Morgunblaðið - 15.07.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.07.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ I. Sé jeg síltorfo, sé jeg þorska taka síl úr torfn, ásækja sili aðrir stærri fiskar og fylgja torfu. B. Th. Persia. * "íi H. P. Duus A-deild Hafnarstræti. Mest úrval at allskonar VEFNAÐARV0RU tíltaí' bezt Altat ódýrast Persia var í fornöld og á miðöld- unum -mikið og blómlegt ríki, eó nú hefir það um langan aldur átt við harðstjórn og hnignun að búa. Það er í orði kveðnu sjálfstætt, en Bret- ar og -einkum Rússar hafa nokkra hrið ráðið þar lögum og lofum, enda er þjóðhöfðingja-ættin þar í landi siðlaus og sællíf, og aðallinn sér- drægur og siðspiltur. Nú skal hér greint' litið eitt frá, hvernig bögum þess er komið. Eftir ófarir Rússa í ófriðnum við Japana 1904—1905 hófust allmiklar umbótahreyfingar í Austurálfu. í Tyrklandi var sett á stofn þingbund- in stjórn, Kina varð lýðveldi og í Persiu var hafið allsherjar verkfall í Teheran, höfuðborg ríkisins, er lauk svo, að einvaldinu, er shah nefnist, gaf þegnum sínum frjálsa stjórnai- skipun og þing með tveimur mál- stofum. Aliur almenningur þakkaði ekki siður brezkum áhrifum en sér sigur þenna. En 31. ág. 1907 bundust Rússar og Bretar samningi um ágreinings- atriði þau, er þeim hafði borið i mitli í Asíu. í samningi þessum, er Grey utanrikisráðherra Breta hafði gert án þess að bera hann unair stjórn Persa, var svo kveðið á um Persiu, að landið skyldi haldast óskift og sjálfstætt sem hingað til, en sá böggull fylgdi skammrifi, að því var jafnframt skift í þrjú hagsmunabelti: Þéttbýlasti og frjósamasti hluti ríkis- ins, allur norðurhluti þess með þrem- ur stærstu borgunum Teheran, Tabriz og Ispahan og hér um bil 6,900,000 fbúa hné undir Rússa; suðurhluti þess, sem er strjálbygður og gróð- urlitill með um 700,000 íbúa, var lagður undir umráð og afskifti Breta, en Bretar og Rússar skyldu í sam- einingu ráða yfir hinu »hlutlausac svæði milli þessara belta, en það er auðvitað mestmegnis eyðimörk og fjalllendi. í Evrópu brá mörgum manni i brún að sjá Breta leggjast á lítil- magnann með Rússum. Menn skildu og alls ekki, hver nauðsyn rak þá til, er Rússaveldi var svo lamað, að ljá því liðveizlu til þess að undiroka smáþjóð, og brjóta þannig bág við stjórnarstefnu sína, að leggja smá- þjóðunum heldur lið en hneppa þær i áþján. Aðfarir Grey’s í þessu máli mæhust jafnvel illa fyrir bjá sum- um Bretum, er voru gagnkunnugir hagsmunum Breta f Asíu, svo sem Curzon lávarði, sem var fyrrum jarl á Indlandi. Til þess að sefa menn birti Grey skömmu síðar í nafni Breta og Rússa einskonar skýring á samningnum, þar sem fullyrt var, Kaupamann vantar að Eyhildarholti í Skagafirði. Hátt kaup. Ókejpis ferðir. Þarf að fara til Borgaruess á morgun. Upplýstngar hjá Eagerí Jónssyni ‘ Bröfíugöfa 3 B. — Sími 602, * H f)2imíeiö vMynd þeasi var tekin í vor og sýnir hún þýzka bermenn, sem RÚ9sar höfðu hanrltekið í ófriðnum og bændur frá Eystrasaltslönd- um sem eru á leið yfir fannmerkur Rússlands og stefna — heim. Friður var þá nýlega saminn milli Rússa og Miðveldanna og þús- undir herleiddra manna og landflótta fengu þá langþráð heimfarar- leyfl. að Persia skyldi ekki glati neinu ?f sjálfstæði sinu eða löndnm, og sð Bretar og Rússar mundi varnst allan ágang við landsmenn nema lífi eða eignum brezkra eða rússneskra þegna væd hætta búin. Sumir sem þóttu vita lensra nefi sínu fullyrt'i, að Bretar hefðu gert þenna áðurnefnda simning við Rússa til þess að