Morgunblaðið - 15.05.1928, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.05.1928, Blaðsíða 3
MO-ROFNBLAÐTÐ 3 ' MORGUNBLAÐIÐ Btofnandl: Vilh; Finsen. tJtfcjefandi: Fjelag í Reykjavlk. Ritatjórar: .16n Kjartansson. \raltýr Stefánsson. Auglýöingrastjóri: E. Hafberg. Skrlfstofa Austurstræíi 8. Síml nr. 500. Auglýsingaskrifstofa nr. 700. Keimaslmar: Jön Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Aj#kriftag:jald: Innanlands kr. 2.00 á mánutSi. Utanlands kr. 2.50 - — I Jausasölii 10 aura eintakib. 'x-trzztmjr&ntæm Erlendar símfregmv. Khöfn 13. raaí. F.B. Japanar leita samþykkis stórveldanna. Frá London er símað: Blaðið Daily Telegraph skýrir frá því, að japanska stjórnin muni hafa farið. þess á leit við stórveldin, að þau leyfi Japönum að þeir kernemi sjö enskra mílna belti hringinn í kringum Tientsin. Ef leyfi stórveldanna fengist og Jap- anar hefði her manns á þessu svæði, þá mundi það leiða það af sjer, að þjóðernissinnum reyndist erfitt að taka Peking herskildi. Stórveldin, en einkum þó Banda- xíkin, ern t.alin vera mótfallin því, að Japönum verði veitt leyfi til þessa. Blaðasýning í Köln. Frá Köln er símað: Alheims- sýning blaðanna var opnuð í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. — Viðstaddir voru fulltróar frá fjörutín og þremur löndum. að her Japana í Kína skuli hætta öllum hernaðaraðgerðum, þar sem ástandið sje nú viðunandi. Deilur Lithauen og Póllands. Frá Berlín er símað: Lithauen hefir felt tillögu Póllands um ör- yggissamning á milli Póllands og Lithauen. Mikill mannfjoldi safn- aðist saman í Kovno í gær og ljet í Ijós andúð gegn fulltrúum Pól- lands, sem sömdu við Lithauen. Lögreglan neyddist til þess að skerast í leikinn. Stýfing í Grikklandi. Frá Aþenuborg er símað: Stjórn in í Grilcklandi hefir samþykt verðfestingu. Þrjii hundruð sjötíu og fimm drökmur jafngilda einu sterlingspundi. Frá 5?y3 sfirð. Seyðisfirði 14. maí. F. B,- Garðavinna byrjaði snemma í ár. Vár byrjað að setja í kartöflu og rófnagarða í maíbyrjun. Þorsk afli góður, síldarvart öðru hvoru, mokfiski sagt á Hvalbak. Barnaskólaprófi lokið, uppsögn skólans fer fram á morgun. — Kenslu nutu 75 börn í vetur. Sauðburður byrjaður. Öndvegis- tíð. Finnur pröf. lónsnon lætur af embætti. muaMf r.u- umJ Taka flest menningarlönd heimsins þátt í henni. íslandi er þar ætluð sjerstök sýningardeild og stendur prófessor H. Erkes fyr- ir því. íslendingar hafa sjálfir ækki átt neinn þátt að þessu, og er ekki að vita hvernig það gefst. Mun íslandsvinafjelagið þýska liafa gert það á sitt eindæmi. í •sambandi við sýninguna verða haldnir 200 functir eða ráðstefnur. Myndin lijer að ofan er af einni •sýmngarhöllinni. Er á henni turn 85 metra hár. Khöfn 14. maí. F.B. Frá Kína. Frá Peking ei* símað: Norður- herinn flytur frá öllum vígstöðv- unum. Suðurherinn nálgast Ti- entsin. Vestúrhluti Shantung-hjer- aðs er algerlega hernuminn af Japönum. Frá Tokio er símað: Japanska herstjórnin hefir skipað svo fýrir, Finnur -Tónsson prófessor hjelt seinasta, háskólafyrirlestur sinn á föstudaginn. Öll sæti í salnum voru skipúð stúdentum og auk þess voru þar prófessorarnir Vil- lielm Andersen, Hans Brix, Brönd- um Nielsen, Arup og Hammerich. Kennarastóllinn var rósum skreytt ur og er prófessorinn kom inn var honum tekið með fagnaðarópum, en ungur stúdent, Alf Henriques hafði orð fyrir fjelögum sínnm, færði honum þakkir þeirra og fagran silfurbikar með blómum. Prófessorinn þakkaði með hjart næmum orðum og flutti síðan sein asta fýrirlestur sinn. Að honum lolcnum þakkaði Hans Brix pró- fessor dr. Finni fyrir hönd hinna eldri kennara, það fordæmi, sem hann hefði gefið í 40 ár, skarp- skygni lians, nákvæxnni og ást á mentagrein sinni, dug lians og djörfung þegar á þurfti að lialda, t. d. í því að ráðast á hinar hæpnu lcenningár Soi>hus Bugge. Síðan talaði Vilhelm Andersen, sem er einn af lærisveinum Finns og mælti: „Þjer hafið orðið góður Dani, jafnframt því að vera góður íslendingur. Vjer þökkum yður líka fyrir það. Þjer hafið lialdið við sambandi norrænnar menn- ingar og það samband má aldrei bila.