Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORÖUNBLAÐIÐ
30 ára rikissfjórn.
Hinn 15. jiini siðastliðinn voru
liðin 30 ár siðan Vilhjálmnr Þýzka-
landskeisari tók við ríkisstjórn. Þann
dag dvaldi keisarinn í aðalherbúðum
Þjóðverja ásamt Vilhjálmi syni sin-
um og Hinrik bróður sínum.
Eins og nærri má geta var keis-
aranum þann dag sýnd margskonar
virðing. Hindenburg hershöfðingi
flutti ræðu íyrir minni keisarans og
þakkaði honum í nafni hers og þjóð-
ar fyrir friðinn, sem þýzka þjóðin
hefði notið hin fyrstu 26 ríkisstjórn-
arár hans. Og svo mælti hann á
þessa leið: »Þýzka þjóðin hefir nú
átt í striði i fjögur ár og sýnt af
sér þá hreysti og harðfengi sem er
dæmalaus í sögu alheims, en þrek
sitt á hún aftur því að þakka, að
æðsti hershöfðingi hennar, keisar-
inn, hefir verið óþreytandi í þvi að
efla herinn á alla lund og gera hann
traustan og stórhuga. Forsætisráð-
herra Breta kallaði hérna um dag-
inn þrautseygju, samheldni og föður-
landsást Þjóðverja »meinsemd, sem
þyrfti að rifa upp með rótum.f En
synir Þýzkalands munu eigi bregð-
ast keisara sinum og þeir muno
standa saman sem einn maður þar
til yfir lýkur. Hamingjan gefi það,
að hin gömlu einkunnarorð vor:
»Fram, i nafni guðs, konungs og
föðurlands, fyrir keisara og riki,«
beri þann árangur að færa oss mörg
blessum friðarár undir stjórn yðar
hátignar, þá er vér höfum fært fðð-
landinu sigur heim.
Keisarinn svaraði og mintist fyrsí
friðartimans, hinna 26 ára meðan
þýzka þjóðin barðist óþreytanlega
og með góðum árangri fyrir fram-
förnm sinum, enda þótt ýmislegt
hefði á milli borið í stjórnmálum.
Á þessum friðartíma, mælti hann
ennfremur, kappkostaði eg að efia
sem bezt hinn þýzka her og jafn-
framt því sem hinir þrautreyndu
herforingjar feðra minna féllu i val-
inn, og yfir syrti, óskuðu margir
Þjóðverjar þess og vonuðu, og eigi
sízt eg, að þegar hættan yrði mest
þá sendi guð oss þá menn, er henni
væru vaxnir. Sú von hefir eigi orð-
ið sér til skammar. Þar sem þér
eruð Hindenburg, og þér Luden-
dorff, hefir forsjónin sent þýzku
þjóðinni, þýzka rikinu, þýzka hern-
um og þýzku herstjórninni þá menn,
sem eru sjálfkjörnir foringjar hinn-
ar albrynjuðu þýzku þjóðar í bar-
áttu þeirri, er á að skera úr um það
hvort hún á að fá rétt til þess að
að lifa, og með hennar hjálp vona
eg að yður takist a.ð færa oss sigur
heim.
Siðan mintist keisarinn á það, að
hann hefði frá öndverðu kunnað að
meta þær raunir, er hernaði fylgdu.
Fyrsti guðmóður þjóðanna hefði eigi
blekt sig. En þá er Bretar gengu
inn i stríðið hlaut það að verða
heimsstyrjöld, hvort sem til þess var
ætlast eður eigi.  Þetta  strið  væri
eigi háð vegna þess að þjóðirnar
vildu fá úr því skorið hver væri
sterkust, heldar væri það barátta
tveggja ólíkra skoðana. Annaðhvort
yrði ofan á málstaður Þjóðverja
— réttur, frelsi, virðing og sið-
gæði — eða þá maurasýki brezku
þjóðarinnar. Það væri stefnuskrá
Engilsaxa, að þröngva öllum þjóð-
um til þess að sitja og standa eftir
þeirra eigin geðþótta. £n slikri bar-
áttu sem þessari væri eigi hægt að
ráða til lykta á fáum dögum, vik-
um eða jafnvel árum.
