Morgunblaðið - 23.10.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.10.1918, Blaðsíða 2
2 MORGTJNBLAÐIÐ —p—jjP» NÝJA BIO —mmmmams&mam Börn Grants skipstjðra, FrannúrskaraDdi fnllegur sjónl. í 5 þáttum eftirhinni heimsfræguskáídsögu JULES VERNE. Eins og allir vita sem lesið hafa skáldrit eftir fules Verne, að meir »spennandi« sögur eru tæplega til, þessi er eigi sizt þeirra, enda gerist hún i þremur heimsálfum, Efrópu, Suður-Ameríku og Astralíu. Til myndarinnar er vandað sem frekarst er unt, enda er hún talin með allra beztu myndum. Nýja Bíó hefir látið setja í hana íslenzkan texta. Tölusett sæti má panta í síma 344 og kosta kr. 1.00, 0.75 og 0.25 gHHBHHBaKIHBBHEaWBmMBragnm Barnadansæfingin sem átti að vera á morgun verður í kvöltl miðvikudag 23. okt. § Iðnó. Yngri börnin mæti kl. 38/4, eldri kl. 58/4 Stefania Guðmundsdóttlr. ðAGBOK Fyrsta flokks bifreiðar ávalt til leigu. Si, Einarsson. Gr. Sigurðsson. Slmi 127. Simi 581, en hélt þegar heimleiðis. Eftir fyrsta hlaupið fór hann að heiman, gekk hann eins langt og hann komst til þess að skygnast út yfir sandinn. Heyrði hann þá greinilega hunda- gelt á háöldunni fyrir austan Múla- kvísl og eru menn því háif smeykir cm að einhverjir ferðamenn kunni að hafa verið á sönduuum. En ná- kvæmar fregnir af þessu koma ekki fyr en hraðboðinn kemur aftur til Hornafjarðar. Heyrst hafði i Vík, að dauður hundur hefði fundist rekinn einhverstaðar á söndunum, og ætla menn að það sé sami hundurinn og Einar bóndi heyrði gelta fyrir aust- an Múlakvísl. Öskufall hefir orðið lítið í Vík, miklu minna en búast hefði mátt við. Gosið heídur áfram, en eigi af eins miklum krafti og fyrst. Sprengju-flugvélarnar. Flugvélar ófriðarþjóðanna eru mis- munandi að gerðinni til, eftir því hvert starf þær eiga að hafa með höndum. Sumar eru notaðar til njósnar yfir herstöðvum óvinanna; eru þær flestar litlar en hraðskreiðar. Aðrar ern gerðar til langferða inn í óvinalöndin, til þess að vaipa sprengj- om á óvinaborgirnar. Þær eru stærri og sterkbygðari og þurfa að geta flutt sprengjur og eldsneyti til lang- ferða. Eins og kunnugt er, hafa flugvél- ar Þjóðverja þrásinnis farið til París og London og gert þar mikinn usla. Það eru því engar smáræðis vega- lengdir sem um er að ræða. Flugvélar þær sem notaðar eru til sprengju-herferða geta flntt 5—10 sprengjur sem vega. 20 kg. hver. Geta þær flogið 300—500 kilómetra án þess að láta þurfi á benzín- geymirinn. Þessi stærð þykir hent- ngust, og vélar sem smiðaðar hafa verið mörgum sinnum stærri, eru stirðari í snúningunum og síður undankomu auðið. Þjóðverjar notuðu til langferða mest flugvélar þær sem kendar eru við Gotha. Eru þær með tveimur mótorum og hefir hvor 260 hestöfi. Áhöfnin er 3 menn. Vélin vegur 3000 kg. og getur haft 550 litra af benzíni. í loítárásinni á London 7. júlí í fyrra bar hver vél 14 sprengj- ur er vógu 225 kiló til samans. Nýjasta sprengju-flugvélategund Þjóð- verja heitir »Friedrichshafen« og er .smíðnð af Zeppelins-verksmiðjunum frægu. Þegar Þjóðverjar mistu 5 loftför sín af 10 á árásinni á London 20. okt. i fyrra, hætti verksmiðjan að smíða loftför, en tók að smíða flugvélar þessar í staðinn. »Fried- r:c'nshafen« hefir 2 mótora 260 hest- afla, 4 manna áhöfD, getur flutt 12 sprengjur sem vega 50 kg. hver og 6 tundurskeyti með 60 kg. af sprengi- efni hvert og enrfremnr eitt stórt tundarskeyti 325 kg. að þyngd. Frakkar nota mest 2 tegundir sprengju-flugvéla og er önnur kend við Voisins-Peugot og hin við Far- man. Mótorinn hefir 130 hestöfl, áhöfnin 2—3 menn. Vélarnar bera 8—12 sprengjur og flughraðinn er iéo kílómetrar á klukkustund. Bretar hafa smíðað flugvélabákn er geta borið 20 menn, 6 braðskota- byssur og 680 kg. af sprengjum. ítalirnota þiíþöku, (Triplan) kenda við Caproni, með þremur 300 hest- aflamótorum. Áhöfnin erþrírmenn. Vélin ber 1250 kg. af sprengjum, þrjár hraðskotabyssur, hefir elds- neyti til 6 stunda og flygur 130 km. á klukkustund. Oftast er sprengjunum varpað úr 3000—4000 metra hæð og er flug- manninum þá sjaldnast nein hætta búin. En eins og gefur að skilja er ilt að hitta ákveðið mark