Morgunblaðið - 28.01.1919, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.01.1919, Blaðsíða 1
Mániulat; 6 argar.gr 27 jau 1919 u 75. tðlublaf Ritst.iórnarsími nr. 500 Ritst.ióri: Vilhjálmur Finsen | ísafoldarprentsmiðja_________|j______Afgreiðsluwiml nr. 500 t Hebe-mjólkin er komin aftor í LIVERPOOL. Guðmundur Hjaltason Hann andaðist í fyrrinott að heimili sínu í Hafnarfirði, eftir að eins þriggja daga legu. Guðmundur var merkur maðnr á marga lund, áhugasamur um öll framfaramál, einarður, kjarkmikill og fróður. Ungur að aldri fór hann til Nor- egs og stundaði þar nám. Fann. hann þá mjög til þess, hve langt vér stóðum að baki frændþjóð voni, í kénsmmálum, áræðni og framför- mn Og’ þá er hann sneii heim á leið bar liann brennandi þrá í brjósti til þess að glæða og efla sjálfstraust þjóðar smne.r og and- legar framfarir meðal hennar. Þessari hugsun helgaði hann alt æfistarf sitt, en lannin voru smá og jafnan var hann fátækur mað- ur, og þakkirnar voru eigi annað en ást og virðing hinna mörgu barna, sem liann kendi trrína á liið góða og trúna á sjálf sig. Kenslustörfin voru aðalæfistarf Guðmundar og vegna þeirra mun hans lengst minst. En margt fleira lig-gur þó eftir hann — ýmsar rit- smíðar, fyrirlestrar, sögur og kvæði. Lýsii- gegn um það alt irú hans á landið, þjóðina, og sigur hins góða. Voru bækur hans. víða lesnar fyrir nokkrum árum, en þó munu þær líklega aldrei skipa honiím á bekk með skáldum vorum. --- Guðmundur var orðinn gamall maður. Hann lættir eft'r sig konu -og börn. Spanska veikin. Enn ein sömiun þess, að hún er ekki mjög næm. Morgunblaðið átti tal við Bent Bjarnason kaupmann og símast.ióra r Haukadal, og sagði hami að spanska veikin hefði enn eigi bor- ist þangað, þrátt fyrir daglegar samgöngur við Þingeyri, meðan hún geisaði þar sem allra verst. Mjólkurpóstur fór daglega frá Haukadal að Þingeyri. Skildi hann mjólkurbrúsann eftir úti fyrir dyr- um á móttökustað og1 sótti þá svo aftur þangað, er þeir höfðu verið Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann. Sigurjón Pétursson. tæmdir. Fólk úr Haukadal fór og daglega í búðir á Þingeyri, ineðan nokkur var til að afgreiða, eu þess var jafnan gætt, að koma ekki inn í hús þar sem s.júklingar voru fyr- ir, og koma heldur eigi í öndunar- nálægð við nokkurn mann. Aðrar sóttvarnarráðstafanir höfðu Hauk- dælir eigi en þetta og’ reyndist ein- hlýtt. Enn fremur sagði sami heimild- armaður, að prestshjónin á Þing- eyri hefðu gengið milli allra hús- anna í borpinu og hjúkrað sjúk- lingum meðan veiltin var sem verst, en þrátt fyrir það tóku þau eigi veikina og’ enginn á heimili þeirra. Er sennilegt að það sé því að þaklta að þau höfðu aJt af sóttvarnargrím- ur fyrir andlitinu, þegar bau komu til sjúklinga. Bendii* þetta til þcss, ásamt fleiri dæmiun, að eigi sé jafnmikill gald- ur að varast veikina eins og sagt hefir verið. — Veikin mun 'nú að mestu útdauð á Vestfjörðum. Þó kvað hún liafa verið að stinga sér niður á stöku stað í Omindarfirði nú nýlega. Söngskemtun, Benedlkts Arnasonar. Voruð þér í Bárubúð í fyrra- kvöld ? Ef þér hafið verið þar, þá hafið þér heyrt hrifna, fagnandi áheyr- endur hylla ungan söngmann. Ef þér hafið verið þar, þá hafið þér fundið bylgju af almætti söngsins streyma um húsið og bera hugina langt út í fjarlæga heima, Ef þér liafið verið þar, þá hafið þér séð söngdrukkið fólk leggja hlustir við liverjum tón mannsraddarinnar og’ hverjum óm undirspiisiIK3. Ef þ^r hafið verið þar, þá bafið þér séð unninu einn þeirra miklu sigra, sem þúsundir þrá, en aldrei fá. — Líklegt er, að eittlivað verði