Morgunblaðið - 24.09.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.09.1918, Blaðsíða 1
l»riðjudag 24 sept. 1918 5. argangr 317. Hubiað R tstiómarsitxii nr. 500 Erlendar símfregnir. Frá fréttaritara Morgunblaðsins. Khöfn, 23. sept. Á Saloniki-vígstöðvunum hafa bandamenn tekið Prilep og Sborski. Grikkir hafa unnið sigur hjá Do- rianvatni og Serbar eru komnir 15 kilómetra uorður fyrir Cerna. Allanby hershöfðingi hefir tekið Nazaret og bælir hvarvetna niður viðnám Tyrkja. Hefir hann hand- tekið 18000 menn. Bandaríkin stinqa upp d pví að hlutleysingjar oq bandamenn hejjist peqar handa qeqn Maximalistum. »Berliner Tageblatt« heldur því enn fram, að kanzlaraskifti séu í •vændum. 1,750,000 Bandaríkjamenn ern komnir til vigvallarins í Frakklandi. Eri. símfregnir < Opinber tilkynning frá brezku utan- rikisstjórninni i London. London 20. sept. Austurríki hefir hafið nýja friðarhreyf- ingu og skorað á stjórnir ófriðarrikj- anna að koma á ráðstefnu í hlut- lausu landi, þar sem ræddar væri skoðanir á þvi hvort hægt mundi að koma á friði. Jafnframt hafa Þjóðverjar komið fram með ákveðin friðartilboð ti) Belgíu. Balfour flutti ræðu í London hinn 16. sept. og sýndi fram á óheilindi þau, sem væru i áskorun Austur- rikis og tók það sérstaklega fram, að þetta væri tilraun til þess að sundra bandamönnum en ekki ein- laeR viðleitni til þess að koma á friði. Balfour mótmælti þvi, að honum og stjórninni stæði á sama um friðinn en kvaðst eigi sjá neina von til þess . að það fengist sá friður sem væri annað og meira en bráðabirgða- vopnahlé. Það værj ekkert gagn að þvi að taka upp samningaumleitanir þar sem enginn misskilningur væri á bakvið. Og það væri eigi hinn allra minsti misskilningur milli banda- manna og Miðveldanna og þess vegna væri það algerlega þýðingar- laust að verða við þessari áskorun. í sambandi við þá kröfu Þjóðverja ísafpídarvTerus miðja Afvreiðslusimi nr, soo Ritstjóri: Viihjáimur Fin sen Þjóðþing Dana. Hér á myndinni má sjá hvernig þingmönnum á þjóðþingi Dana er skipað á bekki í hinum nýja þingsal. Fram við glugga er sæti forseta og við borðið þar fyrir framan sitja flokksforingjarnir og ráðherrarnir. Utan um þá er svo öðrum þingmönnum skipað í háifiiriug. Neðst til hægri sést klefi embættismanna þingsins, og meðfram veggnum til hægri eiga blaðaraeun sæti. að þeir fái aftu'r nýlendnr sinar, sagði Balfour að enginn einasti maður i Bretlandi mundi vilja ganga að þeirri kröfu óbreyttri. Bandamenn vorir hafa yfirleitt verið jafn skjótir til þess að hafna friðarfundarhugmyndinni. W.Json forseti lýsti yfir því, að friðarskilyrði þau, er Bandarikin vildu ganga að, hefðu þegar verið látin uppi hvað eftir annað og það væri engin ástæða til þess að fara að halda ráðstefnu til þess að ræða um mál, sem hefði verið skýrt svo rækilega. Aðrir bandamenn hafa tekið i sama strenginn. Clemenceau sagði: »Það er óhugsandi að glæpir og réttlæti geti komist að samningum.