“ Finnur prófessor tók í hönd samverkamanns síns og þakkaði síðan ölluni enn á ný hjartanlega. Og í seinasta sinn gekk hann úr kenslustólnum og fylgdu honum innilegar árnaðaróskir gamalla og nýrra lærisveina hans. (Tilk. frá sendiherýa Dana). Finnlandsförin. Samkv. einka- skeyti á konungsskipið „Niels Juul“, sem þeir eru á konungur vor, Moltesen utanríkisráðherra og Ttyggvi Þórhallsson forsætis- ráðherra, að kasta akkerum á Helsingforshöfn kl. 11.30 f. h. í dag. Relander forseti kemur þá um borð til að bjóða gestina vel- ltomna. Veðrið (í gærkvöldi kl. 5). All- djúp lægð fyrir norðaustan land. Vestan hvassvirði á N- og A-landi, en úrkomulaust. Vestan stinnings- kaldi og skúrir á SV-landi. 15— 16 stiga hiti víða á Austurlandi. Skamt fyrir norðan landið er fremur kaldur norðanvindur. Og því útlit fyrir kuldakast á Norð- urlandi. Veðurútlit í dag: NV stinnings- kaldi. Skúrir. Sundkensla byrjaði að Álafossi í gær hjá Sigurjóni Pjetúrssyni, í hinni ágætu laug ofan við foss- inn. Sundkenmri er Sveinn Þór- arinsson málari frá Kílakoti í Kelduhverfi. — Nemendur verða mjög margir, líklega eitthvað um 40. Jón H. Þorbergsson flytur frá Bessastöðum að Laxamýri í Þing- eyjarsýslu seint í þessum mánuði. Hann biður Morgunblaðið að bera öllum kunningjum sínum, sem banii nær ekki til áður en bann fer, kveðju sína og árnaðaróskir. Útgefendnr biður hann að senda sjer blöð og tímarit norður til Hiísavíkur og heimta ándvírði þeirra með póstkröfu. Knattspyrna yar háð á íþrótta- vellinum á sunnudaginn milli K. It. og Englendinga af skipinu „Knebwortb“. — Var skipstjóri sjálfur, stýrimaður og fleiri yfir- menn skipsins meðal leikenda. Úr- slit urðu þau, að. K. R. sig'raði með 14 : 0. Báru Bretarnir hið mesta hrós á K. R. menn og sögðu að þeir mundu verða teknir í ensk knattspyrnufjelög, sem iðka kapp- leika, ef þeir kæmi út. Söng’skemtun, Blandað kór, sem Jón Halldórsson hefir verið að æfa að undanförnn, fór suðúr til Vífilsstaða á sunnudaginn og '■kemti sjúklingum með söng. Var það áður venja Karlakórs K. F. U, M. að fara til Vífilsstaða og endurtaka þar söngskemtanir þær, er bæjarbúar böfðu áður hlýtt á. ’> nú ljet þetta kór sjúklingana sitja fyrir því að heyra til sín, Það mun syngja opinberlega hjer í Reykjavík áður en langt um líður. Hjálpræðisherinn heldur vorhá- tíð sína í kvöld kl. 8. Eyjólfur Jónsson rakari les upp. Ka'rlakór frá St. Skjaldbreið syngur, for- ingjar Hjálpræðishersins í Færeyj- um syngja færeyska söngva o. fl. verður þar til skemtunar. Togaramir. — Tryggvi gamli, Karlsefni, Otur, Egill Skallagríms- son og Kári Sölmundarson eru ný- komnir af veiðum, allir fullhlaðn- ir. Er það mestmegnis smáfiskur ng millifiskur, sem þeir hafa feng- ið og er lifrarlítill — voru skipin með 60—70 tunnur. „Æfintýri á g'önguför" verður leikið ■ í kvöld. Aðgöngumiða til kvöldsins má panta í síma 191, annars seldir frá 10—12 og eftir 2 í dag. Línuveiðaraeigendur við Faxa- flóa koma saman á Hótel Hekla í kvöld ld. 8 til þess að ræða um komandi síldarvertíð o. fl. akandi eftir Klapparstíg og er sýnilega að flýta sjer alveg eins og lífið liggi við. Skamt fyrir of- an Laugaveginn stendur heljar- mikill staur úti í götujaðri, rjett við eystri gangstjettina. Staurinn: er bæði hár og digur, og ófúinn. Hann ber uppi brunasíma og raf- síma. Bifreiðin rennir beint á staurinn og varð höggið svo mik- ið, að liinn mikli stólpi þverbrotn- aði á tveimur stöðum eins og hann hefði verið höggvinn sund-1 ur. Hrökk hann upp á gangstjett-; ina, kom niður