Morgunblaðið - 13.10.1927, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.10.1927, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Tóbsksförur alskouar ei* heppilegt að kaupa i pund, en tapaði þó sjöhundruðum af línu. Heiidv. Garðars Gíslasonar. Sólrík stofa með miðstöðvar- liitun til leigu, á Laugaveg 81. Kartöflur. Nokkrir sekkir af völdum kart- öflum frá Eyrarbakka og Borgar- nesi. Verðið er lágt og varan góð. Kaupfjelag Borgfirðinga Laugavegi 20 A. Sími 514. Togararnir. „Ari“ kom af veið- um í fyrrinótt, með um 900 kitti. Fór til Englands með aflann í gær. „Menja“ fór á ísfisksvéiðar í nótt, og verið er að búa „Njörð“ á veiðar. „Nova“ fór hjeðan í gærmorgun vestur og norður um land. Meðal farþega voru: sjera Hálfdán Guð- jónsson á Sauðárkróki, Benedikt Elfar söngvari og Bernhard Arnar verslunarmaður. Yiðskifti. Kjöt og fiskfars. Kjöt og fisk- bollur. Karbonader, er best og ódvrast í Fiskmetisgerðinni — Hverfisgötu 57. Sími 2212. Síld, 2 tunnur af saltaðri síld óskast. Upplýsingar í síma 1935, kl. 12—1. Kaupið Glataða soninn. E»að er góð bók og ódýr. Skínandi fallegar krystalskálar, tertuföt og vasar, nýkomið. Lauf- ásveg 44. Hjálmar Guðmundsson. Vandað og ódýrt: Ðivanar, fjaðrasængur og madressur. Aðal- stræti 1 (móti v-ersl. H. P. Duus). GeíiO unoliniuiun OÓOUP MllF. Anna Fía heitip hóhiii, w mesf sp lofuð af msHuiiiOnum yinaa. » Nokkrir duglegir drengir óskast. Komi á Lokastíg 18, í dag, eftir klukkan 1. Vanur innheimtumaður óskar eftir þesskonar störfum — meðmæli fyr- ir hendi. — Þeir sem vildu sinna þessu leggi nöfn sín í lokuðu um- slagi, inn á A.S.Í., auðkent: „Inn- heimtumaður.“ Stúlka óskar eftir búðar- eða bakaríisstörfuin- — Upplýsingar í síma 221. Tvær stúlkur geta fengið fæði í Þingholtsstræti 26, niðri. Málfríðm’ Jónsdóttir. Dagbók. Veðrið (í gærkvöldi kl. 5): All- djúp lægð við Suður-Grænland og færist fremur lxægt norðaustur á bóginn. Fyrir austan land liefir myndast ný lægð sem stefnir norð- ur með Vestur-Noregi. Er veðrið hjer því „milli lægða“, kyrt og víðast úrkomulítið. Veðurútlit í Reykjavík í dag: Sunnan stinningskaldi og rigning öðru hvoru. Farþegar með Goðafossi í fyrra- kvöld voru, auk þeirra, sem talidr voru hjer í blaðinu í gær: Arent Claessen stórkaupmaður og frú hans, Halldór Þorsteinsson skip- stjóri, Hallgrímur Benediktsson 'stórkaupmaður, G. J. Johnsen kon- teúll, Helgi Zoega, Jón Loftsson út- gerðarmaður, stúdentarnir Magnús Magnússon og Leifur Asgeirsson, Guðmundur Þorfinnsson og And- 'rjes Jónsson, þeir síðasttöldu tveir á leið til Ameríku. Danssýning Ruth Hanson. Meðal farþega á Gullfossi frá útlöndum síðast, koinu ungfrú Rutli Hanson og móðir hennar. Hefir Ruth Han- son ferðast víða um, og lagt sjer- staka stund á að læra nýtísku dansa, bæði í Kaupmannahöfn, París og Englandi. Er það ætlun hennar að gefa bæjarbúum kost á því að sjá þessa dansa, og heldur því danssýningu í Iðnó á sunnu- daginn kl. 4. Meðal nýjustu dansa sem hún sýnir, má nefna: „Blaek Bottom/ ‘ ,Jalle-Bananslide', Vals, „Foxtrot' ‘, „Tango“ og „Flat Charleston.