Morgunblaðið - 07.08.1927, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.08.1927, Blaðsíða 2
s .MKiRíír^NrBTi Vifaan sem leið. Oýjar Kartöflur. Austur í Fljótshlíð hefir B. S. R. ferðir alla rúmhelga daga. — Viðkomustaðir: Ölfusá — I»jórsá — Ægissíða— Varmidalur — Garðsauki og livoil — Að Húsn- tóftum — Sandlæk — Eyrarbakka og Stokkseyri, þrisvar í hvern viku. — Til Þingvalla alla daga.. H.f. Bifreiðastöð Raylcjavikur. Afgreiðslusímar 715 og 716. Veðráttan í vikunni sem leið: Mjög kyrt veður og fremur hlýtt. Mestan hluta Vikunnar var óþurka- samt á Norður- og Austurlandi, oftast þoka og dumbungsveður, en aldrei stórfeld rigning. A Suður- pg Vesturlandi hefir verið skúra- samt mjög til fjalla, en oftar úr- komidaust við sjávarsíðuna. — Á þriðjudaginn kom snÖrp þrumu- skúr á Þingvöllum. Varð úrkom- an 12.5 mm., regn og hagl, á lít- illi stundu. Á föstudaginn glaðnaði til um alt land og hefir haldist all- góður þurkur siðan, nema á Aust- urlandi. Þar þyngdi fljótt aftur í lofti. Úrkoma hjer í bænum alls 1 mm., á Þingvöllum 22, á Lækjamóti 13 og Hraunum í Fljótiim 4 mm. — Mestur hiti í Reykjavík 17.5 stig á mánudag og minstur 9.4 aðfara- nótt laugardags. Vtgerðarmenn nyrða munu hafa farið fram á það við stjórnina, að hún ga-fi út bráðabirgðalög þar sem bannað yrði að salta meira af síld til útflutnings. En eftir því, sem Morgunblaðið hefir hlerað mun stjórnin ekki sjá sjer fært að verða við þeim tilmælum. Á föstudag sendu útgerðarmenn á Akureyri, Einar Olgeirsson, kennara, til útlanda, í þeim er- indum, að reyna að vinna að síkl- arsölu til Rússlands. AUs munu hafa verið fluttar út um 20—30 þúsund tunnur af síld. ETA Hnsmæðnr! GOLD DUST þvottaefni og GOLD DUST skúriduft hreiusa best. Menn geta fengiö fallegan litarhátt og bjart hörund án kostnaðarsamra fegurðarráCstafana. Til þess þarf ekki annað en daglega umönnun og svo að nota hina dásamlega mýkjandi og hreinsandi TATOL handsápu, sem búin er til eftir forskrift Hederströms læknis. I henni eru eingöngu mjög vandaðar oliur, svo a8 í raun og veru er sápan alveg fyrirtaks hörundsmeðal. Margar handsápur eru búnar til úr lélegum fituefnum og vísindalegt eftirlit með tilbún- ingnum er ekki nægilegt. Þær geta veriS hör- undinu skaðlegar, gert svitaholurnar stærri og hörundið grófgert og ljótt. ForSist slíkar sápur og notiö aSeins TATOL handsápnna Hin feita, flauelsmjúka froða sápunnar gerir hörund ySar gljúpara, skærara og heilsulegra, ef þér notiö hana viku eftir viku. Tatol handsápa fæst hvarvetna á Islandi. Verð kr. 0.75 stk. Heildsölubirgðir hjá I. Srynjflllsson á Kvarai Reykjavík. Ódýrt fyrir börni Munnhörpur frá 35 au. Boltar frá 25 au. Skip frá 35 au. Fuglar Trá 50 au. Myndabækur frá 50 au. Spiladósir frá 1 kr. Hnifapör frá <K) au. Kubbakassar frá 1,50. Bollapör með myndum frá 75 au. Diskar, könnur o. m. fl. K. Einarsson & Biðrnsson. Bankastnoti II. Stjórnmálin. Enn hafa stjórnar- skifti ekki farið fram. Er nu vika liðin síðan stjórnin baðst lausnar. Snenima í vikunni sem leið, sneri konungur sjer til mið- stjómar