Morgunblaðið - 18.12.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.12.1918, Blaðsíða 1
6. argangr Miðv.dag 18 des. 1918 ONBLABID 38, tölnblað Rir- ti 'rnarsimi nr. 500 R;t tjóri: Vilhiálmar Fmsen ísaloldarprentstniðja tJr loftinu. Nemendur og m m. sem hafa fengið lánaðar bækur, sem eg á, hjá n ér eða kunningjum míu- um, síðustu þrjú árin, og hafa ckki skilað þeim, eru alvarlega ámintir um að skila þeim í þessari viku. S M, Macdonald Amtmannsstlg 4. London, 17. des. Friðarráðstefnan. í vikulokin ætlar Lloyd George forsætisráðherra yfir til Parísar á fund Wilsons forseta og verður imdirbúningsfriðarstefnan hafin samsttmdis. Það er búist við, að sú ráðstefna standi eina vikn, en síðan hefst aðalráðstefnan, fyrstu dagana í janúar. Á þeirri ráðstefnu verður Wilson forseti einnig, að xninsta kosti 2—3 vikurnar, en í lok janúarmánaðar er búist við honum til Lundúna, til að þig'gja heimboð Georgs konungs og brezku stjórnarinnar. Keisarinn. Blaðið Telegraf í Amsterdam skýrir frá því, að stjórnin hafi lát- ið tjá Vilhjálmi keisara, að dvöl hans í ITollandi gæti bakað land- inu alvarleg vandræði og að hol- lenska stjórnin mundi vera honum mjög þakklát, ef hann af frjálsum vilja vildi verða þaðan á burtu. En það er íullyrt; að keisarinn hafi aftekið það með öllu. Haase hefir lýst yfir því, að þýzka stjórnin hafi enga ákvörðun tekið um framtíð keisarans. Stjórn- in er að láta rannsaka alla hina leynilegu stjórnmálastarfsemi fyrri tíma og ætlar þannig að leiða í ljós, hverjar sakir hvíli á hverjum einstökum. Þýzka byltingin. Berlínarblöðin skýra frá því, að hersveitirnar, sem eru að koma frá vígvellinum, séu andvígar* öllum ofbeldisaðförum. Sjóliðsmenn, sem lagt höfðu keisarahöllina undir sig, haía verið reknir þaðan sam- kvæmt kröfu hersins. Óspektir í Dresden. Nýjar óspektir urðu í Dresden dagana 14. og 15. desember út af matvælaskorti. Fimm menn biðu þar bana, en 15 særðust í viðtxr- eighinni við varðliðið. Botha hershöfðingi kom til London hinn 16. desember, og tóku þar á móti honum fulltrú- ar þeirra Georgs konungs ogLloyd George. Pólland ^efir slitið viðskiftasambandi við ■^kaland. Sameining Rúmena. Rúmeuar þeir, sem búa í Tran- sylvaníu, Ungverjalandi og Banat, hafa haldið með sér þjóðfund og lýst yfir því, að þeir vilji samein- ast konungsríkinu Rúmeníu. Er því þar næst lýst yfir, að Rúmenía eig'i heimtingu á að fá alt Banat-hérað milli ámia Maros, Theiss og Duuár. Heimsending sjóliðsmanna. Ráðstafanir liafa nú verið til þess gerðar, að senda heim þá hrezka sjóliðsmenn, liðsforingja sem aðra, er gerðus sjálfboðaliðar til ófriðarloka. Eru þær ráðstaf- anir mjög' svipaðar ráðstöfunum þeim, er gerðar hafa verið um heim- sending hermanna og flugmanna. Brezk herskip hafa nú heimsótt allar hinar stærri hafnir Rússa við Svartahaf og margar hafnir í Litlu-Asíu, svo. sem Trebizond og Samsun. Þá hef- ir og gunnfáni Breta blakt í Az- ows-hafi. Bretar hafa þegar sent á burtu mestan hluta himia 11 þúsuud her- manua þýzkra, sem voru á Krím, en þá sem eftir eru, er eigi hægt að senda burtu, vegna þess að járn- brautasamgöngur hafa verið slitn- ar hjá Nikolaieff og Odessa. Brezki flotinn hyltur. Blaðið „Hestia“ í Aþenu færir j.hinum þöglu haftröllum“ hrezka flotans liið mesta lof. Blaðið seg- ir, að ómeingaðri sannleikur sé eigi til, heldur en sá, að yfirburðir Breta á sjónum, meðan á ófriðnum ^tóð, hafi fært bandamönnum og öllum heimi sigurinn heim. Blaðið lýkur máli sínu með því að segja, að Mr. Roosevelt hafi sannarlega rétt að mæla, þai- Sem hann krefst þess að kenninguna um frelsi út- hafanna