Morgunblaðið - 28.06.1931, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.06.1931, Blaðsíða 7
MOKGUNBLAÐIÐ 7 menn lieldur en aðrir íslendingar, þarf ekki langa deilu. Allir vitibornir menn munu skilja, að þótt hjer á landi bafi í upphafi verið ójafnar ættir, þá er þetta nú svo blandað orðið, .að þar er erfitt á milli að greina. Að sönnu eru menn ójafnir, og kippir einum meira í hið göfugra kynið en öðrum, þó skyldir sjeu. En eftir bygðarlögum fer þetta alls ekki. Sá eini verulegi þroska- munur, sem verður á mönnum eft- ir staðháttum, er sá, að þeir sem afskekt búa og fáum og fáu kynn- ast, verða nokkuð aftur úr um þekkingu og skilning. í þessu efni standa Reykvík- ingar best að vígi allra lands- manna. f þeim tveim atriðum sem hjer hafa verið talin, hefir málflutn- ingur Tímans verið svo fjarri öll- nm sanni og 'öllu viti, að það er blygðunarefni, hve margra hugi sú firra hefir bitið. Ef nú samt sem áður mikill f jöldi manna er svo þungt haldinn af Tímakrankleikanum, að hann fær ekki skilið jafn-einfaldan hlut •og þann sem hjer liggur fyrir, þá mætti þó kannske vænta þess, að menn skildu það, að tveir þriðju hlutar þjóðarinnar muni tæplega láta einn þriðja hluta hennar kúga sig til langframa. Hialfundur Prestafielags Islands. var haldinn á Laugarvatni 22.—24. júní að aflokinni prestastefnu í Reykjavík 18.—20. júní og biskups vígslu 21. s. m. Fundurinn var óvenjulega vel sóttur, komu á hann 53 menn alls, þar af 47 prestvígðir, 4 guðfræði- kandidatar, 1 guðfræðinemi og 1 trúboði. Aðalverkefni fuudarins, auk venjulegra fundarmála, var: Ein- ing kirkjuxmar og áhrif hennar á þjóðlífið. Var það rætt sem hjer segir, ■og þessir framsögumenn: 1. Eíning kirkjunnar og einingar- grundvöllur (Sig. P. Sivertsen) 2. Eining og margbreytni: a) í skoðunum (Þorst. Briem). b) í störfum (Eiríkur Alberts- son). c) í 'helgisiðum (Bjöm Magn- ússon). 3. Meiri starfsþróttur (Bjami Jónsson). 4. Kirkjan og æskan (Guðmundur Einarsson). 5. Kirkjan og verkamannaimálin (Asmundur Guðmundsson og Gunnar Ámason). Um Öll þessi mál urðu miklar umræður, en ályktanir engar sam- ]þyktar, nema þessar tvær út af síðasta málinu: 1. „Aðalfundur Prestafjelags ís- lands óslcar þess, að samvinna inegi vera milli prestastjettarinnar og þeirra, sem vinna í þjóðmálumi að bótum á kjörum fátækra manna -og bágstaddra og að jafnrjetti allra. Kýs fundurinn fimm manna nefnd til þess nánar að athuga, hvernig slíkri samvinnu geti orðið háttað í einstökum atriðum. Leggi svo nefndin tillögur sínar fyrir næsta aðalfund Prestafjelagsins“. 2. „Aðalfundur Prestafjelagsins skorar á Alþingi að setja þegar á uæsta þingi log, er tryggi öllum fiskimönnum og bifreiðastjórum nægilegan svefntíma, og setji einn- ig lög um hvíldartíma þeirra á helgidögum þjóðkirkjunnar“. í nefndina, sem getið er um í fyrri ályktuninni, voru þessir kosn ir: Ásmundur Guðmundsson doc- ent, síra Ámi Sigurðsson fríkirkju prestur, síra Brynjólfur Magnús- son, síra Eiríkur Albertsson og síra Ingimar Jónsson skólastjóri. Þá var kosin önnur nefnd til þess að koma með tillögur um það fyrir næsta aðalfund, með hverjum hætti kirkjan gæti best náð til að vinna fyrir æskuna. í hana^ voru kosnir: Síra Friðrik Hallgrímsson, síra Þorsteinn Briem og síra Eirík- ur Brynjólfsson. Fundurinn fór hið besta fram og urðu þessir samverudagar fund- armönnum til mikillar gleði og ánægju, enda voru viðtökumar á fundarstaðnum liinar ágætustu frá hendi skólastjóra og annara heima manna. (FB.). P. Nielsen fyrv. verslunarstjóri á Eyrarbakka var fæddur í Ringköbing á Jót- landi 27. febrúar 1844, og því á 88. aldursári, er hann ljetst, 9. maí þessa árs, á Elliheimilinu í Reykja vík, en þangað fluttist hann 18. sept. f. ár. Hinn 11. júní 1872 stje P. Niel- sen í fyrsta simni fótum sínum hjer á landi; kom hann þá með vöruskipi einu, er „Katrine“ hjet, til Lefoliis-verslunar á Eyrar- bakka, ráðinn bókfærslumað- ur við þá verslun. Stöðu þessari hjelt hann um 15 ára skeið, uns liann tók að s<jer forstöðu verslun- arinnar á nýári 1886, þá er tengda faðir hans, Guðm. Thorgrímsen Ijet af henni, eftir fullra 40 ára röggsamlega stjórn. Var verslun þessi, í tíð þessara tveggja manna, ein hin stærsta og umfangsmesta verslun landsins; hafði, auk alls annai-s, um langt skeið, nærri 4000 fastra viðskiftamanna, eða megin- þorra allra land- og sjávarbænda úr Vestur-Skaftafells-, Rangár- valla- og