Morgunblaðið - 20.02.1920, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.02.1920, Blaðsíða 1
7. árg., 88. tbl. Föstudag 20. febrúar 1920 Isaf ol darprentsmlöja Góðai íi daginn. Hafið þér reykt Special Sunripe-ciga irettur Mótoibátur 40—60 ton óskast leigður eina ferð til Blcnduós, semjið við h.t. Carl Höepfner, síini 21. Þjóðbandalagið. Vér birtum hér mynd af helztu mönnum þeim er sæti hafa feng- ið í stjórn þjóðbandalag.sins. Getnr þar að líta Venizelos, sem er full- trúi Grikklands, Leon Bourgeois, fnlltrúi Frakklands, jafnaðarmann- inn Hymans, fulltrúa Belga, Semior Quinones de Leon fulltrúa Spán- verja, Curzon lávarð, fulltrúa Breta og Chinda, fulltrúa Japana. Það eru alls 13 ríki sem þegar hafa. gengið, í þjóðbandalagið. Fyrirliggjandi í heildsölu til kaupmanna og kaupfélaga: "VESTMINSTER heimsfrægu cigar- ettur: A. A. Turkish (bláir pakk- ar), munnstykki: pappír, kork, gylt. Regent (brúnir pakkar), munnstykki :pappír,gylt. Sceptre (gráirpakkar), munnstykki: silki strá, 22 karat gull. Seljast án tollhækkunar, þar sem innfluttar áður en hún gekk í gildi. G. EIRÍKSS, Reykjavík Einkasali á íslandi. Stjðrnarmyndunin. Það eru nú bráðum liðnar tvær 'vikur síðan 24 þingmenn skoruðu á -Jón Magnússon forsætisráðherra að taka að sér að mynda aðra stjóm í stað fráfarandi stjórnar, en enn- þá er stjórnin ekki fædd. Og tvær vikur hefir staðið þvarg um það í þinginu hverjir ættu að hljóta sæti í stjórninni. Hefir það verið altal- að mál í bænum að erfiðleikar væru miklir á því að skipa stjórnina svo, að allir mættu vel við una, eða sæmilegur meiri hluti fengist í þing ánu. Og er það harla trúlegt. Flokka skipunin er þannig í þinginu að enginn flokkanna getur hreyft sig og hver höndin virðist vera upp á rnóti annari. Það er því áreiðan- lega ekki vandalaust verk sem Jón Magnússon hefir tekið að sér. En það vefður að skoðast í meira iagi undarlegt, að þingið skuli vera dregið á myndun hinnar nýju stjórnar. Það ætti þegar að vera komið í ljós, að reipdráttur milli flokkanna, eða flokkleysiiigja getur eigi að nokkru leyti verið heilla- vænlegur fyrir bráð úrslit málsins. Maður gæti búist við því að Jóni Magnússyni værj þegar orðið það Ijóst, að árangnr verður enginn með því að vilja eiga gott við alla flokka Skoðanir eru svo skiftar að bræð- ingur í nokkurri mynd er óhugsan- legur. Það eina rétta, sem forsætis- ráðherra nú getur gert, er að kveða upp með það þegar í stað hverja hann kjosi sem sína samverkamenn. Takist eigi að útvega meiri hluta þingsins til stuðnings því ráðu- neyti, verður Jón Magnússon þegar í stað að tilkynna þinginu að hann geti ekki myndað stjórnina, svo þingið geti falið það öðrum manni. Hrátturinn á stjórnarmyndun- inni má eh£i verða lengri en hann þegar er orðinn. Svar til sr. SigurOar Stefánssonar Séra Sig. Stefánssou liefir fundið sig móðgaðan af mnmælum, sem danskur blaðainaður í Álaborg hef- ir haft eftir mér um hann og fram- komu hans í bannmálinu, og norskt blað hefir tekið upp eftir hinu danska blaði, og það ,,á þann hátt, sem óneitanlega heggur nokkuð l nærri mér sem heiðarlegum manni“ segir hann í ádeilugrein út af þessu í ,,Morgunbl.