Morgunblaðið - 10.02.1919, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.02.1919, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Voo Lettow. Lokaþáttur ófriSarins í Austur- Afríku. Hinn 21. janúar flytur brezka blaðið ,Westminster Gazette‘ þessa lýsingu á uppgjöf von Lettows, grein: — Reutep hefir fengið fróðlega hins , mikla hershöfðingja Þjóð- verja, sem hefir haldið uppi hreystilegri baráttn í Austur- Afríku allan ófriðartímann, þrátt f'yrir afskaplega erfiðleika. Þegar vopnahlé var samið, var opinber tilkynning um það send tii von Lettows, sem um það leyti var kominn inn í Rhodesiu, og hafði tekið Katama, þýðingarmikla járn- brautarstöð í norðnrhluta landsins og var sjálfur á leið með nokkurn hluta liðs síns til Broken Hill í belg- isku Kongo. Von Lettow fékk fregnina um vopnahléð hinn 12. nóvember og samþykti þegar að gefast upp. Van Deventer hershöfðingi sendi brezka herforingjann Edwards til þess að taka í móti von Lettow í Abercorn hinn 15. nóv. Von Lettow enþannig lýst, að hann sé stór mað- ur og hinn höfðinglegasti. Hann kom til Abercorn á tilsettum tíma og gekk sjálfur fremstur sinna manna. Voru það nokkrir hvítir menn og 400 Askarar, auk burðar- manna og kvenna. Von Lettów skifti nú liði sínu i þrjár raðir og gekk síðan fram og las hátt á þýzku upp úr vasabók sinni skilyrði sín fyrir uppgjöfinni. Síðan þýddi hann þau á ensku og Edwards gekk að þeim í nafni Bretakonung.s. Var nú von Lettow kyntur þeim liðsforingjum, sem þar voru fyrir, og síðan kynti hann liðsforingja sína. Meðal þeirra voru helzt- ir major Kraut, liðsforingjarnir Kempner og Spangenberg og Schnee, fyrverandi landstjóri. Síðan kallaði Lettow til manna sinna og bað þá afhenda vopn sín. Þjóðverjarnir fengu þó að halda vopnum sínum í viðurl&hningai’- skyni íýrit- hina ágætu vörn sína. Askararnir lögðu niður rifla sína og farangur og voru síðan fluttir til fangabúða, sem gerðar höfðu verið þar í nágrenninu. Síðau komu tvær hersveitir aðrar og kl. 4 um daginn hafði síðasti Askarinn lagt niður vopn og von Lettow hafði þá líka undirritað uppgjafar-skjölin. Allur sá her, sem þarna gafst upp, var samtals 30 liðsforingjar, 125 aðrir livítir menn, 1165 Aska- arar, 1516 burðarmenn, 482 svert- ingjar úr lýlendu Portúgals, 282 fylgdarmenn, 13 eftirlitsmenn og 819 konur. Her þessi hafði eina létta fallbyssu, 24 maximbyssur og 14 Lewis-byssur. Sumar svertingja- konurnar höfðu fylgt mönnum sín- um frá stríðsbyrjun. Voru þær all- ar með þunga bagga og sumar með börn, sem þær höfðu alið á herferð- inni. Það er búist við því, að yon Lettow muni rita bók um hei*nað- inn þar syðra og er enginn efi á því, að hún verður lesin af miljón- um manna, því að hin frækilega vörn hans ímui uppi meðan löud eru bygð. Ekki er ait sem sýnist Pann 1. þ. m. birtist í Morgun- j blaðinu landsyfirdómur frá 13. jan. S út af kaupmm á skipinu „Alice* ‘. er hr. Ólafur V. Davíðsson keypti 23. júní 1917. Það er ekki dómurinn, sem eg ætla að minnast á, heldur skoðunin á skipinu. Rétt. áður en skipið er selt, er það skoðað af hinum lögskipuðu skipaskoðunarmönnum og gefa þeir vottorð um að skipið sé svo traust, og að öllu leyti svo vel útbúið, að lífi og heilsu manna sé ekki hætta búin á því. Vegna leka, er kom að skipinu, fer þó fram skoðun á því norður á Siglufirði 2. ágúst, og er skipið þá svo fúið, að dómi skoðunar- manna þar, að því sé ekki treyst- andi með fullfermi til Reykjavíkur. Þann 18. ágúst er skipið skoðað í þriðja sinn í Hafnarfirði, og er sú skoðun í fullu samræmi við skoð- uðina á Siglufirði, að eins það skýr- ari, að ekki borgi sig að gera við skipið, svo fúið er það. Það sýnist eðlilegra, að byggja meira á tveim síðari athugununum, er báðar eru samliljóða, heldur en á hinni fvrstu, enda virðist í lands- yfirdómnum hafa verið litið svo á. Eg þekki enga af skipaskoðunar- mönnunnm, nema á Siglufirði, veit að það ern vandaðir og samvizku- samir menn (hugsa að þar séu sömu skoðunarmenn skipa og verið hafa undanfarin ár). Horfi nú málið þannig við, að hinar tvær síðari at- huganir skipsins séu réttar, þá hafa hinir