tryggja sér peirra 0% liöveizlu i vantanlegum óýriði milli Bretlands og Þýzkalands! Árið eftir að Persar höfðu fengið frjálsa stjórnarskipum urðu stjórnar- skifti í Persiu og Muhammed Ali settist að rikjum. Euda þótt haDn hefði unnið eið að stjórnarskránni meðan hann var rikiserfingi og eftir að h.ann kom til rikis, lenti hann þegar í deilum við þingið. Árið 1908 rauf hann stjórnarlögin. Þingið gat ekki við neitt ráðið, enda naut »shahinn« trausts og fylgis rúss- neska sendiherrans og fulltrúa Brcta. IJakof, rússneskur herforingi i þjón- ustu shabins, skaut sprengikúlum á þinghúsið og sprengdi það til grnnna, en shahinn lét taka af lífi helztu þingmenniua og blaðstjóra þá, cr höfðu ekki í tíma forðað sér. Meðan viðburðir þeir gerðust, er nu voru taldir, unnu íbúar Tabriz- borgar sigur á her shahins, en urðu; siðar að sæta níu mánaða umsátri. Því lauk s?o, að nokkrar rússnesk- ar hersveitir settust upp í borginni og bafa til skamms titna átt þar setu, enda þótt Grey lýsti því yfir, að Rússar ætluðu ekki að hafa þar setulið til frambúðar. Þegar andstæðingar stjórnarinnar spurðu hina ágætu vörn Tabrizborg- ar, gerðu þeir út he.i á hendur Lia- kof og • hersveitum hans, sigruðu hann og ráku shahinn frá rikjum. Nú var hinum unga ríkiserfingja skipaður forráðamaður og stofnað til nýrra þingkosninga. Eftir það virð- ist hafa verið þolanlegur friður f landinu um tveggja ára bil, en stjórn- in átti að striða við mikla fjárhags- örðugleika, þvi að höíðingjar og auð- menn Persa færðust undan að greiða skattgjöld sín og leituðu ásjár Rússa. Nú rak að því, að ríkið varð að fá fé að láni. Gerðu Rússar og Bretar þeim kost á því gegn þvl, að þeir fetigi eftirlit með, hvernig féuu væri varið. En Persastjórn vildi komast hjá þvi að verða stórveldum þessum háðari en komið var og fól þess vegna öflugu fjársýsluhúsi f London að útvega lánið. En þegar brezka utanríkisráðuneytið varð þess áskynja, lagði það bann við því, en krafðist jafnframt, að stjórnin léti brezka liðsforingja koma skipun á lögregluliðið í suðurhluta ríkisinsr því að annars neyddist það til að senda indverskan her inn í landið. Með aðstoð Bandarikjanna hafði stjórnin i Persiu ráðið dugandi amer- ískan embættismann, Morgan Shuster, til þess að koma skipulagi á fjármál landsins. Hann kom þangað vorið 1911 og gat sér brátt svo góðan orðstír fyrir dugnað sinn og þrek* að þingið gerði hann nær því ein- valdan á hans svíði. En honum tókst ekki að ná samkomulagi við Rússa og iöggæzlnriddaralið hans hafði miður í viðureigninni við rúss- neska Kósakka, og rússneskar her- sveitir gerðu sig líklegar til að halda til Teheran og framfylgja kröfum Rússa. Nú skarst Edward Grey í málið og réð Persastjórn til að slaka til og fullvissaði hana um, að Rússar mundu hætta framsókninni, ef gengið væri að kostum þeirra. En þeir voru í stnttu máli, að Morgan Shuster skyldi þegar vik- ið frá, að Rússum yrðu greiddar skaðabætur og þeim og Bretum heimil- aður réttur til að leggja bann við þvi, að Persar réði framvegis útlend- inga i sina þjónustu. Þingið var því næst rofið, er það vildi efeki góðfúslega verða við kröf- um Rússa. En ekki nóg með það. Af því að sveit persneskra sjálfboða- liða hafði í Tabriz ráðist á nokkrar rússneskar hersveitir, þá var þar skipaður hermannadómur, er dæmdi 26 forkólía þjóðarinnar til dauða. Einn þeirra var æðsti kennimaður landshluta þessa. Hann var hengd- ur á háhelgustum degi i persneskum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.