Morgunblaðið - 02.12.1918, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.12.1918, Blaðsíða 4
4 \ j Frá Rússlandt. ! » Viðburðirnir í vestanverðri Ev- rópu hafa skygt á Rússland og cregið athyglina frá því um hríð. Stórviðburðir hafa engir gerst þar nýverið, en af vananum þurfa þeir að vera svo gífurlegir til þess að þeim sé veitt eftirtekt. Menn eiga svo miklu að venjast þaðan, að það þarf mikið til að yfirgnæfa hið venjulega. En þó að ástandið í Rússlandi hafi nú lengi legið í þagnargildi, þá er alls ekki því að heilsa, að enn séu rósturnar lægðar í því hermdarverkanna landi. Setjum vér hér, lesendum til fróðleiks, um- sögn blaðamanns eins, sem kom frá Petrograd um síðustu mánaðamót til Kaupmannahafnar, og birt er í „Politiken“. — Astandið er miklu verra en svo, að nokkur maður gæti lýst því. Það er óhægt að segja frá því í fáum orðum, en hægast mun að gefa hugmynd um það með orð- unum: Annaðhvort líður manni þolanlega, eða maður er drepinn. En enginn er öruggur. Ef einhverj- um finst þú vera ríkmannlegur eða greindarlegur meira en góðu hófi gegnir, þá hefir hann það til að reka þig í gegn. Ef skrílnum mis- líkar hvernig eitthvað hús lítur út, þá rænir hann það og drepur íbú- ana. Samt eru Rússar svo undarlegir menn, að þeir kvarta ekki heldur finst þeim að þeir lifi á merkileg- um tímrun, og margir þeirra sem líða skort finna til einhverrar innri ánægju við það, að sjá alt á aft.ur- fótunum og þjóninn í sæti hús- bóndans. Þegar Bolsehevikar gerðu samn- ingana um vopnahlé, var allur múgurinn á þeirra bandi. Nú eru 95 af hundr. af íbúum Rússlands á móti þeim. Þeir hafa umráð yfir járnbrautunum. Það er alt og sumt. Það mætti vorkenna þeim að hafa treyst á þjóð, sem er svona hverflynd, en framkoma sjálfra þeirra og athæfi er svo ósæmilegt, að það er ómögulegt að finna til meðaumkunar með þeim. Foringj- ar Bolschevika eru eigi, svo sem margir halda, hjartahreinir hug- sjónamenn. Þeir eru hópur æfin- týramanna af ýmsum þjóðum, af lágum stigum og blönduðum kyn- þáttum, og það er misskilningur að ætla að Lenin til dæmis sé nokkur undantekning frá þeirri reglu. Hann hefir t. d. samþykt ó- dáðaverk, sem tveir glæpamenn, TJritzki og Zimoniev, hafa gert sig seka í. Talandi dæmi stjórnar Bolsche- vika er Uritzki-málið. Hann var formaður nefndarinnar, sem sett var til að kefja niður gagnbylt- ingar og féglæfra, og hafði hann ótakmarkaðra vald en nokkur ein- veldisherra. 1 lok ágústmánaðar Iðnfræðafélsg Islands tekur við nýjum fétöaum : stirfa íd', óvirk- um og styiktarféiögum. UpplýJngar við- víkjandi félagmu geta menn fengið hji Otto B Arnar, simar 333 & 699. Allir iBnfróOir menn landsins ættu að ger- ast féiagar STÍÓRNIN. Iðnskólinn tekur aftur til qtarfa á morgun (þriðjudaginn 3. þ. m.) Þór, B. Þorláksson. Blðmiaukai svo sem: Hyacinte , Tulipanar, Paskaliljur, Hvítasunnuliljur, Grocasar o. fl. tegundir mjcg góðar og ódýrar nýkomnar. Þeir stm kaupa blómlauka sina hjá mér fyrir 7. desember geta fengið þá setta niður í skrautgarða og grafreita á þes'u tí-rabiii. Guðný Ottesea, Bergstaðastræti 45. Hjartans þökk fyrir auðsýnda samúð við jarðarför sonar okkar og bróður, Kristins Sigurgeirs Emarssonar. Sigriður Einarsdóttir. Guðm. Einarsson Axel Guðmundsson Jarðarför fósturbróður okkar, Valditnars Erlend ;soaar, frá Hólum fer fram frá Dómkirkjunni, þriðjudag 3. þ. m. kl. 2 e. h. Húskveðjan verður að heimili hins látna, Amtmannsstíg 4, kl. 12^/a. L’lji Ó afsdóttir Guðm. ÓbLson. var Uritzki myrtur. Bolschevikar iétu þá myrða 512 gisl af saklausu borgarafólki til þess að hegna fyrir dauða hans. Skömmu síðar varð það uppvíst, að Uritzki hafði not- að vald sitt til þess að stela stórfé af ríkinu, neyða fé út úr mönnnm og fremja féglæfra. Hann