“ í dag. Það kom óneitanlega dálítið á mig er eg las þessa grein síra Sigurðar, því að hvorki var eg mér þess meðvitandi að hafa viljað ganga svo nærri heiðri hans, né hafði þá augum litið þetta „viðtal“ hins danska blaðamanns. En svo tókst mér að ná í eintak af norsku blaði öðru, sem flytur sama ,,við- tal“ eftir hinu danska blaði. Yegna lesenda Morgunblaðsins þykir mér rétt að tilfæra alla klaus- una í viðtalinu sem hljóðar um síra Sig., og er hún á þessa leið: „Öm Pastor Sig. Stefánsson vil jeg s'ige, at han naturligvis er en fuldtud hæderlig Mand; men han er mere Politiker end han er Præst og som Politiker skal man ikke tage ham for alvorlig. Man ved aldrig hvor mau har de Politikere, ved aldrig hvilke Motiver der kan ligge bag deres politiske Aktioner. Det er saamæn nok muligt, at For- budsmodstanderne derhjemme har faaet ham, den tidligere Forbuds- mand, over paa sin Side. Men det er ingen Grund til at tage det saa höjtidelig.“ Það er þessi klausa, sem síra Sig- urður telur móðgandi við sig og þá sérstaklega orðin: „men han er mere Politiker end han er Præst,“ sem hann útleggur á þá leið, að þar sé eg að „gefa Danskinum dá- litla hugmynd um prestskap sinn,“ og þá um leðið að gera lítið úr sér sem presti. Eg skal nú stras taka það fram, að þetta er mesti mis- skilningur hjá síra Sigurði. Hefði eg viljað gera lítið úr síra Sigurði sem presti, þá hefði eg senni- lega sagt, að hann væri „s t ö r r e som Politiker end som Præst“. En það gerði eg ekki, því að til prest- skapar síra Sigurðar þekki eg lítið og hann var þessu máli óviðkom- andi, og um stjórnmálamensku lians yfirleitt, er eg ekki fær að dæma. Hér var aðeins að ræða um framkomu hans í bannmálinu, sér- staklega ræðuna hans á alþingi í fyrra, sém notuð var sem sóknar- skjal erlendis móti bannlireyfing- nnni af hendi andbanninga þar. En þeir lögðu aftur megináherzlu á, að hér talaði prestur, enda var ræðunni, þegar hún eða útdrátt- ur úr henni, birtist í dönskum blöð- um, einmitt fyrir þá sök mestur gaumur gefinn, að þar talaði prest- vígður maður og því barst líka tal- ið sífelt að honum. Þegar nú blaða- menn í viðtali við mig lögðu áherzlu á, að höfundur ræðunnar væri prest ur, þá lagði eg áherzluna á hitt, að það væri stjórnmálamaðurinn miklu fremur en presturinn, sem þar befði orðið. Og líti eg nú til setningar- innar, sem síra Signrður finnur sig svo meiddan af: „han er mere Poli- tiker end han er Præst' ‘, þá þykist eg vita, að fallið hafi burt hið litla orð „her“ annaðhvort hjá danska blaðamanninum eða hjá norska blað inu. Eins og orðin standa: „ han er( mere Politiker end han er Præst“ viðnrkenni eg þau e k k i sem mín, en hefði þar staðið „han er h e r mere Politiker end han er Præst1 ‘, þá hefði eg hiklaust viðurkent þau að meiningunni til sem tölnð af mér, ■eins og alt annað, sem í klausunni er sagt í minna orða stað. Eins og það er sannfæring mín, að fyrst og fremst p r e s t u r i n n í síra Sigurði hafi stýrt gerðum hans, er liann greiddi atkvæði með bann- lögunum, lítandi þá umfram alt á það mikla félagsböl, sem af á- fenginu leiddi, eins er það sann- færing mín, að e k k i presturinn, heldnr st j órnm álamað n r - i n n í honum hafi stýrt