“ Þessir fjórir síðast- töldu segir ungfrú Hanson að sjeu gerbreyttir frá því í fyrra. Ruth Hanson er bæjarbúum vel kunnug, hafði hún dansskóla hjer í fyrra- vetur í sex mánuði, og kendi einn- ig „Plastik“ og leikfimi fyrir börn og fullorðna. „Bottenhavet“ heitir skip, sem liingað er komið, og tekur fisk til útflutnings hjá Guðmundi Alberts- svni. í stjórn glímu^jelagsins „Ár- manns“ voru kosnir á aðalfundi fjelagsins í fyrrakvöld: Jens Guð- björnsson, form., Ragnar Krist- insson, ritari, og Stefán G. Björns- son, gjaldkeri. Myndir af öræfunum umliverfis Eiríksjökul, Langjökul og Hofs- jökul, hafa verið til sýnis í glugga Morgunblaðsins undanfarna daga og hefir mörgum orðið starsýnt .4 þær, eins og eðlilegt er. Myndirnar teru 48 alls, og hver annari betri. Er ekki ólíklegt að þær veki löng- un hjá ýmsum til þess að ferðast upp um fjöll og firnindi á fögrum sumardegi. „Fagurt er á fjöllunum núna“, er haft eftir Höllu, þegar hún var í haldi. Fagurt er á1 fjöll- unum enn, svo fagurt, að enginn getur gert sjer hugmynd um það nema sá, sem ferðast um öræfin. Haustrigningar ætla ekki að bregðást að þessu sinni, sem betur fer fyrir rafveituna! Áður en rign- ingatíðin byrjaði var sáralítið vatn á Elliðavatnsengjum, í uppistöðu rafveitunnar. Hefir vatnið hækkað um % meters. En hækka má það um 1 meter enn, svo lónið sje fult. Hjónabönd. Gefin voru saman í hjónaband í Hafnarfirði á laugar- daginn var, Sigurbjörg Pálsdóttir, frá Fáskrúðsfirði, og Kjartan Ól- afsson rakari. Síðastliðinn laugardag voru gef- in saman í hjónaband af sjera Bjarna Jónssyni Ásta Björnsdótt- ir og Hjörtur Hjartarson, kaup- maður. 1 dag verða gefin saman í hjóna- bahd Eyþóra Ásgrímsdóttir, síma- mær, og Henrik Thorarensen, bankaritari. Halldór Júlíusson, sýslumaður, hefir verið skipaður rannsóknar- dómari í atkvæðafölsunarmálinu í Hnífsdal. Fór hann hjeðan til ísafjarðar með íslandi í fyrra- kvöld, til þess að hefja þar rann- sóknina. Ný ljóðabók er væntanleg á bókamarkaðinn í þessum mánuði, eftir ungan mann, sem ekki hefir gefið út áður, Kristján Guðlaugs- son, bróður Jónasar heitins Guð- laugssonar skálds. Áskriftalistar að henni liggja í bókaverslunum. Afla sinn selja í Englandi í dag togaramir „Tryggvi gamli“ og „Geir.“ Fiskafli hefir verið góður und- anfarið hjá smábátum þeim, sem stunda hjeðan róðra. Einkum hef- ir einn bátur, Alberts frá Gróttu, áflað vel. 1 gær fekk hann um 1000 Hvítkál hefir verið talið meðal þeirra matjurta, sem ekki væri gerlegt að rækta hjer áí landi, en þetta hefir breyst allra síðustu árin. Hvítkálsafbrigði, sem nefnt er Þjettmerski, hefir Einar Helga- son ræktað í garði sínum síðustu árin þrjú, það hefir vaxið vel, höfuðin eru 3y2—7 pund að þyngil, þegar búið er að skera lausu blöð- in burt; flest þeirra eru 5—6 pund. Nokkrir af þessum kálhaus- um eru til sýnis í dag og á morgun í glugga matardeildar Sláturfje- lagsins í Hafnarstræti. I Til fátæku stúlkunnar frá N. N. 5 kr. Ónefndri 2 kr. Til