Morgunblaðið - 23.06.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.06.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐTÐ Fyrirætlanir Austur-Asíu- félaysins. H. N. Andersen etatsráð hefir látið dönsk blöð birta eftirfaiandi skýrsiu frá sér um afskifti »Ö. K.« af fossa- málinu: — Á aðalfundi Austur-Aaíu-félagsi ns hicn 9. apríl þ. á. mæiti einn af- hluthöfum til mín á þessa Ieið: — Til þesBa hafið þér aðallega Ieitað til hinna heitu Ianda, Beinið nú einnig athygli yðar til norðurs. |>ar eru bundin hulin öfl sem þér munduð geta leyst. f>essu svaraði eg á þá leið, að jörð- in væri eigi stærri en svo, að maður gæti haft hana alla í huga og að við hefðum líka augastað á því Iandi, sem hér væri átt víð. í dönskum og útlendum blöðum hefir þetta stutta svar verið gert að skýrslu um víðtækar fyrirætlanir er mér hafa aldrei til hugar komið. Nökkur döusk blöð, sem höfðu frétta- ritara á fundinum hafa sagt rétt frá, en samt sem áður virðast ýkjurnar hafa fengið byr undir báða vængi og eg vil þess vegna skýra frá því, hvað eg átti við með orðum mínum um ísland á fundinum. 1 samræðum við forsætisráðherra íslands, Jón Magnússou, í þau tvö skifti, sem hann hefir komið til Dan- merkur, lét eg það um mælt, að frumkvæðið og afl þeirra hluta sem gera skal, ættu að svo miklu leyti sem unt væri að koma frá íslending- um sjálfum, þegar um viðskifta-fram- þróun landsins væri að ræða, og að félög sem stofnuð yrðu í því skynl, ættu að eiga heima á íslaudi, ef hægt væri að koma því við. Á þessum grundvelli kvaðst eg fús til þess, ef þess væri æskt, að styðja að fram- þróuninni að svo miklu leyti Bem það stæði í mfnu valdi. þetta end- urtók eg við ráðherrann í viðurvist merkra fulltrúa dauskra iðnrekenda og voru þeir á Bama máli og eg, að því þó við bættu, að vér kváðumst fúsir til þess vegna umhyggju fyrir íslandi, að leggja fram fé til slíkra fyrirtækja og verklega og viðskifta- lega þekkingu til framþróunar íslaudi. í samræmi við þetta hefi eg heitið styrk mínum til þess, að koma á fót þeim fyrirtækjum á íslandi, sem sótt hefir verið um leyfi fyrir hjá Alþingi og sem Jarl verksmiðjueigandi mun skýra blöðunum frá hver eru. Skýrsla Jarls. Hún er á þessa leið: — Árið 1908 var stofnað íslenzkt hlutafélag, með aðalbækistöð f Nor- egi og var tilgangur þess að starf- rækja islenzka fossa. Norðmenn vissu að Danir mundu fúsir til þesa að styðja að framþróun íslands og sneru sér þess vegna til nokkurra mikilsmetinna Dana til þess að vinna áhuga þeirra fyrir þessu fyrírtæki. Aðrir eins merkismenn og G. A. Hagemann, Ludv. Bramsen og Hamm- erieh — sem nú eru allir látnir — gerðust hluthafar. Hið sama gerðu þeir Jörgensen konferensráð, Mon- berg etatsráð, Fr. Johannsen síma- stjóri, Otto Liebe hæstaréttarlögmað- ur og verkfræðingarnir Alex. Foss og Poul Larsen. Norsku félagsstjórninni tókst samt sem áður eigi að koma fyrirætlunun- um í framkvæmd og frá norskum hluthöfum kom þá fram ósk um það, ao ná aftur peningum þeim, er lagð- ir höfðu verið í fyrirtækið og notaðir höfðu verið til þess að kaupa fyrir ýms fossaréttindi. Dönsku hluthöfunum hafði eigi gengið til nein gróðafíkn og þess vegna vildu þeir eigi fara þessa leið. Og með samningum tókst það svo, að fá aðalbækistöð félagsins flutta til Danmerkur. þetta gerðist á önd- verðu árinu sem leið. Hina nýju stjórn félagsins skipa: J. C. Jarl verksmiðjueigandi, sem er formaður í f o s s a f é 1 a g i n u í s 1 a n d, Paul Larsen verkfræðing- ur og N. C. Monberg etatsráð. I júní 1917 lögðu þeir fyrir íslenzku stjórnina tilboð þau, er áttu að marka grundvöllinn fyrir starfsem- inni framvegis. |>eir