Morgunblaðið - 08.10.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.10.1918, Blaðsíða 1
JÞriðjudag 8 okt. 1918 MORGDNBLADID 5. argangr 331. tðlublað RíístjórnarsÍEn nr. 500 Ritstjón: Vilhjálraur Finsen Friðartilboðin. Serbia og Belgia endnrreistar. Pólland sjálfstætt. Frakkar fá EIsass-Lothringen. Tyrkir bjðða lika frið með milligöngo Spánar. Kaupmannahöfn, 6. okt. kl. I2B. í þingræðu sinni mælti hinn nýi kanzlari Þjóðverja á þessa leið: »Vér föllnmst á það að stefnu- •skrá Wilsons sé aðgengilegur grund- völlur að friðarsamningum. Þess vegna hefi eg, með miiligöngu sviss- nesku stjórnarinnar, símað forseta Bandaríkjanna á föstudagskvöld og skorað á hann að beita sér fyrir friði og kveðja allar ófriðarþjóðir til friðarfundar. Vér erum fúsir til þess aö styðja að því að alþjóða- bandalag komist á, að Belgía verði endurreist og iionni greiddar hernaðar- skaðabætur. Og þeir friðar samningar, sem þegar hafa verið gerðir, eiga eigi á nein.11 hátt að vera þessu til fyrirstðða*. Tyrkir hafa einnig boðið frið. Berlín 7. okt. Jafnframt þvi, sem stjórnir Austur- íikis og Þýzkalands hafa boðið frið, hefir stjórn lyrklands sent Wilson forseta samskonar áskorun með milli- göngu spænsku stjórnarinnar. Askorun kanzlarans. Khöfn, 6. okt. kl. r6,8B. Wolffs fréttastofa tilkynnir opin- berlega: — Þýzka stjórnin skorar á forseta Bandarikjanna að beitast fyrir því að koma á friði aftur, og fá allar ófriðar- þjóðirnar til þess að kjósa fulltrúa á friðarstefnu. Þýzka stjórnin felst á friðarskil- yrði Bandaríkjaforseta. Til þess að komast hjá frekari blóðsúthelLingum, fer þýzka stjórnin fram á það, að þegar i stað sé samið vopnahlé á landi, 8jÓ Og í lofti. Max prins af Baden ríkiskanzlari. Friðarskilyrði Wilsons. Khöfn, 6. okt. — Friðarskilyrði Wilsons eru þau, að Pólland verði gert sjálfstætt ríki, og fái hin pólsku héruð Prúss- lands. Frakkar fái Elsass- Liothringen. — Serbía og Belgía verði endurreistar og engin viðskiftastyrjðld að stríðinu loknu. Friðarsamningar Rússa npphafnir? Khöfn 6. okt. »Vorvárts* segir frá þvi, að rúss- neska Sovjets-stjórnin hafi upphafið friðarsamninguna við Tyrki og fari fram á að þjóðverjar upphefji Brest- Litowsk friðarsamningana. Svíar missa herskip. Berlín, 7. okt. Það hefir verið sagt opinberlega í Svíþjóð, að sænski fallbyssubátur- inn »Gunhild«, sem var í tundur- duflaleit á frjálsum siglingaleiðum, hafi rekist á þýzkt tundurdufl og sokkið. Englendingar byrjuðu að leggja tundurdnfl á siglingaleiðum hjá Jót- landsskaga og þá fyrst gripu Þjóð- verjar til gagnráðstafana, og skýrðu stjórnum viðkomandi rikja frá því. Þrátt fyrir þetta ritar Branting um þetta í »Social-Demokraten« eins og um önnur tundurdufl gæti eigi verið að ræða heldur en þýzk og heldur því fram, að stjórninni hafi ekki verið skýrt frá tundurduflalagn- ingu Þjóðverja. Ennfremur segir hann, að skömmu áður en »Gunhild« fórst, hafi hún komið að þýzkum skipum sem voru að leggja tundur- dufl á opinni siglingaleið. Allar þessar staðhæfingar Bran- tings eru úr lausu lofti gripnar. ísafoldarprentsmiðja Tilkynning frá Ludendorff. Berlín, 6. okt. Vesturvigstöövarnar. Her Rupprechts ríkmrfinqja. í Flandern og hjá Cambrai var lítið barist í gær, en víða á herlinunni þreifuðu hvorir tveggja fyrir sér. Her Boehns. í fyrrinótt létum vér óvinunum eftir nokkrar framskagandi stöðvar milli Crevecoeur og Beau- revoir hjá skurðinum og drógum herliðið, sem þar var, til eftri varnar- stöðva. Bretar og Frakkar héldu áfram áhlaupum sinum milli Le Catelet og norðan við St. Quentin. Náðu þeir Beaurevoir og Mont- brehain. Annars staðar á vigvellin- um var áhlaupsliði þeirra tvístrað fyrir framan stöðvar vorar. Her pýzka rikiserfins'jans. Nýjum áhlaupum Frakka og ítala hjá Chemin des Dames, var hrundið. 