úr svo mikilli hæð. Flugmennirnir hætta sér því oft miklu nær, t. d. var flugmaðurinn enski, Collet, að eins í 100 metra hæð er hann eyðilagði loftfaraskálann í Diisseldorf. Það er ekkett smáræði sem flug- menn varpa niður af sprengjum bæði í orustum á vigslöðvunum og I árásum á bæi. Má sjá það af til- kynningum vígaþjóðanna. Á tíma- bilinu 1. desember 1916 til 15. febr. 1917 vörpuðu franskir flugmenn 39 000 kg. og á sama tíma árinu siðar 192.000 kg. Og á einum degi 25. marz í fyrravor i sókn Þjóð- verja létu Bretar rigna 32 000 kg. af sprengjum yfir óvini sína. ---------» Foch Yfirhershöfðingi alls bandrmanna- liðsins á vesturvígstöðvunum, lá veikur af inflúenzu fyrir rúmri viku og var ailþungt haldinn. — Er- lend blöð segja, að veikin grípi mjög um sig í her Frakka. Járnbrautir Frakka. Franska stjórnin hefir nýlega tek- ið i þarfir rikisins allar járnbrautir í Frakklandi. En áður voru það mörg hlutafélög, sem járnbrautirnar áttu. Er búist við því, áð á þenn- an hátt megi mikið bæta úr flutn- ingavandræðunum, sem þar voru orðin í landi. Steingrímur Matthíasson héraðs- læknir ó Akureyri, er nir orðinn al- heill heilsu eftir uppskurðinn um daginn. Hann og frú hans halda heimleiðis með Borg eða Villemoes einhvern næstu daga. Fró lækninum á Morgunblaðið von ó greinum við og við í vetur heilsu- fræðislegs efnis. Bn greinar lækniains eru einkar fróðlegar og skemtileg- ar, svo sem leaendur Morgunblaðsins vita. Ágúst H. Bjarnason, prófessor, dr. phil. byrjar fyrirlestra sína fyrir al- menning um upptök og þróun sálarlífsins i kvöld kl. 7 í 1. kenslustofu háskólans. Víðir er kominn til Englands og seldi þar afla sinn fyrir 5900 pund sterling. Vísir. Vélbóturinn »Minerva« kom hingað £ tyrrabvöld, eftir mibla hrakn- inga og erfiða ferð fró Akureyri. Með bátnum kom Óskar Ralldórs- son útgerðarmaður, eigandi bátsins og hittum vér hann að máli í gær. Sagði hann að vélbátarnir »Minerva« og »Visir« hefðu orðið samferða alla leið. Var »Vísir« mjög hlaðinn af lýsi, síld og fiski. Framundau Ónd- verðarnesi hreptu skipin aftaka veð- ur og kom þó leki að »Visi«, en þó eigi meiri en svo, að dæiur höíðu vel við. Eu eftir stutta hríð ógerðist lekinn svo að við ekkert varð ráðið og sökk báturinn þar niður með öll um farmi, en skipverjar komust með naumindum yfir á »Minervu« »Vísir« var gamalt færeyskt fiski- skip og hét »Haakjærringen« þó. Fyrir tveim árum var hann keyptur héðan og voru eigendur Pálmi Pét- ursson kaupmaður á Sauðárbróki 0. fl. Af þeim keypti Óskar bótinn í haust fyrir 15 þás. krónur og lét gera nokkuð við hanu. Var skipið virt á 20 þús. en eigi fékst það vá- trygt fyrir meira en 10 þús. Farm- urinn var að mestu vátrygður en eigandi hefir þó beðið þarna tilfinn- aniegt tjón. Piano nykomin, hljómfögur‘og vönduð, í smekklegum kassa. Hljóðfærahús Reykjavíkur- Slysið í Ólafsvik sem sagt var frá í símskeytum hér í blaðinu um daginn, viidi þannig til, að fimm menn voru að setja uppskipunarbát. Kom þá snörp vindhviða og tók báft- inn á loft og sneri honum við. Felí hann svo á hvolfi ofan á msnnina og urðu þrír undir honum. Tveír þeirra hlutu svo mikil meiðsl, að þeir létust eftir fáa daga. jþriðja mann- iun sakaði eigi. Benzín það er Villemoes flutftf hingað, bemur f góðar þarfir, þvf að almennur skortur var á þeirrí vöru og hafði verið um all-langa hríð. Benzíninu er nú verið að úthlut» sem jafnast meðal þeirra, þörf hafa fyrir það. Villenioes mun fara héðan í dag. austur um land í hringferð, og kem- ur við á ýmsum höfnum. Síldin á Sandi. jöað var mesft- megnis millisíld sem rak á land í Sandi. Var svo mikið af henni, að íshúsið var fylt og þorpBbúar og bændur í négrenninu fengu nægar birgðir til skepnufóðurs og manneld- is yfir veturinn. Jafnframt gekk þé þorskur á land þar og voru torfurn- ar alveg upp í flæðarmál og þegar fjaraði lágu þorskar og síld í hrönn- um í öllum uppistöðupolium í fjör- unni. Atkvæðagreiðslan. í Rangárvallasýslu hefir atkvæðagreiðslan farið þannig að 441 greiddu atkvæði með lögun- um, en 13 á roóti, 56 seðlar urðr:- ógildir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.