Framsóknarflokksins og óskaði þess að flokkurinn mynd- 'aði stjórn hið fyrsta. Miðstjórnin var þá öll í molum, einn utanlands, annar norður á Akureyri, þriðji veikur o. s. frv. En nú mun öll miðstjórnin stödd í bænum, nema Jónas; hann er í siglingu ennþá. Er því ósjeð hvenær menn geta vænst þess, að fari að bóla. á fæð- ingu liinnar nýju stjórnar. Sósíalistar eru þegar farnir að hlakka til að nota sjer þá aðstöðu, er þeir koma til að hafa á hinu nýja þingi. Er talið víst, að h ram- sókn leiti til þeirra um stuðning við stjórnarmyndun. Og sósíalistar eru þegar farnir að gera kröfur. í blaði þeirra á Akureyri heimta þeir, að Framsókn beiti sjer fyrir þjóðnýtingu togaranna. A að byrja á því að þjóðnýta togarana; næst kemur röðin að versluninni og jmr næst að bændum. Enn hpfir ekkert heyrst um það, hverjir komi til að taka sæti í hinni nýju stjórn. Hafa ýmsar getgátur heyrst um það, að mið- stjórn Framsóknar væri að leita fyrir sjer utan við flokkinn; en það getur varla verið rjett. Mið- stjórnin mundi með því sýna flokksmönnum æði mikið van- traust, og liefir hún þó undanfarið ! ekki hikað við að hlaða undir isuma þeirra. Miðstjórn Framsóknar mun liafa beðið um einhvern frest, mán- aðartíma eða svo, til þess að ræða væntanlega stjómarmyndun við flokksbræður sína. Hefir Morghl. Iieyrt að miðstjórnin ætli að boða alla flokksmenn á flokksfund hing- að til bæjarins seint, i ágúst. Þar pigi að taka endanlega ákvörðun um stjórnarmyndun, og þá nátt- úrlega í samráði og samvinnu við þingmenn jafnaðarmanna. I iSíldveiðin. Mokafli af síld seinni part síðastliðinnar viku. Allar síld- ,arþrær fullar, og bræðsluhús hafa ekki við að bræða. Mikið hefir verið saltað af síld til útflutnings og fer verðið stórfallandi. — Á fimtudag var verðið nyrðra kom- ið niður í 4 kr. tn., en á föstudag Sfml 915. barst óhemjumikið að af síld, og fjell verðið þá enn, í 2*—3 kr. tn. ! Grettissund. Á sunnudaginn var (31. júlí) skeði sá merkisatburðui" á íþróttasviðinu, að einn sund- kappinn, Erlingur Pálsson yfirlög- regluþjónn, synti úr Drangey til lands, sömu leið og fornhetjan (Irettir Ásmundsson fór árið 1030, og löngu er fræg orðin. Yega- lengd sú, sem Erlingur synti mnn vera nál. 7V*> röst, og hann vur tæpa 4% klst, á leiðinni. Þáð sem einkum gerir þessa sundraun Er- þngs fræga er það, að geta verið svona lengi á sundi í jafu svölum sjó sem þarna í Drangeyjarsundi. Sjávarhitinn var 11°. Þetta sund Erlings er óefað frægasta sund, sem hjer hefir farið verið, síðan kappinn Grettir lagði vfir Drang- eyjarsund árið 1030. Er það vel farið, að íþróttamenn vorir rey.ia í sem flestu að feta í fótspor hinna fornu kappa, og leiki eftir þeim þær íþróttir, er gerðu þá frægasta. Yið það vinst tvent. í fyrsta lagi verður minningu liinna fornu af- reksmanna best haldið á lofti með ,þessu; og í öðru lagi er þetta, happadrýgsta leiðin til þess að hlása nýjum lífsþrótti í íþróttalíf vort, lífsþrótti, sem skapar djarfa. heilbrigða og drenglynda þjóð. Útlent. Það, sem helst hefir borið til tíðinda erlendis síðustu viku, er