gerðum haus, er hann reis síðar á m ó t i þeim, dæmdi þan jafn einhliða og hann gerði og lokaði augunum jafn algerlega og hann gerði í þingræðu sinni fyrir því, sem þó allir vita, að þrátt fyrir þá galla, sem kunna að vera á lögunum, er þó f jöldi ein- staklinga um land alt, bæði karla og kvenna, foreldra og barna, sem blessa þá stund sem hamingjustund er lögin gengu í gildi, og mundu telja það banatilræði við lifslán sitt ef lögin hefðu verið numin úr gildi aftur og það á þeim vandræðatím- i.m, sem nú standa yfir. . Persónnlega hefi eg aldrei verið hrifinn af bannlögunum út af fyr- ir sig. En hitt dylst mér ekki, að væri nú farið að nema þau úr gildi, þá væri það sama sem að o p n a brunninn t i 1 þess'að börnin geti dottið í hann. Og það traust ber eg einmitt til prestsins síra Sigurðar, að eg geri hiklanst ráð fyrir, að til þess hafi hann ekki viljað rétta fram höndina, þótt hann sem stjórnmálamaður bæri ekki gæfu til að siá, að sú mundi afleiðingin verða afnáms bannlaganna. Því er ekki að neita, að eg tel framkomu síra Sigurðar í bannmálinu bæði „óheppilega og óhyggilega,“ en eg hefi leyft mér að skrifa það á reikning hans sem stjómmálamanns, en ekki sem í heildsölu til kaupmanna og kaupfélaga: CHHIVERS’ sultutau og ávextir, enn fremur ýmsar aðrar vörur frá sama verzlunarhúsi, væntan- legt með næstn skipum. Beztu vörur, sem hægt er að fá í sinni röð. Gerið svo vel að senda pant- anir í tíma. G. EIRÍKSS, Reykjavík Einkasali á íslandi. prests. Og þeirri skoðun minni vil eg mega kalda. Þar sem sír aSigurður lætur þess getið, að „fréttaburður biskups nm bannmálið gæti verið efni í langt mál“ þótt hann vilji ekki fara út í það í grein sinni, þá býð eg honum velkomið að gera úr honum svo langt mál sem vill. En til þess að hann ekki þurfi að slást upp á mig iyrir orð, sem eg e k k i hefi talað, þótt. mér kunni að vera eignuð þau í einhverju útlendu blaði, þá vil eg benda honum á „viðtal“ við mig um þetta efni í „Kristeligt Dag- blad“, föstudag 21. nóv. f. á„ því að það „viðtal“ var mér sýnt áð- ur en það var prentað og kannast eg við hvert orð þar sem réttilega eftir mér haft. Ef til vill fæ eg líka innan skams stundir til að þýða það viðtal á íslenzkn og skal þá biðja eitthvert blaða vorra að taka það til flutnings fyrir mig, svo að alþjóð geti dæmt. um þann „frétta- burð“ minn. Þylgjur síra Sigurðar í niðurlagi greinar hans tel eg ekki svaraverð- ar. 18. febrúar .1920. Jón Helgason Framleiðslan og afkoman. m. Með breytingu þeirri, sem nú er orðin á gildi peninga, hefir eðlilega fylgt hækkun á kaupgjaldi. Allir þurfa að fá hærra kaup fyrir vinnu sína en áður. Út af þessu hafa er- iendis risið megnar deilur milli verkamanna annarsvegar og vinnu- veitenda hinsvegar. Atvionuvegim- ir hafa beðið storhnekki af þessum orsökum, framleiðsla rénað og vör- ur síhækkað í verði. Þessi ófögnuð- ur befir stórum aukist síðan ófriðn- um lauk, og ekki séð fyrir endann á honum enn. Og þjóðimir stynja undir þessari byrði, sem bæzt hefir á þær, er fyrir voru. Hér á landi höfum við sem betur fer lítið haft af þessum verkföllum að segja. Að vísu hafa staðið hér,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.