Morgunblaðið - 11.07.1929, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.07.1929, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Höfum til: Umbúðapappír i rúllum, Umbúðapoka, ýmsar stærðir. Ðindigarn, Skógarn. Gúmmlbönd. Kveðja frá Færeyjnm. Á íþróttamótinu við Þjórsárbrú Ibar lýðskólastjóri Simun av Skarði frá Fæyeyjum — sem er nú gestur ungmennafjelagamui hjer á landi og fjelagsins Grímur Kamb- an hjer í bæ — fram kveðju þessa : Fyrir 3 vikum lagði jég af •stað frá Færeyjum í þeim tilgangi íið vitj'a jókunnugs lands og ókunn- ugrar þjóðar; .því aldrei á æfi minni hefi jeg komið hingað til íslands áður. En núna, þegar jeg er búinn að vera hjerna nokkra ■daga, finst mjer, að þjer íslend- ingar sjeuð landar mínir, og pijer finst alls ekki, að jeg sje á meðal útlendrar þjóðar, miklu fremur á j.ieðal góðra kunningja og gam- alla vina. Öðru vísi er með landið yðar. Að rísu eru fjöllinjijerna svipuð fjöllunum okkar í Færeyjum; en hjema er alt miklu stærra. Og svo bætist við ís og eldur: Skínandi hvítir jöklar hátt á móti himni, sjóðandi heitir hverar upp úr yfir- borði jarðar, og í iðrum landsins logaudi eldur. Þetta er æfintvri. Á meðan jeg var barn, las jeg --oft æfintýri, og mig langaði til þess að koma einu sinni í ríki æfintýrsins og að fá kóngsdótt- urinnar. Nú er jeg í ríki æfintýr- isins, og hjerna er kóngsdóttirin, og hjerna á hún æfinlega að bera kórónu sína. Leyfið mjer að færa yður kveðju frá fósturlandi mínu, frá Færeyj- nm og frá þjóðinni þar. Sú kveðja er í Ijóðum, orturn undir göiúluin færeyskum bragarhætti og auk þess með stuðlasetningu: Forlög vóru fornum sett frægdarverk at. inna; nornan bendi norður-vestur nýlendu at vinna. Stev: Lívshuga langtar at málum; hátt hevjist songur úr sálum. Upp í ljós, upp í Ijós! Lívshuga langtar at málum. Skútur lögdu um skerjagarð, skolar brim á flesjum. „8iglnm brátt og siglum fljótt, siglnm at íslands nesjum “ Öndvegissúlur Tngólfs aHar halga landið, haiga flötur, halga fjöll, imlga jöklabandið. •Tökulsgler er oman á, eldar undir brenna: úir heljarkaklar og heitar út í havið renna. Eyðkennt land og ognin góð, æingin eigur slíka. Heil veri tú, hetjutjóð! hevj tú skattin ríka. Eyðkcnnt. land og ognin góð, Ingólfs ætt tað eigur. Jngólfs aút! tú royndist reyst, l rótleggur var seigur. Forlög eru Fróni sett, fagrar eru vónir; * Ingólfs börn so ung og revst. eiga sögusjónir. Ueil veri tú. hetjutjóð! hátt beri tú merki. ; Veri tær so eitt og alt Islands heiður sterki. i« Stev: Lívshuga langtar at málum; hátt hevjist songur úr sálum. Upp í ljós, upp í Ijós! Lívshuga langtar at málum. II lffirður laga ög riettar býður bílstjóra í tugthúsið. II I gær kom Sigurbergur EJísson bílstjóri inn í skrifstofu Morgun- bJaðsins, og hafði eftirfarandi sögu að segja: Jeg Iiefi vinnu við gistihúsið nýja og Jiefi undanfarið verið að aka sandi úr sandgryfjunni í Ár- túnsbreldai. Síðastliðijm mánudag vaj- jeg á leið inn í grj'fju eftir sandi; sat í framsætinu hjá mjer verJcamaður, Kjartan Ólafsson að nafni, og tveir aðrir verkamenn stóðu aftan á Mlnum. Jeg var kominn inn undir EJliðaár, að syðri brúnni og sje hvar skraut- legur fólksflutningsbíll kemur á hraðri ferð á móti mjer á veg- inum millí brúnna. Jeg el-c yfir brúna og 'oevgi svo strax út á vegarkantinn til vinstri og hægi ferðina. VegUrinn er mjór þarna og engin leið fyrir bíla að mætast. Bjóst jeg við, að bíll sá, er á móti mjer kom, mundi bíða þar til jeg var kominn af þrengslunum við bi'úarendann. Svo varð ekki, JieJdur ekur bíllinn á hraðri ferð áfram, og stöðva jeg þá alyeg, en hinn elcur áfram beint á bíl minn og skemdi töluvert. Jeg geng út úr bílnum og sný mjer að komu- matini og sje að þar Situr við stýr- ið Hjörtur nokkur Ingþórsson, lög- gæslumaður