Morgunblaðið - 18.10.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.10.1918, Blaðsíða 1
'Fðsfcudag 18 okfc. 1018 HE0R6DNBLADID 5. argangr 341. tðlubmð Rhstjórcarsími nr. 500 Keisarinn segir af sér? I ensku loftskeytl dags. 17. okt. kl. 0.15, er þaB haft eftir hollenska hlaöinu Niewe Rotterdamsche Cour- raot, aB Þjóöverjar hafi gengiö aö öllum kröfum Wilsons meö þeim fyrirvara, aö hagsmuna þýzku þjóö- arinnar veröi gætt. Þvi er bætt vlö að keisarinn haíi sagfc af sér. Staöfesting á þessari fregn var ekki komin til Lundúna. Stjórnsk’pulagabreytingar rjóðverja. Berlin 16. okt. Sannbandsráðið samþykti i gser ár- degis frumvarp til iaga um breytingu á II. gr. stjórnskipulaga rikisins. 2. málsgrein greinarinnar verður breytt á þi leið, að til þess að hefja ófrið i nafni ríkisins þurfi sambykki sambandsráðsins og rikisþingsins í stað 3. málsgreinar kemur ákvæði nm, að friðarsamningar og ’peir snmn- ingar við aðrar þjóðir, sem koma við allsherjar löggjöf rikisins, verða að ná samþykki sambandsráðs og rikisþings. Með þessu er það full- komlega trygt, að fulltrúaþing þjóð- arinnar geti ráðið ðllu um frið og stríð. þögn um friðarsamniDgana. London 16. okt. Þegar brezka þingið kom s: man 15. okt. sagði Bonar Law, að hann teldi téttast, að gefa ekki neinaskyrslu am það, hvar komið væri ÍTÍðarsamn- ingunum, meðan stjórnir bandamanna væru að ræða málið sin á miili. Kjörgengi kvenna. London 16. okt. Bonar Law hefir skýrst frá því, að brezka þinginu muni verða gef ið tækifæri til þess að raéða það, hvort konum skuli veit kjörgengi til þingsins. París 16. okt. Fyrir norðan Oise hafa Frakkar sótt fram umhverfis Aisonville. Einnig hafa þeir sótt fram fyrir no'ðan Machais og tekið þar 400 f mga. Þeir hafa náð veginum milli Vouzi- ers og Grand-pré á sitt vald og tek ið þar idmlega 400 fanga. Ritstjón: Vtjiyáimnr Finsen Þ. 14. október sáu flugmenn Frakka viða bál mikil á því svæði, sem Þjóðverjar hafa verið neyddir til að yfirgefa. Londoa 16. okt.”*í í Belgiu sækja bandamenn stöð- ugt fram. Þeir eiga eina mílu ófarna til Torowt og tólf til Briipge. Milli þessara tveggja staða hafa þeir tekið 12000 fanga 100 fallbyss- ur á tveitn dögum. Þjóðverjar missa kjarkinn. Fréttaritari Times segir að þýzk- ir fangar sem teknir hafa verið í síðustu orustum, bæði óbreyttir her- menn og liðsforingar játi það hrein- skilnislega að Þjóðverjar séu sigrað ir og verði að fá frið. St Helena ol góð fyrir keisarann. Gerard, fyrrum sendiherra Banda- ríkanna í Berlin, segir að ibdar vesturfylkjanna í Bandarikjunum láti sér ekki lyuda að bandamenn ráði öllum friðarskilmálum. Þeir vilja hegna þeim mönnum sem valdir eru að ófriðuum og öllum þeim hörm- ungum, sem af honum stafa. Þeir segja að St. Helena sé of góð handa þeim manni, sem leyst hafi alla ára helvitis dr böndum. Uppreist í Prag París 16. okt. Blöðin segja frá þvi, að Checko- Slovakar í Prag hafi mótmælt brott- flutningi matvæla þaðan og að síð- an hafi orðið hamslausar æsingar í borginni dt af þessu og að lokum fuilkomin uppreist. Borgarlýðurinn á í blóðugum bardögum við lög- regluna sem hefir hriðskotabyssur og handsprengjur að vopnum. Keisarinn við völd London, í gær. Viðvikjandi fregnunum um, að Þjóðverjar hafi gefist upp og að keisarinn hafi sagt af sér, sendir brezka fréttastofa stjórnarinnar dt svo hljóðandi tilkynningu: Fregairnar, sem birtar voru í dag um uppgjöf Þjóðverfa og að keisarinn hafl sagfc af sór, eru upp- spuni einn. ísafoldarprentsmiðja »Exchauge Telegraph* fréttastof- an í Washington segir: Fregnunum um að keisarínn hafi sagt af