á endann og fjell; svo með braki og bramli, en húsin í nágrenninu ljeku á þræði og var sem brothljóð í hverju bandi, er símarnir slitnuðu. Bifreiðin stað- næmist, bifreiðarst jórinn kemur út og borfir um stund á staurinn. „Þetta er ljótt,“ segir hann, stíg- ur svo upp í bifreiðina aftur, set- ur hreýfilinn á stað og — ekur burt, eins og ekkert hafi í skor- ist. Furðaði þá, sem sán, að hægt skyldi að aka bifreiðijmi eftir þetta mikla áfall, og ekki skyldi mennirnir, sem í henni voru, stórslasaðir. — Bifreiðin var frá „Litlu bifreiðastöðinni", ogbif reiðarst.jórinn heitir Sigurður. Á sunnudaginn var settur upp nýr staur í staðinn fyrir þann brotna. Næturlæknir í nótt Ólafur Þor- steinsson, sími 181. „Mikill ertu munur." í höfuð- borg Póllands vildi það til 1. maí, að kröfugöngur sósíaldemokrata og kommúnista mættust á torgi einu. Varð þeim svo mikið nm að sjást þarna á þessum hátíðisdegi, að flokkarnir lentu í bardaga. — Þrír menn biðu bana, en allmargir voru fluttir særðir af vígvellinum. Svo mikið er hatrið þar milli þess- ára flokka. Það er eitthvað ann- að hjer um slóðir. Danskir sósíal- demokratar eni svo fjarri því að amast við kommúnistum, að þeir styrkja íslenska kommúnista með stórfeldum fjegjöfum. Knud Rasmussen fór með Fyllu Í gær áleiðis til ísafjarðar og Ak- ureyrar. Hann kemur hingað aft- ur um næstu helgi. Hvert sæti var skipað í Nýja Bíó á sunnudaginn, á myndasýningu hans. Flutti hann þar stuttan fyrirlestur um lífs- kjör Eskimóa og tilgang sinn með rannsóknum á högum þeirra. Þó fjölmargir bæjarbúar hafi enn eigi haft tækifæri til þess að hlusta á hann og sjá myndir hans, tekst sennilega elcki að fá hann til þess að halda hjer fleiri myndasýning- ar og fyrtrlestra. Enn hefir mest- allur tími lians hjer farið í fyrir- lestrana. En hann lcom hingað m. í). til þess að kynnast landi og þjóð. G.s. fsland kom frá Höfn á sunnudagskyöld. Meðal farþega voru: Frú Soffja Kvaran, Ásgeir Pjetursson kanpm., Páll -Ölafsson framkv.stj., Páll Bjarnason lögfr., H. Thors, Lorentz Thors, L. Kaab- er bankastj., Sig. Kristjánsson, ungfrú Margrjet Sveinsdóttir, Sig ríður Hallgrímsdóttir, frú Zwads- by, ungfr. Matth. Helgason, Val- gerður Sæmundsdóttir, Odda Sæ- mundsdóttir o. fl. Alls um 50 far- þegar. — Skipið fer í kvöld kl. 6 til Norðurlandsins með fjölda far- þega. Meðal annars: Sigurjón Jónsson útibústj. og frú, Magnús Thorberg útg.m., Árni Helgason læknir, Kristinn Magnússon versl- unarm., Björn Arnórsson kaupm., Axel Arnfjörð, Karl Einarsson fyrv. sýslum., Þorgeir Jónasson kaupm., Elías Halldórsson, Páll Guðmundsson, ’ Grímur Bjamason og Magnús Björnsson tollverðir o. m. fl. í „Politiken" frá 5. þ. m. er kjallaragrein eftir Guðmund Finn- bogason, þar sem hann gerir grein fyrir tillögum þeim er hann rit- , aði um í bólt sinni „stjórnarbót", og' miða að því að koma í veg fyr- ! ir ófrið. UPDhOð veröur halðið að Bessa- stöðum á Álftanesi, mið- vikudaginn 23. þ. m. ki. 1 e m. Þar verða seldir ýms- ir búsmunir, svo sem: kerrur og ýms áhold. t Ný tegnnd jurtasmjörlíki 78 anra alveg nýkomið Irma Smjörlíkissjerverslunin, Hafnarstræti 22. Jeg hefi flutt vinnustofu mina í Midstræti 12. Guðrún Jónsdóttir, straukona. Ditrkopp ■WMt m 'S saumavjelar, hand- snúnar og stignar, fyrirliggjanði. Verslunin lðn Björnsson 6 Go. lliijið bier megrast? notiö þá Oftmos-bftði 0; 2L . jþ . ' ; • .v ,-v 4 Við hvert bað Ijettist þjer • a!t ad 500 grðmm. -Í!) 3 Fæst i Laugavegs RpöfgkS. SfTT,l 21 *] Iráma 2.12? Bifreið stangast við staur. Það Bretar og „bretaveig". Heyrst var á sunnudagsmorgun kl. 5. — hefir að enskir ferðalangar, sem Veður var kýrt og hjart og dagur ætluðu sjer að heimsækja ísland á lofti fvrir löngu. Bifreið kemur í sumar, gangi óðum aftur úr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.