stjórnarinnar, en aft- ur í situr dómsmálaráðherrann og frú hans. Jeg spyr Hjört hv.að hann meini jneð þessu athæfi, en hann kemur út og fer að athuga bíl minn, og skemdir þær sem á honum höfðu orðið. I sama augnabliki kemur dóms- málaráðherrann út úr bílnunr og snýr sjer lir'analega að mjer og skipar mjer búrtu með bílmn. — Jeg kveðst eldci mundi fara fj'r en Hjörtur hefði játað sína sök, eJla yrði lögreglan látin rannsaka rtaðinn og skera úr hver ætti söJv á. árekstrinum. Varð dómsmálaráðSierraun þá reiðtir og segir við mig með þ.fósti miklum: „Leyfið þjer yðu" að st.öðva mig; jeg er að verða of seinn og verð íið halda áfram.“ •Jeg sagði ráðherranum, að mjer kæmi ekkert við hans ferðalag. Skipaði þá ráðherrann Hir'ti að flytja bíl minn á sína ábyi'gð, en jeg sagði lxonum að bíllinn yrði þarna k.yr þar til Jögreglan lcæmi á staðinn, ef Hjörtur vildi ekki játa sína sök. Ætlaði nú dómsmálaráðherrann gersamlega að tryllast, varð æfa- reiður og sagði við mig: „Slcamm- ist þjer burtu; — jeg sJcal sjá um að þjer fáið að lcomast fyrir rjett- inn í lcvöld og að þjer verðið settur í tugthúsið.“ Þet.ta marg- endurtók ráðherrann log varð ó- frýnn á að Jíta. Hafði hann staf í liendi, hjelt með liendinni um miðjan stafinn og reiddi til höggs. Jeg ljet sem jeg heyrði elclci hót- anir ráðherrans; en elclci veit jeg lfvernig viðureign olclcar liefði lyktað, ef Hjörtur hefði eklci Jjoðið mjer sætt. Bað hann mig að lcoma og tala við sig þegar jeg lcæmi aftur niður í bæinn. Fer jeg svo upp í bílinn og ætla að bíða eftir að fjelagi minn (Kjartan) kornist í sæti sitt; en dómsmálaráðherr- ann beið ekki eftir því, heldur slcell ir hann hurðinni af afli á eftir mjer svo að verkamaðurinn lcomst ekki inn í bíJinn. Ók jeg því næst spölkorn austur á veginn og stöðv- aði þar og tók Kjartan upp í bíl- dnn og hjelt síðan upp í sand- gryfju. Þegar jeg Jcom aftur niður f bæ- inn, sá jeg livar bíll Hjartar stóð fyrir utan lögre^glustöðina. Jeg fer inn á lögreglustöð iotg hitti þar Hjört í samtali við yfirlögreglu- þjón bæjarins. Fær hann yfirlög- regluþjónimi til Jjess að lcoma með oklcur inn að Elliðaám til þess að mæla staðinn, þar sem áreksturinn varð. Verkstjóri minn var og með í þeirri för. Þegar þangað lcom, sá yfirlögregluþjónninn þegar að jeg átti enga sök á árekstrinum, og Hjörtur mun nú hafa fallist á að svo væri, því hann segir mjer að láta gera við bílinn á sinn (rílcissjóðs?) kostnað. En dóms- málaráðherrann hefi jeg ekki hitt síðan og ekki hefir hann enn látið setja mig í tugthúsið. Molar frá fundumim á Norður- landi Niðurlag. Erlingur. Það leit elclci út fyr- ir, að „liöfuðstaðjir Norðurlands“ væri hreykinn af þingmannnium sínum eftir Akureyrarfundinn. — Það var heldur varla von. Erlingur hóf ræðu sína á þessa leið: „Jeg kom nú eiginlega nestis- laus á þennan fund. (Svo hló Er- lingur). Jeg bjóst. við, að fá, hjer nesti. (Nú hló hann dátt). .Jeg hefi eiginlega ekkert fengið, og hefí eiginlega elckert að segja.“ Þegar hjer var komið, var Er- lingur nætfur að hlæja en flesfir aðrir byrjuðu á því. Síðan hálf- tæmdist salurinn. „Það er þó gott við Erling,“ sagði fyndinn fundarmaður, ,,að þegar hann talar, batnar loftið í salnum, því flestir fara út.“ Norðlingui' lýsir ræðu Erlings ágætlega. „Hann byrjaði illa. Hann endaði illa. Og miðlcaflinn var eins.“ Ræða Erlings var talin verri en liajis er vandi. Þá er mikið sagt. „Ef 6 menn ættu allar jarðir j' Eyjafirði, Jivað mundu bændur þá segja ?“ spurði Einar Olgeirsson á Hrafnagilsfundinum. Var Einar að tala um ánauð þeiri-a, er ynnu lijá stærstu atvinnufyríftækjuin landsins. Einar svaraði sjálfur spurningu sinui. „Frjálslyndir bændur mundu rísa upp og hrista af sjer ’klaf- ann“. „Já, en ef eigandinn væri nú að- eins einn, og er það ekki það, sem þið viljið, að rílcið eigi allar jai'ðir ba>ði í Eyjafirði og annarsstaðar ?