Morgunblaðið - 19.06.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.06.1918, Blaðsíða 2
2 * MORGUNBLAÐIÐ V a 1 u r. Æfing í kvöld kl. 81/*. Fjölmennið vel. — Stundvísir. Dómsmálafréttir. Yfirdónmr 17. jÚDí. Málið: Eiríkur Filipusson gegn Tómasi Tómassyni. Mál þetta höfðaði Tómas Tómas- son ölgerðarmaður hér í bænum fyrir bæjarþingi Reykjavikur gegn áfr. og krafðist þess að hann yrði dæmdur til að greiða sér kr. 109,00 fyrir htisa- og lóðarleigu, en áfr. höfðaði gagnsök að T. T. yrði dæmdur til að greiða sér kr. 89,80 fyrir ýmislegt, er hann hafði látið hann hafa, bæði muni og vinnu. Máli þessu lauk svo fyrir bæjarþingi að Eiríkur var dæmdur til að greiða kr. 98,00 en Tómas kr. 12,00 en málskostnaður látinn niður falia. Dómi þessum skaut E. F. til yfir- dóms eftir að hafa fengið gjafsókn og sér skipaðan talsmann. Lauk málinu svo, að áfr. var dæmdur til að greiða stefnda kr. 53,20 ogmáls- kostnaður látinn niður falla, en hin- um skipaða talsmanni áfr. tildæmdar kr. 20,00 úr landssjóði. Málið: Simon Njálsson gegn Garðari Gíslasyni. Mál þetta höfðaði fyrir bæjarþingi Reykjavikur stóikaupmaður Garðar Gislason út af skuldaviðskiftum áfrýj- anda við hann, og krafðist, að hann yrði dæmdur til að greiða sér kr. 53.51. Málinu lauk svo fyrir und- irrétti, að krafa G. G. var tekin til greina og áfrýjandi dæmdur i 20 kr. málskostnað og 4 kr. í sekt fyrir að mæta ekki á sáttafundi. Dómi þessum skaut áfrýjandi til yfirréttar- ins og krafðist þess aðallega, að málinu yrði vísað frá dómi, þar sem það heyrði undir sjódóm, en hefði verið rekið fyrir bæjarþingi, en til vara, að hann yrði sýknaður af kröf- um G. G. Yfiidómurinn taldi skuld áfrýjanda verða að teljast almenna viðskiftaskuld og hefði því verið rétt að reka málið fyrir bæjarþingi. Krafa áfrýjanda um frávísun því ekki tekin til greina. Þá taldi áfrýjandi sig i raun réttri ekki skulda G. G., en yfirdómur áleit, að mótmæli hans gegn réttmæti skuldarinnar væru svo óákveðin og á litlum rökum bygð, að ekki væri unt að taka tillit til þeirra. Dæmdi því áfrýjanda til að greiða hina umstefndu skuld, kr. 53.51, ásamt 5% áisvöxtum frá 20. april 1917- Málskostnaður látinn niður falla i héraði og sekt, en fyrir yfirdómi greiði áfrýjandi G. G. kr. 30.00 i málskostnað. Gangverö erlenrlrar myistar. Bankar Doll. U.S.A. &Canada 3,35 PÓSt’htLfe 3,60 Frauki fraaakur 59,00 62.00 Sænsk króna ... 112,00 110 00 Norak króna ... 103,00 103 00 Steriingspund ... 15,50 1570 Mark 65 00 67,00 Holl. Florin ... 1,55 V.b. Högni fór héðan til Breiða- fjarðar í gærkvöldi. Vatn til skipa. Nú er verið að gera vatnsleiðslu úr »Grófinni« niður á hafnarbakkann, svo að skip geti tek- ið þar vatn framvegis. Guðnmndur Friðjónsson endur- tekur erindi sitt í Iðnaðarmanna- húsinu á fimtudagskvöld. Loftskeytastöðin hér í Reykjavík, var opnuð til almennings-afnota í fyrradag til skeytaviðskifta við skip í hafi. Má nú senda loftskeyti frá öllum landsímastöðvum og er gjald- ið (auk landsímagjalds til Reykja- víkur) 30 aura fyrir hvert orð, en minsta gjald 3 krónur. Skipastöðvar- gjald er reiknað eftir Berne-gjald skránni. Skrúðgangan 17. júní. Stjórn í. S. R. hafði farið þess á leit við knattspyrnufélög bæjarins, að þau tækju sérstakan þátt í skrúðgöng- unni, frá Austurvelli að íþróttavelli og gengju félagsmenn í einkennis- búningum sínum. Munu öll knatt- spyrnufélögin hafa gefið loforð um þetta, en þegar til kom, komu eigi nema nokkrir menn úr tvaimur fé- lögum. Hinir létu eigi sjá sig. Var þetta mjög leiðinlegt fyrir þá er voru svo samvizkusamir að standa við orð BÍn, því að allur þorri alþýðu vissi eigi hvernig á þessu stóð og hélt að þessir fáu menn gerðu það af tilgerð einni að trana sér þannig fram. Er þeisa getið hér, svo að allir meigi vita hvernig á því stóð. Hákon vélskip H. P. Duus fór vestur til Isafjarðar í fyrrinótt. Með honum tóku sér far síra Guðm. Guð mundsson ritstjóri *Njaröar« Skúli Einarsson kaupmaður og frú, Amalia Hallsson frú (kona Halls Hallsonar tannlæknis í Færeyjum) o. fl. Nægur fisknr kemur nú daglega á markaðinn hér. Er það mestmegnis stór þorakur og er seldur fyrir 10—12 aura pundið. Botnia kom til Færeyja í gærdag. Er því danska sendinefndin eigi með henni, eins og margir höfðu búist við. Svend Ponlsen ritstjóri »Berl. Tidende* kemur hingað annaðhvort með Botníu eða skipi því, er flytur hingað dönsku sendinefndina. Og sennilega koma hingað fleiri danBkir