Morgunblaðið - 09.05.1928, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.05.1928, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ I INigmfflM IÖLSEIMI (( Frð Fliigfjelaginu. Ferð Walters og dr, Alexanders Jóhannessonar til Norðnirlands. Höfum fengið: Lauk i pokum. Xei*15flur: Matarkartöfur, útlendar og íslenskar, Eyvindarkartöflur úl útsæ5is. Kandfs. Ferðstöskur góðar og mjög fallegar, nýkomnar. Versbniti Alffaf Bankastræti 14. MORGENAVISEN B E R G E N (iiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiniii er et af Norges mest læste Blade og er serlig » Bergen og paa den norske Vestky°t ndbredr i alle Samfondslag. MORGENAVISEN er derfor det bedste Annoneeblad for alle son önsker Forhindelse med den norake Fiskeribe drifts Firmaer og det övrige norske Porretningi liv samt med Norge overhovedet. Annoncer til Morgenavisen modtages i Morgenbladid’s Expedition MORGENAVISEN bðr derfor læses af alle paa Island. imfone FOOTWEAR COMPANY Gúmmívinnuskór með hviium söla. Gúmmístígvjel r/neð egta hvitum séla. Aðalumboðsmaður á íslandi. Ó. Benjaminsson Pósthússtræti 7 — Reykjavík. Birgðir í Kaupmannahöfn hjá Bernhard Kjar Gothersgade 49, Möntergaarden Köbenhavn K. Simnefni: Holmslrom. Ðílaolia, 3 tegunðir. Koppafeiti. Gyrkassaolía. Skilvinduolía. Vald. Klappapstíg 29. Dynamóolía Saumavjelaolía. Po u 1 s e n. Simi 24. Þakjérvt fyrirliggjandi: nr. 24 — 7, 8, 9 og 10 feta. nr. 26 — 6, 7, b, 9 og 10 feta. Heildv. Garðars Gíslasonar* inattSDymukaDSleikur verður háður í kvöld kl. 8*4 á íþróttavellinum milli sjó-, liða af franska herskipinu Ville d’Ys og K. R. Aðgöngumiðar kosta 1 krónu fyrir fullorðna og 25, aura fyrir börn. Allir út á völl 1 kvöld. ~ Flugmaðurinn þýski, Waltei', og dr. Alexander Jóhannesson komu með Drotningunni að norðan um helgina. Mbl. liafði tal af dr. Alexander í gær. Lætur hann vel yfir ferð sinni. Var þeim fjelögum alstaðar mæta vel tekið, og er áhugi manna f'ýrir flugferðum hvarvetna mikill. Eftir því sem dr. A. J. sagði frá, er ákveðið, að hafa tværfast- ar flugferðir á viku til Akureyrar. í annari ferðinni á að ltoma við á ísafirði og Siglufirði. Sú ferð mun taka 4—5 klst. f hinni ferð- inni verður enginn viðkomustað- ur. Verður þá flogið frá Breiða- firði yfir á Húnaflóa, og síðan norður um Skaga fyrir Siglunes inn Eyjafjörð. Þessar ferðir verða farnar hvort svo sem farþegar gefa sig fram eða ekki. Þeir fjelagar atliuguðu lend- ingarstaði fyrir flugvjelina. Segir flugmaður ágætt að lenda á Poll- inum 4 Akureyri og eins á ísa- firði. Þarf engar sjerstakar ráð- stafanir til þess. Á Siglufjarðar- höfn er þrengra um. Þar verður að sjá um að hafa autt svæði fyrir flugvjelina, rjett norðan við staurapallinn, sem er á innri höfn- inni sunnanverðri, svonefnt „An- læg“. Afgreiðslumaður flugferða á Ak ureyri verður Jakob Karlsson. — Hjer í Reykjavík er búist við að flugvjelin lendi á mismunandi stöðum, eftir veðráttufari, venju- kgast á ytri höfninni, rjett utan við hafnarmynnið, eða þá inn í Sundum, þegar úfinn er sjór. En sje hvassviðri*á suðaustan er bú- ist við að lent verði í Skerjafirði. Til Þingvalla á að fljúga marg- ar ferðir um hverja helgi. Óvíst er enn um ferðir til Vestmanna- eyja. Fara þeir fjelagar dr. Al- exander Jóhannesson og Walter sennilega þangað innan skamms. Skrifstofu opnar fjelagið 15. þ. m. í húsi Eymundsens bókaversl- unar í Austurstræti. Tryggingar farþega. Flugfjelagið gengst fyrir því, ao farþegar þeir er flugvjel þessa nota, verði trygðii- á sama hátt og tíðkast í Þýskalandi. Eru allir farþegar líftrygðir fyrir 25 þús. mörk, og eins ef þeir slasast, svo þeir verði öryrkjar. En ef menn meiðast á flugi fá þeii* skaðabæt- ur, er nema 25—30 mörkum á dag þann tíma er þeir eiga í meiðslunum. Fðtftt en ekki .etnstskt* í