“ skaut þá einn fundarmanna fram í, „hvað mundu frjálsbomir menn þá gera?“ Einari varð orðfall, og það er von. Framsókn og vinnudómurinn. Eitt þeirra mála, sem þingmenn Frainsóknar eiga örðugt með að hreinsa sig af lieima í hjeraði, er meðferð Jjingsins á vinnudóms- frumvarpinu. Þeir hafa reynt hvert ráðið eft- ir anuað, til þess að séfa reiði kjósenda; beitt röngum skýringuin og beinlínis vísvitandi ósannind- um. En „upp komast svik um síðir,“ og svo hefir farið hér. — Sjálfstæðisblöðin hafa upplýst málið, og nú á undangengnum fundum hefir það verið ítarlega rætt, svo að þjóðin Jcann óvenju vel slcil á inálinu. Síðasta úrræði Framsóknar reyndi Bernhai'ð Stefánsson á Hrafnagilsfundinum. „Við Framsóknarmenn 'erum millifloklcui'inn. Við verðum að sefa öfgarnar á báða bóga. Hörð- ust, er deilan milli útge'rðarmanua og jafnaðarmanna. Jafnaðarmenn Jcornu með Jcröfuna uin rannsólcn á togarana. Við svæfðum Jiana. Út- g'erðarmenn komu með kröfuna um vinnudóminn. Við svæfðum liaiiii líka.“ Þóttist Framsókn nú hafa gert hreint fyrir sínum dyrum. Adam var elclci lengi í Paradís, því að næsti ræðumaður' minti á, að af 5 flutningsmönnum vinnudómsfrum- varpsins voru 4 bændur og þar af tveir Framsólcnarbændur. Varð Bernharð fár við, sem von er, ]iví ]>á tekur hróður Framsókn- ai' að ])verra, ef þeir hafa elclci aiinað að miklast af en að þeim hafi tekist að „svæfa öfgarnar“, sem þeirra eigin flolclcsbræðm- bera fram á þingi. „Sá er eldurinn heitastur“. í hinum mörgu bænda-ræðum Har- aldar, þótti mönnum kenna mestr ar samúðar og hjýju, þegar Har- aldur talaði um erfiðleilca unga fólksins í sveitunum á þvi að gift- ast og set.ja bú. í kaupstöðunum væri þetta liægara, þess vegna streymdi fólkið frá sveitunum til bæjanna. ! Mayonasie og Sfldarsalat með Mayoit' aise, nýkomið í lausri vigt : „Æ-já! þetta er alveg satt,“ stundi gamall einbúi úti í horni. „En hvernig er það, giftast þeir nú allir í bæjunum?“ MÖnnum varð litið á Jiinn Jag- lega ræðuimuui, — og smnir brostu. Vestur-f slendin gar og heimkoman 1930. Deilan milli vestur-ísIenSlcu blað- anna í Winnipeg, í sambandi við lieimlcoimma 1!)30, liarðnar stöð- ugt. Morgunblaðið gat ]>ess ný- verið, að þektur íslensJcur læknir í Winnipeg, dr. Brandson, hafi birt brjef, er farið liöfðu á milli for- manns heimfaranefndar Þjóðrælcn- isfjelagsins og stjórnar Manitoba- fyllcis, þar sem fullyrt er, • að styrlcur sá, er stjórn Manitoba lætur af hendi til lieimfararinnar, sje veittur því slcilyrði, að hann verði notaður til þess að anglýsa Manitoba á ísJandi. Síðan dr. Brandson birti brjef þessi hefir rimman í vestanblöð- untim liarðnað stórum. Hefir heim- fararnefndin svarað árásum dr. Brandson í „Heimskringlu“ 1- maí. Telur hún að árásirnar sjeu spi’ottnar af gamalli óvild dr. Brandsons í garð Þjóðræknisfje- lagsins og starfsemi þess yfirleitt. Morgunblaðið Jiefir vitanlega engan dóm á það lagt, Jivort þessi ásökun Jieimfararnefndar í garð dr. Brandson er rjettmæt, en veit. binsvegar að Þjóðræknisfjelagiú hefir mörgu góðu til leiðar lconiið vestra og á þaklcir slcilið fyrir starf sitt. Jín sje það rjett, að dr. Brand- son og þeir aðrir mæt.ir íslencling- ar vestaii liafs. er ráðist hafa á styrkbeiðni lieimfararnefndar, sjeu óvildarmenn Þjóðrælcnisfjelagsins, er oss nieð öllu óskiljanlegt, að nefndin slcyldi fara að gefa á sjer annan eins liöggstað, er liún óneit- anlega liefir ger't, með stjórnar- styrknum frá Manitobafyllci- Og hvað sem þessu líður, verður það að teljast með öllu óverjandi ef not.a á heimJcomu Vestur-íslend- inga 1930, til þess að reyna að ía nýja útflytjendur hjeSan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.