Morgunblaðið - 11.04.1931, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.04.1931, Blaðsíða 5
Laugardaginn 11. apríl 1931. imsmmaam gVtonintiWat>i$ !l)) MamnaM g Oilsem Nýkomið: Fyrlr bakara: Hveiti „Cream of Manitoba“. Rúgmjöl ,,Blegdamsmöllen“. Hálfsigtimjöl. Sultutau blandað. Svínafeiti. Þingtiðindi Lokfln Islandsbanka. Þorir stjórain ekki að láta raunsaka tiidrðg loknnarinnar? Brlingur Priðjónsson ljet útbýta fyrir nokkru svohljóðandi þings- ályktunartillögu: „Efri deild Alþingis ályktar að skora á ríkisstjórnina að leggja fram fyrir þingið helstu skjöl þau, er sýna tildrög að lokun íslands- banka* ‘. Pjetur Magnússon bar fram svo- hljóðandi breytingartill.: „Bfri deild Alþingis ályktar að skipa þriggja manna nefnd samkv. 35. gr. stjórnarskrárinnar til að rannsaka tildrög að lokun íslands- banka“. Eftir það, að brtt. þessi kom fram, spurðist ekki til málsins lengi. Var sem stungið hefði verið völu í kok stjórnarliðinu. Málið kom loks til umrœðu í fyrradag. Erlingur Priðjónsson hóf um- ræður. Sagðist, hann vera rnjög ófróður í þessu máli. En þótt hann hefði leitað upplýsinga hjá ríkis- stjórninni og stjórn Utvegsbank- ans, mundi sjer eflaust hafa verið neitað um allar upplýsingar. Þrátt fyrir þessar þrengiugar. vildi hann þó fylgja tillögunni úr hlaði. Skaut hann undir hana kvik trjám nokkrum. Voru kefli þau tínd úr rógburðargreinum Tímans um ýmsa nafngreinda viðskifta- menn Islandsbanka. Ekki varð þess vart að liann skildi að neinu leyti þá örðug- leika, sem atvinnurekendur áttu 'við að stríða á kreppuárunum, nje þá þýðingu sem það hafði fyrir atvinnulíf þjóðarinnar, að bankinn ekki hætti að styðja atvinnuveg- ina, þótt markaðsverð afurðanna ekki svaraði til framleiðslukostn- aðar. Ekki hafði hann heldur hug- leitt það, að fje það, sem bankinn bafði tapað á atvinnurekstrinum, hafði farið til landsmanna sjálfra, ekki síst þeirrar stjettar, er hann þykist vera fulltrúi fyrir. — Hafði hann ekkert afgangs þeirri smá- mannlegu en lítt göfuginannlegu hvöt og viðleitni, að hælbíta þá menn, sem verðsveiflur og aðrir örðugleikar höfðu áður leikið svo grátt að þeir fengu ekki undir risið. Pjetur Magnússon tók næstur til máls. Sagði hann að lokun ís- landsbanka hefði verið svo afleið- ingaríkur atburður, að ekki mætti teljast óþarft að tildrögin yrðu rannsöknð. Sagði hann að afleiðing amar yrðu ‘ ekki raktar í stuttu máli, en benda mætti rjett til dæmis á það, að lokunin hefði orð- ið þess valdandi, að hið mikla lán, sem ríkisstjórnin hefði tekið á önd verðum vetri hefði hún orðið að taka með stórum óhagstæðari kjör- um, en aðrir lántakendur hefðu sætt á sama tíma. Erlend firmu hefðu kippt að sjer hendinni um viðskifti við ísland. Hefðu menn litið svo á:; að aðfarirnar við ís- landsbanka bæru þess vott, að hjer sæti að völdum stjórn með slíkt bolsivíkka stjórnarmið,. að hjer væri best sem fæstu að treysta. Að sönnu hefði stjórnin að einu leyti gefið tilefni til Slíkrar ályktunar, þar sem hún hefði ætlað að losast við erlendar kröfur með því að láta þær falla ófullnægðar eins og Rússai' gerðu. Mönnum liætti ti. að lít.a svo á, að stjórn eins lands væri spegilmynd af þjóðinni. En hjer liefði sú ályktun reynst röng. Þjóðin og þingið hefðu reynst að standa á alt öðru og hærra þroskastigi en ríkisstjórnin. Ræðumaður sagði, að ef stjórn bankans væri vítaverð, væri rjett mætt og þarflegt að það kæmi í ljós. En það væri fleira en hennar gerðir, sem rannsaka þyrfti í sam- bandi við lokun Islandsbanka. Það, sem mest hula hvíldi yfir, væri afskifti ríkisstjórnarinnar af lokun bankans. Ræðumaður