Morgunblaðið - 21.07.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.07.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Bjargráðastörf. Aður en þingi lauk, gaf bjargráða- nefnd neðri deildar svolátandi skýrslu um störf sín: 1. Nefndin hélt fyrsta fund sinn 20. apríl og ákvað að fara þess á á leit við stjórnarráðið, að fá skýrsl- ur a. um aðgerðir viðvikjandi almennri hallærishjálp, svo sem um lán til sveitarfélaga og hallæris- vinnu; b. um úthlutun kola með niður- settu verði; c. um móvinslu frá Þorkeli Clem- entz; d. um brúnkolavinslu í Sviþjóð. Nefndin fékk þessar skýrslur og kynti sér þær eftir föngum og studd ist að sumu leyti við þær við ákvarðan- ir, er hún framkvæmdi siðar. 2. Erindi hafði nefndin tii með- ferðar frá sýslumanni Strandasýslu um kolanám í Gunnarstaðagróf. Var lesið upp erindi frá landsverkfræð- ingnum út af þessu erindi og skýrsla frá N. P. Kirk um brúnkolanámur á Skáni í Sviþjóð. Eftir að nefndin hafði íhugað kola- málið yfir höfuð, svo og mótekju- málið, sbr. siðar, komst hún að þeirri niðurstöðu, að mótekja muudi borga sig betur og reynast víðast hvar betra bjargráð við eldsneytisskorti heldur en kolanám. Þess vegna væri enn minni ástæða til að láta landssjóð leggja út í ný kolanámu- fyrirtæki. 3. Þá barst nefndinni frumvarp stjórnarinnar um almenna dýitíðar- hjálp. Eftir að nefndin hafði átt viðtal við fjármálaráðherrann á fundi, ákvað hún að gera allmiklar breytingar á frumvarpinu, og hafa þær legið fyrir háttv. neðri deild, bæði breytingar, er þá voru bornar fram af nefnd- inni, og siðari breytingar. 4. Þá spurðist nefndin fyrir um það í bréfi, dags. 29. apríl, til stjórn- arráðsins, hverjar horfur væru á því, að landsstjórnin gæti fengið nauð- synleg lán til þeirra bjargráðafram- kvæmda á þessu og komandi ári, að því leyti, sem væntanlegar tekjur landssjóðs ekki hrökkva til, og mið- að við ekki einungis þau lög og ákvarðanir, sem nú eru í gildi, held- ur og væntanlegar ráðstafanir Al- þingis nú. Nefudinni hefir ekki borist neitt beint svar upp á þessa fyrirspurn, hvorki munnlegt né skriflegt. 5. Þá fékk uefndin þingsályktun um úthlutun matvöru og sykurs með seðlum. Rætt var um tillögu þessa við forstjóra landsverzlunarinnar, sem lýstu því yfir, að þeir mundu, eftir því sem vöruforði og flutningstæki leyfðu, fullnægja því, sem meint væri með tillögunni, og ákvað nefndin því að leggja til, að tillagan yrði af- greidd með rökstuddri dagskrá. 6. Með bréfi, dags. 5. maí, rit- aði nefndin stjórnarráðinu og bað það að leita upplýsinga í kaup- stöðum og sjávarþorpum um, hve mörgum róðrarbátum til fiskveiða sé á að skipa í hverju héraði eða bæ, og hver þörf viðkomandi sveitar-og bæjarfélagi þykir á, að aukið sé þar við. Enn í:emur hver efni séu fyrit hendi, eða líkur til að fá, til nauð- synlegrar aukningar. Eftir að nefndin hafði fengið þessa skýrslu, bar hún fram þingsályktun, sem skorar á iandsstjórnina að hlut- ast til um, að landið verði sem bráð- ast birgt að áraefni, trjávið og saum til viðhalds og smiða opinna róðrar- báta, þar sem mest er þörf. 7. Nefndin leitaði sér upplýsinga um það um alt landið, eftir föngum, hvernig aðstaða einstakra bæjarfélaga og þorpa væri til þess að geta birgt sig upp með mó og öðru inniendu eldsneyti. Komst nefndiu að þeirri uiðurstöðu, sð viðast hvar mætti það takast, með nægri fyrirhyggju, þó einstöku héruð skorti tilfinnanlega mótak, svo sem Reykjanesskagann. Stjórnarráðinu var síðan skrifað um að hvetja landsmenn til að afla sér sem mest af mó og annars innlends eldsneytis af eigin ramleik. 