Morgunblaðið - 03.03.1919, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.03.1919, Blaðsíða 1
New-York. Erl. símfregnir. (Frá fréttaritara Morgunblaðsins). Khiifn, 1. marz. Stjórnarskiftm í Banmörku. Zahle forsætisráóberra bað kon- mng um lausn fyrir sig' og ráðu- neyti sitt alt í morgun. XJmræðum um ríkislánið lauk S landsþinginu í gærkveldi kl. 8, með því, að þingið neitaði að sam- fcykkja lántökuna, uema með því skilyrði, að lögin frá 7. ágúst, um aukna heimild handa stjórninni til þess að takmarka vöruverð í land- inu, yrðu feld úr gildi. Zalile verður væntanlega kosinn forseti þjóðþingsins. „Politiken1 ‘, blað f ráfarandi stjórnar, segir, að þeir, sem hafi ekkert að vitna um sakleysi sitt. knúð fram stjórnarskiftin, þurfi Sú skylda hvíli á þeirra herðum, að draga landið aftur upþ úr því stjórnmálafeni, sem þeir hafi hrúndið því út í mfeð óheilindum sínum og með því berlega að traðka tilgangi stjórnarskipunarlaganna. deilan hafi verið um það, hvort, „Dagens Nyheder“ segja, að völdin ættu framvegis heldur að vera í höndum stjórnarinnar eða ríkisþingsins; stjórnin hafi orðið undir í þeirri deilu og því orðið að fara frá. Zahle og féiagar hans hafi ávalt haldið því fram, í ræðu sem riti, að þeir væru.hinir trvgg- ustu merkisberar lýðvaldsstefn- unnar, en nú, þegar þeir hafi átt að skila aftur í hendur þingsins því óvenjulega valdi, sem þeim hafi verið fengið í hendur í brýn- ustu nauðsyn, þá hafi þeir brugð- ist lýðvaldshugsjónunum á þessu sviði. Taumlaust ráðríki hafi orð- ið stjórninni að falli og verði eng- um öðrum um kent en henni sjálfri, i n kjósendurnir muni bráðlega fá sinn dóm. Peningamarkaðurinn. 100 kr. sænskar kr. 108.10 100 kr. norskar — 104.40 100 dollarar — 384.00 SterHngspund — 18.27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.