Morgunblaðið - 09.05.1931, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.05.1931, Blaðsíða 5
Laugardaginn 9. inaí 1931. 3¥lorðmtM;it>i& Alfons 13., siðasti konungur Spánverja. Konungurinn sem braut stjórnar- skrána. Asquith f. .yrverandi st.jórnar- forseti Englendinga heimsótti Al- fons 13. Spánarkonung skömmu eftir heimsstyrjöldina. Konungur- inn trúði Asquith fyrir áhyggjum sínum og sagði m. a. „35 konungar hafa verið reknir frá völdum. — Hver verður hinn 36?“ Síst er að undra þótt Alfons óraði lengi fyrir því, að hann myndi vera síðasti konungur Spánverja, Hann sá að konungsvaldinu hnignaði svo að um og lýðveldi var sett á stofn (árið 1873). Árið eftir tóku Spán- verjar son ísabellu, Alfons 12. til konungs. Hann sat við völd þangað til hann dó (árið 1885). Hálfu ári seinna fæddist sonur hans, Alfons 13. Hann var því konungur frá fæðingunni, en móð- ir hans stjórnaði þangað til hann varð myndugur. Á bernskuárum Alfons, laust fyrir aldamótin, töpuðu Spánverj- ar Kúba, Portorico og Pilipps- eyjunum. Þessi viðburður táknar þýðingarmikil tímamót í sögu Spánverja. Nýlendur þessar voru síðustu leifarnar af spánska lieims- veldinu, sem einu sinni var svo víðáttumikið, að sólin settist aldrei Konungshjónin útlægu. Þegar |>au spænsku konungshjónin komu til Parísar, var þeim tekið þar ineð kostum og kynjum. Hjer sjást þau á svölum Meurisses-hótels í París, þar sem manngrúi hefir safn- ast saman til að hylla þau. segja alls staðar í Evrópu. Og þar að auki liafa konungarnir á Spáni lengi verið valtir í setti. 1 marga mannsaldra hefir bar- átta staðið milli konungs og þjóð- ar á Spáni. Á dögum Napoleons mikla fengu Spánverjar stjórnar- frelsi. Napoleon rak Ferdinand 7. frá völdum og gerði Josef Bona- parte að konungi á Spáni. En eftir fali Napoleons komst Ferdinand 7. aftur til valda á Spáni. Hann lofaði að halda stjórnarskrána, en braut bana strax, tróð rjettindi þjóðarinnar undir fótum sjer og stjórnaði með harðri hendi. Dóttir hans, Isabella 2., amma Alfons 13., hjelt áfram baráttunni á móti þjóðinni. Þar að auki var hún ill- ræmd um heim allan fyrir ástar- æfintýri og ósiðsamt lífemi. Að iokum var hún rekin frá völdum og flæmd úr landi. Eftinnaður hennar, Amadeo af Savoyen, var fáum árum seinna neyddur til þess að fara frá völd- í ríki Spánarkonungs. Missir ný-. lendanna sveið Spánverjum sárt, en varð þó til þess, að ki’aftar þeirra sanieinuðust um verklegar framfarir heima á Spáni. Efna- hagslegar og andlegar framfarir á Spáni á síðastliðnum áratugum hajfa haft pólitíska þróun í för með sjer. Spánverjar eru að vakna úr löngum miðaldadvala. En Alfons 13. skildi aldrei samtíð sína. Þó er hann mörgum góðum hæfileikum gæddur. Hann er vel gáfaður, viðfeldinn í umgengni og frægur fyrir hugrekki. Oft voru honum sýnd banatilræði, en hann /Ijet sjer livergi bregða. Á sjálfan brúðkaupsdaginn var sprengikúlu kastað eftir vagni hans og drotn- ingarinnar. í París var honum seinna sýnt banatilræði, þegar hann og forseti Fraltka óku til forsetabústaðarins. Alfons stóð þá upp í vagninum og hrópaði: „Vive la France!