8. Þá grenslaðist nefndin eftir þvi, hvað gert hefði verið til þess, að útvega landinu kartöfluútsæði og komst að þeirri niðurstöðu, að stjórn- in hefði gert í því efni það, sem hægt var að gera. 9. Frú Guðný Ottesen hafði sótt um styrk til þess að afla útsæðis og geyma það. Nefndin gat ekki fallist á að veita þennan styrk, en ákvað að flytja í þess stað þingsályktunar- tillögu, þar sem stjórninni er faliö að annast þetta útsæðismál og að hvetja bæjar- og héraðsstjórnir til þess að hafa vakandi auga á því máli. Og ennfremur að annast um leiðbeiningar til almenniugs um geymslu á kartöflum. 10. Út af erindum þeim, sem lágu fyrir þinginu um móiðnað í stærri stíl, ákvað nefndin að bera fram þingsályktunartillögu þess efnis að fela stjórninni að láta gera ræki- lega rannsókn á helztu mómýrum, til þess að komast fyrir, hvort mó- iðnaður með Lavals-aðferð væri til- tækilegur. 11. Þá barst nefndinni erindi frá skógræktarstjóra, þar sem hann ósk- ar að fá heimild þingsins og fjár- framlög úr landssjóði til þess að höggva og flytja til Reykjavíkur við úr Vatua- og Hallormsstaðaskógi. Samkvæmt áætlun sem fylgdi erindi þessu, á slíkt fyrirtæki að geta borg- að sig eða borið sig sjálft, og þótti nefndinni því réttast að vísa því máli til stjórnarinnar með hvatning til framkvæmda. 12. Stjórnin bar cpp erindi 5 sendimanna frá Fæieyjum um hjálp til vöruflutninga frá Vesturheimi. Voru bjargráðanefndir beggja þing- deilda því eindregið fylgjandi, að landsstjóinitj vikist undir þessa mála- leitun eins vel og hún sæi sér fætt, án verulegs bat'a fyrir landið. 13. Meit" huitt nefndarinnar var því meðmæltur, að simþykt yrði frumvarp um fólksráðningaskrifstofu i Reykjavík, og vann nefndiu tais- vert að því frumvarpi. 14. Sljórnartáðiö sendi nefndirini með bréfi dags. 10. maí, erindi frá landsveizluninni, þar sem hún legg- ur tii, að landið taki að sér einka- sölu á aðalkornvörutegundum og sykri, er til landsins flytjast. Eftir að samnrngur stjórnarinnar við Banda- rnenn var orðinn kunnur, félst nefnd- in á tillögu fo.stjóta landsveiziunar- innar. 15. Með bréfi, dags. 29. maí, sendi stjórnarráðið nefndinni erindi frá landsverzluninni, þar sem hún leggur til að hafa hér eftir að eins einn erindreka i Vesturheimi. Nefnd- in samþykti það samhuga fyrir sitt leyti, og tilkynti landsstjórninni það með bréfi, dags. 30. maí. 16. Nefndin samþykti að flytja þingsályktuuartillögu um það, að Iandsverzlunin hefði sem meginreglu að fela kaupmönnum og kaupfélög- um söluna á útlendum nauðsynja- vörum, er landsverzlunin kaupir, og að stjórnin reyni að útvega lán með sem lengstum greiðslufresti. 17. Þá ákvað nefndin að bera fram tillögu til þingsályktunar um að veita stjórninni heimild til að verja 4000 kr. styrk til þess að koma á fót almenningseldhúsum í Reykjavík, eða til utanfarar eins karlmanns og kvenmanns til þess að fræðast um rekstur slíkra eldhúsa og fyrirkomulag þeirra. 