Morgunblaðið - 19.09.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.09.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ M—mammmmammmwmm Nýja Bíó mmmwmmmmmmmmm Arséne Lupin (maöurinn sem ekki lét handtaka sig). Sjónleikur i 5 þáttum, 150 atriðum eftir hinni heimsfrægu skáldsögu MAURICE LEBLANC Þetta er hin frægasta leynilögreglusaga Frakklands, og margir munu kannast við hana hér. Verður hún nú sýnd í kvikmynd sem er svo snildar vel leikin og afar spennandi að hún skarar langt fram úr því sem menn geta gert sér von um. — Myndin er leikin af saina fé agi og hin fagia mynd fohn Storm og sömu leikurum að nokkru leyti. Sýning stendur yfir um 2 klt. og kosta tölus. sæti 1,00, alm. o,8o, barna 0,20 Skófatnaður. Karlmanna: Boxcalf-, Chevreaux-, Lackskór- og stígvél, ótal teg. Erfiðisstígvél, brún og svört, afar-sterk og vönduð. Kvenskór og stígvél: Boxcalf, Chevreaux, Lack, svört og mislit, randsaumuð, gegnsaumuð og tumventc, fallegt lag og hælar, ótal teg., hnept og reimuð. Barna- og unglingaskótatnaður, fjöldi teg„ þar á meðal hin afarsterku háu brúnu skólas g vél Vegna þess að alt er keypt milliliðalaust beint frá framleiðendum er v e r ð á öllu mikið lægra en annarstaðar. Lárus G. Lúðvígsson, skóverzlun. Fyrsta flokks bifreiðar ávalt til leigu. St. Einarsson. Gr. SigurOsson. Slmi 127. Sími 581- góð úr einstöku smáblettum í bezta skjóli, sem hlaðið hefir orðið í góð- um áburði. Allir skynsamir menn vita, að eftir þetta sumar getur ekki verið að vænta góðrar uppskeru alment. Seint sett niður eða á klaka, Stutt kalt sumar, snemma upptekið og útsæðið víða óhentugt og dýrt. Er þá nokkuð undarlegt, þó varan sé dýrari en þegar alt.gengur vel? Eg held ekki. Sanntfjarn. Knattspyrnamótið fyrir II. flokk. »K. R«. vinnur Reykjavikurbikarinn með 4 : 0- Kappleikurinn á sunnudaginn milli »K. R«. og »Víkings« fór mjög vel fram. Léku báðir flokkar af kappi miklu, þó mátti í upphafi leiksins sjá að »K. R«. hafði yfirhöndina því knötturinn var miklu oftar •Víkingsc megin. Var auðséð að »K. R«. hafði æft sig vel i sumar þvi samspil þeirra var ágætt. Fyrri hálfleikurinn endaði þannig að »K. R. «vann 2: o, og i síðari hálfleik vann ,K. R«. 2:0. Urðu leikslok þvi þau að »K. R«. vann glæsilegan sigur á »Viking« með 4 : o. Ahorfendur voru nokkuð margir og skemtu sér ágætlega við að sjá hina ungu menn (15—18 ára) sýna list sína í knattspyrnunni, Dómari var hr. kaupm. Egill Jacobsen. Aðeins þessi tvö félög tóku þátt i mótinu. 0. Kveikingartími á ljóskerum bifreiða og reiöhjóla er kl. 8*/2 BÍðd. Bæjarmðrinn. þegar efbir að Morgunblaðið hafði vakið mála á því hve óhöndulega færist úthlutunin á bæjarmónum, fékk borgarstjóri aér- Btakau mann til þesa að vega alt þaðr aem út verður látið af mónum hér eftir. Ætti því að vera óhætt að treysta því að eigi verði vanhöld á mónum framvegia. En réttaet væri að láta vogarseðil fylgja hverjum vagui, undirritaðau af manni þeirn, sem vegur móinn. Er það kaupend- um trygging fyrir því, að rétt bó vegið og bænum trygging fyrir því að hver vagn fari til réttra viðtakanda. Botnia fór frá Færeyjum í gær- morgun og kemur hingað á morgun. Um 70—80 manns hafa pantað far með henni til Danmerkur næst. Mjólknrfélagið kvað ætla að fækka útsölustöðum að einhverju léyti 1. næsta mán. Geir Zoega vegamálastjóri og frú hans eru nýlega komin heim úr ferð um Norðuriand. Var vegamálastjór- inn þar að Iíta eftir ýmsum