Morgunblaðið - 04.02.1919, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.02.1919, Blaðsíða 1
^riðjndag 4, febr. 1919 6. argsngr 83 tOlublaö Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Pinsen |j ísafoldarprentsmiðja Afffreiðalnsimi nr. 500 Skjaidarmerki Islands. Eitt af því, sem hvert einasta fullválda ríki verður að eiga, er sérstakt skjaldarmerki. Og nú hef- ir nokkuð verið hugsað »un það af ýmsum, hvert skjaldarmerki Is- lauds ætti að verða í framtíðinni. Stjórnin kvað hafa falið v sérstök- um mönnum að finna upp liæfilegt skjaldarmerki handa okkur. En hér virðist ekki vera úr vöndu að ráða., Skjaldarmerki eigum við þegar og höfum átt um. langan tíma. Það er flatti þorskurinn. Sumum þykir það liálfgerð hneisa, að liafa flattan þorsk í skjaldarmerki og þar af kom það, að fálkamerkið var upp tekið. Eu fjarri sé því, að þeirri þjóð, sém aðallega lifir á fiskveiðum, sé hneisa að því að hafa þarskinn í skjaldannerki sínti. Það er þó þorskurinn, sein gefur okkur drýgstan arðinn á hverju ári og það er ];ó nokkur „reklame“ í því fyrir íslenzka fiskiun, að hatm sé í ■ skjaldarmerkinu. Að þessu sleptu á flatti þorskur- inn líka meiri rétt á sér í skjaldar- merkinu íi'eldur en fálkinn, eða hvað annað, sem mönnum skyldi koma til liugar að setja þar, vegna þess livað það skjaldarmerki er gamalt. Þess vegna hafa nú ýmsir menn hér í bænum sent landstjórninni á- skorun um það að taka upp þetta gamla skjaldarmerki, og er þess væntandi, að st.jórnin taki þá óslt til greina. En livfernig verður danska skjaldarmerkið framvegis? Verður í því sérstakur reitur til marks um það, að ísland sé enn hluti ríkisins? Ef eg man rétt, þá hafa „hjálend- ui'nar' ‘ ísland, Pæreyjar og Græn- land haft hvér sinn reit f skjaldar- merkinu, Grænland björn, Pæreyj- ar hrút og ísland fálka. Verður nú •tákn íslands tekið þar út. af? Hallur. Friðarfundurinn. Pranskur friðarfulltrúi, sem átt -hefir þátt í því að uudirbúa starf friðarfundarins og skipa niður friðarstarfinu, segir svo við blaðið »Raris-Midi“ : — Priðarfundimun verður skift í Kaupirðu góðan hlut, Þá mundu hvar þú fékst hann. Sigurjón Pétursson. fernt. í fyrsta lagi verður undir- búningsráðstefna milli fulltrúa Prakka, Breta, ítala og Banda- ríkjamanna. Er það ætlunarverk þeirrar ráðstefnu að tryggja sem bezt eindrægni þessara. ríkja. . Á annari ráðstefnunni eiga sæti allir fulltrúar smáþjóðanna, sem hafa fylgt handamönnum í ófriðn- um. ) Á þriðju ráðstefnunni yerða full- tniar óvinalandanna og verður þeim þar gefið tækifæri tjl þess að bera frarn skoðanir sínar. Síðast verður fundur allra frið- arfulltrúanna — þar á meðal verða fulltrúar hlutleysingja — og þá fyrst verður farið að ræða um.al- þjóðabandalagið. Stjórnarbyltingin f Þýzkalandi. Anker Kirkeby skrifar í „Poli- tiken1 ‘ um áramótin: — Þegar hermennirnir og verka- menkirnir í Berlín tóku völdin i sín- ar hendur í nóvember, þá rifu þeir ekki niður alt stjórnarfyrirkomu- lagið og hengdu embættismennina á ljóskerastólpum. -Þvert á móti héldu þeir við öllu hinu gamla fyr- irkomulagi og embættisinönnum, svo sem ráðherrum, borgarstjórum og alla leið þar niður úr. eu jieir settu hverii embættismann undir eftirlit. Þeir fengu allir að halda embættum sínum, en áttu að rækja þau í anda jafnaðarmanna. Þegar á fyrsta ,degi stjórnarbyltingarinn- ar. liöfðu hermenn og yerkamenn í hverri borg, hverju héraði og hverri lierdeild skipað sín eigin lierráð, sem höfðu völdin og eftir- litið með embættismönnunum. Nú er tveut til. Annaðhvort að halda þessu skipulagi áfram og' láta hermaima- og verkamannaráð- in segja embættismönmmum fyrir verkum. Það er einveldi öreiganna. En á hinn bóginn gæti maður sagt sem svo: Vér liöfum komið á stjórnbyltingunni, sem hefir sund- ur molað hið gamla fyrirkomula: fyrst um sinn látum vér alt vera óbreytt, nema hvað embættisrekst- urinn verður í anda jafnaðar- ínanna. En eftir uokkra mánuði, þeg;ar þjóðin hefir jafuað sig ai'tur og hermennirnir komnir lieini, þá köllum vér sam'an fulltrúa frá öll- um hlutum