Morgunblaðið - 17.06.1923, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.06.1923, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ I. S. I. I. S. I. m 17. Dagskrá: Kl. 1 e. h.: Lúðrasveit Reykjavíkur (20 menn) spilar á Austurvelli. Kl. 2 e. h.: Ræða af svölum Alþingishússins. Lagt af stað suður á íþróttavöll og staðnæmst við leiði Jóns Sigurðssonar og lagður blómsveigur á það. Ræða: Bjarni alþm. Jónsson frá Vogi. Kl. 3. e. h.: Allsherjarmót í. S .í. sett af forseta íþróttasambandsins. Ræða: hr. ma- gister Vilhjálmur Þ. Gíslason. Þá verður kept í þessum íþróttum: íslenskri glímu í 3ur þyngdarflokkum. Spjótkasti, Kúluvarpi, Hástökki og Hlaup- um, 100, 200,800 og 5000metra. Fimleikasýning, kvennaflokkur I. R., undir stjúrn Björns Jakobssonar. ! Fjölbreyttar veitingar verða á vellinum allan daginn. Hringekjan, rólur og hringja- köst. Lúðrasveit Reykjavíkur spilar á vellinum. Dansað verður á vellinum um kvöldið kl. 9, undir stjórn Lúðrasveitar Reykjavíkur. Aðgöngumiðar v,erða seldir á götunum og við innganginn, og kosta: sæti kr. 2.00, Pall- stæði kr. 1.50, önnur stæði kr. 1.00 og kr. 0.50 fyrir börn. Framkvæmdanefndin. Hátíö — um allt! v.jer, með því að vera samtaka um það, að auka veg og virðing þjóðar vorrar, bæði í vorum eigin angum og annara, til þess, að vjer þnrfum aldrei að bera kinn- roða fyrir það, að vjer ernm Is- lendingar. Það getum vjer með því, að leggja rækt við það, sem vjer eigum best í landi voru og sjálfum oss. Þess vegna ber oss öllnm með skjótri hjálp og drengilegri, að gjalda torfalögin og leggja stein i stúdentagarðinn. Hann verður giæsilegasta minnismerki sjálf- stæðis vors. Að svo mæltu ljúium vjer máli voru um sinn í fullu trausti til drengilegra undirtekta yðar allra. p. h. nemenda Mentaskólans. Guðni -lónsson. Helga Krabhe. Július Valdemaieson. Jóh. Sæmundss. Björii Halldórsson. —---------------- miss Euelyn fieepE. .Reykjavík er að verða viðkomu t ■ aður frægra farfugla úr lönd- •um listanna. Þetta árið koma þeir hver af öðrum. Tjekk'oslovakia og Pinnland sendu oss fyriv skemstu sinn söngvarann hvort, og í lok þessa mánaðar kemur nú hingað ensk listakona, Miss Eve- Ivii Heepe. Hefir hún getið sjer rcikla frægð fyrir óvenjulega snild í upplestri. Ljúka mörg af stærstu biöðum víðsvegar nm Ev- rópu, þar sem hún hefir látið til sin heyra. upp einróma lofium list bennar, og telja hana frábæra í þessari grein. Miss Evelyn Heepe verður hjer á vegum ,.Anglin“, fjelags enskumælandi manna hjer í hæ, og er gert ráð fyrir að hún lcsi hjer upp fyrir almenning nr- valskafla eftir enska höfunda í lióðum og lausu máli. Eru hjer svo margir er ’ensku knnna, að varla er hætt við að þunnskipað verði á bekkjunum. Ver'ður síðar minst nánar á þetta. M. ------o------ Frá bæjargjaldkEra. Samkvæmt auglýsingu bæjar- fógeta í febrváarmánuði síðastliðn- um, verða öll ógreidd aukaútsvör frá 1922 og eldri, tekin lögtaki. Lögtökin hyrja sennilega næst- kómandi þriðjudag. Og þar sem innheimtumenn bæjarins mnnu þegar oftsinnis hafa krafið hvemr einstakan gjaldanda, verður lög- takið framkvæmt án frekari að- vörunar, Borgþor Jósefsson. ------o----- Dagbok. I. O. O. r. — H. 1056188 — II. Taugaveikin í Vestmannaeyjum. Til l.'nidlæknis var símað í gær frá Vest- mannaeyjum, að flestir sjúklingarnir væru á góðum batavegi; væru 11 komnir á fætur í sóttvarnarhúsinu. Aðeins einn sjúklingur væri þungt haldinn. Enginn nýr sjúklingur hefði bætst við. Æfintýri Jóns og Gvendar heitir íslensk kvikmynd, sem sýnd verður í klý.ja Bíó í kvöld og næstu kvöld. Er þe'tta gamanleikur í