Morgunblaðið - 25.02.1920, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.02.1920, Blaðsíða 1
7. árg., 101. tbl. Miðvikudag 25. íobrúar 1920 Is»ioldarprentsmlðj» GAMLA BíO aiŒMSfSfS! Sýninjf i k*öld kl. 9 Þ;jú vaik¥ðndi (De tre Gratiei) Gamanl. í 5 þáttum Aðalhlutv. leíkur: Marguejrite Clark. litla fagra leikkonan sem allir kannast við úr Emkadóttirin og Digbók Bibs. Mynd þessi er einnig framúfskarandi skemti- leg og listavel leikin. 1 Fyrirlggjandi hér á staðnum: ARCHIMEDES utanborðsmótorar, 2 og 5 hestafla, fyrir benzín. — Vélarnar hafa 2 kó'lfhylki (cy- lindra) og ern miklum mun gang- vissari en þær sem aðeins hafa eitt. Ank þess ýmsa kosti nm- fram aðrar tegundir ‘utanborðs- mótora. G. EIRÍKSS, Reykjavík Einkasali á ís'landi. Þess var minst hér í blaðinu í haust, að Sláturfélagið hér, setti of Mtt verð á kjöt það, sem Reykvík- ingum var selt í haust. Og það var ;bá viðurkent, aS útlendi markaður- inn ætti að ráða kjötverðinu hér, en landsbúum yrði ekki selt kjötið við hærra verði en útlendingum. Reis þá fljótt upp til andmæla, varaforrnaður Sláturfélagsins, hr. Björn hreppstjóri í Gröf og tal- aði af móði miklum. Lagði hann eina áherzluna af mörgujn á það, að Sláturfélagið réði sjálft verðlag- inu á vöru sinni, en Reykvíkinga varðaði ekkert um þá hluti. Þeir væru sjálfráðir hvort þeir keyptu nokkurt kjöt eða ekkert. TÍtlenda markaðinn talaði hann ekki mikið nm, en þó mátti skilja á ræðu Björns, að hann mundi ekki lægri verða en Reykjavíkurmarkaðurinn. Reykvíkingar keyptu kjöt eftir því sem efni leyfðu. Þeim voru ekki aðrar leiðir opnar en í Sláturfélag- ið, því aðrir höfðu ekki kjöt á boð- stólum, svo neinu næmi. Og þeir ®em göspruðu hæst í Sláturfélags- stjórninni, og tókn ráðin af sér gætnari og vitrari mönnum, 'hafa ví»t haldið að hægt væri að leika sama leikinn við útlenda kaupend- nr. Þeir bjóða kjötið með svo háu verði, að engum útlendum kaup- anda dettur í hug að líta við því, nieð verði sem samsvaraði því er sett hafði verið hér. Og þeir bíða átekta, en enginn sinnir boðinn. Meðan þessu fer fram selnr sam- band samvinnufélaganna mestan hluta norðlenzka saltkjötsins, sem verður að teljast betri vara en hið snnnlenzka, fyrir ágætt verð. Slát- urfélagið hér gerir út mann, til þess að selja kjötið og ferðast hann "um öll Norðnrlönd en verður ekk- ert ágengt. Skömmu -eftir að hann er farinn af stað fær félagið, að því er heyrst hefir, tilboð um kaup í\ kjötinu, en hafnar því og vill híða eftir fréttum frá sendimann- inum og missir þar síðasta tæki- færið. Útlendi markaðurinn, sem Slát- urfélagsstjórnin treysti svo mjög á, liefir brugðist, og ekki fyrirsjáan- legt að úr honum rætist í bráð. Kjötið er að mestu leyti óselt enn- þá og e n g a r 'horfur á að það seljist. Norðurlanda'búar vilja það ekki, nerna þá langt undir sann- virði. Þannig er því máli komið. Má telja víst, að kjötið seljist aldrei - nema með