Keisarinn þakkaði forsjóninni fyrir
það, að hún hafði gefið sér aðra eins
samverkamenn eins og Hindenburg
og Ludendorff og lauk svo máli sínu
á þessa leið:
— Eg þarf eigi að taka það fram,
að þýzka þjóðin og þýzki herinn
stendur sem einn maður og setur
alt traust sitt á yður. Hver einasti
Þjóðverji veit hvað það er sem hann
berst fyrir. Það verða óvinirnir
jafnvel að viðurkenna. Og vegna
þessa skulum vér sigra — þýzki
málstaðurinn skal sigra. Og það er
aðalatriðið.--------
Rikiskanzlari, von Heriling, sendi
keisara skeyti og svaraði hann því
á þessa leið:
— Eg þakka þær innilegu og góðu
heillaóskir, sem þér og þýzka stjórn-
in senduð mér í tilefni af þvi, að
nd eru 30 ár síðan eg settist í há-
sæli Þýzkalands. Þegar eg hélt 25
ára rikisstjórnarafmæii mitt, átti eg
þvi láni að fagna að geta heitið
friðarhðfðingi. En síðan hefir heim-
urinn tekið gagngerum stakkaskiftnm
og í nær fjögur ár höfum vér neyðst
til þess að standa í þeirri orrahrið er
á engan sinn líka. Guð hefir
lagt mér (þessa þnngu byrði á herð-
ar, en eg er fær um að bera hana
vegna þess að samvizka mín segir
mér að vér höfum góðan málstað að
verja og vegna þess að eg treysti
hinu hvassa þýzka sverði og ósigr-
andi þreki þjóðarinnar. Og þess
vegna má eg miklast af því að vera
höfðingi þeirrar þjóðar sem mest er
í heimi. Og eins og her vor hefir
sýnt það i hernaðinum að hann er
ósigrandi, mun þjóðin einnig sýna
það að hún getur lagt á sig ótrú-
legar þrengingar.
Þessum afmælisdegi hefi eg
eytt hér mitt á meðal hermanna
vorra, og þótt eg sé af hjarta hrærð-
ur þakka eg guði fyrir miskunn
hans. Eg veit það, að »hervaldc
Prússa, sem óvinir vorir hafa svo
mjög ófrægt, en sem forfeður mínir
og eg hafa þann heiður af að hafa
fóstrað i sannri einlægni og sam-
vizkusemi við þjóðina, hefir gefið
þýzka sverðinu þann hvassleik og
þýzku þjóðinni þrek, til þess
að vinna þann sigur, er færa mun
þýzku þjóðinni rétt til þess að lifa.
Það er heilög skylda mín og stjórn-
arinnar að beita öllu þreki til þess
að græða öll þau sár, sem ófriður-
inn hefir veitt, og tryggja þjóðinni
farsæla og gleðiríka framtíð. Og.með
þakklátri  viðurkenningu  fyrir  þau
verk sem stjórnin hefir unnið, varpa
eg trausti mínu framvegis á hina
þrautreyndu hæfileika yðar og stjórn-
arinnar. Guð blessi landið og þjóðina.