sér var tekið með mikilli varkárni. Það hefir engin staðfest- ing komið á fragnunum. Menn hyggja helzt að ffegnin hafi verið send dt af Þjóðverjum sjálfum ti^ þess að spilla fyrir frelsislántöku Bandaríkjamanua. Kardlnál&ráðið kvatt saman. Rán í Ronlers, London 16. okt. Skýrsla sem komið hefir frá yfir- völdunum í Belgíu, hermir það, að á föstudaginn var hafi Þjóðverjar tekið matvæli, sem vom 20 þdsund sterlingspunda virði og belgiska hjálp- arnefndin átti geymd i ^RouIers. Fluttu Þjóðverjar þaðan alt sem þeir komust með, en spiltu hinu og ónýttu sem þeir skildu eftir. Þaðan fluttu þeir ennfremur alt fiðurfé og nautgripi og öll hdsgögn hinna ríkari manna. Hollendingar kyrsetja þýzka járnbrantarlest. London 16. okt. Fréttaritari »Times« í Haag segir frá þvi að »tóm« þýzk sjdkrafiutn- ingalest sem var á leið til Aix la Chapelle, hafi verið stöðvuð í Simpel- vels. Við rannsókn kom það í Ijós að lestin var full af vörum, svo sem sápu, sdkkulaði, te, kaffi, kjöti, vin- um, nærfatnaði og öðtum vefnaðar- vörum. Þegar einn þriðji hluti lest- arinnar hafði verið rannsakaður, höfðu fundist vörur er voru mörg þdsund sterlingspunda virði. Bann hefir verið lagt við þvi að lestin fari frá Hollandi. Svar Wilsons rætt í brezka þinginn. London 16. okt. »Times« segir frá fundi neðri deild ir brezka þingsins og lýsir hon- um svo: — Það var meira um að vera í þingsalnum heldur en nokkru sinni áður sfðan striðið hófst. En enda Afgreiðslasimi nr. 500 þótt hver maður væri vongóðpr, þá hefir þó hin harða reynsla kent þing- mönnunum það, að vera orðvarir, og það var minna rætt um frið heldur en við hefði mátt búast. Svar Wilsons við öðru friðarskjali Þjóðverja, var ítarlega rætt og eng- inn þingmaður Iét nokkur andmæli falla gegn þvi. Þingið biður frek- ari aðgerða með sömu samheldni eins og það sýndi þá er Bretar gengu í stríðið fyrir fjórum árum. Berlíu 17. okt. Hamburg-Ameríku-línan hefir nú komið á fót daglegum gufuskipaferð- um milli Reval og Helsingfors. Stojsigar í Belgín London i gær. Belgar, Bretar og Frakkar héidu áfram framsókninni í Belgiu í gær, undir stjórn Alberts konungs. Sóttu þeir fram á meir en 50 kílómetra svæði um 6 kilómetra. Belgar hafa farið yfir Yser fyrir norðan Dix- miide og tekið borgir, en Bretar hafa farið yfir Lys fyrir framan Menin og sótt fram marga kiló- metra. Thouront hefir verið tekin og Licherverde, Ardoye, Menin og Courtrai. Alls hafa þeir tekið um 20 borgir. Ókunnugt enn um fanga- tölu og herfang, en á þrem dögum hefir 2. her Breta tekið yfir 4000 fanga og 150 fallbyssur og sótt fram yfir 8 milur. Vegna framsóknar þessarar hafa Þjóðverjar orðið að hörfa hjá Lys. Þjööverjar tilkynna. Berlin 16. okt. Norðaustur af Roselare, i Selle- héraði hjá Haussy, milli Aire og Maas og á austurbakka Maas var áhlaupum óvinanna hrundið. Svar Wilsons. Berlin 16. okt. Reuter-fréttastofa segir svo um svar Wilsons til Þjóðverja: — Sem stendur er ekki hægt að segja neitt með vissu, en það virðist svo, sem i svarinu sé falið álit hmna. annara stjórna bandamanna. Mikið þykir undir því kotnið Simfregnir. Berlin, 17. okt. Frá Lugano er símað, að vegna hinua nýju friðarumleitana hafi páf- inn kvatt kardinálaráðið saman til fundar í desembermánuði, en því hefir hvað eftir annað verið frestað áður. Er búist við því að aliir kardi- nálar í heimi komi á þessa ráðstefnu. Sænskn skipi sökt Berlín 17. okt. Frá Stokkhólmi er simað að sænska gufuskipinu »Maja«, 2200 smálestir, hafi verið sökt hjá Englandsströnd. Siglingar í Eystrasalti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.