svo miklum af- föllum, að muni'að minsta kosti 100 krónum á hverri tunnn frá því verði, sem Siáturfélaginu banðst í haust. Og það má meira að segja telja mestu heppni, ef skaðinn verður ekki miklu meiri. Þannig hefir sú taumlausa frekja, sem höfð var í frammi við bæjarbúa í hanst, orðið til hins mesta skaða fyrir fé- lagið í heild sinni. Stjórn þess hélzt uppi að setja þeim þann kost sem henni þótti beztur og ætlaði svo að hafa sömu aðferðina erlendis úr því hún gafst hér. Fróðlegt væri nú að heyra, hvað háttvirtir stjórn- armenn Sláturfélagsins hafa fram að færa, þegar þeir fara að standa bændum reikningsskap ráðsmensku sinnar. Hvort þeir ætla að reyna að halda áliti sínn með því, að til- kynna að þeir hafi náð svo sem 200 þús. krónum úr vasa Reykvík- inga. Bn hætt er við, að þeir verði einnig að gera grein fyrir, hvers vegna þeir hafa tapað nær einni miljón króna eða máske miklu meira á kjötinu, sem þeir áttu að selja til útlanda. Það er á almennings vitorði, að framkvæmdastjóri félagsins var mótfallinn allri ráðahreytni stjórn- arinnar í kjötsölum'álinn í haust, en að hún tók af honum ráðin, mest fyrir harðfylgi eins eða tveggja manna í stjórninni. Yæntanlega \erða þessir menn ekki við stjórn félagsins riðnir eftir að næsti aðal- fundur er um. garð genginn. Ráð þeirra hafa kostað félagsmenn svo mikið að væntanlega dettur engum í hug að treysta þeim til þess, að vinna félaginu gagn í framtíðinni. rQaŒfáiag *3l&yfijavifiur: Sigurður Braa eftir Jofjon Bojar verður leikinn i Iðaó í kvöld kl. 8 sd. Aðg.m. seldir i Iðnó i dtg. •nn vaniar nokkra menn til að hnýta þorskanet 8igarjón Pétarsson, Hafnarstræti 18. „*3íoFiRarnir“ á Jlíþingi Á öndverðu þessu þingi voru flokkar svo sem hér segir — eftir því, sem þeir gengu til kosninga innan þings: í heimastjórnarflokki 9 (Guðj. Guðl., G. B., H. St., Jóhs. Jóhs., M. Kr., P. J., Sigurj. Fr., St. St. Þór. J.) + 2 (Bj. Hallss., Sig. Hj. Kvaran), samtals 11. í framsóknarflokki 7 (E. Á., G. Ól., J. Sig., Sig. J., Sv. ÓL, Þorl. J., Nlótorbáfur 40—60 ton óskast leigður eina ferð til Blondoóss, semjið við hf. Carl Höepfner Sími 21. sölu er ef viðunanlegt boð fæst, svo nefnd Birrels-fiskverkunarstðð í HatnarfLrOi ásamt lóðarréttiadum. Stöðinni fylgja stór og góð fiskgeymsluhús, flskþvottahús, fiskþurkunarhús, stórir fiskreitir, bátabryggja, uppskipunarbátar og ýms áhöld til fiskverkunar. Sömuleiðis atórt og vandað íbúðarhús ásamt geýmslu og þvottahúsi. Upplýsingar héraðlútandi fást á sfcrifstofu Bookless Brothers í Hafnarfirði, sem einuig veitir móttöku skriflegum tilboðum um kaup á eigninni, til 15. mars næstk. Hafnarfirði 25. febr. 1920 NÝJA BÍÓ Ágætur sjónleikut i 4 þáttum eftir Garduer Sullivan. Aðalhlutverkið leikur Lilian Gish. Myndin sýnir hverjum áhrif um léttúðug mær uær á ung- um manni og hvernig hún get- ur hvað eftir annað látið hann falla fyrir freistingum sinum, enda þótt hann