Morgunblaðið - 22.09.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.09.1918, Blaðsíða 1
Su nnudag s ept. 1918 M0R33NBLÁ9ID 5. argangr 315. tSlKibiað Ritstjón: VUhrHtnur Fmsen Ísafoidírprenu.m mota Hið nýja þinghús Dana Eins og k nnugt er, hafði iíkisþing Dana bdstaðaskifti nd i sumar og fluttist til hinnar nýju Kristjinsborgar. Hér eru tvær myndir frá hin- um nýja bústað. Öanur er af riðinu sem upp er að ganga áður en kemur inn í þingsalinn. A hinni myndinni sést forsalurinn með verönd sdlum og voldugum ljósakrónum. Rttstjórnarsirii nr. 500 Erlendar símfregnir. Khöfn 20. sept. Frá London er simað, að Þjóð- verjar hafi skyndilega gert gagn- áhlaup á veginum milli Arras og Can brai, en Bretar nafi tekið þannig á móti að þeir hafi sótt fram um nokkra kílómetra á 35 kilómetra svæði og tekið 800 Þjóðverja hönd- nm. — Frá París er símað að Saloniki- herinn hafi sótt fram um 15 kiló- metra á 35 kilómetra svæði milli Gradesnitga og Roizak. Clemenceau og Scheidemann hafa lýst því yíir, að ófriðnum verði hald- ið látlaast áfram. Czecho-Slavonar hafa náð Perm á sitt vald, Eri. símfregttir Opinber tilkynning frá brezku utan- ríkisstjórninni i London. London, ódagsett. Hernaðarskýrsla um vikuna, sem lauk 18. sept. Þriðji og fjórði her Breta gerðu áhlaup hinn 18. september, og náðu ytri varnarstöðvum Hindenburg-lín- -annar, framan við St. Quentin skurð- irn, og tóku mörg þcp frá Holu- on, sem er notðvestur af St. Quen- tin, til Gowzeaucourt. A mörgum stöðum á sextán milna vígvelli kom- nst hersveitir vorar inn á þær stöðv- ar, er þær höfðu i marz-ránuði 1918, otj annarsstaðar komust þær fram úr þeim stöðvum. Handteknir vorn rúmlega 8000 menn og rúmlega jo ^allbyssur teknar herfangi. í hægra armi sóknarliðs Breta veittu Frakkar þeim rækilegt vigs- gengi. Seinna um daginn gerðu óvin- irnir grimmilega stórskotahiíð á norðanverðum orustuvellinum, rnilli Gouzeconrt og vegarins milii Arras og Cambrai, og þýzkt fótgöngulið gerði áhlai p á löngu svæði, frá Tres- cault og þar fyrir norðan, en brezka v rðliðið hrakti það allstaðar aftur með miklu manntjóni. öðru öfl- ngu áhlaupi, sem gert var fyrir norð an Meuores, var einnig hrundið, og biðu óvinirnir mikið manntjón. — Al!s;taðar héldu Bretar stöðvum sín- um. Handtóku þeir og marga menn, og fjöldi fallinna Þjóðverja fanst fyrir framan skotgrafir vorar á öllu á- hlaupssvæðinu. Frakkar gerðu áhlaup hinn 14. september, og sóttu mikið fram. — Handtóku þeir rúmlega 4000 menn. í St. Mihiel-héraði náðu Banda- rikjamenn glæslegum sigri dagana 12.—ij. sept. Er herllnan nú hér um bil bein frá Moselle, um tvær mílur fyrir norðan Pont a Maus- son, til norðaustur endans á herlínu- hlykkjunum hjá Verdun. Fimtán þúsund menn voru hand- teknir og rúmlega 200 fallbyssur teknar herfangi, Hinar tvær her- deildir Þjóðverja, sem voru inni i fleignum hjá St Mihiel, komust með naumindum undan, og mistu nær 6000 handtekinna manna. Yfirleitt má segja svo, að Þjóðverjar hafi eigi barist jafnvel f þessum orustum eins og áður, enda sést það á þvi, hve margir þeirra hafa verið hand- teknir og að bandamenn mistu til- tölulega mjög fátt manna. Það er álitið að Þióðverjar bafi verið að búa sig undir þ.ið, að yfirge^a fleyg- inn, en að áhlaup B.rnda>ikjahersins hafi komið þeim alveg að óvörum. Þjóðverjar höfðu gert sér varnarlÍDu þvert yfir fleyginn, og til hennar bafa þeir hörfað, en það er álitið að hún sé eigi mjög sterk. Þjóð- verjar mega ekki láta bandamenn sækja lengra fram á þessum slóð- um, vegna þeirrar hættu, sem það mundi hafa f för með sér fyrir Metz og hina þýðingarmiklu sam- göngulínu að baki þeirra frá Strass- burg nm Metz til Montmedy. Það