Morgunblaðið - 19.08.1928, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.08.1928, Blaðsíða 2
2 MÖRGUNBLAÐIÐ Höfum til: Lifrarkæfu í V* og Vs kg. dósum. Svinafeíti í kvartelum og kössum. Styfttan kanel í 1 kg. pökkum. Gerdufft, Dr. Oetkers. Borðsalft. Hlusftrað, Colman's. Plpar. Nýkomið s Kveng-ólftreyjur með og án loð- kants, margar teg. Telpupeysur iir silki og ull fl. stærðir. Prjónaföt á drengi, fl. stærðir. Karlm. nærföt, margar teg. Kvenbolir úr ull, ísgarni og baðm- ull, ódýrir. Telpusokkar, margir litir. Kvensokkaimir þektu úr ull og silki, fjölda teg. Karlm.sokkar, ótal teg. Bamabolir, 5 stærðir. Drengjanærföt, „Janus' ‘ -merkið þekta, allar stærðir ásamt mörgu fl. í AUSTURSTRÆTI 1. h s. Mwm s co M.s. Drcnning Alexandrine fer þriðjudaginn 21. ágúst kl. 6 “síðdegis til Dýrafjarðar, Isafjarð- ar, Siglufjarðar og Akureyrar. Þaðan aftur til Reykjavíkur. Farþegar sæki farseðla á morg- un mánudag). Fylgibrjef yfir vörur verða að koma á morgun. C. Zimsen. Sápur viö allra hæfi Dorðsápur, Anðlitssápur, Handsápur, Barnasápur. Hvergi betra úrval nje lægra verð. Hórarinn Iðnsson tónskáld. Það er sannarlega tími kominn til þess, að lcynna þetta unga tón- skáld fyrir þjóðinni. Sjálfur hefir hann gert vart við sig með því móti, að láta syngja eftir sig tvö lög á síðustu hljómleikum þeirra frú Dóru og Haraldar Sigurðs- sonar, sem frúin söng af sinni al- kunnu snild. — Er ánægjulegt að lesa ummæli hr. Sigfúsar Einárs- sonar í Morgunblaðinu síðastl. fimtudag um þessi lög Þórarins. En hver er hann þá þessi ungi maður, sem heilsar þjóðinni svona unaðslega eftir nærri fjögrá ára dvöl erlendis ? Þórarinn Jónsson er fæddur í Mjóafirði 18. sept. árið 1900. For- eldrar hans voru Jón Jakobsson og Margrjet Þórðardóttir. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum í Mjóafirði, og hyrjaði að stunda fiskveiðar með föður sínum þegar innan við fermingu. Snemma fór að bera á því, að hann var óvenju lega söngnæmur. En því var lítt gaumur gefinn, enda heimilis- ástæður foreldra hans ekki svo góðar, að eyða mætti tímanum í slíkan „óþarfa“ sem að sitja yfir nótnabókum eða við bljóðfæri. Eftir því sem Þórarinn óx upp varð það betur og betur augljóst, að pilturinn bjó yfir undraverð- um gáfum á þessu sviði. Hann hafði með ýmsum ráðum komist yfir allmikið samsafn af nótna- bókum, sem hann var öllum stund- um niðursokkinn í að lesa, og um fermingaraldur mun hann hafa vei-ið byrjaður að semja lög sjálf- ur og skrifa niður. — Mesti örð- ugleikinn við þessar tónsmíðar var vöntun á hljóðfæri. — í þorpinu, Mjóafirði, þar sem Þórarinn átti heima, var um tíma ekkert hljóð- færi, en á næsta bæ fyrir innan Reynslan hefir þegar synt, að Bif reiðaðekk eru einhver allra traustustu og ending- arbestu dekkin, sem hjer eru á boð- stólum. Verðið er þó ekki hærra en á öðrum lakari tegundum. Bifreiöastjórar! Ðifreiðaeigendur! Gjörið svo vel að leita nánari upplýsinga um þessi bifreiðadekk áður en þjer festið kaup á öðrum tegunöum. Nokkrar stærðir fyrirliggjanði. Hvannbergsbræöur. þorpið, um klukkutíma gang frá þorpinu, var harmonium, og þang- að 'gekk Þórarinn hvenær sem hann gat, til þess að komast að hljóðfærinu. Þessir útúrdúrar pilts ins frá skyldustörfunum munu ekki hafa verið vel sjeðir af þeim, sem yfir honum áttu að segja, og er vafalaust að þessi vandaði unglingur hefir oft átt í hörðu stríði, þegar annars vegar togað- ist á um hann