tveim þáttum, leikin af Priðf. Guðjónssyni, Gunnþ. L alldórsdóttur, Tryggva Magnússyni, Svanhildi porsteinsdóttur, E. Beck og Haraldi Sigurðssyni. þetta er fvrsta gamanmyndin, sem gerð er h.jer á landi, og hefir Loftur Guð- rr.undsson tekið og útbúið myndina að öllu leyti. Mun mörgum verða for- vitni á að sjá þessa íslensku leikara á kvikmynd. Allsherjarleikmót í. S. í. fyrir iþetta ár hefst í dag á íþróttavell- inum kl. 3. Setur mótið fonseti f- þróttasambandsins, A. Thulinius. par heldur ræðu Vilhj. p. Gíslason ma- gisaer. Að því loknu hef jast íþróttirn- ar, og verður kept í hástökki (með atrennu); taka 4 þátt í því; • 800 m. hlaupi, og eru 6 þátttakendur í því; íslenskri glímu, í þremur þyngdar- flokkum, og taka samtals 18 þát; í henni; 100 metra hlaupi (undanrás), 7 taka þátt í'iþví; spjótkasti (báðar bendur samanlagt), 4 þátttakendcr; 5000 m. hlaupi, og itaka 9 þátt í pví. Methafinn er þar Guðjón Júlínsson. Lsks verðnr fimle’kasýning kverrna, undir sjórri Björns .Takobssonar, og hefir slík sýning ekki sjest síðan konungurinn heimsótti landið, og mun hún verða fjölbreytt að þessu sinni. T'm glímumar má geta þess, að nú taka þátt í þeim þingeyiskir glímu- menn, en það hefir ekki verið fyr. AIls eru um 100 keppendur á mótinu og er það gleðilegur vottur um vax- audi íþróttalíf í landinu. Aðgöngu- miðar að mótinu eru ódýrari en áður. Dansað verður á eftir, og veitingar verða seldar á vellinum allan daginn. Sirius kom til Akureyrar í gær. Söng ungfrú S. Liljequist þar fyrir troðfullu húsi áheyrenda, og var tekið ireð miklum fögnuði. Á ísafirði hjelt lún hljómleika á fimitudagskvöldið var, fyrir troðfullu húsi áhevTenda. Voru undirtektir áheyrenda hinar allra innilegustu, og segja mepn þar vcstra engin dæmi til jafnmikils fagnaðar. Eftir hljómleikana hjelt I: iríkur Ivjerúlf læknir stutta ræðu tii frk. Liljequist og aðstoðarkonu hennar, og var ferfalt húrra hrópað fyrir þeim. Afarmikið af blómum barst þeim frá áheyrendum. Aðalfundur I. S. I verður haldinn á miðvikudaginn kemur, 20. júní kl. 3 síðdegis í húsi TJngmennafjelags Kvtíkur við Laufásvóg. Eru fulltrúar beðnir að mæta stundvislega á fund- mum og hafa með sjer kjörbrjef sín. Virðingarheimboð til Noregs. Stjórn hinnar norsku deildar f jelagsins „Nor- den“, er vinnur að nánari kynnum og samvinnu Norðurlandaþjððanna, hefir boðið hiskupi vorum að koma •" — Tilkynningar. == = Bjarni P. Johnson, hæstarjettax- aáiaflutningsmaður, Lækjargötu 4. í'alsími 1109. — Venjulega heima: d. 1—2 og 4—5, eftir hádegi. - - - Viískifti. == = == Divanar, allar gerðir, bestir og 6- íýrasttr, Húsgagnaverslun Reykja- '•ikur, Laugaveg 3. ,JshjÖrmnn“ selur rúllqpylsu á 3 krónu pundið. Sími 259. Mfmir selur besta gosdrykki og *aft. — Sími 280. Húsmæður! Biðjið um Hjartaás- cmjörlikið. pað er bragðbest og nær- ngarmest. Flestar nauðsynjavörur sem fólk þarfnast daglega fást nu og fram- vegis á Vesturgötu 35. Síini 866 — Vörtír seadar heim. Nýr Lax fæst í Herðubreið. Jón Laxdal hefir fyrirliggjandi org- el og ágætis Píanó. Nokkrar rúllur af ágætum þak- pappa til sölu ódýrt. A. v. á. pað borgar sig að athuga verðið á höttunum hjá Vikar á Laugaveg 5. Cadbury’s átsúkkulaði vilja allir. í umiboðs- og heildsölu hjá M. Matt- híassyni, Túngötu 5. Sími 532. til Noregs á hausti komandi og flytja þar tvö erindi um ísland, annað í Kristjaníu, hitt í Björgvin. Hefir biskup þegið þetta virðingar-heimboð hins norska fjelags, og bj'st við að fara utan í öndverðum september. Danska guðsþjónustu flytur sjera Hoff í dómkirkjunni kl. 11 í dag. Sýning verður haldin