* Belgar höfnuðu Og skjótlega sérfriðartilboð- um þeima, er þeim voru gerð. í hlutlausum löndum þóttust menn þegar sjá, að friðarumleitanir Austur- rikis voru fyrirfram dauðadæmdar og flestir álitu að þær mundu fram komnar vegna ósigurs Þjóðverja á vesturvígstöðvunum og ættu eigi við einlægni að styðjast. Þýzku blöðunum hsfir gramist mjög ræða Balfours og viðurkenna það, að framkoma hans hafi alveg ónýtt þetta bragð. Hans Delbröck ritar i »Preussiche Jahrbíicher«, ágústheftið, sem út kom áður en áskorun Austurríkis kom fram og segir þar: »Enginn getur fært oss frið nema þvi aðeins að hann hafi áður sagt Pangermanis- manum strið á hendur. Það getur enginn ætlast til þess af Bretum að þeir trúi þvi að vér viljum i ein- lægni semja frið, meðan Pangermönn- um leyfist að vona að yfirvöldin séu á laun vitiir sinir og tryggir fylgis- menn. Balfor hefir ritað stjórnmálafull- trúa bráðabirgðarstjórnarinnar í Eist- landi og sagt að brezka stjórnin mundi »kröftuglega mótmæla« kröfum þýzku stjórnarinnar um það að hafa nokk- ur vfirráð eða rétt til þess að ráða yfir Eistlandi. Bretar mundu aldrei ganga að þeim friði, þar sem það væri viðurkent. Stjórnleysið i Rússlandi er nú sagt að hafi orðið að verulegu skelf- ingarástandi. Það er sagt að prestar og liðsforingjar séu aðallega drepnir og lík fljóta stöðugt niður Neva- fljótið. Siðan 8. ágúst 1918 hafa Bretar handtekið alls 82500 menn á vestur- vigstöðvunum, Frakkar um 35500 og Bandarikjamenn 15000. Síðan 15- júlí hafa Bretar tekið þar 750 fallbyssur að herfangi, Frakkar rúm- lega 800 og Bandarikjamenn 350. Lloyd George hefir verið lasinn i viku, en er nú orðinn fastur aftur. I ágústmánuði hefir hinn sjálf- stæði flugher Breta gert árásir á 21 borg í Þýzkalandi auk margra árása sem hann hefir gert á flug- stöðvar Þjóðverja. í þessum árásum var varpað niður rúmlega 100 smá- lestum af sprengjum. Síðustu þrjá mánuðina hefir flugher Breta farið 249 árásarferðir inn yfir Þýzkaland. ^5- + Frú Helga Johnson Hið skyndilega fráfall frú Helgu Johnson kora eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hún hafði vita- skuld verið nokkuð heilsulítil sið- ustu árin, þjáðist af sykursýki, en enginn mun hafa búist við því, að sjúkdómurinn mundi draga hana til dauða, svo skyndilega á ungum aldri. Hún virtist vera hressari upp á síðkastið og höfðu vinir þeirra hjóna orð á þvi. En á sunnudagsmorguninn varð hún skyndilega mjög veik og kl. 10 um kvöldið lá hún lík. Með frá Johnson er ein með beztu konum þessa bæjar, í orðs- ins fylstu merkingu, horfin á burt. Hæglát, en glöð í vinahóp, gáfuð og skémtileg og framúrskarandí göfug í öllum hugsunarhætti. Og hjartað hafði hún á réttum stað. Hún var ein þeirra kvenna, sem ekkert aurat mátti sjá, og aldrei sást hún glaðari en þegar hún gat hjálpað öðrum og glatt þá, sem hún vissi að leið illa. Frú Johnson var fríð kona, yfirlætis- laus og einkar prúð í allri fram- göngu. En nú er hún horfin. Dauðinn tók hana i blóma lifsins frá eig- inmanni og fjórum efnilegum smá- drengjum, sem hún elskaði og ól önn fyrir af sínu kærleiksrika móðurhjarta. Dauðinn er ómis- kunnsamur og hann slær oft þar, sem sízt skyldi. En minning þess- arar göfugu konu mun lifa lengi. Rausn. Hlutafélagið prentsmiðjan Guten- berg hefir nú fyrir nokkrum dög- um sýnt starfsmönnum sýnum þá rausn að greiða þeim, óbeðið og ótilkvatt, dýrtiðaruppbót. Allir búsettir menn, sem hjá prent- smiðjunni vinna, hafa fengið 200 krórur, einhleypir menn 100 krón- ur, stúlkur og lærlingar 50 krónur og sendisveinar 25 krónur. Þess má geta, að hjá prentsmiðj- unni mun vinna 30—40 manus. Landvarnir Norðmanna. Með 82 atkvæðum gegn 24 hefir norska stórþingið nýlega samþykt að veita 1.400.000 krónur i viðbót við þær 1.300.000 krónur, sem á þessu fjárhagsári voru ætlaðar til þess að kaupa stórar fallbyssur i vígin á Foldinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.