“ í annað sinn reið hann tilræðismanninn niður, þegar spænskur stjórnleysingi reyndi að myrða hann við hersýningu á Spáni. En þrátt fyrir marga góða hæfi- leika var Alfons þó að lokum steypt af stóli. Hann var fæddur nokkurum öldum of seint, segir próf. Madariaga. Alfons 13. átti kyn sitt að rekja til frönsku einvaldskonunganna af Bourbon-ættinni. Örlög Lúðvígs ÍG., aftaka hans eftir byltinguna miklu, skelfdu ekki Alfons 13, — Hann var skilgetinn afkomandi ,,sólkonungsins“ Lúðvígs 14. Ein- kunnarorð Lúðvígs 14: „L’état c’est moi“, hljómaði betur í eyrum Alfons en lýðveldiskenningar seinni tíma. Hann var ekki látinn ferðast til annara landa á upp- eldisárunum. Hann kyntist ekki af eigin reynslu stjómarháttum annara þjóða, Jesúítaprestur og hershöfðingi ólu hann upp við frá- sagnir um einveldiskonunga lið- inna tíma. Enemma kom það í ljós að Al- fons 13. var ráðríkur og vildi stjórna sjálfur. Romanones greifi, ráðherra í fyrstu og síðustu stjóm Alfons 13., segir m. a. frá eftir- tektarverðum viðburði á fyrsta ríkisráðsfundi konungsins. Alfons var þá 16 ára. Án nokkurs tilefnis las konungurinn upp stjórnar- skrárgrein, þar sem sagt var, að konungurinn skipi embættismenn og sæmi menn heiðursmerkjum. Konungurinn kvaðst vilja benda ráðherrunum á, að hann ætlaði að halda öllum rjettindum sínum óskertum og nota sjer þau. Einn ráðherranna leyfði sjer þá að benda konungi á aðra grein í stjórnarskránni, er segir. að und- irskrift ráðherra þurfi með kon- ungi til þess að ráðstáfanir hans öðlist gildi. Lengi framan af hafði Alfons 13. þing við hlið sjer. En þing- ræðið á Spáni var nafnið eitt. —- Hægrimenn og frjálslyndir sátu til skiftis við völd, og rjeði kon- ungurinn oftast mestu um stjórn- arskiftin. Smátt og smátt kom einræðis- hugur konungsins greinilegar í Ijós. „Jeg er fæddur til þess að vera konungur, þess vegna vil jeg stjórna“, sagði hann, þegar hann rauf þingið og kom á einræði haustið 1923. Mönnum er enn í fersku minni, hvað síðan hefir gerst á Spáni, og skal það ekki rifjað upp hjer. Með þingrofinu og einræðinu braut Alfons 13. stjórnarskrána. Hann rauf eiðinn, er hann hafði unnið að stjórnarskránni. Meðal þjóðarinnar fekk hann auknefnið Alt'ons „hinn svikuli.“ Stjórnarskrárbrotið og einræðið varð konungsvaldinu á Spáni að falli. „Þú hefir brotið stjórnar- skrána, þjer getum vjer ekki treyst“, sögðu stöðugt fleiri Spán- verjar, einnig margir, er áður voru eindregnir fylgismenn kon ungsvaldsins. Ár frá ári jókst lýð veldishreyfingin. Eftir fall Rivera reyndi fyrst Berenguer svo Aznar árangursíaust að bjarga konungs- valdinu. Án blóðsúthellinga, án minstu óeirða losuðu Spánverjar sig við konungsvaldið og settu lýðveldi á stefn. Fall konungsvaldsins á Spáni er enn einn vottur þess, að nú á tímum helst engum konungi það uppi, að stjórna á móti vilja þjóð arinnar og virða rjettindi henna * vettugi. Khöfn í apríl 1931. P. Heimboð að Korpúlfsstöðnii. n. Þar er þá til máls að taka, em fyr var frá horfið, er lækna nir voru staddir í nýja fjósinu á 1 orp úlfsstöðum, ef það þykir þá >kki of lítilfjörlegt að kalla slíkan kúa- sal „fjós“. Það var engum bl iðum um það að fletta, að hjeða gat mjólkin komið óvenju hre' í, ef vel var á öllu haldið. Ósjálfrátt dettur manni í hug hvort berklaveiká verði ek! i vart í luinum. Erlendis gerir erkla- veikin stórtjón á gripun m og sumstaðar er um þri? jungur kúnna smitaðnr af berh aveiki. Það er nú hvort t.veggja að berkla- veiki er sjaldgæf í kúm hjer á landi, enda hefir hennar el ú orðið vsrt á Korpúlfsstöðum. Vj r erum betur settir að þessu leyti n flest- ir aðrir. Þá er annað atriði, se .i blasiir beint