Morgunblaðið - 11.10.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.10.1918, Blaðsíða 2
2 M0RGUN8LAÐÍÐ NYJ a B I O Skrifarinn hin óviðjafnanlega alþekta ágæta mynd, verður enn sýnd nokkur kvöld. Engin mynd heíir hlotiö jatnmikið loí sem Skrifarinn. KJÓT seljum við irá og með 11. þ. m. fyrst um sinn með þessu verði: Kjöt af sauðum og geldum ám...............hv. kgr. kr. 1.66—í.70 — af dilkum I. flokks....................— — — 1.62 — af rírari lömbum, milkum ám og öðru fé. — — — 0,80—1.60 Pantanir, komnar 10, okt. og fyr, verða afgreiddar með sama verði og áður. Virðingarfylst. Sláturfjelag Suðurlands. Komið! Komið! Þið sem þuifið að fá fljóta viðgerð á skófatnaði gerið svo vel og komið á Njálsgðtu 27 B. Vönduð vlnnal Lágt verðl Kristján Jóhannesson, skósmiður. Fyrsta flakks bifreiðar ávalt til leigu. St. Eínarsson. Gr. Sigurðsson. Slmi 127. Sími 581, ið 2000 fanga og margar fallbyssur. Fyrir norðan Arnes hafa Frakkar hrundið áköfum gagnáhlaupum Þjóð- verja og sótt fram i áttina til Cauroy. í Aisne-dalnum hafa áhlaup Frakka borið góðan árangur. Þeir hafa náð Mont-Cheutain-sléttunni og sam- nefndu þoipi á sitt vald, og auk þess Grand Ham og Lancon og eru komnir yfir Aisne fyrir norðan Mont- Cheutain; 600 fangar hafa verið teknir, fallbyssur og hríðskotabyssur f ;Tilkynning frá Ludendorff Berlín 9. okt. VesturvigstöBvarnar: Milli Cambrai og St. Quentin hefir orusta blossað upp aftur. Með því að skipa fram óhemjumiklu stór- skotaliði og með samvinnu brynreiða og flugsveita, gerðu Bretar, Frakkar og Bandamenn áhlaup á vigstöðvar vorar milli Cambrai og St. Quentin. í norðurarmi áhlaupsins, hjá veg- inum frá Cambrai vestur til Bohain, var áhlaupi óvinauna hrundið um miðjan dag, eftir hina hörðustu or- ustu. Um kvöldið gerðu óvinirnir áhiaup þarna aftur, en liði þeirra var tvístrað. Báðum megin við Rómverjaveg sem liggur í áttina til Le Chateau tókst óvinunum að brjótast all-langt inn á stöðvar vorar. Vér brutum af oss áhlaup þeirra á herlínunni milli Wallencourt, Elin- court og vestur fyrir Bohain. í suðurarminum unnu óvinirnir að eins lítið eitt á, því að hersveitir vorar, sem berjast fyrir sunnan Montbrehain, brutu af sér öll áhlaup þeirra í fremstu varnarstöðvum. En vegna framsóknar óvinanna á miðju sóknarsvæðinu urðu þær að hörfa úr stöðvunum í vesturjaðri Fresnoy-le- grand, þar sem þeim var hætta búin af framsókn óvinanna. Tilkynning Bandaríkjamanna. París, 9. okt. Opinber tilkynning: Vér tókum Cornay og héldum áfram sókn vorri þrátt fyrir ákafa orustu, í Argonneskóginum vestan við Meuse gerðu Bandaríkjamenn og Frakkar ágætt áhlaup í nánd við Bois des Caures og Bois de Hau- mont. Tóku þeir þorpin Consenvoi, Brabant, Haumont og Beaumont, og óvinirnir voru hraktir nokkuð aftur fyrir þau. Á báðum bökkum Meuse eru her- sveitir vorar og Frakka nú að hrekja óvinina af hinum mikla orustuvelli hjá Verdun. í þessum orustum höf- um vér handtekið yfir 3000 menn, og þar af handtóku Frakkar rúm- lega 1600 austan við Meuse. Að þessum föngum meðtöldum hefir herinn sem þarna berst handtekið