Morgunblaðið - 15.08.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.08.1918, Blaðsíða 1
Bandamtnn eru nú komnir með her til Austur-Asíu og mun þsðan brátt tlðinda sð vænta. Biitum vér því hér mynd af héruðunum þar eystra. Wladiwo.tock er lykillinn að Manschuriu og sem flotahöfn get- ur hún haft vald á fapanshafi. Erlendar símfregnir. (Fri fréttaritara Morguniil.). K.höfn 13. ágúst. Frá1] Berlin er? símað, að loftskip (Zeppelins) og flugvélar, hafí ráðist'á brezka flotsdeild, sem komin var í nánd við Ffieslandseyjar, og að þeim hafi tekist að eyðileggja 4 smá her- skip. »Soviet«-samkunda Maximalista í Rússlandi hefir skipað þriggja manna alræðisstjórn og kosið í hana þá Le- nin, Trotzky og Zinoviev. Óspektir miklar hafa orðið hér (í Kaupmannahöfn) af halfu Syndi- kalista. Foringjar þeirra, sem lýstu þvi yfir, að stjórnarbylting væri hafin, hafa verið hneptir í varðhald. Stálfjailsnáman. ViÖtal við Schultz verkfrœðing. Svo sem kunnugt er hefir undan- farna daga verið gerð tilraun í gas- stöðinni með að vinna gas úr kolum úr Stálfjallsuámunni. En það væri sem sé eígi þýðingarlítið fyrir þetta land og þetma bæ, ef hægt væri að nota islenzk kol til gasframleiðslu, í>vi mikið mundi sparast á því. í þessu tilefni áttum vér viðtal við verkfræðing þann hinn danska, sern Stálfalls kolanámufélagið í Kaup- mannahöfn sendi hingað í sumar snetmma til þess að rannsaka til hlít- ar námuna í Stálfjalli. Hr. Schuitz verkfræðingur hefir dvalið mörg ár í Ameríku og er ná- kunnugur kolanámugrefti íKanadaog &andarílqunum. Mun þvímikið veraað hyggja á upplýsingum þeim, Sem hann gefur um námugröft hér á landi, eftir þeirri reynslu, sem hann hefir aflað sér siðan hann kom hingað — Eg hefi orðið þess var, sagði hr. Schultz, að menn hafa litla trú á fslenzku kolunum sem eldsneyti og er það að vonum. Eigi af því, að eg álíti þau s!æm, heldur af þvi, að það hefir verið farið mjög óheppi- lega á stað. Tvö undanfarin ár hefir mesta áheizlan verið lögð á það, að ná svo miklu sem unt er úr nám- unni i Stálfjalli — án tillits til þess hvort það sem tekið var úr nám- unni væru nothæf kol eða leir. Það er afskaplegur galli að kolin voru ekki þá aðgreind við námuna oe að eins það selt, sem var gott. Nú í snmar hefir aðaláherzlan vetið lögð á það, að ná góðum kolum úr nám- unni og mér er óhætt nð segja það, að til hitunar í húsum eru kolin ágæt. Það var byrjað að vinna i nám- unni 1. mai og hnfa jafnan verið 30 menn við námugröftinn. Eg hygg að tekin séu út alls nm 100 smá- lestir af góðum kolum á mánuði. Hér á staðnum eru fyrirliggjandi um 125 smálestir, en 100 smálestir eða meira eru nú við námuna og bíða flutnings hingað. Það má ekki búast við því að kol- in séu eins hitamikil og brezk kok Til þess ern jarðlögin of ung og önnu^ skilyrði eigi fyrir hendi. En hið siæma álit sem er á islenzku kolunum er óréttmætt, þvl þau eru góð ef með þau er farið réttilega. Þá er það og eigi rétt sem eg heyri alla tala um, nfl. að kolin verði betri þegar innarkemur í fjallið, þegar þyng- ist ofan á þeim verður meiri.Egheld ekki að kolin batni mikiðfrá þvi, sem þau nú eru, ecda erum við nú komn- ir undir haeðsta tind fjallsins svo þvargið verður ekki þyngra. Eg álit að íslendingar geti vel komist af með sin eigin kol til hitunar í húsum. — Hvernig