Morgunblaðið - 18.06.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.06.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ konungsríki. Vér höllumst að skoð- un dönsku millilandanefndarinnar 1907 og höldum sérstakiega fast við það að fáni sé sameiginlegur. Enda þótt dönsku sendinefndarmennirnir kæmust að samningum við íslend- inga, þá teljum vér oss eigi bundna við það að fallast á þá samninga. En þar sem það mundi mjög erfitt að komast hjá því, þá vilja i- haldsmenn eigi hafa neinn fulitrúa í nefndinni og leggja til að samning- um sé frestað. Borgbjerg mælti: Það er auðvitað að allir flokkar vilja það að reglulegt ríkjasamband haldist, en Knudsen rökstyður afstöðu íhaldsmanna, að vilja ekki taka þátt i samningunum, með þvl að úrslitin séu óviss. Hvar þekkja menn þess dæmi, að samn- ingar hafi byrjað þannig að úrslitin væru viss fyrirfram ? Það væri lag- leg ef vér skoruðumst nú undan því að semja við íslendinga. Edvard Brandes, fjármálaráð- herra, mælti: Vér getum eigi dregið samningana á langinn með því að ákveða það fyrir- fram að hverju vér viljum ganga og að hverju vér viljum ekki ganga. Mér þykir það leitt, að ósamkomulag skuli vera hér um þetta mál, því að fulltrúar vorir munu komast að raun um það, að öll íslenzka þjóðin stendur sem einn maður að baki fulltrúa sinna. En því er eigi að heilsa um dönsku fulltrúana. En þótt hægri menn neiti að taka þátt í samningunum, þá munum vér taka þá upp 0g haida þeim fram af góðum vilja og með beztu vonum um góðan árangur. I landsþinginu mælti Kragh stutt- lega með tillögu meiri hlutans og kvaðst vona það, að þótt samningar hefðu oft faiið út um þúfur áður, að nú inætti takast að komast að heppi- legri niðuistöðu og góðum árangri. Alex. Foss, framsögumaður minni hlutans, hélt langa ræðu og gerði grein fyrir afstöðu íhaldsmanna. Sagði hann, að með því að senda fulltrúa til Reykjavikur, væri þeim i rauninni, ef ekki að forminu, gefið vald til þess að fullgera samninga, og þyrfti þvi að takmarka mjög valdsvið nefndarinnar svo að Danir hefðu alveg óbundnar hendur eftir, því að eigi væri það tilgangurinn með samningunum að slita ríkis- eininguna. Edvard Brandes studdi mál Kraghs, kvaðst þó heldur hefði kosið að samningar hefðu farið fram í Kaupmannahöfn, en það væri óþarfi að hafna því að semja i Reykjavík. Sendinefndin mundi eigi fá neitt fullveldi til þess að gera fullnaðarsamninga. Eftir nokkrar lengri umræður var gengið til atkvæðagreiðslu og tillögur meiri hluta nefndar- innar samþyktar. ) K.höfn 15. júní. Það er nú opinberlega tilkynt að dönsku sendinefndarmennirnir eru eigi aðrir eða fleiri, en frá var sagt, eða þeir Hage, Christen- sen, Borgbjerg og Arup. Nefndin hefir með sér einn skrifara og er það Magnús Jónsson cand. juris & polit. Ihaldsmenn hafa engan fulltrúa í nefndinni. Khöfn 16. júni Dansk-ísl. kaupmenn krefjast þess að fá fulltrúa í sendinefndina ís- lenzku. Tulinius mótmælir því og segir að þeir eigi ekkert tilkall til slíks og beri ekkert skyn á þau mál. Háskölinn sæmir dr. B. M, Olsen heiðursduktors -nafnbót. Eins og getið var hér í blaðinu áður, fóru fram hátíðahöld í Háskól- anum í gær í tilefni af því, að Björn Magnússon Olsen hafði láttð af em- bætti sínn sem prófessor við Há- skólann. Fór athöfnin fram í sölum neðri deildar alþingis og var þangað boðið fjölda manna. Voru þar ráð- herrarnir allir, kennarar Háskólans, útlendir ræðismenn, blaðamenn og háskólaborgarar. Rektor Háskólans, prófessor dr. Agust Bjarnason flutti þar langa og SDjalla ræðu og lýsti hinu mikla og ágæta starfi sem prófessor B. M. Olsen hefði unnið fyrir islenzk fræði. Því næst tók forseti heimspekis- deildar Háskólans, dr. Guðmundur Finnbogason, til máls, og skýrði frá því, að heimspekisdeild Háskólans ætlaði að sæma Björn M. Ólsen heiðursdoktors-nafnbót fyrir hina miklu og ágætu starfsemi hans. Las hann síðan upp doktorsbréfið og að því loknu var dr. Birni M. Olsen afhent það ásamt fögrum doktors- hring, er kennarar Háskólans höfðu gefið. Mælti þá rektor Ágúst Bjarna- son enn nokkur orð. Dr. B. M. Ólsen þakkaði þann heiður, er Háskólinn hefði sýnt sér með þessu, og talaði þar um nokk- ur orð. Síðan var hrópað ferfalt húrra fyrir þessum fyrsta doktor við Há- skóla Islands, og aftur íerfalt húrra fyrir Háskólanum sjálfum. Danskar kartöflur verða selóar á uppfyllingunni um Ráóegi í óag. cfllíar ósfiemóar. 