Morgunblaðið - 28.06.1930, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.06.1930, Blaðsíða 1
yikublað: Isafold. 17. árg., 147. tbl. — Laugardaginn 28. júní 1930. Isafoldarprentsmiðja hX fínnar öagur Rlþingishátíðarinnar á þin * ■BJS5‘*r - guöllum. Það var hálf óyndislegt á Þingvöllum í fyrrakvöld. Skall þá á norðanstormur og mikil rigning og gerði kalt. Það skall og small í tjöldunum, er vind- urinn svifti þeim til, og strokan stóð í gegn Qm þau. Þótti þá mörgum ófýsilegt að gista þar um nóttina, sjerstaklega útlend- ingum, sem ekki voru vel út búnir. Margir stúdentanna æðr- uðust og flyktust upp Almanna- gjá og upp á bílatorg og heimt- uðu far til Reykjavíkur. Þá hafði fjöldi manna þegar pant- að far, og stóð nú á því að nægilega margir bílar væru til að flytja fólkið. Gerðist þá kurr og þytur talsverður, en að lok- um munu þó flestir, sem ætl- uðu sjer til Reykjavíkur, hafa komist þangað. Er talið, að um 100 stúdentar hafi flúið Þing- völl í þessi hreti. Klukkan 9 átti að heyja Is- landsglímuna, en veður var þá svo vont, að það varð að aflýsa henni, þótt ilt þætti. Þegar svo var komið fór fólk að tínast til tjaldbúðanna, en þótt sumir hafi ef til vill kvið- ið nóttunni — og margir eru þar illa út búnir — þá bar ekki neitt á því, vegna þess að allur þorri manna var í hátíðaskapi og ljet „íslenska storminn" ekk- ert á sig fá. Um alla hina miklu tjaldborg var að heyra glaum og gleði, hlátra, fjörugar sam- ræður og í' mörgum tjöldum sungu menn við raust. Gekk svo langt fram á nótt. Um miðnætti fór veðrinu að slota og rofaði til fjalla. Sáust fyrst Súlurnar fannhvítar. „Þetta er góðs viti“, sögðu margir, „úr því að hann gat rutt snjó úr sjer, þá fer veðrið að batna!“ Þetta var orð að sönnu, því að þegar menn komu á fætur í gærmorgun, var komið besta veður og er fram á daginn kom birti í lofti og var glampandi sólskin og logn á Þingvöllum allan daginn — eins gott veður og hægt er að hugsa sjer. — Komu nú ýmsir þeirra, sem flýðu þaðan kvöldið áður, aust- ur aftur og skemtu menn sjer hið besta um daginn, enda helst góða veðrið til kvölds. Var því lítill heimfararhugur í mönn- um og stóðu svo margir tómir bílar á bílatorginu sem frek- ast gátu rúmast þar og upp með veginum. Skiftu þeir áreiðan- lega hundruðum. MINNI ÍSLANDS. Benedikt Sveinsson talar á Lögbergi. Klukkan 10 í gærmorgun hófust hátíðahöldin að nýju. — Fyrsta atriðið á hátíðarskránni var ræða Benedikts Sveinsson- ar, er hann flutti að Lögbergi. Nú voru hátíðargestir orðnir lcunnugir gjallarhorninu og vissu, að þeir þurftu ekki að þvrpast í Almannagjá til þess að lilýða á ræðumann en hlýddu á hann hvar sem þeir voru út um alla velli. Ræða Benedikts Sveinssonar var hin skörulegasta, sem vænta mátti. Fjell hið þróttmikla mál hans vel við bergmál Almanna- gjár. , Hann talaði um landnám vort og heimildir um þau efni, um upphaf Alþingis, upphaf rit- aldar, um ættir Islendinga, um landafundi Islendinga, um við- reisn vora á 19. og 20. öld. — Ágrip af ræðu Benedikts Sveinssonar. Heilir æsir! Heilar ásynjur! Heil sjá in fjölnýta fold! Heilir