbúa, að hún geri' sér það að leik, að ryðja henni braut i landinu, án þess að neitt komi i aðra hönd. í áliti sinu gerir hún sér þó eigi það ómak að benda á hagnaðinn, svo maður verður að gefa .sér til um, hver hann muni eiga að vera, eftir nefndarinnar hyggju. Naumast mun hún geta borið við útflutningsgjaldinu, því það er svo lágt, og þinginu væri hvenær sem er hægt að leggja útflutningsgjald á vindþurkað kjöt án þess að einoka framleiðslu á þvi. Það er því fjar- stæða að halda þvi fram, að hið ákveðna gjald mæli með þvi, að ein- okunin sé leyfð, heldur er grein þessi fremur til óhags, því hún undanþigg- ur fyrirtækið öðrum gjöldum. Þá skal vikið að þeirri ástæðunni, sem liklegt er að hafi orðið nefnd- armönnum og efri deild að agni. Þeim hefir verið sýnt fram á, að Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem sýndu hhittekningu við jarðarför dóttur okkar, Guðlínar Jóhannsdóttur. Guðný H. Jónsdóttir. Jóhann P. Jónsson. visu nokkuð einhliða (nfl. af um- sækjanda einkaleyfisins) að vindþurk- un á kjöti verði til þess að hækka kjötverð hér að miklum mun. Jafn- vel mun þa* hafa verið gefið í skyn, að uppgötvun leyfisbeiðenda væri svo mikilsverð og merkileg, að hún mundi hafa i för með sér algerða byltingu á kjötverkun heimsins, og að nú ætluðu leyfisbeiðendur — af einskærrí ást til íslands vitanlega — að byrja notkun aðferðar sinnar hér, til þess að tryggja landinu forustu- rúm meðal annara landa heimsins á þessu sviði. En til þessa var einka- rétturinn nauðsynlegur. Eitthvað er undarlegt við þetta. En svo mikið er víst, að ef leyfisbeiðendum er nauðsynlegt að fá einokunarleyfi, sem bægi burtu öllum öðrnm kjötþurk- unaraðferðum, til þess að geta hag- nýtt aðferð sína, þá verður ísland áreiðanlega fyrsta Jandið, sem fram- leiðir þetta þurkjöt, ef þingmenn ueðri deildar reynast jafn glapsýnir og landbúnaðarnefndin. En ísland verður þá lika síðasta landið um leið, því að ekkert land annað á hnettin- um mundi láta sér til hugar koma, að veita þetta leyfi. Eða bendir það á yfirburði aðfetð- arinnar, að eigendur hennar þurfi að fá eigi að eins vernd á henni, held- ur lögbann fyrir þvi, að aðrir noti sinar aðferðir til þess að framleiða sömu vöru. Fyrir flestra sjónum myndi það þykja bera vott um að aðferðin væri ekki samkepnisfær (konkurancedygtig). Ef aðferðin, sem leyfisbeiðendur ætla að nota, er svo góð sem þeir lita af, þurfum við engin einokunarlðg, þvi þá kemur hún af sjálfu sér. Clementz & Co. getur fengið aðferð sína verndaða hjá stjórninni með leyfisbréfi og hafið hér iðnað sinn án allra nýrra laga. Og þetta gerir hann auðvitað ef aðferð hans er svo góð, að hún beri af öðrum og svari kostnaði. Annars er ilt að hugsa sér, hvernig leyfisbeiðendur geta lofað talsmönn- um sinum i þinginu svo fögru, sem þeir hafa gert, eftir ummælum sumra þingmanna að dæma, og væri ekki úr vegi að þingmenn, sem sönnur vilja vita f málinu, sneru sér til þeirra og fengju upplýsingar um ýmislegt, svo sem eftirfarandi atriði: I. Hvar markaðurinn er fyrir vélþurkaða kjötið. Það er nefnilega mörgum hulið I 2. Á hverju þeir byggja það, að einokunarlögin verði til að bæta kjötverzlun íslendinga. 