Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						1874
2. ágúst
1924
Plllin i isi 1874.
Endurminningar eftir sjera
Ólaf  Ólafsson  fríkirkjuprest.
Þaö ern 50 ár í dag síðan sú
hátíð var haldin nm land alt til
minningar um það, að þá var land-
ÍtS búið að vera bygt í þúsund ár.
Það heföi ekki verið ástæðulaust,
þótt þessa viðburðar hefði verið
minst allrækilega, hví þjóðbátíðar-
árið 1874 er án alls efa eitt allra
merkilegasta árið í allri sögn ís-
Iensku þjóðarinnar. Me« því ári
hefst nýr og merkilegur kafli í
fslandssögu, þá byrjar nýr tími,
hefst nýtt og merkilegt tímabil
með nýrri þjóðarvakning og nýj-
um framlarahug og framfaratil-
þrifum á nærfelt öllum svrðum
þjóðlífsins. ÞaS Eer með því ári
nýr andvari yfir-alt landið, vekj-
a/ndi, lífgandi og hressandi; og 1»'>
að j)jóðin væri Earin að rumska
og vakna áður, þá er eins og híí
með og upp úr því ári veröi glað-
vakandi, og gangi með nýjum hug
og nýjum dug að öllum sínum hlttt-
verkum.
Flest öll stórvirki, sem síöan hafa
varið framkvæmd, eiga til þess árs
sfaiar dýpstu rætur atS rekja, ef
i'jett er að gáð, og nógú djttpt er
Lagst, eru í sínu insta eðli sprott-
in upp af þeim frækornum, and-
legum og líkamlegum, sem þá voru
lögð niður í þjóðarakurinn, og þá
fengu líf og frjómagn.
Om alt þetta mætti langt mál
íita, en til þess er að þessu sinni
hvorki tími, rúm nje tækifæri.
Jeg ætla einungis fyrir tilmæli
og mönnum til stundargamans aB
rifja dálítið upp og segja mönnum
frá þessu fimmtíu ára gamla há-
tíðahaldi, eins og það var hjer í
Reykjavík og á Þingvöllum; þaö
má gera ráð fyrir, afl öllum þorra
manna sje þetta mál nú annaðhvort
lítt kunnugt eða ókunnugt; margt
fyrnist og gleymist á skemmri tíma
en hálfri öld.
Blöð voru þá varla til hjer í
Rvík nema Þjóðólfur; ísafold var
ekki fædd, 0g dagblöð voru eng-
in; lífið alt var gagnólíkt því, sem
nú cr, bæði hjer í Rvík og alstaSar
annarsstaðar á landinu.
Jeg var þetta merkilega sumar
á nítjánda árinu, kominn í þriðja
bekk B. í latínuskólanum; átti jeg
&ð heita kaupamaður um sumarið
lijá Jóni Matthiesen bónda í Gröf
í Mosfellssveit, bróður Bjarna
^ringjara hjer í bænum, mjög góð-
tóa bónda og stökum gæðamanni;
en — jeg- var ljelegur kauþaniað-
^i'; var með allan hugann niður í
Rvík við það, sem þar var að ger-
ast, eða von var á að gerast mundi.
•^tá jeg nú segja þaS húsbændum
öiínum til hróss, aö þau ljetu mig
aH-sjálfráðan athafna minna. Jeg
^átti  fara niður  í  Rvík,  er  jeg
Prá guðsþjónustunni í Dómkirkjunni 2. ágúst 1874. f prjed^kunarstólnum er dr. Pjetur
Pjetursson biskup, en Hallgrímur Sveinsson, báverandi dómkirkjnprestur fyrir altarinu. í „lands-
höfðingjastúkunni" sjást m. a. Kristján níundi og sonur hans, Valdimar prins. J?á var „Ó Guð
vors lands" sungið í fyrsta skifti.   (Eftir samtíðarmynd.)
vildi; en segja varð jeg öllu fólk-
inu frá því, er fyrir augu og eyru
hafði borið í höfuðstaðardýrðinni
í þaíS og það skiftið.
Jeg var því sjónar- og heyrnar-
vottur að öllu hátíöarhaldinu hjer
í bænum; man jeg énn margt af
því, sem fyrir augun bar, og sumt
af því, sem þá var talaö, eins vel
og skilmerkilega, eins og það liefði
verið fyrir nokkrum dögum; bet-
ur en margt það, sem síðar hefir
við borið.
Undirbúningur  undir  þjóí-
hátíðina.
AÍl-löngn fyrirfram voru menn
búnir að hreyfa því, að halda bæri
iiátíölegt þetta ár, í minningu um
þúsund ára byggingu landsins.
Stjórnarskrárdeilan var þá búin
að standa árum saman undir for-
iislu Jóns Sigurössonar, og gerði
eiginlega hvorki að reka nje ganga,
og síðustu árin höfðu þau tíðindi
gerst, að allmildð var farið að
hitna í mörgum; þeir voru fæstir,
sem mikið vildu slaka á klónni;
en margir þráðu orðið, að fá bund-
inn sæmilegan enda á málið.
En með þjóðhátíðarárinu greidd-
ist, að minsta kosti um stund, úr
þessu vanda- og vandræðamáli.