í Iðnskólanum í dag kl. 10i—12 og 1—7, og er hún í tveimur deildum. Er í annari vefn- aður frk. Karólínu Guðmundsdóttur, og þykir hann mjög liStfengur. pá verður einnig sýnd notkun ýmissa áhalda, sem fylgja saumavjelum, að- ferðir við listprjón o. fl. I hinni deildinni er sýning á nýtísku, ame- ríksku eldhúsi, og talar kandidat Laufey Valdimarsdóttir um iþað, skýrir það og sýnir. Haraldur Sigurðsson píanósnillang- t er væntanlegur heim, ásamt frú sinni, í lok þessa mánaðar, og heldur hljómleika þegar eftir komu sína. Hefir hann verið í London undan- farnar vikur og kom fram sem eini fulltrúi fslands á Norðurlandahljóm- leikunum þar 7. þ. m. Siglingar. Botnia kom til Leith í gærmorgun á leið til Khafnar, og ís- land fór frá Kaupmannahöfn í gær- taorgun áleiðis hingað. Embættisprófi í lögum hafa lokið hjer við háskólan þessir: Bergur Jónsson, Jón Steingrímsson og Theo- dór Líndal með T. einkunn. Brynjólfur Árnason og Sigurður Jónasson með II. einkunn betri, og Guðbrandur Is- berg með II. einkunn. -------------— Eftirmæli. Þorvarður Gíslason, áður óðalsbónfli á Fagurhólsmýri í Oræfum, andaðist á ísafirði þ. 6. Reyktur lax fæst í Herðubreið Mjög ódýr vefnaðarvara: Ljereffc, tvisttau, flónel, svuntuefni, Morgun- kjólatau o. m. £1. Manóhetskyrtur, aðeins 6 kr. Reiðfataefni, peysu- klæði og mikið af fataefnum, alt) sdt nú fyrst um skm með mjpg lágk verði á Laugaveg 3. Andrjes And- rjesson. Stór grammófón til sölu. A. v. á. Hjörtur Hansson, Lækjaigötu 2, (talsími 1361) pantar allskonar gúmmístimpla; einnig fleiri stærðir og gerðir af gúmmíletri í kössum (alt ísl. stefrófið með merkjum). Fyrir- liggjandi nokkrir kassar af auglýs- ingaletri. “=*■==“ Vinna. = = = Brýnsla. Hefill & Sög, Njál*. gctu 3, brýnir öll skeraudi verkfœri. Maður, sem getur unníð að söðla- •Jg aktýgjasmíði, óskast strax. Senni- lega atvinna yfir lengri tíma. Sleipnir. Sími 646. Tapaí. — FundiS. == Peningabudda hefir tapast á leið- inni ofan af Laugavegi niður í Mið- bæ. A. v. á. = = = Húsnæði. = = = Sólrík herbergi til leigu fyi-ir ein- hleypa. Upplýsingar í síma 1144. rnars síðastl. á heimili tengdason- ar síns, Ólafs verslnnarstjóra Da- víðssonar og frú Stefaníu dóttur smnar, fullra 83 ára gamall. Hann var fæddur 23. sept. 1839, og voru foreldrar hans Gísli bóndi á Fag- urhólsmýri, Gíslason, og Jórunn Þorvarðsdóttir á Hofsnesi, Páls- sonar. Voru þau systkin, Jórunn og Arni, faðir frú Helgu, móður Bjarna frá Vogi og þeirra bræðra. Þorvarður var kvæntur Ingibjörgu Jónsdóttur, Arnasonar, Eyjólfs- sonar, klaustnrhaldara á Reyni- stað; hún andaðist á ísafirði 6. nóv. 1914 (sjá ísaf. 17. apríl 1915) — stórættnð merkiskona. Bjuggu þau Þorvarður lengstum á Fagur- hólsmýri, og var heimili þeirræ orðlagt myndar- og prýðiheimili. Börn áttu þau hjón 5, er upp kom ust, þar á meðal er Gísli óðal§- bóndi í Papey og frú Stefanía Da- víðsson á ísafirði. Og hjá þeim börnum sínum dvöldust þau á víxl, er þau höfðu hi’ugðið húi fyr- ir allmörgum árum- Þorvarður var fullkominn með- almaður á allan vöxt, hvatlegur og hinn snyrtimannlegasti í allri framgöngu, skemtilegur og Ijúf- mannlegur í viðmóti; söngmaður var hann og bókhneygður og fróð- úr vel; verklaginn og nærfærinn við menn og skepnur. góðgjarn og vinsæll. trygglyndur sem aðr- ir Öræfingar. Mmm hans fornu samsveitungar nú minnast hans og konu hans meðal þeirra mörgu af samferðamönnunum, sem nú eru horfnir — og er þar nú orðið tilfinnanlega stórt skarð í vina- hópinn (eftir veturinn 1921—’22), P ---------o---------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.