3. Hversvegna leyfisbeiðendur verða að teija það mauðsynlegt skil- yrði til, að byrjaðar séu framkvæmd- ir hér, að sankepni sé útilokuð. Náttúrlega hefir nefndin aflað sér vitneskju um það, hvernig aðferð sú er, sem leyflsbeiðendur ætla að nota. Það þurfa þingmenn einnig að kynna sér og sömuleiðis það, hvort sú að- ferð sé nú vernduð á íslandi eða í öðrum löndnm. Því ef svo er ekki, þá má það heita biræfni, að fara til þingsins og biðja um einokunarlög og bera fyrir sig aðferð sem ekki er vernduð og þar af leiðandi ekki viðurkend, sem nokkurs virði. Það flaug fyrir, að landbúnaðar- nefndin ætlaði að breyta frumvarp- inu í þá átt, að einskorða leyfið við tiltekna aðferð. Skárra var þó þetta að skömminni til, en með þvi að samþykkja þetta hefði þingið látið snatta sérM málinu, sem heyrði undir framkvæmdarvaldið og með sama áframhaldi mætti búast við að næstu þing yrðu Iátin útkljá deilumál hreppsnefnda um sveitfesti þurfalinga með sérstðkum lögum i hvert skifti eða veita leyfi til hjónabanda með lögum. Þetta varð þó ekki. Nefnd- in lét frumvarpið fara óbreytt frá sér eftir að hafa »athugaðc það og mælir með þvi að það sé samþykt. Hér hefir verið drepið á það, hvaða hag nefndin muni sjá landinu í þvi, að frumvarpið verði að lög- um. Skal nú vikið að því, hver böggull fylgir þvi skammrifi og hvern skaða og óvirðingu þingið bakar þjóðinni, ef frv. verður samþykt. Engin lönd né riki, sem náð hafa sæmilegum menningarþroska, fram- selja einstökum mönnum einokun- arrétt á iðnaði. Annaðhvort taka þau hann i eigin hendur — og það er tiltölulega sjaldgæft, eða þau láta atvinnuveginn frjálsan öllum Iands- búum. Hinsvegar kemur það fyrir, að Iönd veita einokunarrétt á verk legum fyrirtækjum (járnbrautarlagn- ingum, stórfeldum vatnsvirkjum o. s. frv.), en þau leyfi eru sjaldnast algild fyrir ríkið, heldur staðbundin og þykja neyðarúrræði og £ru sjald- an veitt, nema þar sem stofnkostn- aður er mikill, og tvísýnt þykir hvort bæri sig, en altaf þykir slikt neyð- • Nýja Bíó. Ovæntur gestur. Vitagraph-kvikmynd i tveiro þíttum. Aðalhlutverið léikur Maurice Costello. Ákaflega spennandi sjónleikur. Jerry I íjárkröggum. Afar hlægileg skopmynd. arúrræði. — Nú er ekki hægt að telja kjötþurkun til þessa. Með sama rétti mætti veita einkaleyfi á söðla- smíði, silungsveiði eða hverri ann- ari atvinnugrein. Hvort hún er ný eða gömul kemur málinu ekkert við. Einokunarréttur á atvinnurekstri kemur í bága við einkaleyfalöggjöf allra þjóða. Lögum samkvæmt get- ur stjórnarráðið t. d. ekki neitað manni um einkaleyfi á uppgötvun, sem hann færir rök fyrir, að sé sín eign og eigi sé starfrækt í landinu. Sem skilyrði fyrir, að leyfið haldist, setur stjórnarráðið manninum svo ákveðinn frest til að nota sérleyfið. Nú skyldi svo vilja til, að þessi upp- götvun væri aðferð eða áhöld til að þurka með kjöt. Leyfishafi erskyld- ur til að starfrækja aðferð sina til að missa ekki rétt sinn, en þegar hann vill byrja á þvi, verður stjórn- in að banna honum það vegna ein- okunarleyfisins. Naumast mun nokkr- um manni dyljast, að sá, sem fyrir þessari meðferð verður, getur gert kröfu til skaðabóta á hendur lands- stjórninni. Einokunarlögin útiloka það, að aðrir geti stundað þann iðnað, er þau einoka. Og meðan sá frestur er að liða, sem leyfishöfum er veitt- ur til að koma fyrirtækinu á fót, getur enginn annar neitt aðhafst, jafnvel þó að eigi verði neitt úr framkvæmdum hjá leyfishöfunum, fyr en frestur þeirra er útrunninn. Þann tímann hafa þeir því alt ráð í hendi sér, jafnvel þó að þeir geri ekki neitt, og geta spilt framkvæmd- um annara. í máli því, er hér liggur fyrir, er einokunarrétturinn alls eigi bundinn við neina vissa aðferð og Alþingi hefir því eaga trygging fyrir þvi, hvort leyfisbeiðendur nota aðferð sína eða annara manna, í trássi við þá. Með þvi móti stuðlar frumvarpið að því, að svifta menn réttri eign þeirra öðrum til hagsmuna. Og naumast er það vilji þingmanna. Eina afsökunin, sem efri deild Al- þingis og landbúnaðarnefnd neðn Kaupiröu góðan hlut þá mundu hvar þu fekst hann. Smurningsolía: Cylinder- & Lager- og 0xulfeiti eru áreiðanlega ódýrastar og beztar hjá Slgurjónl Hafnarstræti 18 Simi 137.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.