Morgunblaðið - 17.02.1920, Blaðsíða 1
7. árg.,
85. tbl.
t»riðjudag 17
febrúar Í920
Isatoldarprentsmiðja
H,f. Cari HAepfner
kaupir selskinn og hrogn
Tíilboð ónkast
Hæstiréttur settur.
Frá setningarathðfniuni í gser.
----- GAMLA BIO nm
Sýning í keöldkl. 9
Leyndarmál
systranna
Áhrifamikill o® afarspennandi
nútimaskáldsaga 5 þittum. Að-
alhlutverkin sem Agnes og Láru
leikur Páline Frederich
sama laglega leikkonan sem lék
Sappho, og leikur hún svo sem
oftar af frábærri snild.
OAKLAND bifreiðar og SUPER-
TON flntningabifreiðar, (bera
114 tonn), ásamt allskonar vara-
hlutum tilheyrandi, væntanlegar
með næstu skipum. Kaupendur
beðnir að finna mig að máli hið
fyrsta.
G. EIRÍKSS, Reykjavík
Einkasali & íslandi.
Ny stjórn?
Fleygt er því í bænum að í dag
muni vérða mynduð ný stjórn í
Jjinginn. Yita menn enn eigi hvernig
hún verðnr skipuð, en eigi er ólík-
legt talið, að ætlunin sé sú. að skifta
að eins nní atvinnumálaráðherra,
hvernig som það gengnr.
bigurfarinn
talinn af.
-O-
Sigurfarinn, fiskiskip Duns-verzi-
x.nar, sem seldur var til Færeyja og
sóttur hingað af Færeyingum, fór
hcðan, hlaðinn vörum til Færeyja
fyrir þrem vikum eða svo. Síðan
hefir ekkert spurst til skipsins og
•eru menn hræddir um að það muni
hafa farist í hafi.
-----0------
Vélbátur ferst
Fyrir nokkrum dögum fór vélbát-
nrinn „Már“ á fiskiveiðar úr Vest-
mannaevjum, en hefir ekki komið að
landi aftur, svo menn telja víst að
hann hafi farist og menn allir, er á
honum voru, fjórir talsins. •
Af öðrum bátuin, sem voru á veið-
um, sást „Már“ og var hann þá að
búa sig til heimferðar og þykir lík-
legt að hann hafi farist skamt frá
eyjunum.
„Már“ var um 12 smálestir að
stærð og formaðurinn hét Bernótus
Sigurðsson. Hinir mennirnir voru
Gísli Þórðarson, Finnur Guðmunds-
son frá Pétursey í Mýdal og Guðm.
Sigurðsson frá Grund undir Eyja-
fjöllum.
Báturinn var að sögn ágætlega út-
búinn að öllu leyti.
Einni stundu eftir hádegi í gær
var hæstiréttur settur í hinum nýju
húsakynnum, sem honum eru ætl-
uð, þar sem áður var hæjarþing-
stofan. Breytingar hafa miklar ver-
ið gerðar á húsinu og eru húsa-
kynnin hin snotrustu og vistleg-
ustu, en heldur er hæstaréttarstof-
an lítii. Yar því eigi annað manna
við þessa athöfn, en þeir sem boðn-
ir voru. Má þar telja ráðherrana,
forseta alþingis, erlenda sendiherra,
biskup íslands, bæjarfógeta, yfir-
foringja „Islands Falk“, prófess-
ora við Háskóilann og fréttaritara
dagblaðanna. Þessir málafærsln-
menn voru og viðstaddir: Sveinn
Björnsson, Eggert Claessen, Lárus
Fjeldsted, Guðm. Ólafsson, Gunnar
Sigurðsson, A. Y. Tulinius, Jón Ás-
björnsson, Björn Páisson, Páll
Pálmason, Sigfús Johnsen.
Dómendur voru klæddir í ein-
kenniskápur, dökkbláar með hvít-
um bÖrmum og síðar. Olafur Lár-
ússon prófessor skipaði sæti Páls
Einarssonar dómara. Einkennis-
kápa skrifara var eins, nema ljós-
blá. Málafærslumenn voru einnig í
einkenniskápum, svörtum, með blá-
um börmum.
Þegar menn böfðu tekið sér sæti
í salnum, stóð dómstjóri, Kristján
Jónsson á fætur, og mælti á þessa
leið:
Bæða dómstjóra:
Háttvirtu meðdómendur, hátt-
virtu málflutningsmenn, háttvirtu
herrar!
Þegar Hæstiréttur Islands nú í
dag á að hyrja starfsemi sína, vildi
eg leyfa mér að ávarpa yður, hátt-
virtu herrar, nokkrum orðum, og
verður mér það þá fyrst fyrir, að
líta nokkuð aftur yfir liðinn tíma.
