Morgunblaðið - 23.08.1925, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.08.1925, Blaðsíða 2
2 MOR T u NBLAÐiÐ ■sawatfjM—j 'Wi.."i FRIÐUN OG YERNDUN ÞINGVALLA. Höfum fyrirliggjanði: Rúgmjöl, Hálfsigtimjöl, Hveiti, Crem of Manitoba, Hveiti, „Oak», Hveiti, „Gilt Edge11, Körtöflumjöl, Sagógpjön, Hrismjöl, Hrfsgrjón, HaframJÖI, Kaffi, The, Sódi, Krystalsápa, c c i a m Höggin sykur, Flórsykur, Epli, þurkuð, Apricots, þurkaðar, Ferskjur, Gráfikjur, Döðlur, Sveskjur, Rúsfnur, Eldspýtur, Hand- sápur Blegsódi, Sápuspænir. Nauðsynleg mannvirki sem gera þarf. Friðun skógarins. Eftir viðtali við Matthías Þórðarson þjóðminjavörð Er Matth'ías Þórðarson kom frá Þingvöllum í vikunni sem leið, hittum vjer hann að máli og spurðum hann um hitt og annað viðvíkjandi starfi Þingvallanefnd- arinnar, er skipuð var í vetur sem leið. Tilgangurinn með skipun nefndarinnar er sá, að nefndin komi fram með tillögur um hvað gera skuli, til ab friða staðinn, skóginn og annan gróður á Þingvöllum og í næsta umhverfi þeirra, svo og að athuga hverjar, einkum verklegar fram- kvæmdir, sje nauðsynlegt að gera þar til undirbúnings hátíðahöld- unum árið 1930. Nefndin tekur einnig til athug- unar, hverjar ráðstafanir eru nauðsynlegar vegna hins mikla gestagangs á Þingvöllum. Eins og kunnugt er, hefir Matthías Þórðarson látið gera nokkrar verklegar umbætur á Þingvöllum undanfarin sumur. Unnið hefir verið þar að út- græðslu á völlunum, vegurinn hef- ir verið fluttur o. fl. Enn er þó talsvert eftir af Uppdráttur af Þingvallaskógi og umhverfi hans. (Efftir uppdræftti herforingjaráðsins). Myndin sýnir uppdrátt herfor- ingjaráðsins af landspildunni milli Almannagjár og Hrafnagjár frá Þingvallavatni að Ármannsfelli, ált upp að Hofmannafleti og Meyj ársæti. Þau nöfn tvö eru ógreini- leg efst á myndinni hægra megin. Grænu skellurnar á herforingja- uppdrættinum er tákna graslendi, eru dökkar á mynd þessari og dekkstu blettirnir eru túnin. — Vatnskotstún suður við Þingvalla- vatnið, litlu norðar Skógarkot og Hrauntún nyrst. Litlu svörtu kringlóttu dílarnir tákna að þar sje skógarkjarr, en litlu hálfhringarnir tákna að þar sje hraun. Þar sem hálfhringarnir eru í hvítum fleti og engin önnur merki, er hraunið gróðurlaust að mestu. framkvæmdum þeim, sem hann hefir ætlast til, að gerðar yrðu þarna. Það, sem á vantar, er m. a. að hækka eyrina vestanvið Öxará og dýpka árfarveginn. Setja gang- brú þar yfir ána og gangstíg meðfram ánni um túnið, ennfrem- ur akveg alveg heim að prests- setrinu. Nöfn vill Matthías setja á marg- ar búðartóptirnar og aðra forn- minjastaði. Sjeu nöfnin höggin á steina. En auk þessara aðgerða, sem nauðsynlegar eru á völlunum, verð ur eigi hjá því komist að reisa þar hæði kirkju og hæjarhús af nýju, og gera gistihús í námunda við sjálfan þingstaðinn, sem sje fullkomnara en Valhöll er nú. Allar þessar framkvæmdir eru nauðsynlegar, þó ekkert tillit sje tekið til alþingishátíðarinnar. En vegna hennar þarf að gera ýmsar fleiri byggingar og skýli, sem nefndin mun síðar gera til- lögur um. 1 vegalögunum frá 1924, er á- kveðið að leggja nýja Þingvalla- braut frá Mosfellssveitarveginum skamt sunnan við Köldukvísl um Mosfellsdalinn eins og leið liggur lægst austur í Þingvallasveit. Til þess þarf auk annara verulegra umbóta að gera nýjan akveg úr Mosfellssveitinni 15 — 16 km. á lengd, áður en komið verð- ur á hinn núverandi Þingvalla- veg. Með því móti yrði vegurinh ak- fær mikið lengri tíma á árinu en nú er. Frumvarp til laga um friðun Þingvallaskógar var samþykt í Efri deild fyrir skömmu. En mál- ið dagaði uppi í Neðri deild. Eftir frumvarpi þessu átti að | gerfriða alt landið, milli Almanna- gjár og Hrafnagjár, og svo langt uppeftir, að ábúð varð að leggj- ast niður á Þingvöllum, svo <'g í Vatnskoti, Skógarkoti og Hraun- túni. Þingvallanefndin lítur svo á, að alger friðun skógarins þurfi ekki að vera eins víðtæk og til var ætl- ast í frumvarpi þessu, og hefir það mál nú til frekari athugunar. Nefndin telur einnig nauðsyn- legt, að j spilda úr Þingvalla- og Brúsa- staðalandi verði numin undan ábúðarnotkun. Þ. e. Almannagjá öll og spilda fram með henni að austan. í spildu þeirri er þingstaðurinn sjálfur og nánasta umhverfi hans. Hið núverandi tún prestsins ætti þó að fylgja ábúð jarðarinnar framvegis. Slík ráðabreytni er vitanlega ekki framkvæmanleg, nema sam- ið verði við núverandi ábúendur jarðanna. i Setja yrði sjerstakan skógar-, vörð til að gæta alls skógarins, I grisja hann og vinna úr honum. Yrði skógarvörðurinn að hafa fast an bústað þar eystra. Annar vörður með lögregluvaldi er nauðsynlegur á þingstaðnum og í grend við hann um sumar- timann, meðan gestagangurinn er mestur. Kaupið yður gl raugu þar sem gæðin eru best, úpvalið mesft og verðió lægsft. Laugavegs Apótek Sjóntækjadeildin von 'ccozn ex MILK SM0RBO0OKJEX ATCLItR £ O Aðalumboðsmenn: I. Brynjólfsson & Kvaran. Gleymið ekki að taka með ykkur Mackintosh’s T O F F E E í 8umarfríið Nýkomið i Gráfíkjur, Sveskjur, með og án steina. B\ ávextir. Hjer er þá tekið fram hið helsta, sem Matthías Þórðarson hafði um þetta mál að segja að svo komnu. Nánari grein mun nefndin gera fyrir áliti sínu, áður en þing kem- ur saman í vetur. Almenningur mun fylgja því öllu með hinni mestu athygli, sem gert verður til nmbóta á Þingvöllum og þar í nágrenninn. Senn er undirbúningurinn ekki orðinn langur undir hátíðahöldin 1930, og tími er til þess kominn að menn geri sjer grein fyrir því í aðalatriðum, hvernig þeim skuli haga. Ef halda á þúsund ára hátíð Alþingis rneð þeim ummerkjum og þeirri viðhöfn, sem vera ber, þarf margskonar undirbúning, sem eigi verður gerðnr í fumi og flaustri á 1—2 árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.