rúmlega 4000 menn. nokkra undan- farna daga. Frakkar náðu líka 18 stórum sprengjuvörpurum og ýmsu öðru herfangi. París i gær. Vér höfum haldið öllum stöðvum sem vér náðum í gær fyrir austan Meuse, þrátt fyrir áköf og marg- endurtekin gagnáhlaup óvinanna, og sótt fram töluvert og komist inn í Chaume-skóginn. Vér höfum brot- ist inn í herlinu óvinanna milli Cunel og RomagneLous Montfau- cou. Vér höfum tekið 2000 fanga í viðbót. Frá fréttaritara Morgunblaðsins. Ný sókn. Khöfn. 9. okt. Bretar og Bandaríkjamenn hafa hafið nýja sókn milli Cambrai og St. Quentin. Hafa þeir sótt fram 4 milur skemst og hafa handtekið 1000 menn. Póllandi slept. Khöfn. 9. okt. Frá Berlin er símað að allir samn- ingar um yfirráð .Þjóðverja í Pól- landi hafi verið upphafnir. Enn fremur helir verið hætt við skipun landþings þar. Hrakfarir Búlgara. Khöfn. 9. okt. Sextíu og fimm þúsundir búlgarska hermanna hafa gefist upp fyrir banda- mönnum. Kveikingartími á Ijóskerum bifrelða og reiðhjóla er kl. 7J/2 síðd. Anglýsingar frá 1. O. 0. F. verða framvegis efst á fyrsta dálki á þriðju síðu blaðsius. Slys. A mánudaginn vildi það slys til í Austurstræti, að járnstöng féll ofan úr glugga og Ienti ástúlku, sem var á gangi á götunni. Meidd- ist stúlkan nokkuð á höfði, en var þé svo hress að hún fór héðan vest- ur með Sterling. Carl Olsen heild- sali hefir fyrir hönd eiganda húss- ins brugðist svo drengilega í málinu að útvega stúlkunni hjúkrun á leið- inni vestur og greiða allan þann kostnað sem af Blysinu hlýzt. Boga Brynjólíssyni settum sýslu- manni í Arnessýslu, hefir nú verið veitt sýslumannsembættið í Húna- vatnssýslu. Póstpokinn sem hvarf úr Sterling, er nú fundinn. Lá hann uppi f Skóla- vörðuholti með óbrotnum innsiglum, en sundurskorinn og — tómur. Jón Ófeigsson cand. mag. hefir fengið veitingu fyrir 5. kennara- embættinu við hinn almenna menta- skóla. Sterling kom til Stykkishólms í gær kl. 51/2. Hafði farið fram hjá Ólafsvik og Sandi vegna storms. Botnvörpungarnir Snorri Sturlu- sou, Jón Forseti og íslendingur komu allir inn i gær af fiskveiðum. »Marmor«, hið nýja leikrit Goð- mundar Kambans, er nú komið út hjá V. Pio í Kaupmannahöfn. Skólar flestir eru nú teknir til óspiltra málanna. Stýrimannáskólinn byrjar 1. nóv. og kennaraskólinn •"1 ......................... — fyrsta vetrardag, svo sem venja er, Hjónaefoi. Agúst Kvaran bók- haldari og ungfrú Soffía Guðlaugs* dóttir, sýslumanns heitins Guðmunds* sonar. Skjaldbreið. Bafmagnsljósum biefir verið komið fyrir á Skjaldbreið. Br þar stór lampi yfir dyrunum, sem lýsir um hálft Kirkjustræti. Hjónaefni. Ungfrú Jónína Blöndal og Guðm. þorsteinsson bakari. Brunaliðið hafði æfingu f fyrra* kvöld. Meðal annars létu bruna* menn dæluna ganga á Hotel Island til mikillar skemtunar fyrir æskulý^ bæjarins. Skrifarinn, hin nafnfræga kvifc' mynd, sem hefir verið sýnd aBr® kvikmynda oftast hér, er nú ena ® dagskrá hjá Nýja Bíó. í kvöld verð- ur hún sýad í 40. sinn. Má af því marka hverra vinsælda hún nýtur meðal almennings.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.