ganga tilrauniraar með gasframleiðslu úr kolunum? — Félagið í Kaupmannahöfn lét reyna kolin í gasstöð þar og reynd- ust þau þá mæta ve. Það hafði því þýðingu mikla að vita hvernig þau reyndust hér í gasstöðinni og þess vegna voru tilraunirnar hafnar. Um tilraimirnar er það að segja, að koks'ð er ekki gott. Það er að eins 15 millimetra stórt, og er þvi ekki hægt að nota það til gasstöðv- arinnar, en til húsa má vel nota það. Kolin gefa um 10 — i4°/0gas þ. e. a. s. úr 100 kg. af Stálfjalls- ko’um fást 1 o—14 kúbíkmetrar af gasi. Ur skipakolunum, sem gasstöð- in nú notar, fæst 20 kúbíkmetrar af gasi úr hverjum 100 kg. en úr venjulegum brezkum gaskolum fást 25—30 °/0. Af þessu má sjá, að það má vel notast við íslenzku kolin til gasframleiðslu, þó eigi hafi árang- ur tilraunanna orðið eins góður og sagt er að hann hafi verið í Khöfn með kol úr sömu námu. Vér höfum nú gert bæjarstjórn- inni eða gasnefndinni tilboð um að kaupa af félaginu alla framleiðsluna þetta ár, en svar hennar er enn ekki komið. — — Hvað ætlar félagið svo að gera? — Það veit eg ekki. Þeir menn sem lagt hafa fram fé tí! þessa fyrir- tækis, hafa aldrei búist við gróða af því. Þeir hafa að eins ráðist i fyrir- tækið til að ganga úr skugga um það hvort kolanámugröítur hér gæti borið sig og hvort hér á landi væri kol, sem væru nothæf. Rannsóknin hefir nú leitt í ljós, að það eru nægileg kol hér á iandi og að kolin eru vel nothæf. Fé- lagið mun áreiðanlega taka sina ákvörðun bygða á reynslu þeirra rannsókna, sem nú hafa fram farið. -----ttt. ...-c?:aa"-............ t Gustsv Grðnvold Akureyri í gær. Willemoes kom til Siglufjarðar í morgun. Með skipinu var Gustav Grönvold kaupmaðnr og varð hann bráðkvaddur í nótt. Gustav Grönvold var kaupmanns- sonur frá Siglufirði. Var hann á bezta aldri — rúmlega tvítugur. — Ungur kom hann hingað til bæjar- ins oggekk hér á Verzlunarskólann. Þá er hann útskrifaðist þaðan tók hann að reka viðskifti fyrir eigin reikning, aðallega við sild á Siglu- firði og útgerð. Var hann mjðg efni- iegur viðskiftarekandi og enginn efi á því, að hann mundi hafa orðið merkur maður, hefði honum enzt aldur til. Kvæntur var hann Margrétu Magn- úsdóttur Vigfússouar dyravarðar í stjórnarráðiuu og eiga þau tvö börn á lífi. Olga drotning. Þegar stjórnarbyltingin hófstíRúss- landi, var Olga diotning, ekkja Ge- orgs Grikkjakonungs, f heimsókn hjá bróður sínum, Nikulási Rússakeisára. Höll keisarans var tekin af uppreist- armönnum og Olga drotning tekin höndum, ásamt keisarafjölskyldunni. Henni voru fengin þrjú herbergi til umráða og þar bjó hún um hrið, undir ströngu eftirliti þó. Fyrir milligöngu danska sendiherr- ans í Petrograd fékk Olga drotning loks fararleyfi úr landi. Fór hún til ’ Svisslands og þar hefir hún dvalið síðan hjá syni sinum Konstantin, sem þar lifir í útlegð. Clemenceau í hættu. Fyrir nokkru fór Clemenceu í eftirlitsferð til vígvallarins. Hætti hann sér þá nokkuð langt fram, svo að nærri lá að hann yrði handtek- inn. Þjóðverjar gerðu þá skyndi- áhlaup skamt frá Fére en Tardenois. Einn yfiiforingjanna, sem með Cle- menceau voru, var drepinn, nokkrir aðrir voru handteknir, en sjálfur slapp ráðherrann á slðustu stundu á burt í bifreið, sem kúlur Þjóðverja rigndu yfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.