sé skilinn við hana og sé giftur ágætri konu En að lokum getur hann þó brotið af sér töfrafjöturinn. Sýning i kvöld kl. 8V2 og g'/a- Fyrirliggjandi í heildsölu til kaupmamia og kaupfélaga: RAKVJELAR, með bognum blöð- um eins og „GILLETTE“, en miklum mun ódýrairi. G. EIRÍKSS, Reykjavík Einkasali á Islandi. Bookíess Brothers Þ M. J.) + 4 bandamþnnum (Eir. Ein., Guðm. Guðf.,*Gunn. Sig., Þorl. G.), samtals 11. í sjálfstæðisflokksbroti 8 (Ben. Sv., B. J., H. Krist., Hj. Sn., K. E., P. 0., P. Þ., S. Egg.). 1 utanflokka-bandalagi 10 (B. Kr., E. Þorg., G. Sv., Jak. M., Jón A. J., M. G., M. P., Ó. Pr., Sig. Stef., Sv. B.). Eins og tekið hefir verið fram áður hér í blaðinu, eru hinir gömlu flokkar að, rofna, og kemur hreyt- ingm vafalaust betur í ljós á næsta Alþingi. Stimpilgjaldið skríður upp ur neðri deild. Frv. stjórnarimiar um stimpil- gjald var til 3. umræðu í neðri deild í gær. Mátti sjá það á gangi máls- ins áður, að nokkuð myndi skiftar skoðanir um það meðal þingmanna. Meðal annars höfðu komið fram margar breytingartillögur við það. En þótt umræður yrði litlar við aðra umræðu málsins, þá urðu þær íiú þeim mun lengri, eða stóðu sam- fleytt í þrjár stundir. Með frmnvarpinu töluðu þeir Magnús Guðmundsson, Sig. Eggerz, Sigurður Stefánsson, Þórarinn Jónssön og Bjarni fráYogi. JónAuð- unn kvaðst vera á móti frumvarp- inu „prineipielt“, en telja þá nauð- svn á tekjuauka, að hann mundi samþ. frv. Allir aðrir ræðumenn voru á móti frv. og voru þeir Ólafur Proppé og Sveinn Björnsson þar einna á- kveðnastir. Röktu þeir ókosti frv. og kváðu nóg komið af svo góðu, að setja alt af skatt á skatt ofan í ýms- um myndum og mest út í loftið. Skattar eru nú orðnir fullháir fyrir, einkum á nauðsynjavöru og þeirri vöru, sem þurfti til framleiðslu. Þótt ríkissjóð vantaði tekjur, þá yrði hann að gæta þess, að taka þær elrki á þann liátt, að spilt væri at- vinnuvegum landsmanna. Auk þess mundi frv. ekki ná tilgangi sínum, þar sem ætlast væri til að hár ’toll- ur kæmi af glysvarningi og þess háttar vörum, sem sendar eru í pósti, þar sem, ráð væri fyrir því gert, að stimpla, póstkröfurnar. Menn gæti pantað vörur í pósti fyr- ir mörg þúsund krónur, borgað þær að mestu leyti og eigi greitt stimpil- gjald af öðru en því, sem póstkraf- cn næmi. Auk þess mundi smyglun mjög aukast einmitt á þessum vör- um, sem dýrar væri, en litlar fyrir- ferðar og því auðvelt að lauma inn í landið. Enn bæri og á að líta, að annað frv. væri nú á döfinni, er heimilaði stjórninni að banna inn- flutnng á þessum vörum. Færi því svo, ef bæði frv. næði fram að ganga, að annaðhvort þeirra yrði til emskis. Það hefði eigi heldur verið sýnt svo ræklega fram á það, að landið þyrfti nú nýjan tekjuauka, að það gæti réttlætt framkomu frv. Benti Ó. P. og á það. að ef lands- sjóð vantaði fé, væri nær að hækka i örutoll (3. og 6. flokk).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.