lýstu yfir því, að þeir ætluðu sér að byggja út Sogfossana. í sambandi við það ætluðu þeir að reisa verksmiðju, til þess að hagnýta nokkurn hluta hinna 50,000 hestafia fossanna, og var þá aðallega hugsað um að vinna áburðarefni úr loftinu til notkunar fyrir danskan og íslenzk- an Iandbúnað. Ennfremur var gert tilboð um það, að sjá Beykjavík og nokkrum hluta Suðurlands fyrir ódýru rafmagni, að leggja þá v e g i er þyrfti og járnbraut, sena átti að leggja frá Beykjavfk, umhverfis þingvallavatn niður að Sogi og niður á Suðurlands- undirlendið.J það var ætlast til þess að lands- sjóður fengi hlutdeild í ágóðanum sennilega sem árgjald, er miðast við ákveðna hundraðsupphæð af gróð- anum. (Hlutafélag þetta hefir þegar trygt sór eignarrétt og ainotarétt í 100— 200 ár á mörgum helztu fossum landsius, auk Sogfossanna. f>að hefir ráð á hinum nafnfræga Gull- fossi og þrem stórum foasum á Norð- urlandi, en ætlar þó fyrst og fremst að eins að starfrækja Sogfossana. >Politiken<). f>essi málaleitun félagsins, sem hér hefir nefnd verið, hefir Iegið fyr- ir Alþingi íslendinga og það hefir skipað nefnd í málið. Hún hefir þó eigi tekið neiua ákvörðun, en að því er vér vitum bezt, er það ætlun hennar að taka sér lærdómBferð (Studierejse) á hendur að loknu þingi og ræða þá málið við stjórn félags- ins hér. Til fyrirtækis þess, sem hér er gert ráð fyrir, þarf stórfé. f>að er búist við að eigi verði komist af með minna en 20 miljónir. Útbygg- ing Sogfossanna mun ein kosta 10 miljónir, járnbrautirnar 3 J/2 miljón og auk þess kemur kostnaður við rafmagnsleiðslu og vegagerðir. það er eigi gott að segja það nú sem stendur 'hvort peningamarkaður í Danmörku verður framvegis jafn- glæsilegur og á öndverðu árinu sem leið, svo að hægt sé að safna þessu fé hér. Bn af þessum ástæðum höf- um vér tekið það skýrt fram við ís- lenzku Btjórnina að það væri heppi- legt, ef hún gæti fljótlega tekið ákvörðun í málinu. Aðaltilgangurinn með fyrirætlunum vorum er sá að styðja að framþróun íslands og efia gott samkomulag milli íslands og Danmerkur með því að tengja saman danska og íslenzka hagsmuni og gera Danmörk að stór- um kaupanda að íslenzkum afurðum, sem Danir verða nú að Bækja til Noregs og Suður-Ameríku. f>að er auðskilið að slíkt risafyrirtæki sem þetta, og erfitt viðfangs, hefir mikla áhættu í för með sér, svo að fjárlegir hagsmunir mundu eigi eiuir geta hrundið máliuu fram. f>etta verður að teljast þjóðartyrir- tæki i báðum löndum, í >det samlede danske Biget, og það er vonandi, að sú fórnfýsi, sem Danir hafa sýnt í þessu, verði réttilega metiu meðal leiðtoga íslenzku þjóðarinnar, svo að þetta þýðingingarmesta skref, sem stigið er i áttina til samvinnu rnilli Danmerkur og íslands, leiði til góðs árangurs fyrir báðar þjóðirnar. Hvað blöðin segja. ■»Börseni.: Maður skyldi eigi ætla að það væri nokkuð móðqandi fyrir tilfinningar ísleodinga í umnaælum H. N. Andersens á aðalfundi »Ö. K«. Þvert á móti mætti ætla að hverjum einasta Islending qeðjaóist vel að hinu fyrirhugaða fyrirtæki. Vér efumst heldur eigi um, að þá er misskiln- ingur sá, er upp hefir kotnið, er leiðréttur, þá muni íslendingar rneta að verðleikum þó óeigingjörnu aðstoð sem hér er boðin til þess að efla framfarir íslands. — Vér höfum ávalt bent á það að það væri skylda Dana að stuðla að framförum á Is- landi, þannig að þær Jyrst o% jremst yrðu Islendingum sjdlfum til hags- muna. Danskt auðmagn þarf ekki að leita starfsviðs á Islandi, en oss virðist að Danir á viðurkenningar- verðan og gleðilegan hátt uppfylli skyldu sína með því að láta það fé, er þeir hafa grætt á síðustu árum koma