'Hferð 40f5o pr.ín. Tíafið poka með. Mótorkntter „Estbef fer til Blenduóss og Kálfshamarsvíkur eða Skaga- strandar í kvöld (18. júní). P. J. Thorsteinsson. Söngfélagið »17. júní* söng fyrir og eftir nokkur erindi úr Háskóla- Ijóðunum, og var svo þessaii virð- ingarathöfn slitið. vallarinsog varþar margskonar skemt- un, hornaleikur, ræðuhöld, fimleika- sýning, glímusýning, knattspyrna, hringekja, rólur og — »danz á eftir«. Jóhannos Jósofsson, glímukapp- inn frægi, dvelur nú í New York og getur sér þar góðan orðstír fyrir sjálfsvörn sína og íslenzku giímuna. X> A6BO K_^ Gangverð erlendrar myntar Bankar PÓHthtl* Doll.U.S.A.&Canada 3,35 3,60 Frankl franskur 59,00 6200 Samsk króna ... 112,00 110,00 Norsk króna .„ 103,00 103,00 Sterllngspund ... 15,50 15.70 Mark 65 00 67,00 Hoil. Florin ... 1,55 Delta, kolaskip landsverzlunar, liggur nú við kolabryggjuua og af- fermir. Eru kolin flutt á járnbrautar- vögnum, en heldur virðist fyrirkomu- lagið við afferminguna á eftir tím- anum. Þróttur, blað íþróttamanna, kom út í fyrradag. þar yrkir Bjarni frá Vogi hringhendur nokkrar, og nefnir kvæðið »íþróttaslag«. Guðm. Magnús son skáld ritar um kraftamenn. þá er framhald á ágætri ritgerð eftir K. Secher læknir og ættu allir ípróttamenu að lesa hana vandlega. þá er framhaldsgrein um Olympíu- förina 1912, o. fl. 17. júní. Veður var gott í gær- dag, »varla kalt og ekki heitt«. Var þegar talsverður hátíðabragur á borg- inni um morguuinn. Margar verzlan- ir höfðu lokað allan daginn en allar síðari hluta dags, og fánar blöktu við hún á flestum stöngura f bæn- um. Nokkrir vélbátar hór á höfninni og botnvörpunguriun »Njörður« voru skreyttir fánum stafna í rnilli. Klukkan fjögur hófst aðal-hátíðin og gekst í. S. R. fyrir henni. þé var haldið suður á íþróttavöll og staðnæmst við kirkjugarðiun f leið- inni og lagður sveigur á leiði Jóns Sigurðssonar, eins og venja er. f>ar flutti Magnús Pétursson alþingis- maður skörulega ræðu og á eftir var leikið á horn. Siðau var haldið til Samúel Thorsteinsson hefir lokið fyrrihluta læknaprófs við háskólann í Kaupmannahöfu með hárri I. ein- kunn. Álftum fækkar. í harðinduuum í vetur sem leið áttu álftirnar í *vök að verjast* og komu víða fregnir um það, að þær hefðu drepist niður úr harðrétti og kulda. »Lögrétta« hefir það eftir bónda úr Borgarfirði, að á þeim stöðvum, sem haun þekkir til, sé nú eigi meira en þriðjungur þess álftafjölda, sem verið hefir undan- farin sumur. Vond kvefsótt gengur nú hér í bssnum og hefir tekið fjölda manns. Laxveiðar. í Elliða-ánum hefir veiðst lítið undanfama daga og er veðráttunni um kent, því að það segja kunnugir, að árnar séu alveg fullar af laxi. Aftur hefir finzt tals- vert af laxi hingað ofan úr Borgar- firði og hefir verðið á honum verið 95—100 aura pundið. Danska sendinefndin. Hún leggur nú af stað frá Kaup- mannahöfn í dag og fer fyrst til Bergen. Er sennilegt að »Botnia« hafi beðið þar eftir henni. Muu hennar því von hingað um helgina. þetta er í fyrsta sinni að opinber- ir erindrekar annarar þjóðar koma í heimsókn til okkar og er það sjálf- tagt að taka svo vel í móti þeim sem kostur er á. Er þá fyrst að hugsa sendimönnunum fyrir húsnæði — og það verður þyngsta þrautin. Hvar eiga þeir að hafast við meðau þeir dvelja hér? þannig spyr hver annan og enginn getur leyst úr þeirri spurningu. Höfuðborg íslands er — því miður — svo illa á vegi stödd, að hún hefir ekki neinn gisti- stað að bjóða gestum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.