Roald Amundsen
Hinn heimsfrægi og hugumstóri
heimskautafari Roald Amundsen, var
ferðbúinn í Norðurveg, þegar ófrið-
urinn hófst. En þá írestaði hann
förinni »þangað til ófriðnum væri
lokið*, eins og sum blöð sögðu,
en sú bið hefir orðið honum löng,
og þolinmæði hans þrotin að bíða
ófriðarloka. Hann hefir nú þegar
lagt af stað, eins og skýrt er frá
í simskeytum nýskeð. Ekki er gott
að segja, hve lengi hann verður;
gizkað er á þrjú ár, en vistir hefir
hann til 5 ára. Hann hefir flug-
vélar meðferðis, er sjálfur flagmað-
ur og ætlar, ef svo vill verkast, að
fljúga frá skipinu norður á heims-
skant. f>ó er það ekki höfuðtak-
mark þessa leiðangurs að komast
þangað. Ferðin ar miklu fremur
farin í almennum, vísindalegum til-
gangi.
Skip Amundsens heitir Maud,
eftir drotningu Noregs. Blaðamönn-
um var sýnt skipið i Kristjaníu, áð-
ur en það lagði af stað. Einn þeirra
lýsir því svo:
»Útbúnaður virðist ágætur að öllu
leyti, bæði að gæðum og gnægðum
og skipið hefir 5 ára vist. Salurinn
er bjartur og hlýr, og að honum
liggja svefnklefarnir, þægilegir og
raflýstir. í salnum eru myndir
konungsfjölskyldunnar og norskar
landlagsmyndir. Ekkert hefir verið
til sparað til þess að gera skipið
sem bezt úr garði og hentugt til
þessarar langferðar, sem ætla má að
ofl verði erfið«.
Skipshöfnin er þrekleg og horfir
ókvíðin gegn öllum torfærum.
I   ¦!¦  »
|7|r|V| fæst nokkuð at hin-
J-4XJXX   um  alkunna:
Mentol- og Malt-
brjóstsykri  i  smá  dósum  í
Tóbaksfyúsittu.
Selst með nokkrum af-
slætti  í  stærri kaupum
Tóbakshúsið.
Samningar
milli Svía og bandamanna.
í nokkra mánuði hafa staðið yfir
samningar milli sænskra erindreka i.
London og folltrúa bandamanna um
viðskifti og vöruflutninga til Sví-
þjóðar. Þeir samningar eru nú al-
veg nýlega fullgerðir, og hefir sænska
Stjórnin fallist á þá.
Með samningum þessum hafa
bandamenn bundið Svía um það, að
leigja sér 400.000 smálesta skipastól.
Einnig hafa bandamenn trygt sér
það, að geta fengið lán i Svíþjóð,
og innflutning þaðan á járni, timbri
og pappír.
A hinn bóginn leyfa bandamenn
innflutning á ákveðnum vöruforða.
til Svíþjóðar og Svíar skuldbinda sig
til þess að flytja ekkert af þeim
vörum út úr landinu.
JJAGBOK   ^fr
Grangverð erlendrar myntw.
Bankai      Pósthúl
Doll.U.S.A.&Oanada 3,35       8,60
Frankl franskur    59,00      62,00
Sœnsk króna  ...  112,00     110,00
Norak króna  ~  103,00     103,00
Sterlingspund „.   15,50      15,70
Mark   ... _ ...   65 00      67,00
Holl. Florin  _    i,55
Lagarfoss mun nú á förum frá
New York, en okkort hefir enn frézt
um það hvað »Willemoesi líður.
Um mörg ár hefir grasspretta cigi
vorið jafnslæm hér eins og nú. J>að
getur tæplega kallast að komnir séu
aæmilégir hagar hér í kringum bse-
inn og tún eru óvenju gróðurrýr.
Spretta í matjurtagörðum er og mel
lakara móti og eru horfurnar hvergi
nærri góðar.
Lundaveiðar eru ná byrjaðar hðr
í eyjunum fyrir nokkrum dögum og
er lundinn seldur á 15 aura, en fyr-
ir striðið var hann seldur á 5 aura.
Hjúskapur. Jungfrú Soffía Sig-
urðardóttir Gunnarssonar prófasts og
Hjálmar Sigurðsson kaupmaður í
Stykkishólmi.
Jungfrú Anna Bjarnadóttir og
Erlendur jiórðarson prestur að Odda.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4