1 sam- bandi við herflutninga þá, sem byrj- aðir voru hinn 3. okt. austan við Rheims og báðum megin við Suippe, höfum vér einnig yfirgefið stöðvar vorar í Brimont og Berru í fyrri- nótt og haldið til aftari stöðva. Óvinirnir fylgdu á eftir í gærdag. Um kvöldið stóðum vér gegnt þeim hjá Suippes, báðum megin viö veg- inn milli Rheims og Neufchatel, hjá Lavannes — Epoyse — Port Fa- verger og hjá Arnes og var þar barist. Milli vegarins, sem liggur norður frá Somme-Py og austan við Liry, gerðu' Frakkar og Bandarikja- menn grimmileg áhlaup með miklu herliði. Eftir hina hörðustu orustu höfum vér haldið stöðvum vorum. 196. fótgönguliðsherdeildin, hrakti hvað eftir annað óvinina af hönd- um sér, í 15 áhlaupum, sem þeir gerðu á Liry-hæð. Markock liðsfor- ingi, sem stýrir 357. tvffylki fót- gönguliðsins, átti aðalheiðurinn af þvi, að vér rákum óvinina af hönd- um voruœ. Biðu óvinirnir þar hið geypilegasta manntjón. Smá-áhlaup óvinanna vestast í Argonne voru brotin á bak aftur. Her Gallwitz. Milli Argonne og Maas héldu Bandaríkjamenn áfram hinum öflugustu áhlaupum. Austan við Exermont tókst þeim að sækja fram að skógarhæðunum, sem eru um 1 kílómetir norðan við þorpið. Síðari hluta dags hófu þeir enn áhlaup hér og ætluðu að brjótast í gegn, en þeim áhlaupum var hrund- ið. Báðum megin við veginn rnilli Charpentry og Remage brutu tví- fylki frá Elsass-Lothringen og West- phalen enn einu sinni áhlaup óvin- anna algerlega á bak aftur. Austar komust óvinirnir inn í Fay-skóginn, en annars staðar var áhlaupum þeirra hrundið. í gær skutum vér niður 37 óvina flugvélar og 2 flugbelgi. 1 1,1 ..... ........if Afgreiðslusími nr. 500 Balkan-vigstöBvarnar. Hersveitir vorar, sem til þessa hafa verið í búlgarska hernum, hafa nú verið teknar úr honum og era nú á afturför. Þær hafa fullkomlega fullnægt hinum miklu kröfum, sem gerðar voru til þeirra og ancið framúrskarandi hreystiverk. Asiu-víg8tö0varnar. Hersveitir vorar, sem berjast viö hlið hinna tryggu bandamanna vorrí Tyrkja, i Gyðingalandi, urðo aS hörfa fyrir ofurefli óvinaliðs, ásami fámennum liðsveitum Tyrkja og era nú á undanhaldi yfir Damaskus og stefna til norðurs. Berlin, 6. okt. að kvölái. Opinber tilkynning: Smáorustur voru háðar i 'dag norðan við St. Quentin og í Cham- pagne. Milli Argonne og Maas var áhlaupum Bandarikjamanna hrandiið. Ögnrleg sprenging í Nei loit. New York, 6, okt. Föstudagsmorguninn varð sprecg- ing i hergagnaverksmiðju Morgars í New Jersey. Aðrar hergagnasmiðj- ur þar í grendinni eru i hættu vegna fljúgandi neista. Yfirvöldin hafa fyrirskipað að á tiu mílna svæði umhverfis þecnan stað, skuli allir menn fluttir á forort og 60 þúsund íbúar hafa fldiö þennan borgarhluta. Ljóðverjar halda undan Khöfn 6. okt. Þjóðverjar halda enn undan i Champagne og Fiandern. Frá Le Havre er símað að bancla- menn bafi sótt fram um 14 kfió- metra á 40 kilómetra svæði og hafi handtekið 10.000 menn og tekið 350 fallbyssur herfangi. Landstjóranum i Serbin veitt banatilræði. Belgrad 6. okt. íbúar i Belgrad, sem hegnt haföi verið fyrir óspektir, sýndu landstjóp* anum banatilræði, en það mishepn- aðist. Cambrai brennnr Berlin, 7. okt. Bietar skjóta stöðugt í ákafa á Cambrai. Borgin brennur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.