kvaðst gera ráð fyr- r, að allir deildarmenn hefðu ieyrt þann kvitt, að ríkisstjórnin lefði alt frá láti Magnúsar ráðh. Kristjánssonar unnið að því skipu- lagsbundið, að grafa undan íá- landsbanka. Ef kvittur þessi væri rakalaus, yrði hann, vegna sóma landsins, að kveðast niður, því það væri þjóðarskömm, ef ríkisstjórn- in væri sönn að þeim glæp, að liafa reynt að grafa undan atvinnu vegum landsins og veikja traust þess út á við. Enn væri það óupplýst í þessu máli, livers vegna komið hefðu frá útlöndum fyrirspurnir um lokun bankans, áður en nokkur hjer vissi til þess, að lokun stæði til. Einnig það að menn hlupu til og tóku út inneignir sínar, t. d. í útbiiinu á Seyðisfirði, áður en almenningur hjer hafði hugboð um lokun bank- ans. Sagði ræðum. að alt þetta væri fullkomlega rannsóknar vert, er það snerti ríkisstjórnina of mjö^ til þess, að til mála gæti komið að fela henni rannsóknina. Af þessum ástæðum«kvaðst ræðu maður hafa borið fram brtt. á þingsk. 297, um skipun nefndar með rannsóknarvaldi, til að rann- saka þetta mál. Stjórnin þyrfti ekki að óttast að sú nefnd yrði hlutdræg henni í óvil, þar fyglis- menn hennar væru í meiri hluta í þingdeildinni og yrðu því m.e hlutfallskosningu einnig í meiri hluta í nefndinni. Kvaðst hann og gera ráð fyrir að flutnings maður aðaltillögunnar, Erlingu Friðjónsson, yrði þessari brtt. sam þykkur, því væri honum álvar með að fá fram gagnlega rannsókn á þessu máli, sem ekki væri að svo komnu ástæða til að efa, mætt' honum vera það kærkomið að fá stuðning til þess, að gera rannsókn þessa sem fullkomnasta. FjármáJaráðhe.rra tók næst ti máls. Sagðist hann alls ekki vera mótfallinn brtt. Sjer lægi í ljettu rúmi hyer rannsóknaraðferð vær: við höfð. Annars var hann allreið- ur yfir ræðu P. M. og virtist al1 ekki jafn óhræddur og liann I Sagði hann að ræða P. M. hefði verið, stóryrði, fullyrðingar og gróusögur. P. M. svaraði því, að framferði stjórnarinnar væri ekki unt að lýsa rjett, nema með stórum orð- um. En um gróusögur liæfði ekki að talað væri úr ráðherrastólunum, eins og þeir nú væru setnir. Það þætti ekki vel til fallið að nefna snöru í hengds manns húsi. Dómsmálaráðherra lijelt tvær alllangar ræður. Er ekki unt rúms ins vgena að birta útdrátt- úr þeim V-ar og efni þeirra allsundurlaust. Hafa lesendur Tímans kynst því flestu í dálkum hans. Ráðh. deildi fast á P. M. fyrir það, að hann skyldi láta sjer TTetta í hug að rannsaka hag íslands- banka á einum degi og eins það hve fjarri hans niðurstaða (og bankaef tirlitsjnannsins J akobs Möller) hefði verið niðurstöðu síð- ari nefndarinnar. P. M. svaraði því, að rannsóknina hefði hann framkvæmt fyrir þrábeiðni forsæt- isráðh., en að slík skyndirannsókn væri míjög' algeng erlendis, þó ráðh. kannske ekki væri kunnugt um það. Nefndunum liefði líka borið næsta vel saman, þegar alt væri athugað. Fyrri rannsóknin hefði t.. d. ekki náð til útbúanna, og hefði hagur þeirra verið talinn eins og síðasta athugun hefði talið hann vera, en hagui' þeirra hei'ð við síðari rannsóknina sýnt sig að vera 700 þús. kr. lakari. Á seðlun- um hefði og síðari rannsókn sagt að hagur væri, en ekki tekið hann með. Sá munur hefði verið 400 til 500 þús. kr. Þá hefði það verið skýrt ffam tekið, að skyndimatið væri miðað við að bankanum yrði alls ekki lokað og að harin starf aði áfram á eðlilegan hátt. En síð ara matið hefði verið miðað við gjaldþrotameðferð. Þrátt fyrir alt þetta hefði þó ekki munað nemn um 10% k fyrra og síðara matinu. Dómsmálaráðh. sagði í lok ræðu sinnar,' að hann mundi greiða at- kv. móti tillögu P. M. og mun