blaðamenn. Borg mun ófarin frá Englandi enn þá. Gullfoss. Ebkert skeyti hefir enn borist um það hvað »Gullfossi« líði, en miklar llkur eru til þess að skipið só nú á förum eða farið frá New York. Bisp. Landsstjórnin hefir sagt upp leigunni á Bisp frá þeim tima er skipið kemur til Englands næst. Danska seglskipið »A. Andersen«, sem strandaði um daginn Buður við Reykjanes, liggur nú hér við hafnar- bakkann og er verið að Iosa úr því saltfarminn. Skaftfellingnr fór héðan í gær- kvöldi með vörur til Víkur. Nýr iðnaðnr. Chr. Nielsen um- boðssali hefir sett á fót iðnstofnum hér i bæ, er hann nefnir thinar ísl. efnatilbúnings-verksmiðjuri. Fyrsta framleiðslan er komin á markaðinn og er það skósverta, er nefnist »Gljái«. Er hún nú komin í verzlan- ir, en áður var bærinn nær skó- svertu laus. Júní. í júnímánuði eigum vér uokkra merkisdaga, sem við eru bundnar minningar um sjálfstæðisbaráttu vora. Hinu 17. júní 19 n fæddist Jón Sigurðsson, »brautryðjandinn mikli«, sem allir Isiendingar, undantekningar- laust, telja mesta og bezta sjórnmála- mann þjóðarinnar bæði fyr og síðar og þann manninn er vér eigum mest að þakka hvað langt vér höf- um náð í sjálfstæðisbaráttunni. Hinn 12. júní 1913 gerði danska varðskipið upptækan íslenzkan fána a.f lidum báti hér á höfninni. Það atvik vaið til þess að gefa fánamál- inu — og um leið sjálfstæðismálinu — hyr í segiin og snerust þá margir að fullri einnrð að því að berjast fyrir fánamálinu, þótt áður hefðu þeir látið það lítt til sín taka. En öllum hinum gömlu forvígismönnum þess óx þá ásmegin og einurð til þess að fylgja málinu enn fastar fram heldur en áður. Hinn 19. júní 1915 var hin nýja stjórnarskrá vor staðfest í stjórnar- ráði og þann sama dag var oss hemilaður landsfáni, sem öll þjóðin krefst nú að verði líka siglingafáni vor og það sem fyrst. Hinn 15. júni 1918 var í ríkis- þingi Dana samþykt að senda hingað nefnd mauna, til þess að semja við oss um sambandsmálið. Allir þessir dagar hljóta að hafa mikla þýðingu í vorum augum, en enn á 17. júní mestri lýðhylli að fagna, svo sem rétt er. Sá dagur á að vera þjóðbátíðardagur vor þang- að til annar stærri dagur kemur. En mun hann líka koma í júni? Kjötjiurkunin. Herra ritstjóri! Mætti eg biðja yður fyrir þessar línur út af grein i blaði yðar 17. þ. mán., sem nefnd er »Kjötþurkunar- einokun*. Eg mun ekki verða hörundsár út af neinu, sem um mig kann að verða sagt í sambandi við þetta mál, en þar sem í nefndri grein var minst á »danskan félaga tninn*, þá verð eg að lýsa því yfir til þess að fyrirbyggja allan misskilning i því efni, að hr. ingeniör I. Kruger í Kaupmannahöfn, sem eg er í félagi við um þurkunaraðferðir, er ekki upphafsmaður að þvi, að eg hefi farið fram á einkaleyfi á kjötþurkun hér á landi um nokknr ár. Ekki er þetta heldur gert í hans þágu eða til þess að selja honum einkaleyfið í hendur. Það er eg einn, sem bið um einkaleyfið, ekki til þess að selja það útlendingum, heldur til þess að geta gert hér tilraunir í stórum stil með kjötþurkunaraðferð, sem hr. I. Kríiger ræður yfir og hefir einka- leyfi á. Hvort eg á nokkuð eða ekkert í þessari uppfundningu, kem- ur máliuu ekki við; eg mun á rétt- um stað sýna og sanna, að eg hefi fulla heimild til þess að nota þá þurkunaraðferð, sem notuð verður. Það er nú mörgum kunnugt, að það var hr. I. Kruger. sem hjálpaði mér tii þess að gera ítarlegar til- raunir um fiskþurkunaraðferð, er eg gat ekki fengið neina hjálp til þess hér heima, og þannig byrjaði félags- skapur okkar. Vildi eg sízt af ölln, að br. I. Kruger, fyrir velvild hans og ósérplægni, yrði dreginn inn í umræður um þetta mál af þeim löndum minum, sem af einhverjnm ástæðum ekki geta stilt sig um, að fara niðrunarorðum um mig og við- leitni mína í þessu efni. Að öðru leyti vil eg ekki eyða lúmi blaðsins til andmæla nefndri grein. Virðingarfylst. Þorkell Þ. Clementz. Stórar flugvélar. Hinn 1. júní skutn Frakkar niður griðarstóra þýzka flugvél skamt fri Retz. Segir fréttaritari »Agence Havas«, áð á henni hafi verið 9- menn. Flngvélin er af Lizenz-gerð og hin stærsta sem þekst hefir til þesáa. í heni voru fjórar hreyfivél- ar (motorar) með 300 hesta afli hver, vænghafið var 129 metrar og lengd flugvélarinnar allrar 84 metrar. Hún gat flntt með sér 30 smálestir af sprengjum, var vopnnð með tveim vélbyssum og gat flogið 75—8o; milur (enskar) á klukkustund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.