ríkisins, úr öllum flokkum, og þá skal hver rnaður og Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann, Sigurjón Pétursson. kona, sem er 20 ára eða eldri, fá leyfi til þess að ákvarða, hverjir skuli ráða um framtíðar fyrir- komulagið á íýkisstjórniimi. í Rússlandi hugsaði Leúin á þcnnan hátt: Veslings -þrautpíndu og margkúguðu landiH' mínir vita enn ekki livað er um að vera og kasta ]iví atkvæðum síuum við kosningar á hiua gömlu fulltrúa a*ðri flokkanna. Þess vegna verð- um við að geyma það að ha.lda þjóð- fund og' fyrst um sinn géta her- maniia- og verkamanna-ráðin frætt alþýðu vnn hugsjóuir jafnaðar- manna jafnframt því sem við berj- um þær inn í þjóðiiia með valdi. En í Þýzkalandi hugsuðu liinir hófsömu jafnaðarmenn (Ebert, Scheidemann og Laudsberg) sem svo: Við skulum bara kveðja til þjóðfundar. Rússar eru ef til vill svo ómentaðir, að þeim sé eigi trú- andi til að ganga til kosninga, en við befum það traust til hinnar þýzku þjóðar, að hún velji meiri- hluta þjóðfúndarfuiltrúamia úr flokki jafnaðarmauna. Hinir framsæknu jafnaðarmémi (Haase, Dittmann og Barth) voru aftur á móti beggja blands. Þeir treystu að vísu þýzku þjóðhmi, en hugsuðu sem svo: \'ið erum með því að kveðja til þjóðfundar, en við skulum draga það eins lengi og unt „ er, til þess að við getum fyrst kom- ið alþýðu í skilning um það hvað hugsjónir okkar eru réttmætar.. Spartacus-flokkurinn, með þá Liebknecht og Rosa Lnxemburg í broddi fylkingar, yoru aftur á móti ylveg hliðstæðir Rússum: Við skul- um ekki draga það að beita valdi okkar til þess að koma hugsjónum okkar í framkvæmd og gera jafn- aðarmannaríki úr Þýzkalandi. Þeg- ar ]>að stjórnarfyrirkomulag er innleitt. ekki að einsjiér, heldur um alla Evrópu, og ]iegar gjörbyltiug hefir orðið um allan heim, þá fyrst getum við farið að ráðgast við hina aðra flokka og knniið á þjóðfund. Þegar hermanna og verkamanna- ráðin höfðu haft völdin í Þýzka- landi, um mánaðartima, varð að fá útgert um það, liver. hafa skyldi vöklin framvegis og hvernig stjóm- arfleytunni skyldi stýrt. Oll þessi ráð sendu því fuiltrúa til Berlín á ráðstefnu, sem þar var háð til þess að ákveða og skeya úr um þetta atriði. Þar voru samankomn- ir um 450 verkamenn og liermenn. Þeir voru flestir jafnaðarmenn, eu þó voru um 50 þar á rneðal, sem hölluðust að hinu gamla stjórnar- fyrirkomulagi og vildu ekki heyra Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann. Sigurjón Pétursson. fyrirætlanir jafnaðarmauna nefnd- ar. Ráðstefna þessi var háð í vik- iinni fyrir jólin og voru fundirnir haldnir í þingstofu Prússa.---- I iakob Hálfdána f*S0R? kaupmaður á Húsavík í Suður- Þingeyjarsýslu er nýlega látinn. \Tar hann merkur maður á marga lund og með nýtustu borguTum bæjarins. Hann var orðinn gamail maður, en bar árin vel. DAGBOK Þjóðmenjasafnið opið á sunnndög- um, þriðjudögum og fimtudögum kl. 1—3 síðd. Baðhúsið opið á miðvikudögum og laugardögum. Smjörlíkisgerðin selur þessa dagana gerilsneidda nýmjólk, sem hún getur ekki hagnýtt til smjorlíkisframleiðslu vegna Vöntunar á hráefnum. Væri vel ef þetta. gæti orðið til þess, að öll mjólk, sem seld er hér í bænum, væri „pasteuriseruð“ og fækkaði svo tauga- veikissýkingum, sem sagt er að nú stafi aðallega frá mjólk. Það er ærið mikið hugsunarleysi, fyrst við höfum fengið þessa ágætu vatnsveitu og þurfum eigi framar að óttast taugaveibissýkla úr drykkjarvatninu, að við skulum þá lialda þessari sótt við með eftiiMitsleysi og kæruleysi um það, hvers konar mjólk við leggjum okkur til munns. Söngskemtun sína endurtók Bene- dikt Arnason í fyrrakvöld, og var þar alveg húsfyllir, og gerðu áheyrendur ágætan róm að söiignuin. „Geysir“ kom liiugað í gærdag frá Vestmannaeyjum. Dánarfregn. Prú Jakobína Thomsen, ekkja Gríms heitius skálds, lézt hér í bænum nýlega í hárri elli. „Borg“ fór fram hjá Bergen í fyrra- dag, samkvæmt skeyti, sem afgreiðslu Eimskipafélagsins barst í gær. Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hartn. Sigurjón Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.