fram- kvæmdum, sem þar eru að fara fram. Rjúpur. A morgun er friðunin úti og má búast við því, að rjúpnaveiðar byrji af kappi. Að sögn er mikið af rjúpu hér uppi um heiðar og út- lit hið bezta til þess að rjúpnaveiði verði góð i haust og vetur. Verðlagsnefndin hefir nú hækkað hámarksverðið á bartöflum upp í 38 kr. tunnuna. Geta framleiðendur verið vel ánægðir með þá ráðstöfun. Annars héldu menn ekki að tunnan þyrfti að fara fram úr 35 krónum en vel má vera að verðlagsnefndin hafl haft þau plögg í höudum, sem réttlæti þetta verð. -—------------------- Járnbrautir í Sviss. Allar lestir knúOar meO rafmagni. Forstjóri járnbrautanna i Sviss hefir nýlega lagt fyrir framkvæmda- stjórnina tillögu um það, að allar járnbrautarlestir I Sviss verði rekn- ar með rafmagni í stað kola. Eftir uppástungu hans á þessari gagn- gerðu breytingu að vera lokið að 30 árum liðnum þannig, að á aðal- brautunum, sem eiu a/5 hlutar af öllu járnbrautakerfinu, verði fengið rafhreyfiafl að 10 árum liðnum og hinar brautirnar svo teknar smám saman á næstu 30 áium. Er gert ráð f/rir því, að kostnað- ur við þetta muni nema 750 miljón- um marka. Rafmagnsafl það, er þarf til þess að knýja allar járnbrautarlestirLar, hefir forstjórinn þegar trygt járn- brautunum að mestu leyti. Og það sem ávantar er auðvelt að fá. Þess má geta, að forstjórinn hefir all af verið því andvígur að taka rafmagn til rekstursafL á járnbraut- unum, vegna þess hve gífurlegur yrði kostnaðurinn við það að koma því í framkvæmd. En nú hefir hann skift um skoðun vegna þess hve miklir örðugleikar eru á þvi að ná í kol, og eins vegna hins, hve óhemjulega dýr þau eru. Og þar sem þingið er því mjög fylgj- andi, að þessi fyrirætlun komist í framkvæmd, er lítill efi á því, að bráðlega verður hafist handa og rafmagnið tekið til notkunar í stað kola. Brezku kafbátarnir í Eystrasalti. »Times« birtir nýlega alllanga skýrslu um athafoir brezku kafbát- anna, sem komust inn I Eystrasalt áðnr en Rússum var þröngvað til friðar, en fyr hafa menn ekki haft ábyggilegar upplýsingar um það efni. í skýrslunni segir, að það hafi eingöngu verið þessum brezkn kaf- , bátum að þakka, að Þjóðverjar hafi ekki getað brotist inn í Rigaflóa með flota sinn. Kaíbitnnum tókst að sökkva einum bryndreka þýzkum, tveim beítiskipum, fjórum tundur- spillum, einu flugvélaflutningaskipi, fjórum herflutningaskipum, einu kola- skipi og 14 verzlunarskipum þýzk- um. Alls mistu Þjóðverjar um 2000 menn af völdum kafbátanna, en það eru tíu sinnum fleiri menn, en voru á öllum kafbátunum. Þegar Þjóðverjar komust til Finn- lands, var eigi annað hægt að gera, en ónýta katbátana. Þeir voru allir sprengdir í loft upp af Bretum sjálf- um. — Á friðarfundinnm í Brest Litovsk áttu tveir flotaforingjar, annar þýzkur og hinn rússneskur, einkaviðtal sam- an. Þjóðveijinn tjáði Rússanum frá þvi, að það eina sem Þjóðverjar hafi óttast í viðureigninni i Eystrasalti, hafi ^erið brezku kafbátarnir. Þeir hefðu neytt Þjóðverja til þess að út- búa sérstök skip til þess að granda þeim — ráðstafanir, sem þó hefðu> komið að litlu haldi. Ný uppgðtvun. Norskur maður, Fritjof Andersen,. yfirliðsforingi, hefir fundið upp áhald til að mæla vegalengd (fjarlægðar- mæli). Hefir hann selt Bandaríkja- stjórn einkaleyfi á uppgötvaninní og fengið fyrir það 100 miljónir króna,. eftir þvi sem norska Morgenbladet segist frá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.