Hinn 5. janúar það ár undir-
skrifaði konungur, Kristján níundi,
sljórnarskrána. Datt þá í bili byl-
ur af húsi, og konungur hlaut
þegar vinsældir og lof hjá öllum
þorra manna. Auðvitað var stjórn-
arskráin þegar talin gallagripur,
og ekki fullnægja öllum kröfum
fslendinga; en flestir játuðu líka
liitt, aö hún væri upphaf og und-
irstaða annars meira og betra í
framtíöinni; enda varð líka sú
taunin á.
Samhliða þessu fóru þær fregnir
og að berast víða út um landið, að
þetta sumar mundi konungur sjálf-
ur heimsækja landið og þjóðina
með  mikhun veg og yiðhöfn,  út-
nefna hjer hinn fyrsta íslandsráð-
herra, og þannig sjálfur færa á
Þingvelli, hinum fornlielgasta stað
landsins, íslendingum hina nýju
Ktjórnarskrá að gjöf.
Þetta þóttu öllum bæði mikil og
góð tíðindi.
Nú skaut gestrisnis- og höfðings-
ska])arlundinni upp í íslendingum;
allir vildu taka svo sæmilega, sem
föng væru á, hinum fyrsta kon-
ungi, sem stígi hjer fæti á land,
sýna honum alla virðingu og
gleyma, að minsta kosti um hríð,
iillum gömlum deilumálum.
;En ekki kom mönnum að öllu
Ityti saman um það, hvern dag a&
hátíðin skyldi haldast. Norðlingar
vildu hafa hátíðina á Þingmaríu-
messu, 2. dag júlímánaðar, og voru
sumar hátíðirnar fyrir norðan
haldnar þann dag, svo sem á Odd-
eyri og í Svarfaðardalnum, á Þing-
eyrum og á Reynistað og máske
víðar. En ofan á varð, að aðalhá-
tíðisdagurinn yrði 9.  sunnudagur-
inn eftir Trinitatis eöa 2. ágúst,
Dagana á eftir, 5.—7. ágúst, er
konungur væri á Þingvelli, skyldi
lialda þar allsherjarþjóðhátíð og
Þingvallafund fyrir alt landið, með
þar til kjörnum mönnum úr öllum
sýslum landsins, en auðvitað væri
þangað öllum frjálst að koma. —
Biskup bauð öllum prestum lands-
ins, að halda sVo hátíðlegar guðs-
þjónustur í kirkjum sínum, sem
t'i Qg vivfu á, þennan sunnudag, og
hafa fyrir texta Dav. Sálm. 90,
1—4 og 12—17.
Til þess að hafa á hendi umsjón
og stjórn á þjóðhátíðarhaldinu í
Rvík kaus bæjarstjórnin 3 menn:
landfógeta Á. Thorsteinsson, faktor
Jón Stefánsson og Halldór yfir-
kennara Friðriksson. Varamaður
var kosinn asses'sor Magníis Steph-
ensen, síðar landshöfðingi.
Konungskoman.
Konungur, Valdemar prins og
föruneyti konungs kom hingað á
freygátunni Jótlandi; er hún enn
við lýði, þótt gömul sje, og hafa
Danir á henni dálæti mikið síðan
'nún tók með sóma þáít í sjóorrust-
unni við Ilelgoland, er Danir unnu
frægan jdgur á Austurríkismönn-
um undir forustu Suenzons aðmír-
áls. Ilun er þeim eins og gömlu
í'i iðhestarnir okkar íslendinga, sem
hafa,oft komiö okkur lifandi heim
yfir margar torfærur; við tímum
á endanum ekki að slá þá af, þótt
þeir sjeu orðnir til einskis nýtir.
En fylgdarskip ]neð Jótlandi var
Lerskipið Heimdallur; en herskipið
í'ylla Var hjer fyrir.
Snemma á fimtudagsmorguninn,
30. júlí, frjettist með ensku skipi,
sem Albion hjet, að konungsskipin
væru komin inn um Reykjanes. Fór
þá Fylla þegar á móti þeim til að
vísa þeim rjetta leið til hafnar.
Komu svo skipin hjer inn á höfn
um hádegisbil; fór Jótland fyrst,
þá Heimdallur og síðast Fylla. —
Var það skemtileg sjon, er þau sigu
hjer inn sundin; var Jótland mikið
skip og frítt, og bar hátt yfir sjó,
eins og Orminn langa. — Þegar
skipin sigu inn Engeyjarsund, þá
hófu útlendu herskipin, sem hjer
voru þá fyrir, skothríð mikla til
að heilsa konungi; reið sænska her-
skipið Norrköping á vaðið; var
sem alt ætlatSi ofan að ríða í þeim
þórdunum, og nötruðu rúður í
gluggum, en gamalt fólk hugði
beimsendi kominn. En öllum þess-
um kveðjum svaraði fylgdarskipið
Iíeimdallur með „kurt og pí" fyr-
ir konungs hönd.
Nú víkur sögunni til Reykjavík-
ur. Þar hafði bæjarstjórnin gert
það, sem í hennar valdi stóð, til
að þrífa bæinn, moka úr gömlum
og grónum öskuhaugum á Austur-
velli og skolpa verstu rennustein-
ana í miðbænum. En á miklu var
að taka, og verkið sóttist seint; var
samt furða, hve bærinn leit skamm-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10