hefir mjög mikla hernaðar- þýðingu, að fleygurinn þji St. Mihiel skyldi vera tekinn. Hefir orustan þarna sannað öllum heimi það, og eins Þjóðverjum, að Bandaríkjaher- inn er alveg eins öruggur til sókn- ar og varnar eins og herir Breta, Frakka og Fjóðverja, enda þótt Þjóð- verjar hafi hvað eftir annað reynt að gera litið úr honum. Með því að hafa náð þessu héraði milli Meuse og Moselle geta bandamenn, hvenær sem þeim sýnist gert áhlaup, sem stofna gjörvallri herlinu Þjóðverja í veð, með því að ógna samgöngulinunum að baki þeirra, vígjunum i Metz og járnnámunum umhverfis Briey. Þess má einnig geta, að fyrst bandamenn hafa náð þessu héraði, þá geta þeir ógnað allri herlínunni hjá Meuse og norð- ureftir. A Balkan hafa gerzt þau tíðindi- að Serbar og Frakkar gerðu áhlaup hinn 15. sept. og náðu fullkomnum sigri. Sóttu þeir fram um nær 10 milur á tuttugu milna löngum orustu- velli, milli Zborsko og Gradesnica. Náðu þeir rúmlega 50 fallbyssum í áhlaupinu en enn sem komið er, er það eigi Ijóst hve trarga menn þeir hafa handtekið. Arangur sá sem orðið hefir af þessu áhlaupi er mjög þýðingarmikill vegna þess að vér höfum nú náð öllum þeim stöðvum sem nokkra heinaðarþýðingu hafa á þessum slóðum, en þarna höfðu Búlgarar áður haft yfirhöndina. Vér höfum einnig slitið samgöngulínu Búlg- ara austin við Cena, við Cerna, við Prilep1:, framsóknarstöð þeirra. Engar frekari orustur hafa orðið i norðanverðu Rússlandi, nema smá- skærur, vestur af Murman-járnbraut- Afgreiðslusimi nr. joo inni og lauk þeim með sigri Breta. Hersveitir Czecko-slovaka i Rússlandi eiga nú i vök að verjast. Þjóðverjar og Bolchewikkar, sem gegn Czecko- slovökum berjast, munu alls hafa um 100 þúsundir hermanna. Hafa Czeckar því þegar haft þýðingarmikil áhrif á viðburðina á vesturvigstöðv- unum, með því að neyða Þjóðverja til þess að berjast í Rússlandi. í Síberiu hafa ekki orðið frekari orustur. í Kákasus hafa hersveitir banda- manna yfirgefið Baku og komust þær undan heilu og höldnu til norður- hluta Persiu. Bæjarstjórnarfundur 20. þ. m. (Niðurl.) Bœjartnórinn. í dýrtiðarnefndarskýrslu frá 18. þ. m. er þess getið, að borgarstjóri hafi skýrt nefndinni frá, að búið hafi verið að selja tæpar 1200 smá- lestir af bæjarmónum 17. þ. m. og kostnaður allur við mótekjuna til þess dags væri orðinn kr. 86.497.85 og innborgað fyrir seldan mó kr. 46.092.43. Lítilsháttar þá eftir óunnið við móinn. En meir en helmingur hans óseldur, og búið að búa um megnið af honum til geymslu fyrir veturinn í byrgjum og á annan hátt. Sig. Jónsson gerði þá fyrirspum til borgaistjóra hvað hæft væri i þeim söguburði er orðinn væri að blaðamáli, að bæjarmórinn væri svo illa úti látinn, að á ákveðna þyngd vantaði alt að J/4. Borgarstjóri sagði, að sér hafi bor- ist ein umkvörtun, og þegar hann hafi séð að þetta var gert að blaða- máli, hafi hann kvatt til sín annan lögskipaðan vigtarmann bæjarins til þess að vigta móinn í hripum þeim er hann væri mældur í. Las hann siðan umsögn vigtarmanns á þyngd mósins i hripum þessum, sem eru 6 og gert ráð fyrir að hvert þeirra taki 60 kg. Vigtin reyndist sú, að léttasta hripið vóg J9Va kg.^hin öll 60 kg., upp i 69 kg. Eftir því mætti ganga að því sem gefnu að frekar væri yfirvigt á mónum, en að hmn væri lágt veginn, enda þyrfti svo að vera þvi mórinn léttist litið eitt við keyrsluna heim. Að mórinn hafi i ár eins og i fyrra verið mældur en ekki veginn, væri til að spara kostnað við af- greiðsluna. Þrisvar í sumar h-fðu móhripin verið vegin og vigtin reynst hin sama. Briet Bjarnhéðinsdóttir sagði það mjög leiðinlegt að þetta skyldi koma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.