verði að skýra eftir vilja Breta. Morð Portúgalsforseta. Einn af morðingjum Portúgals- forseta hefir nú meðgengið. Meðal ýmsra bréfa sem fundust á hon- um var eitt, sem bendlar mjög Tiáttstandandi embættismenn við morðið. Símskeyti, sem kom frá Lissa- bon 16. desember. segir það að stjórnin sitji enn og láti fram- kvæma ákvarðanir sínar jafnóðum og' þær eru teknar. Háöldruð merkiskoria. f dag, þ. 18. des., á frú T h 0 r a M e 1 s t e ð afmæli. Hún verður 95 ára. Fæstir ná svo háum aldri og enn færri með meira sterkum líkams- og sálar-kröftum en hið hálftíræða afmælisharn. Mikið og merkilegt æfistarf liggur að baki frú Melsteð, og skip- ar stofnun Kvenhaskólans og for- staða hans um áratugi þar öndveg- ið. Við mentun íslenzka kvenna verður nafn hennar æfinlega tengt og það starf hennar óbrotgjarn bautasteinn, þótt árin líði. Með virðingu og þakklætishug mun þessarar öldnu sæmdarkonu minst um land alt, með óskum um fagurt og friðsamt æfikvöld. Mokafli eystra. Seyðisfirði í gær. Öiidvegistíð er um alt Austur- land og snjólaust með öllu nema á fjöllum. Er hvergi farið að gefa fé emi þá. Óvanalega góður afli er nú hér þegar róið er og fá vélbátar þetta 7—8 skippund í róðri. En nú er að verða beitulaust. Iuflúenzan er hvergi íarin að gera vart við sig enn þá hér eystra. Á Seyðisfirði er hæði kartöflu- laust og kaffilaust. B. Bæjarstjórnarfsindur 16. þ. m. Áður en gengið var til dagskrár, skýrði borgarstjóri frá því, að enski ræðismaðurinn hér hafi sent sér skriflega áður umrædda kröfu brezku stjórnarinnar um frá- Afí?reiðslasimi nr. 500 vikningu gasstöðvarstjórans, og las hann upp þýðingu af bréfi rqe$- ismannsins. Að því búnu var tekið til sm- ræðu: Áætlun um tekjur og gjöld hafnar- sjóðs árið 1919. Alls eru tekjur hafnarsjóðs á- ætlaðar kr. 346100.00. Hæetu tekjuliðir eru: vörugjald kr. 13® þús., skipagjöld kr. 74 þús., leiga af lóðum hafnarinnar kr. 45 þús. Gjaldaliðirnir eru þessir hæstiir: til starfsmanna 23 þús. kr., til gatna og holræsa 37 þús. kr., við- hald hafnarvirkjanna ‘Í4 þús. k?., vextir af lánum kr. 104465.00, aí- borganir 56 þús. kr. í sjóði áætlað frá ári til árs 69 þús. kr. Frumvarpið var samþykt og yís- að til annarar umræðu. t í sambandi við þetta mál gafc Jón Þorláksson þess, að hann hefði orðið var við töluverða ó- ánægju hjá mönnum í austurbæio- um, er skipa létu upp úr skipuna fyrir utau hafnarvirkin, að þeir yrðu að gjalda sömu gjöld fyrir þau skip, sem þau, eíf lægju inn&m hafnar, þar sem þeir ekki nytw þeirrar niðurfærslu á uppskipimar- kostnaði, er þægilegri aðstaða við hana veitti þeim, er skipuðm upp innan hafnar. Auk þess sem þeir yrðu að gjalda aukagjald ti bryggjueigenda, þar sem bærin* ætti ekki aðrar bryggjur þar e* eina lítt nothæfa undan Bakkabúð. Vildi ræðumaður að athugað yrði, hvort ekki mætti létta undir með þessum mönnnm við afferming og lileðslu skipa, t. d. með því &ð byggja á þessu svæði tvær góðar bátabryggjur. Kvaðst þó ekki gera tillögu um það, að svo vöxnu máli, en skjóta því til hafnarnefndar til athugunar. || MGBOK ’ ’ H Jarðarför Gests hónda Einar,s- sonar frá Hæli fer fram í dag. Nokkrir vinir hans hér í bænum fóru austur í gær, til þess að fylgja honum til grafar. Látinn er í Kaupmannahöfn Sveinbjörn Blöndal stud. med., sonur Björns læknis Blöndals. — Baname'in hans var lungnabólga (spanska veikin). Ýmir er kominn til Hafnarfjarð- ar úr Englandsför og hafði selt fisk sinn fyrir 5400 sterlingspund. Víðir er og kominn heim á leið og seldi sinn afla fyrir 5785 sterlings- pund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.