flotamálaráðstefnan í Genf. Bygðti memi aUmiklar vonir á henni t*l þeirra hluta, að fulltrúar stórveld- anna gætu nú loks komið sjer sam- an um að minka flota sína, því auðsæ friðarþrá virtist liggjá á ,bak við það, að til hennar var stofnað. , En þetta hefir farið á alt aðra lund. Ára.ngur ráðstefnunnar er sama og enginn og verður líklega enginn, þegar á á að hex*ða. Japanar eru þeir einu, sem sýnt hafa fullan vilja á því, að ein- hverjar þær ráðstafanir yrðu gerðar, sem drægju úr flotaaukn- ingu stórveldanna. En alt, af hefir ptrandað á Bandaríkjamönnum og vBnglendingum. Hvorugt ríkið vii jninka flota sinn af ótta við hitt. ! Svo langt gengu fulltrúar •I;i|i- ana, að á opinberum fundi, sem haldinn var, eftir að ráðstefnunni |lauk, báru þeir fram miðlunar- tillögur að nýju. En það reyndist 1 árangurslaust. Þó unnu Japanar það á, að kallaður var snögglega saman ráð- herrafundur í London til þess að ræða síðust.u tillögur þeirra. Voru þær þess efnis, að hætt, yrði við allar fyrirhugaðar flota- aukningar þangað til 1931, en þá yrði haldin ný flotamála- ráðstefna. — Um afstöðu bresku stjórnarinnar til þessarar tíllögu (Hvítu kolin). j er nýlega komið á heimsmarkað- inn, en er Jxegar vel þekt í flest- um menningarlöndum. M ET A er snjóhvítur harð- iur eldiviður og er seldur í smá- töflum ýmislega mótuðum. IW E T H er fyrst og freir.st uiotað í stað brensluspritts, 'íu ; og annara líkra efna, en hefir íuk þess í sjer fólgna ýmsa aðra notk- unarmöguleika. M E T A hefir meiri hita- kraft að geima en spritt eða olía og er ólíkt fyrirferðarminna og þægilegra í allri notkun. { M E T A-eld skal lífga með eldspítu, eldurinn logar reyklaust, eldiviðurinn helst liarður, engfu aska myndast. M E T A-taflan kólnar jafix- skjótt og loginn er slöktur. Hún breytir ekki lögun og heldur hita- efnum sínum. M E T A leysist ekki upp í vatni og raki liefir ekki áhrif á I það, en engin eldhætta stafar at i því eins og t. d. af spritti, olíu, bensíni o. s. frv. M E T A er einkanlega notað með svokölhiðum METR áhöldum. sem eru sjerstaklega tilbúin fyrir þennan ágæta eldivið, er gerð þeirra með ýmsu móti, eru þau ódýr og þægileg í meðferð. M E T A-eldiviður er þax*fa- þing; þeir sem reynt hafa, segja ihann nauðsynlega eign á hverju heimili, í hverju skipi o. s. frv., en sjerstaklega mun hann þó gagna ferðalöngum og fólki, sem fer í smáskemtiferðir. — Smábrot úr M E T A -töflu nægir til að I liita upp „Primus“ — enginu skyldi því nota spritt til þeirra hluta. M E T A fæst bráðlega víða í verslunum hjer í bæ, en nú serft stendur fæst það í verslun minni, sem hefir umboð hjer á landi fyrir META Jí&wtdwJlinaúQfi hefir ekkí frjest enn. En alöieid mun svo álitið, að þeir snúist •* einhvern þann hátt öndverðir geín henni, að elcki verði um neinar framkvæmdir að ræða. Menn «rn orðnir vondaufir um, að nokkor árangur náist í hráð, þó allir við- urkenni, að mannkynið á nú ekk’ peina göfugri eða háleitari hugs- yx.ii en þá, að vinna að friði í ver- (öldinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.