Isiandi til hagsmuna á þann hátt sem H. N. Andersen hefir frá skýrt. »Berlingske T>dende«: Það er enginn efi á því að ummæli þessi muni falla i góðan jarðveg á íslandi. Með venjulegum glöggleik og brein- skilni í framsetningu málsins er frumkvæðið og framkvæmdaaflið til íslenzkrar framþróunar sett á sinn rétta stað, sem sé í Islandi sjálfu, jafnframt því að loforð er gefið um dyggilegan tilstyrk með því fé og þekkingu, er á Isiandi kynni að skorts. — »Ekstrabladet< : Manni hlýtur að bregða nokkuð í brún er maður les þetta (niðurlagsorð Jarls) þar sem verzlunar, viðskifta og iðnaðarmál- efnum er blandað saman við þjóð- legar óskir og framsóknarþrá og málið þar með dregið inn á poli- tikskt svið. Maður minnist ósjálf- rátt — og með gremju — hversu likar tilraunir, er fyrir nokkru voru gerðar úr sömu átt til þess að knýta Vesturheimseyjar fastara við Dan- mörk, mishepnuðust og manni verð- ur á að spyrja, hvort það hefði eigi verið betra að draga eigi svo mjög fram hina þjóðlegu hlið málsins og blanda eigi afstððu íslands til danska ríkisins inn í þetta máll Samning- arnir um rikjasambandið eru nú á byrjunarstigi, og það er að minsta kosti efasamt hvort það muni flýta fyrir málum, sem þarf að flýta fyrir lausn á, að þau eru gerð háð því hvernig fer um þetta mál. I fæstum orðum er hér aðeins um það að ræða hvort íslendingar vilja gefa dönsku eða dansk-íslensku miljóna- félagi leyfi (Koncession) til þess að hagnýta Jþessa fossa og koma á fót vissurn iðnaði í sambandi við það. Úr þessu máli væri hægt að leysa án þess að þjóðleg og politisk deilu- mál Islands og Danmerkur væri dreginn þar inn í og áreiðanlega væri hægt að leysa fyr og heppi- lega úr málinu án þess. Vér hneigj- umst líka að þeirri skoðun, að ef það er satt sem Jarl segir, að fjár- magn eitt sé eigi þess megnugt að koma málinu í framkvæmd, þá sé bezt að hætta við fyrirtækið nú þegar. Það má eigi búast við því að 20 miljónir króna sópist saman í góðgerða (þjóðlegu) skyni. Það er venjulegt að miljónirnar verði að gefa af sér rentur, en þegar sagt er að eigi sé til þess ætlast, þá vekur það venjulegast illan grun. Og það er eigi óhugsandi að Islendingar séu svo lengi að hugsa sig um vegna þess að þeir hafa fengið illan grun, sem að vísu er ástæðulaus t sjálfu sér, en þó skiljaniegur þegar maður hefir lesið það sem hér er vitnað í. Samsæti var Guðmundi Friðjónssyni frá Sandi og bióður hans Sigurjóni haldið t Iðnaðarmannahúsinu siðastl. föstu- dagskvöld af nokkrum rithöfuudum, skáldum og mentavinum höfuðstað- arins (alls 20 auk heiðursgestanna). Samsætið setti ritstj. Jakob Jóh. Smári, eftir það settust meun að borðum og hófust brátt ræðuhöld. Talaði dokt. Guðm. Finnbogason fyrir minni heiðursgestins G. Fr., og Jakob Thorarensen flutti honum kvæði. Fyrir minni íslenzkrar tungu talaði Bjarni Jónsson frá Vogi, og minni' skáldskapar dr. Ágúst H. Bjarnason, minni Sigurjóns Friðjóns- sonar Guðm. Hagalín skólapíltur og minni Þórisdals Jóhann Jónsson skólapiltur og minni íslands Þorsteinn Gíslason ritstj. Auk þessa var kvæði flutt Guðmundi Friðjónssyni eftir Guðmund Hagalín og M. Gisla- son, og kvæði til beggja heiðursgest- anna flutti Þorst. Gísason. Guðm. Magnússon rith. talaði um G. Fr. sem bónda. Töluðu og heiðurs- gestirnir báðir, og margir tóku oftar en einu sinni til máls og þess á milli kvæði sungin. Var samsæti þetta hið ánægjulegasta og »gnægð eldheitra orða« í ræðum manna. Til snæðings var soðinn lax, steik og drykkir; stóð samsætið yfir frá kl. 8 til kl. 2J/2 um nóttina. Var- þá heiðursgestunum fylgt heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.