fundið að söng’ Benedikts Árnason- Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann. Sigurjón Pétursson. ar þetta kvöld, af þeim sem helzt vita og færastir eru á þessu sviði. E n þ a ð s k i f t i r e n g u m á 1 i. Hér eru svo ótvíræðir kraftar á ferðinni, að ekki verður um vilst. Iíér eru svo mikil og nauðsynleg skilyrði fyrir hendi, að engiim okk- ar söngmanna lrefir liaft þau jafn góð í byrjun. Og eitt mikilvægasta skilyrðið er þarna í ríkum m'æli. Það er skilningur söngmannsius á tekstunum, sálin, sem hann leggur í ljóðin, lífið, sem haim lifir í og með því, sem tónarnir eiga að segja. Þar stendur hann langt vfir þeim, sem nú skipa öndvegissess íslenzkr- ar sönglistar. Og þetta gefur söng hans tvöfalt gildi. Eöddin er svo lítils virði, hvérsu fögui* og full sem hún er, ef söngvarinn „lifir, lirærist og' er“ ekki í því, sem haun syngur, ef instu og dýpstu kendir tekstans slá ekki á tilfinnmgar þess, sem syngur. Tökum til dæmis „Heimi’. Söngmannimim hefði ekki tekist að láta . áheyrendur fljúga á breiðum, voldugum vængj- mn hins mikla lokatóns í þessu lagi aftur í harmsögú Áslaugar, ef hann hefði ekki sjálfur staðið á bak við með skilning sinn, ef bann hefði ekki sjálfur fundið til með Heimi, látið röddina gráta með Áslaugu, titrað af sorg- eins og’ strengir hörp- unnar, sem mærin duldist í. — Þetta kvöld vérpur bjarma yfir íslenska sönglist, íslenskau lista- auð. íslenskar framtíðarvonir. J. B. Landar vestanhafs Gömul kona látm. f Víðibygð í Nýja íslandi lézt nýlega Steinunn Hjálmarsdóttir, og var Iiún rúm- lega hundrað ára gömul. Hún var fædd 27. maí 1817, að Sigríðarstöð- um í Vesturhópi í Húnavatnssýslu. Hún var kvænt Gísla Guðmunds- syni og bjuggu þau í nokkur ár á ýmsum jörðum í Húnavatnssýslu og seinast á Hnúki í Miðfirði. Það- Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann. Sigurjón Pétursson. an fluttust þau til Vesturheims ár- ið 1878. — Steinunn bar ellina frá- bærlega vel, hélt sjón, heyrn og sálarkröftum fram til híns síðasta og fótaferð hafði hún fram yfir tí- ræðisaldur. íslendingafélag er verið að stofna í Kanada og á það að vera mark- mið þess. að vernda íslenzka tungu og' íslenzkt þjóðerni meðal ísleazka þjóðarbrotsins þar. Hefir einn mað- ur boðið félaginu mikið og vandað bókasafn að gjöf og annar boðið að Ijá húsnæði endurgjaldslaust. jj D4GBOK || Vélskipið Haukur kom hingað í gær- morgun frá Vesturlandi. * „Borg‘ ‘ kom inn til Seyðisfjarðar á laugardagskvöld. Hafði orðið að snúa aftur úti í hafi vegna þess að stýrið brotnaði. Þar bíður húu viðgerðar og heldur svo rakleitt til Noregs. Samkvæmt auglýsingu hér í blaðinu hefir Skautafélagið danzleik á laugar- dagiun og skautakapphlaup á sunnu- daginn. Skárra er það nú fjörið, sem Jiomið er í félagið. „Skallagrímur“ kom hingað í fyrrakvöld frá Englandi. Með skipinu kom Ólafur V. Davíðsson útgerðar- maður frá Hafnarfirði. Vélbáturinn „Leo“ kom hingað í fyrradag og fer aftur í dag vestur til Bíldudals. Nýr botnvörpungur. H.f. Kveldúlf- ur á botnvörpung í Englandi, sem það gat ekki fengið meðan á stríðinu stóð. En nú eru þeir ytra Guðmundur Jóns- sou og Haukur Thors framkvæmda- stjóri, og er búist við því að botnvörp- ungurinu fáist hingað heiiu bráðlega. Hann heitir „Egill Skallagríinsson", og verður Guðmundur Jónsson skip- stjóri á honum, en Guðmundur Guð-, mundssou tekur við „Skallagrími‘‘. Til Samverjans. Morguubiaðið hefir veitt móttöku kr. 12 frá J. St. íf. til Samverjans. Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann. Sigurjón Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.