blaðinu „19. júní“, janúar- eíntakinu þ. á., er sagt frá ungri stúlku, sem heitir Svafa Hallvarð- ardóttir. Hún á að fermast í vor, og er 14 ára; hún er nú organisti í Leirárkirkju í Borgarfirði. Þetta er fátítt, en ekki „ein- stakt/ ‘. Árið 1895 var drengur á lieim- ili mínu í Amarbæli, sem á fjórt- ánda árinu, árið, sem hann var fermdur, var organisti í öllum kirkjunum í Ölfusinu, í Arnar- bæli, á Hjalla og Reykjum. Öll árin, sem jeg var prestur í sveit, hafði jeg þann sið, að spyrja í messunni öll börn á aldr- inum 10—-14 ára frá veturnóttum og fram undir Páska, að jeg skildi fermingarbörnin frá; í þeim spurn ingum tólt litli organistinn þátt við hverja messu í sinni sóknar- kirkju. D'rengurinn, sem hjer ræðir um, var Guðmundur sonur minn. — Svona tilfelli kunna að vera fleiri, þó jeg þekki þau ekki. En jeg hafði gaman af að lesa um litlu stúlkuna, sem spilar í Leirárkirkju; og það væri gaman að heyra, ef víðar væru eða hefðu verið svona smávaxnir organistar í kirkjunum hjer á landi. Það er fróðleikur líka „upp á sína vísu.“ Rvík 6. maí ’28. Ólafur Ólafsson. , Útsvðr í Siglufirfti. Þar hefir verið jafnað niður kr. 119.407.00 á 590 gjaldendur. Þar af bera 21 hæstu gjaldendurn- ir kr. 92.700. S. Goos 31.000. Dr. Paul 12.000. H. f. Bakki 7.000. T. Hofmann 01- sen 6.000. H.f. Kveldúlfur 5.500. O. Tynes 4.500. Sew. Roald 4.000. Ragnar Ólafsson 3.250. H. Tlior- arensen 2.700. Halldór Guðmunds- son 2.500. Edv. Jakobsen 2.500. Ingólfur Árnason 1.500. Olaf Ev- anger 1.500. Sig. Kristjánsson I. 350. Áfengisverslunin 1.200. Fje- lagsbakaríið, h.f. 1.100. Halldór Jónasson 1.100. Ásgeir Pjetursson 1.000. íshúsfjelagið 1.000. O. Hen- riksen 1.000. Næstu 20 gjaldendur bera 9.210. Hinir 549 gjaldendur bera 17.497. í Siglufirði e'ru jafnaðarmenn í meirihluta í niðurjöfnunarnefnd og bæjarstjórn. Signrðnr Fleldstefl i Ferjukoti sextugur 24. apríl 1928. í Ferjukot er gatan greið, ]>ví grjóti er rutt úr vegi, og hugur bar oss hálfa leið á hýrum sólskinsdegi; á vinarfund er leið ei löng nje lengi af mörgum gengin. Við komum til að syngja söng um sextíu ára drenginn. Það gafst ei leið að gylla hann, hann gulli er dýrri sjálfur, og ekki færi að fylla hann með fánýtt orðagjálfur, og líka úr vegi að villa hann, sem var í engu hálfur; við komum til að hylla hann, það heyrist vítt um álfur. Ef við oss skilja vildir strax, jeg veit ei hvernig færi, við nefnum aldrei á nje lax, ef enginn Fjeldsted væri. Og ]>ú ert okkar, okkar Ford — jeg orða það nú svona —, og þú ert okkar, okkar lord, og allir til þín vona. Við blessum ykkar bæ og hjú, og bygðin fái að heyra að ykkar stöðugt aukist bú og enginn veiði meira. Og ykkur krýni gæfa góð — nú göngum við í dansinn. Jeg segi amen, legg mitt ljóð sem lítið blóm í kransinn. 7. G. iardliiotiu, aímæld og í metrataii. Lítið í gluggana! lurii S. Póiðarson Laugaveg. Bækur Dansk-íslenska fjelagsins: Ág. Bjarnason: T]roels Lund. K. K. Kortsen: Sören Kierke- gaard. Th. Krabbe: Iðnaður Dana. Begtrup: N. F. S. Grundtvig. Hve!r bók kostar aðeins 1.80. Karl Madsen: Málaralist Dana (með 39 myndum) 3 kr. SolInDlllur eru framleiddar úr hreinum jurtaefnum, þær hafa engin skaðleg áhrif á líkamann, en góð og styrkjandi áhrif á meltingarfærin. — Sólinpillur hreinsa skaðleg efni úr blóð* inu. Sólinpillur hjálpa við vanlíðan e'r stafar af óreglu- legum hægðum og hægða- leysi. — Notkunarfyrirsögn fylgir hverri dós. Verð að- eins kr. 1.00. — Fæst í LAUGAVEGS APÓTEKI. eru komnir i Fatabúðina. steiiddr hefir fastar ferðir til Eyrarbabka oy Stokkseyrar alla mánudaga, mið- vikudaga ok laugar- dag;a. -íss- Sfmi 581 Beitu kolakaupln gJBro þolr, sem kaupa þessl þjódfreogu togarakol hjá H. P. Duua. Ávalt þur ár húsl. Siml 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.