fátæks Hafnfirðings frá G. 2 krónur. Gepid sw© wel 3ið lita £L Capteps sjálfblekunga og blýanta áður en þjer festið kaup á öðrum. Þeir eru ný vara á markaðinum, fallegir, góðir og furðu ódýrir. Bókaversf* Sigjf. Efmnnisgssonap* Þegap þú giftip þigf þarftu að fá klukku i búið. Nýkomið mikíð úrval með lægsta verði i versl. Jóns Hermannssonai* úrsmiðs, Hverfisgötu 32. Söngskemtun Kristján Kristj-' ánssonar í Gamla Bio á þriðju-^ dagskvöldið var mjög vel sótt og var söngvaranum tekið hið besta af áheyrendum. Af sjerstökum ástæðum bíður dómur um söng Kristjáns þar til síðar. Hann kvað ætla að syngja aftur í Gamla Bio á sunnudaginn kemur. Útvarpið í dag: Kl. 10 árd. Veð- urskeyti, frjettir, gengi; kl. 7 sd. Veðurskeyti; kl. 7.10 Upplestur (Sig. Skúlason); kl. 7.30 Útvarps- trio (Takacs, A. Berger og Emil Thoroddsen) ; kl. 8.30 Upplestur; kl. 9 Hljóðfærasláttur frá Hótel 'ísland. Húsmæður! Hagkvæmust kaup gerið þjer á kanel og pipar i brjefum á 10 og 25 aura frá Efnagerðinni. Brjefin inni- halda jafnmikið af reglulega góðum k a n e 1 og^ p i p a r og kaupmenn selja í lausri vigt. — H.f. EfRvð ileulilRUir Kemisk verksmiðja. Sími 1755. Hrómundur Jósepsson skipstjóri, er nýlega kominn hingað, eftir nokkurra ára dvöl í Ameríku. — Vann hann þar í tvö ár á gúmmí- smíðastofu og ætlar nú að setja hjer upp slíka smíðastofu, með nýtísku áhöldum. Verður þar gert við bifreiða-dekk og slöngur, skó- hlífar, gúmmístígvjel o. s. frv. — Vinnustofan verður í Veltusþndi 1, beint á móti Steindóri. Eldur kom upp í gærkvöldi í bifreiðaskúr hjá Þingholtsstræti '21. Kviknaði í benzini og brann talsvert bifreið, sem þar var inm; .brann af lienni skýlið („toppur- inn“) og sætin eitthvað talsvert, en sjálf grindin mun ekki hafa skemst til muna og ekki brann gúmmí-ið af henni. Eldurinn var orðinn talsvert magnaður þegar islökkviliðið kom að, en því tókst fljótlega að kæfa hann. Bifreiðina átti Ólafur Stefánsson prentari o. fl. Oaitk-Pfska gerðardómsnefndin skipuð. Danir og Þjóðverjar hafa nú skipað nefnd þá, sem samkvæmt gerðardómssamningnum frá 2- júlí 1926 milli þessara þjóða, á að fjalla um öll pólitísk ágreinings- efni, sem fyrir kunna að kóina milli þeirra. Danir hafa skipað af sinni hálfu Júlíus Möller hæstarjettardómara og Undén fyrv. utanríkisráðherra Svía. En Þjóðverjar dr. Fleisch- mann, prófessor háskólans í Halle og dr. von Waldkirch prófessor við haskolann í Bern. — Stjórnir beggja landa hafa fallist á sem oddamann í nefndina van Lynden van Sandenberg greifa, kammerherra hjá Hollands- drotningu, og er hann formaður nefndarinnar. Gilletteblðð ' ? ■ ávalt fyrirliggjandi í heildsölu lfilh. Fr. Frimannsscn Sími 557 Hinar margeftirspurðu KEÍlÍErs „Couníy CsramEls“ nýkomnar aftur. * Tóbaksverjlun Islands h.F. M UlíHi verða í Herðubreið. Aðeins úrvals Borgarfjarðarkjöt. Fyríriiggjandi s Saltpokar Fiskkörfur Merkiblek Fiskmottur Bindigarn. Andersen, Símar 642 & 842. Austurstræti 7. ^írni 27 hEima 2127 Rlálnlng

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.