vægðarlaus köllun- in, en hins vegar hlýðnin við for- eldrana. Þegar kom yfir fermingaraldur bar nokkuð á því að þunglyndi sótti á Þórarinn. En orsökin var eingöngu vonleysi um að hann myndi fá tækifæri til þess að mentast vegna fátæktar. Sigdór Brekkan, sonur Vilhjálms bónda á Brekku í Mjóafirði var barna- kennari í þorpinu um það leyti sem Þórarinn var að alast upp. Hann mun hafa fyrstur manna uppgötvað hina framúrskarandi tónlistargáfu Þórarins. Og það var fyrir tilstilli hans að nokkurir kunningjar hans rjeðust í það að síyrkja Þórarinn til náms haustið 1922. Fyrst til Reykjavíkur tvo vetur og síðan til Þýskalands ár- ið 1924. Hefir Þórarinn dvalið þar síðan, lengst af í Berlín, og stund- að nám af hinu mesta kappi. Hann hefir notið kenslu ýmsra merkra manna, þar á meðal Fr. Kochs prófessors við hljómlistarháskól- ann í Berlín. Þórarinn kom hingað' heim síð- ast í júní í sumar, til þess að taka sæti í nefnd þeirri, sem á að und- irbúa hljómleilca sem fyrirhugað er að halda á Þingvöllum á Al- þingishátíðinni 1930. Enn sem komið er, hefir mjög lítið hirst af tónverkum eftir Þór- arinri. En það sem hann hefir lát- ið frá sjer fara, nægir þó til þess að sýna, að hjer er á ferðinni skáld af guðs náð, sem er líklegt til þess að verða frægur mað- ur. — Fyrir tveimur árum samdi hann stórt tónverk fyrir fiðlu (Doppel Fuge yfir nafnið' B-a-c-h) sem leikið hefir verið í Þýskalandi og farið hefir verið mjög lofsam- legum orðum um. Prófessor Koch, sem minst er á hjer að framan, laulc mildu lofsorði á verk þetta. Lagið „Ave Maria“, sem frú Dóra söng á hljómleikunum síð- asta þriðjudag, söng þýsk söng- kona á hljómleik í vetur í Þýska- landi, og blaðaummæli um lagið og höfundinn eru framúrskarandi lofsamleg. Hingað tit hefir tími Þórarins mestmegnis gengið til lærdóms, og er.n mun hann hafa í huga að stunda nám í Þýskalandi 2 ár til. Þórarinn, er mjög yfirlætislaus maður og lítið gefið um að hon- um sje haldið á loft. Hann er allur þar sem hljómlistin er. — Það má með sanni segja, að alt hans líf er lielgað sönglistinni. Svo trúr er hann sinni köllun, að slíks eru vafalaust örfá dæmi. Mig langar til í sambandi við þetta að segja ofurlitla sögu af honum. Veturinn 1926—27 eftir að hann hafði samið hið mikla fiðluverk, sem getið er um hjer að framan, skrifaði hann einum kunningja sinna heim til íslands um þetta verk og um þá dóma, sem það hefði fengið. Var auð'fundið að brjefið var skrifað í sælli hrifn- ingu hins unga.skálds, sem í fyrsta sinn er viðurkendur af mikils- metnum kennara. En ekki var hætt við þ,ví að lofið stigi honum til höfuðs, ])ví í enda brjefsins stóðu ]>essi orð: „En vinur minn! Nú er fyrst vandi á feiðum. Því þegar manni hefir tekist eitthvað vel, er það skylda að gera hetur næst“. Þeir sem með slíkri trúmensku rækja störf sinnar köllunar, verða áreiðanlega nýtir menn og þjóð' sinni til mikils sóma. Jeg tek svo að endingu undir með Sigfúsi Einarssyni: Hamingjan fylgi honum. B. Hunlð hið fjölbreytta úrval af kvenregnkApum í Austurstræti 1. h S.EmlgiPD í Gl. smábátamótorar ávalt fyrirliggjanöi hér á staðnum. C. Proppé. tanncrem hefir náð meiri útbreiðslu hjer í bæ en nokkur önnur slík vara. — Kolynos er bragðbetra og drýgra en nokkurt annað tann- crem. Tannlceknar bæjarins mæla eindregið með Kolynos. Reyn- ið það. Haraldur Árnason er umboðs- maður fyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.