Síðustu 20 eða 25 árin hafa fært
oss Islendingum margar og miklar
breytingar á þjóðarbögum vorum,
breytingar, er jafnvel mætti kalla
byltingar; mest áberandi eru að
\ ’su brejttingarnar á atvinnuvegum
vorum, á allri verzlun, á sjáfarút-
vegi og fiskiveiðum, á siglingum og
samgöngum við umheiminp; allar
þessar breytingar eru vottur fram-
sóknar af vorri hálfu, og fara að
eg vona í rétta átt, stefna til þjóð-
þrifa, og hafa þó síðustu 5 árin, sem
kunnugt :er, verið á margvíslegan
hátt mjög erfið sökum styrjalaar-
innar mikln. En jafnfram't þessari
framsókn á sviði atvinnumálanna,
er aðallega hefir átt sér stað síð-
ustn 25 árin, höfum vér sótt fram
langan veg á stjórnmálasviðiuu,
og það svo, að nú erum vér komnir
að því marki, er vér áður höfrun
þar sett oss fremst. Eftir 67 ára
nær látlausa baráttu fengum vér
fyrir rúmu ári síðan með góðu sam-
komulagi við meðsemjendur vora,
Dani, viðurkend með sambandslög-
unum ríkisré'ttindi lands vors og
þjóðar á þann veg og í svo ríkum
mæli, að allur þorri þjóðarinnar
hefir með ánægju þegið þau mála-
'lok. — Eitt ákvæði sambandslag-
ánna heimilar oss að stofna æðsta
dómstól hér innanlands, eða sem
það tíðast hefir verið kallað, að
flytja æðsta dómsyaldið aftur inn
í landið, og hefir þetta nú verið
gert, því að með lögum 6. október
f. ár er Hæstiréttur stofnaður, dóm-
stóllinn, sem nú á að taka til starfa.
Eg' sagði áðan „a f tur“ um flutn-
ing dómsvaldsins inn í landið og
miðar jiað t.il þess, að endur fyrir
löngu blutu íslenzk dómsmál fullu-
aðarúrlausn liér mnanlands fvrir is-
■lenzkum dómstóli. A lýðvalds- eða
þjóðríkis-tímum þessa lands fengu
innanland® dómsmál fullnaðarúr-
slit hjá dómstólunnm á alþingi við
Oxará, fjórðungsdómmium og fimt-
ardómnum, og það er ekki fyr en
nokkrum árum eftir að landið gekk
undir konungsvald, að heimilað er
að skjóta íslenzkum málum undir
dómstóil erlendis til síðustu úrlausn-
ar. Það er fyrst eftir að Jónsbók
var lögtekin eftir 1280, að laga-
heimild finst fyrir því, að skjóta
megi dómum lögmanna og lögrétt-
unnar, er þá fóru með æðsta dóms-
valdið innanlands, út úr landinu
i:ndir dóm konungs, og skyldi hann
skera úr málunum með ráði vitr-
ustu manna. Vitanlega á lögbók
hér við réttan íslands konungs eft-
ir gamila sáttmála, og varla getur
þa.ð verið efamál, að lögbók vor
hefir haft íslendinga fyrir augum,
er hún hér nefnir vitrustu menn.
En í framkvæmdinni varð þetta
svo, að málin, er héðan var stefnt
undir konungsdóm, voru lögð undir
ríkisráðið til úrlausnar, fyrst hið
norska og síðar hið danska. Og var
þannig farið með dómsmál vor alla
leið fram yfir 1660, unz HæStirétt-
ur var stofnaður í Danmörku. Kon-
ungur varð þá forseti Hæstaréttar,
og var það þá all-eðlilegt að íslenzk-
um málum væri skotið til h a n s í
Hæstarétti, og skiljaulegt, að heim-
iidin fyrir því væri enda talin áðui'
áminnst ákvæði Jónsbókar.Hefir ís-
lenzkum málum síðan verið skotið
til hæstaréttar Danmerkur til síð-
ustu úrlausnar alt til loka síðast-
liðins árs, og varð engiu breyting
á því, er konungur hætti að vera
forseti réttarins fyrir 70 árum síð-
an. — En með áðurnefndum lögum
6. okt. f. ár er dómsvald þessa rétt-
ar í íslenzkum málum flutt hingað
heim, og fengið í hendur innlendum
dómstóli, hæstarétti þessa lands.
Þessi ráðstöfun löggjafans mun
verða talin á réttum rökum bygð,
því að eigi verður það talið hagfelt
eða viðeigandi, að íslenzkir horgar-
ar sæki úrlausn mála sinna til dóm-
stóla í öðrn ríki, þar sem ræður
önnur tunga, staðhættir og lifnað-
arhættir eru allir aðrir en hér, og
< umhverfi gerólíkt.
Það er vegsemd fyrir hina ís-
lenzku þjóð, að hún nú aftur hefir
fengið æðsta dómsvald og alt dóms-
■vald sinna mála í sínar hendur, og
það er vegsamlegt gtarf, sem þess-
um dómstóli er falið, að kveða upp
úrslita-úr skurði í réttarþrætum bor g
aranna, og leggja fullnaðardóma á
misgerningamál, en hér sannast að
vísu hið fornkveðuá, að vandi fylg-
ir vegsemd hverri, og ,,vandinn“,
hann hlýtur að leggjast þunglega á
dómendur og málflutningsmenn,
þyí að í þeirra höndum eru úrslit
hvers máls.