hafði sent margar miljónir til útlendra banka til geymslu. í fórum hans voru 414 miljón rúblur eftir, sem ríkið gerði upptækar. En þótt það yrði þannig uppvíst að 512 saklaus- ir menn hefðu verið myrtir vegna þjófsins Uritzki, þá datt stjórninni ekki í hug að harma hvernig farið hafði. Nei, það var ekki nema gott og blessað — þeim mun færri vorn eftir af horgarastéttinni I 1 ágústmánuði lét Uritzki hand- taka 1500 fyriliða í Petrograd og fljtja þá til Kronstadt. Mælti hann svo fyrir, að drepa skyldi þriðj- unyinn af þeim undir eins. Var þeim raðað upp við steinvegg og 500 hermönnum skipað að skjóta þá. — Hversvegna? — Þeir vildu fá að vita hvað fyriliðamir hefðu til saka unnið! Uritzki varð hams- laus af hræði og skipaði hermönn- imum að ganga í röð, og skyldu þeir skotnir á undan fyrirliðunum, fyrir ólilýðnina. Þá var öðrum 500 bermönnum skipað að framkvæma verkið, en þeir neituðu einnig og jyi ir þá sök varð ekki af blóðsút- I ■' lingunni. Alloftast er almúginn, þrj tt fyrir allar æsingar og undir- blástur, mikið réttlátari en fúl- rnennin, sem hafa völdin. í júlí, þegar kóleran gekk í Peirograd — það var reyndar fremur sultur en kólera — bar það við, sem hér skal sagt frá: Zino- ; liev, sem er formaður ráðsins í j ; „norðurhéraðinu“ (Petrograd á- samt Omega), hélt ræðu og lýsti þar yfir því, að læknar æðri stétt- anna gerðu ekki skyldu sína og liuk ræðunni með þessum orðum: .Ff að verkamaður sér lækni, sem ekki gerir skyldu sína, þá hefir hann rétt og skyldu til að skjóta hann “ Rússnesku læknarnir höfðu einmitt undanfarna daga lagt líf sitt í hættu til þess að vitja sjúkra, og sýnt einstaka ósérplægni. Það er ekki hægt að hrósa læknastétt- inni rússnesku eins og hún á skil- ið, fyrir þá frammistöðu. En af því nt' ráðið stóð máttvana gagnvart farsóttinni og fann sig á völtnm fótum, tók Zinoviev til þess bragðs að ákæra læknana — og þeir af Hí V«isrysgÍRpr Jf aSlrunafryggingar, sjó- og stríðcvátiyggingai. O & Jiaabm ©unnar &giíso% skipamiðií.-i, Hifaarstræti 1.5 (appi) Ssrifstoiaa opin ki. ic—4 Slœi Sjé-, Stríðs-, Brunatrygg‘ng&' Txisímí hei'ii- 479 Det tyi octr. Brantaimi Kanpmwnaböfa vátryggir: hns, húsgöíftí, ». konar vöruforða o.s.frv. eidsvcða fyrtr lægsta iðgjaíd Heima ki 8—12 f. h. 0» 2—8 r •>, í Ansturstr, 1 (Búð L. Nielsvo'S N. B. N öiatw »SUN INSURANCE OFFICE* Heimsins eizta og st:» rsta vatrv v «« ingarfélag. l'ekur að sér ailsk>v.-:?c brunatryggingar, Aðlumboðsmaður hér é 1« ci Matthías Matthiasscri Holti. Taisis i ,9 ■ þeim, sem ekki höfðu látist af sótt- inni, vegna smitunar við störf sín, voru reknir í gegn á götum úti, eft- ir fyrirmælum ráðsformannsins. Svona berjast menn við drepsóttir í ríki Bolschevika! ' stuttu máli má segja, að allir fyrverandi fyrirliðar ,allir lög- merm og læknar, allir verzlunar- menn, prestar og emhættismenn, eigi á hættu að verða morðingjum að hráð þá og þegar. Þeir eru drepnir án dóms og laga, blátt á- fram myrtir. Að meðaltali telja menn nm 1000 upphlaup á dag í R. sslandi. í Moskva var 78 ára gamall hers- höfðingi settur í svartholið, vegna þess að hann gekk um stætin með tígulegum svip, sem gat verið skað- legur áhugamálum öreigastéttar- innar. Takið eftir orðinu t í g u- 1 e g u r, ekki drembilegur, nei, tígulegur var nóg. En það þarf ekki nærri svona mikið til. TJt yfir tók í septemher þegar alisherjarráð Bolschevika sendi út fyrirskipun, undirritaða af Lenin sjálfum, þar sem svo er komist að orði, að héraðsráðin séu alt of miskunnsöm, og að þau verði að vera miklu strangari til þess að bjarga stjórnarbyltingu. Og hafi maður þó ekki sé nema g r u n u m, að einhver sé á móti bylting- unni, þá eigi að drepa hann strax.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.