allir, er hingað sækja, íslenskir menn og erlendir, konur og karlar, ungir og gamlir! Heilir at lögbergi ins forna Alþingis íslendinga! Land vórt ísland hafði óbygt verið um örófi vetra áður for- feður vorir kæmi hingað síðara hluta innar 9. aldar. Um upphaf Islands bygðar höfum vjer næsta skilmerkileg- ar frásagnir, — sem engi þjóð á slíkar, þar sem er in helga Landnámabók, er ritað hefir að grundvelli Ari prestr inn fróði Þorgilsson og sagt hefir fyrir að nokkrum hluta samtíðarmað- ur hans, Kolskeggr inn fróði eða vitri í Seyðisfirði. — I þennan tíma, sem nú var sagt, var Víkingaöldin í al- gleymingi. Höfðu allar Norður- landaþjóðir langskip úti, Svíar, Danir og Norðmenn. Fóru víkingar um öll höf með ströndum þeirra landa er þá vóru kunn, — alt frá Gandvík norður. til stranda Afríku, frá Garðaríki austur, til Hlimreks norður á írlandi. Dreifðust þá inar sömu ættir um ýms lönd. Vil jeg til dæmis nefna ætt Mærajarla í Noregi. Synir Rögnvalds Mærajarls voru þeir: 1. Göngu-Hrólfur, er vann Normandi 911. Af hans ætt eru Rúðujarlar og Englandskonung- ar. Af því kyni eru einnig Einar skálaglamm og Ósvífur hinn spaki. 2. Torf-Einar javl í Orkneyj- um. Frá honum eru Orkneyja- jarlar komnir. 3. Þórir jarl þegjandi á Mæri, móðurfaðir Hákonar hins ríka Illaðajarls. Sonur Þóris var Jör- undur háls í Vatnsdal, en dótt- ir Þóris var Vigdís kona Ingi- mundar ins gamla. 4. Hrollaugur landnámsmað- ur í Hornafirði, langafi Halls af Síðu. 5. Hallaður, er úr konungdómi veltist í Orkneyjum, faðir Halls, föður Vigdísar. Þetta mælti ræðumaður sem dæmi þess hve kynbornir Islend- ingar væri. Síðan mintist hann á helstu afrek þjóðar Vorrar og nefndi til þess stofnun Alþingis 930 og lagasetning, að hið íslenska lýð- veldi var stöfnað í vernd goð- anna og hve mikils mönnum þótti þá um vert að styggja ekki holl- vættir og landvættir, eins og sæist á upphafi hinna heiðnu laga, þar sem bannað er að sigla að landi með „gapandi höfði og gínandi trjóni svo að landvættir fældist við.‘ Þá mintist hann á landafundi íslendinga, að Eiríkur inn rauði fann og nam Grænland á árunum 982—986, að Leifur sonur hans fann Helluland, Markland og Vínland ið góða. Svo og að Þor- finnur Karlsefni ætlaði að byggja Vínland og að þar fædd- ist Snorri sonur hans, er seinna bjó á Reynistað í Skagafirði, og mikil ætt er frá komin. Þá mintist forseti á skáld- skap íslendinga og sagnasmíð og gat þar Egils, Sæmundar fróða, Ara fróða og Snorra. Gat hann j>ess, að íslenska þjóðin hefði fram á þennan dag verndað skáldskap og ritsmíðar þeirra og tim leið hina fornu tungu. Þá mintist hann á hnignun þjóðlífsins og gat þess að þegar íslendingar hefði haft mest frelsi virtist sem alt hefði leikið í lyndi — en þegar þeir hefði verið sem aðkreptastir og ófrjálsastir, hefði steðjað að þeim allskonai’ óáran. og væri því svo að sjá sem ófrelsinu fylgdi „fátækt, mein og dauði.