Iíáttvirtu málflutningsmenn! —
Yðar stétt er ung hér á landi. En
hún á mikla framtíð, framtíð döfn-
unar og þroska. Hlutverk yðar er
mikilsvert, vaudasamt og áhyrgðar-
mikið, og hefir vandinn og áhyrgð-
in aukist að stórum mun við hinar
nýju réttarfarsreglur Hæztaréttar-
laganna, er hér á landi hafa áður
verið óþektar. Þér eigið að búa
málin í hendur dómstólnum, og þau
verða dæmd eins og þér 'leggið þau
fyrir réttinn. Það er yðar hlutverk,
að draga upp fyrir réttinum glögga,
greinilega og sanna mynd af þeim
málstað, sem þér farið með. Sér-
staklega vil eg leggja áherzlu á, að
það er öllu öðru fremur áríðandi,
að myndin sé sönn, að satt sé skýrt
frá atvikum málsins og yfirleitt, að
eig'i sé vikið frá sannleikanum, og
hállað á hann. Eg tek þetta liér
fram fyrir því, að á þessu hefir á-
stundum þótt vilja verða misbrest-
ur, málflutningsmennirnir þótt
leggja alla stund á að fegra sinn
málstað, og þá farið ógætilega með
sannleikann, en það má ekki vera.
Það verður að vera ófrávíkjanleg
regla, að segja satt í málsfærslu,
enda varðar við 'lög, ef út af því
er brugðið. Frægur grískur ritliöf-
undur segir á einbverjum stað, að
hlutverk málflutningsmanns sé:
„TOV \0y0v xpS'TTU TOOIS'.V1'
þ. e. að gera verri málstaðinn að
betri niálstað, og er það einkenni-
legt, að þetta virðist vera nokkuð
almenn skoðun enn nú á dögum, en
það er þó víst að góður málstaður
getur aldrei orðið vondur, og vond-
mmmm NÝJA BÍÓ mmmm
Miijónamær
við þvott.
Amerískur gamanleikur, afar-
skemtilegur, i 4 þáttum, tek-
inn af »Triangle«-félaginn.
Aðalhlutverkið, miljónamær-
ina, sem send er í háskóla
og tekur þar upp á því fá-
heyrða og ósæmilega fram-
ferði að gerast þvottakona,
leikur hin fagra og
fræga leikkona
Enid Bennett
Sýning i kvöld kl. 9.
i siðasta sinn.
SAXON bifreiðar, og varahlutar
allskonar tilheyrandi, væntanleg-
ar með skipnm á komandi vori.
Kaupendur beðnir að gera pant-
anir í tíma.
G. EIRIKSS, Reykjavík
Einkasali á íslandi.
ur málstaður aldrei góður, en satt
og rétt verður að skíra frá máls-
atvikum, eigi málstaðurinn að koma
fyrir dámstólinn í sinni réttu mynd
og fá þar réttláta úrlausn. — Eg
éfast ekki um, að þér, háttvirtu
málflntningsmenn, er fengið hafið
leyfi til að reka mál fyrir hæsta-
réttí, munið rækja starf þetta með
alúð og samvizknsemi, og dugnaði,
hver eftir sínum kröftum og hæfi-
legleikum, og aðþérmunið verðaöfl-
ug og ábyggileg stoð fyrir dómstól-
inn, þannig að samvinnan milli yðar
og hans verði svovaxin,aðbúnverði
trygging fyrir réttlátnm úrslitum
dómsmá'lanna.
Háttvirtu meðdómendur! Ekki er
vandinn og ábyrgðin minni, er á
oss hvílir, dómendunum, sem eigum
&ð leggja síðasta dómsorð á réttar-
þræturnar, og þykist eg vita, að
oss sé það öllum vel ljóst. Hvert mál
\erður að dæma eftir lögum og
la.ndsrétti, skrifnðum og óskrifuð-
um, eins og það er lagt fyrir dóm-
stólinn með öllum þess margbreýti-
legu atvikum. Að skapa sér glögga
en sanna mynd af hverju niáli eins
cg það liggur fyrir með öllum at-
vikum þess, er til greina eiga að
koina, er að mínu viti erfiðasta verk
dómarans, en þetta á að takast, ef
alúð og kostgæfni er beitt, og dóm-
endurnir hafa þá þekkingu á þjóð-
arhögum og lífi almennings, sem
ætla má að dómarar í þessum rétti
hafi. Þegar slík myud málsins er
fengin, er það því næst hlutverk
dómstólsins að úrskurða um, eftir
liverjum laga-ákvæðum úrlausn
málsins skuli fara, og er það að
míuu áliti minna vandaverk en hið
áðurtalda fyrir dómendur, er feng-
ið hafa þá fræðslu í lögum, sem
beimtuð er af hérlendum dómurum.
Þegar vór nú eigum að leysa þetta
dómstarf af hendi, er eg þess full-