við augum: Hjer er áreiðan- lcga sjaldgæft tækifæri til þess að irækta kúakynið íslenska og bæta það. Iljer er fjöldi kúa sa ían kom inn og því veitt nákvæn athygli hversu hver þeirra mjólk: r, hvern ig mjólkin er o. s. frv. * 1 >g alt er þfctta undir stjórn áh gamanns sem hugsar sjer hátt. Je geng að því vísu. að Korpúlfsst ðir verði smám saman mesta ky bótabú á landinu fyrir nautgripi Þesslega leitst mjer líka á stær: ta bolann, sem jeg sá þar, 7 í a gamlan dreka. Jeg kem þá að öð u meginat- riði: Meðferð mjólkur nnar, þegar hún kemur úr fjósin i. Að mestu leyti fer liún fram : sjerstökum mjólkurvinslusal, fu lum af alls- konar fagurgljáandi vjelum, og hefir allur útbúr iður kostað geysímikið fje, hjei er ekki um neitt smáræði að r iða. enda má taka á móti 1000 lít um mjólkur á 1 ldukkustund. F'rá því að mjólk n kemur inn í salinn og er helt ■ sjerstök ker, má lieita að hún s reymi í lokuð- um pípum, vjelum eða ílátum, til þess að henni er f\ 't í dauðhreins- aðar flöskur eða önnur mjólkur- ílát. Það, sem ekki er Pastörshitað, gengur í gegn ui einskonar skil- vindu, sem fjar'.egir óhreinindi, sem kynnu að hal i komist í mjólk- ina. Pastörshituni fer fram í stór- eflis málmkeri og er mjólkin hituð þar með gufu un 63° i hálftíma. Þykir þessi aðfer? betri, og minni hætta á að hún pilli mjólkinni heldur en Pastöri útun við hærr.i hitastig og skemri tíma. Nýmóðins áhald er mjólkurkæl- rinn, sem tekur ,dð heitu mjólk- nni, eftir Pastön litunina og kæl- ir hana. Mjólkin .treymir gegnum hann án þess ; 5 loftið komist. laokkurs staðar at henni, og' kemur isköld út, en áð r var hún kæld á opnum kæli o gat tekið i sig ýms óhreinindi í • loft.inu. • Nví er mikið a 1' mjólkinni selt á Áteiknaðar hannyrðir fyrir hálfvirði. Til þess að anglýsa verslnn vora og goAi áteiknaðar vörnr vorar knnnar um alt Is- land. á sem skjótastan hátt, bjúðum vje' ölln íslensku kvenfólki eftirtaldar vörur: áteikn kaffidák . . . 130X130 cm. 1 — Ijósadúk . . . 65X Cð — 1 — „löber“. . . . 35X100 - 1 — pyntehandkl., . 65X100 — 1 — „toiletgamitnre“ (4 stk.) fyrir danskar kr. 6,85 auk burðar- gjalds. Við áhyrgjumst, að haunyrðirnar sjeu nr 1. fl. ljerefti og með fegurstu nýtisku munstrum. Aðeins vegna mikillar fram- leiðslu getum við gett þetta tilhoð, sem •r bafið yfir alla samkepni. Sjerstök trygging vor: Ef þjer eruð óá- nægð, sendum við peuingana til baka. Pöntunarseðill. Morgunbl. ’/s—’31 Nafn................................. Heimili ............................. Póststöð............................. Undirrituð pantar hjermeft gegn eftir- kröfa og hm'ðargjaldi............«ett hannyrðaefni á dan«kar kr. 6,85 settið, 3 ■•tt «end burðargjaldsfrítt. Skandinavisk Broderifabrik, Nörrevoldgade 54. (tidl. Herluf Trollesgade 6,) Köhenhavu K. 1 Telpn- og nnglinga Sumarkápur mjög fallegar • og ódýrar. llfl ruhúsið. HoEasilan si Sírni 1514. Bjóma-is. Okkar rjómaís er sá besti og lang- ódýrasti sem fáanlegur er hjer á landi. Hann er búinn til af sjer- fræðingi í mjólkurvinslustöð okk- ar, en hún er búin öllum nýjustu vjelum og áhöldum til ísgerðar. Þar sem góðir gestir koma — þarf góðan ís. Pantið hann í síma 930. MjólKurfjelag Reykjaviknr. — Mjólkurvinslustöðin. — Hressmp/arskálinn, Pósthússtræti 7. ís, margar tegundir. Einnig í krúsum sem taka má með sjer heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.