lögskipuðu skipaskoðunar- menn, er fyrst skoðuðu þetta um- rædda skip, annaðhvórt gefið rangt vottorð, eða þá gefið það af vanþekkingu, og er það síðara sýnu skárra, þó vont sé. Eru þessir skipaskoðunarmenn á- byrgðarlausir ? Eða er líf sjómanns- ins svo lítils virði, að sama sé hvernig í garðinn er búið fyrir hann? Eg- hélt að hásetafélagið mundi minnast á þetta, því lxér er um það að ræða, sem ekki má láta sem vind um eyrun þjóta. Hefði nú þetta umrædda skip farið beina leið héð- an áleiðis til útlanda, hver mundi þá vilja ábvrgjast að mennirnir, wem á því voru, hefðu lcomið Jifandi að landi aftur, eftir þeim gögnum, sem fyrir Iiendi eru? Það er undir atvikum komið, hvort þetta verður síðasta orðið. Gamall sjómaður. Tlijja Bió mmmmmmammíisia, Carmen Stórkostlega áhrifamikil! ástarsjónleikur í 4 þáttum. Tekinn eftir hinum fræga og alkunna söngleik, Carmen. Leikurinn fer fram á Spáni árið 1S20. Aðalhiutverkið leikur hin fræga leikkona Marguerite Syiva (frá Opéra-Comique i Paris). Svo sem maklegt er hefir mynd þessi hlotið einrórna lof og feikna vinsældir og verið sýnd á ölíum belztu kvikmyndaleík- húsurn á Norðurlöndum, meðal annars iengi sýnd á Palads- leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Fjögra manna hljóðfærasveit lcikur undir sýningu ýms lög úr Qperunni, — Sýning — steudur yfir hátt á annan klukkutíma. — A9göngumi5ar verða seldir i Nýja Bió i dag frá kl. 2—8. Pöntun aðgöngumi&a í sirna ekki sint. Sýaiugin byr.jar kl. 8V2 fctundvíslega. ágætf OrgiS Og PfalíO hvoittveggja ábyggilega góð og gailalaus hljóðfæii frá ágætis verk- verksmiðjum hefi eg til sölu nú þegar. Skifti geta komið til greina á Orgeli og Pianoinu. Guóbjörn Guðmundsson, prentari, Lindargötu 7 a, niðri. Bolzhewikkar svara. Þess var getið í loftskeytum fyrir nokkru, að bandamemx liefðu skor- að á Bolzhewikka í Rússlandi, að koma á ráðstefnu með sér á Prins- eyju suður í Marmarahafi. tívar Bolzhewikka kom ekki fyr en 24. janúar. Afsegja þeir ekki að koma á ráðstefnuna, en eru hissa á því, að áskorun þessi skuli hafa komið fram, einmitt um það leyti, þá er þeir eru „alstaðar að sigra“, eins og þeir komast að orði. Og báðu þeir bandamenn um staðfest- ingu á skeytinu, eins og þeir séu hræddir um að liér væri eitthvað málum blandað. Öðrum stjórnum í Rússlandi hafði líka verið boðið á þessa ráð- stefnu, en þær hafa skorast uiidan j>ví að senda þangað fulitrfia (svo sem stjórnirnar í Omsk og í Buð- austur-Rússlandi). Seg.jast jxær ekki vilja koma á fund með Bolzhe- wikkum og ekkert hafa saman við ]>á að sælda. I sama strenginn hafd ræðismenn og ýmsir aðrir mætir menn hinnar eldri stjórnar í Rúss- landi tekið, þar á meðat Sazonoff og Bourtzeff. Er ekki að vita, hvað bandamenn muni nú gera, eu Erakkar vilja helzt fara til Rússlands og koll- varpa veldi Bolzhewikka þar. Hérmeð tilkynnist vinum og vanda- mönnum að dóttir okkar, Sigur- björg, andaðist sunnndaginn 2. febr. Jarðarförin er ákveðin, miðvikudag- inn i2. febr. frá heimili okkar, Frakkastíg 24, og byrjar með hús- kveðju ki. 1 síðd. Guðrún Einarsdóttir, Guðm. Höskuldsson. Innilegt þakklæti vottum vér öllum þeim, er sýnt hafa samúð og hlut- tekningu við fráfall og jarðarför ekkjufrúar Jakobíau sálugu Thomsen. Þnriður Sigurgeirsdóttir Jakobína Sigurgeirsdóttir. “Kristján Jónsson. Pétur JónssOn. Einar Friðgeirsson. t»akkai’orö. Þegar eg í síðastliðnum nóvem- ber lagðist veik í influenzu og af- leiðingum hennar, voru það margir sem rétta mér hjálparhönd og styrktu mig á margan hátt. Séistaklega vil eg neína þá kaup- mann Ól. B. Björusson og kennara Björn Guðmundsson, sem héldu hér skemtun og gáfu mér nokkuð ágóðanum. Og ennfremur Lilju GuðmuQdsdóttur og Gu^ióni Hm- rikssyni, sem stucduðu mig sjúka. Öllum miuum veigejðamönnum þakka eg hjartanleg'a og bið guð að endurgjaída góðgerðir þeirra, þá et þeir bafa mesta þöif. Smiðjuvöllum Akranesi, 24. jan. 1919 Ingibjörg Þorkelsdóttir. Fundur í Kvoníóiagi Fs’íkirkjunnar þríðjudaginn 11. þ. m. kl. 8 síðd, í Iðnó. Afmælisfagnaður. S t j ó r n i n.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.