18. Samkvæmt tillögum stjórnar- innar ákvað nefndin að bera fram viðauka við lög nr. 6, 8. febrúar 1917, þar sem stjórninni sé heimil- að að taka eignarnámi innlendar vörur, er flytjast eiga úr landi, ef þörf gerist. 19. Þá afhenti stjórnin nefndinni erindi frá síldjrútgerðarmönnum um kaup fyrir landsins reikning á 150 þús. tunnum af síld í sumar. Attu bjargráðanefndir beggja deilda sam- eiginlega fundi um þetta mái, og viðcal við umboðsmenn síldarútgerð- armanna. Nefndirnar komu sér að lokum saman um að bjargráðanefnd efri deildar bæri fram frumvarp um kaup á 100 þús. tunnum af sild á þessu sumri, og var frumvarpið sam- ið af báðum nefndum. 20. Vísað hafði verið til nefnd- arinnar frumvarpi til laga á þtngskj. 336 um afnám verðlagsneínd?-. Nefndin komst að þeirri niður- stöða að verðlagsnefnd, eins og Al- þingi hugsaði sér hana 1915, mundi ekki geta komið að tilætluðum not- um, og að þýðing hennar væri að nokkru leyti fallin burt, er lands- verzlunin hafði tekið að sér alla verzlunina með helztu nauðsynja- vörur. Eigi vildi hún þó afoema verðlagsnefndir með öllu, og bar því fram frumvarp, er heimilar stjórn- inni að skipa verðiagsnefndir í kaup- stöðum, eftir tillögum og eftir ósk bæjarstjórnar og á kostnað kaup- staðanna. 21. Þá óskaði stjórnin að fá laga- heitnild til að banna útflutning á inn- lendum vörum, einkum þeim, sem skaðað gætu markaðinn fyrir nýja framleiðslu, og að hegning yrði við- lögð, ef útflutt vara reyndist svikin. Nefndin féllst á að flytja frumvarp um þessi efni, ef stjórnarráðið vildi semja þnu, og var stjórninni tilkynt það 29. júni. 22. Stjórnin hafði lagt fyrir nefnd- ina erindi og frumvarp um sérstakt útflutningsgjald á fiski, framleiddum 1916 og 1917, en útfluttum í ár, frá uokkrum kaupmönnum, er beðið hafa tjón af fiskkaupum af þessa árs framleiðslu, sem yrði varið til þess að bæta þeim tjónið. Enda þótt nefndinni væri Ijóst, að kaupmenn þessir hefðu beðið allmikið tjón, og að þeir hefðu beðið það vegna samnings landsstjórnarinnar í ár við Bandamenn, þá gat hún þó ekki fallist á að flytja frumvarp í þessu skyni, þar sem bæturnar mundu snerta að eins örfáa menn af mörg- um, sem beðið hafa tjón, á einn og annan veg, vegna þessa samnings, enda örðugt að jafna skattinum rétt- látlega niður. Nefndin hafði afskifti af ýmsum fleiri málum, sem eigi þykir ástæða til að geta sérstaklega, og alls hélt hún 47 fundi. Influenza. Á skeytum, sem komið hafa hing- að, má sjá það, að inflúenza breið- ist óðum út í nágrannalöndunum. Englendingar segja að sókn Þjóð- verja hafi orðið að fresta vegna in- flúenzn meðal hermannanna. Sim- skeyti frá Kaupmannahöfn herma það, að veikin breiðist þar óðfluga út og hafi orðið að taka ríkisþings- aðsetrið gamla fyrir sjúkrahús. Og hingað barst inflúenza á dögunum með botnvörpungi frá Englandi. Veikiu er sögð væg að því leyti að hún drepi engan. Eigi að síður ættum við að varast hana svo mjög sem unt er. Nú er Botnía komin hingað frá Kaupmannahöfn, og er viðbúið að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.