“ Rakti hann síðan sögu við- reisnartímabilsins, baráttu Jóns Sigurðssonar og skýrði frá hvernig nú væri komið málum vorum. Að lokum drap hann á hvert vera skal hlutverk vort nú, sem frjálsrar þjóðar, er vænta má sjer þess að „vera muni bönd í löndum“ og að frelsinu fylgi öll höpp, eins og í kjölfar ófrelsis sigla öll óhöpp. Nefndi hann það fyrst til, að vjer verðum fyrst og fremst að varða um frelsið, svo að vjer getum heitið frjálsir menn í frjálsu landi, að vjer verðum að gæta jafnrjettis og bræðralags og framar öllu öðru að varða um tungu vora, bók- mentir og listir. Sagan sanni með skáldinu, er svo dýrt kvað : Tungan geymir í tímans straumi trú og vonir landsins sona, dauðastunur og dýpstu raunir, Darraðarljóð frá elstu þjóðum, heiptareim og ástarbríma, örlagahljóm og refsidóma. Land og stund í lifandi myndum ljóði vígð hún geymir í sjóði.. Síðan mælti hann svo: Vjer verðum auk þessa að nema allt gagnlegt, þarflegt og fagurt af erlendum menningaiv þjóðum, með gagnrýni þó og skilningi. Vjer verðum að standa samart í breiðfylkingu um að hrinda öll- um hleypidómum, en leita sann- leikans hvar sem hann er að finna. Þá munu allar hollvættir oss ávarðar. Þá mun þjóð vor lengi lifa í þessu landi. Að ræðu þessari lokinni ljek hljómsveitin þjóðsöng Islendinga og að því loknu bað forseti menn að hrópa Islendingahúrra fyrir íslandi og tóku allir djarf- lega undir það, á Lögbergi, í Almannagjá og út um alla völlu. Gerðardðmssamnlngar milll fslands og hinna Horðurlandaríkjanna. Samniugaruir vorn nndirritaðir að Lögbergi i gær. Kl. llþa árd. í gær voru und- irritaðir að Lögbergi gerðar- dómssamningar milli Danmerk- ur, Finnlands, Noregs og Sví- þjóðar, hvers um sig, annars- vegar, og íslands hinsvegar. — Th. Stauning forsætisráðherra ritaði undir af Danmerkur hálfu, Vaino Pietri Hakkila varaforseti af Finnlands hálfu, Torgeir Anderssen Rysset rík- isráð af Noregs hálfu og Ewer- löf sendiherra í Kaupmanna- höfn af Svíþjóðar hálfu, en Tr. Þórhallsson forsætisráðherra af íslands hálfu. Eftir að samningarnir voru undirskrifaðir, ljek hljómsveit- in þjóðsöngva Norðurlandanna. Alþingi samþykkir gerðardóms- samningana. Þegar lokið var undirskrift gerðardómssamninganna hófst fundur í sameinuðu Alþingi að Lögbergi. Á dagskrá var svo- hljóðandi þingsályktunartillaga um milliríkjasamninga: „Alþingi ályktar að sam- þykkja gerðardómssamninga þá er undirritaðir voru á Þingvöll- um í dag, milli Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, hvers um sig, annarsvegar og Islands hinsvegar.“ I greinargerðinni segir m. a. svo: „Samningarnir eru að öllu verulegu samhljóða, svo sem sjest af samningseintökum þeim, er fyrir liggja. Formsaf- brigðin í íslensk-danska samn- ingnum eru beinar afleiðingar þess, að samur er þjóðhöfðingi ríkjanna, og skírskotun til ís- lensk-dönsku sambandslaganna leiðir einnig af ákvæðum þeirra um ágreining á skilningi þeirra laga. Að öðru leyti eru allir samningarnir hliðstæðir hinum norrænu gerðardómssamning- um, að undanteknum vissum breytingum ákvæðanna um sáttameðferð, til þess að hún megi verða með einfaldara hætti en þeim, er gildir með Norðurlandaþjóðunum samkv. sjerstökum samningum þeirra utan þátttöku Islands. Með samningum þessum er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.