það eiga að skiljast svo, að stjómin vilji ekki hætta á neina athugun á forleik sínum fyrir bankalokun- inni. Jón Þorláksson talaði alllangt erindi. Vítti hann þá firru fjár- málaráðh. að till. P. M. væri flutt - ;il þess að draga athygli frá raun- verul. orsök bankalokunarinnar. Stjórnarflokkurinn ætti kost á að skipa meiri liluta nefndarinnar o þar með að ráða því, að starf hennar yrði ekki einhliða nje and- stæðingum hennar í vil. En nefnd arskipunin væri frá sínu sjónar- miði alveg • nauðsynleg, því eftir kunnugleika sínum sem fyrv. bankaráðsmanns á framferði stjórnarinnar í þessu máli, væri henni alls ekki treystandi til að leggja fram af sjálfsdáðum öll gögn í málinu. Ræðum. lagði áherslu á, að end- urreisn bankans hefði verið eina leiðin til að bjarga að svo miklu leyti, serii unt, var. lánstrausti lands ins, sem ella hefði verið farið. Eng- inn, sem vitað hefði um öll þan viðvörunarskeyti, sem rignt hefð frá útlöndum gegn lokun bankan gæti verið í vafa um að erlend fjármálamenn og stofnanir hefð talið banltalokunina stórlega láns traustsspillandi fyrir landið. iHtss ’im mönnum hefði verið það ljós' tð það var ríkisstjórnin sem sí með brugðinn brand yfir bankan um. Lánstraustið hefði og fengi sín áföll af þeim fleiri ára són, sem verið liefði í stjórnarblöðunum um það, að ekki skifti máli, hvernip færi um íslandsbanka, því í lionum stæði útlent fje. Slíkt fjármálasið- ferði gagnvart útlendingum væri ekki fallið til þess að ajika láns- traust landsins. Umræðum var frestað til næsta dags. Umræður hjeldu áfram í gær. Tóku til máls: Jón Þorlákssor fjármálaráðherra, dómsmálar' herra, Pjetur Magnússon og ím lingur. Að umræðiun loknum var a' kvæðagreiðslu frestað. Ekki er liægt að fullyrða neit um það, hvernig atkvæðagreiðsla fer um þessa tillögu, en frestur atkvæðagreiðslunnar mun þó stafa af því, að stjórnin sje að reyna að tryggja sjer það, að nefndin verð; ekki skipuð. Og fari svo, að tillag an um það verði feld, mun enginn vera í vafa um að það stafi af því að stjórnin þori ekki að láta rann- saka, hvern þátt hún átti í undir- búningi lokunarinnar. Það verður skoðað sem fullkomin sektarjátn- ing. Stjórnin ræður að sjálfsögðu við alla Framsóknarmenn. og talið er að Erlingur þori livorki að sitja nje standa öðru vísi en stjórnin vill. Framsóknarat-kvæðin á Akur- eyi'i sjeu bundin því skilyrði. Stækkun Reykiavtkur. Neðri deild. Frv. um stækkun lögsagnarum- dæmis Reykjavíkur — að jarðirn- ar Þormóðsstaðir og Skildinganes skuli lagðar undir lögsagnarum- dæmi Reykjavíkur — hafði verið til meðferðar í allshn. Nd. Nefnd in klofnaði; þrír nefndarm., M. T., H. V. og J. Ól., lögðu til að frv. vrði samþ., en M. G. vildi fella bað; L. H. liafði óbundið atkv. um málið, en snerist gegn frv. þeg- ar til atkvæða kom. Frv. þetta var til 2. umr. á fimtudag, en at- kvæðagreiðslu frestað þangað til í gær. Urðu úrslitin þau, að frv. var samþ. með 13:12 atkv. þessir, eru besta og ódýrast. kryddsíldin. Tilreiddir hjer, úr íslensi-; . síld. Fást í flestum verslunmn Sími 249. jppSEflTOHj Hressingarskálinn, Pósthússtr'æti 7. Is, margar tegundir. Einnig í krúsum sem taka má með sjer heim. Sportv .ruhús Ecy . jav kur Fyrir kventóik: Peysufatafraklsar frá 55.00. — dolftreyjur, ull og siiki. Slopp;.. (hvítir og mislitir). — Náttkjólai. Skyrtur, Bolir, Buxur og alls konar álnavara. — Ljereft fr.-i 70 aur. Ullarkjólatau frá 3.00. Og margt fleira. Hifltitdi John Oakey & Sons Ltd. London. ttlfll HREINSAR BSST GLJÁI ’ BIES.T Ho I f’% fjs i .>•' II. Sími 1511.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.