Arnessýslum; var henni viðbrugðið fyrir vöruvöndun og áreiðanleik í viðskiftum; áttu þessir tveir forstjórar hennar, hver öðrum ágætari, sinn góða þátt í því, að svo var. Hinn 25'. júlí 1880 gekk P. Niel- sen að eiga eina af dætrum Thor- grímsens, Evgenie Jakobine (f. 2. nóv. 1850, d. 9. júlí 1916), hina ágætustu konu; eignuðust þau 4 dætur, og náðu 2 þeirra fullorðins- aldri, Guðmunda, söngkenslumær í Reykjavík, .og Karen, gift J. D. Nielsen kaupmanni; eru þau bú- sett í Kaupmannahöfn. Verslunar- stjórastöðu sinni varð P. Nielsen að sleppa 1909, vegna skyndilegrar heilsubilunar (heilablóðfalls). Þótt veiki þessi væri honum ærið þung- bær, öll þau 22 ár, sem hann átti eftir af æfi sinni, bar hann mót- lætið með mikilli rósemi og þolin- mæði og notaði tímann vel: Las mikið og skrifaði í innlend og er- lend blöð og tímarit, sjerstaklega um fuglana, lifnaðarháttu þeirra, ferðalög og dvalarstaði; eru al- lmnnar hiuar ágætu ritgjörðir hans um ernina og fálkann, sem hann bar kvíðboga fyrir, að sæta mundu sömu forlögum sem geir- fuglinn forðum — deyja út, og að- varaði hann landsmenn mjög við því, að láta sig henda þá skysSu, að útrýma þeim. Auk þessa hafði hann það sjer til dægrastyttingar, að spila „L ’hombre1 ‘ við vini sína og kunningja. Síðasta sinn spilaði hann 11. janúar þ. árs, enda hafði hann ferlivist fram að þeim t.íma. P. Nielsen fjekst mjög mikið við náttúrufræðileg störf; safnaði miklu af náttúrugripum og gaf þá flesta Náttúrugripasafninu í Reykjavík, enda kjöri það hann heiðursfjelaga sinn. Fugla- og eggjasafn hans, sem ekki átti sinn líka í eigu einstakra manna hjer á landi, fjekk barnaskólinn á Eyr- arbakka að gjöf frá honum fyrir nokkrum árum. Þá má og geta þess, að P. Nielsen hafði á sínum díma tekið þátt í styrjöldinni milli Dana og Þjóðverja 1864, og var orðinn undirforingi (Korporal) í her Dana um það leyti sem því stríði lauk. Hann var filmleika- maður mikill, afbragðs-skytta og veiðimaður. Hann unni allskonar góðum framförum og átti frum- kvæði að ýmsum þjóðnytja-fyrir- tækjum á Eyrarbakka og studdi þau af fremsta megni í þau 58 ár, er hann dvaldi þar, og þótt hann væri af erlendu bergi brot- inn, var hann alla tíð íslendingur hinn besti. Heimili Nielsenshjón- anna var — eins og heimili tengda foreldra hans, Thorgrímsens-hjón- anna — góðfrægt utanlands sem innan fyrir gestrisni, höfðings- og myndarskap í öllu. Mun óhætt að scgja, að Eyrbekkingar hafi ekki ;sjeð fífil sinn fegri en þá, er þess- ir, ,stjórnendur“ rjeðu þar ríkjum, og munu margir, einkum meðal hinna eldri kynslóðar austur þar, minnast þessa nú, þá er ein hin styrkasta grein þess góða stofns er fallin. í ráðstöfunarbrjefi sínu (Testamente), sem Nielsen gjörði fyrir nokkrum árum, um ýmislegt eftir sinn dag, biður hann þess, að jarðarför hans verði haldin við- hafnarlaust, en þó gjörð sægileg, engar ræður haldnar og sem fæst um hann sagt í ræðum og ritum eftir hann látinn. En vilji menn minnast iþans bneð blómsveiga- gjöfum eða þvíuml., biður hann þess að það verði þá gjört með gjöfum til sjúkrasjóðsins „Vina- minning á Eyrarbakka11, sem hann stofnaði í minningu um vin sinn, Brynjólf sál Jóns- son frá Minna-Núpi (d. 9. maí 1914). Eru þessar ráðstaf- anir Nielsens skynsamlegar og honum líkar. — „Vinaminning á Eyrarbakka“ á nú nokkrar þús- undir króna í sjóði sínum og hefir þegar styrkt margan bágstaddan sjúklinginn þar í þorpinu. Fyrir- mælum Nielsens um jarðarför hans var fylgt í öllu; fór hún fram á Eyrarbakka 20. maí, að viðstöddu fjölmenni þorpsbúa og annara víðsvegar að. Þó að jeg vilji eigi brjóta bág við fyrirmæli Nielsens sáluga, hvað ])á heldur hlaða á hann oflofi lát- inn, get jeg .samt ekki lokið línum þessum án þess að minnast þess hjer, hve jeg og margir aðrir eiga honum og hinni ágætu konu hans margt og mikið gott upp að inna, en þó sjerstaklega þess, hve ágætir húsbændur þau voru. Af vanda- lausum mönnum þekkti jeg fáa þeirra líka og hefi aldrei betri húsbændur átt. Jeg dvaldi við Lefoliis-verslun í 16 ár, undir stjórn og handleiðslu „Nielsens gamla“ — svo var hann ávalt nefndur, nú hin síðari ár — og get því af eigin raun margt gott um hann sagt og þó sjerstaklegaþetta: P. Nielsen kunni að stjórna. Hann var alt í senn: Rjettlátur og reglusamur húsbóndi, umburðar- lyndur og um fram alt góðviljað- ur, ávalt leiðbeinandi og vingjam- legur; í fæstum orðum sagt: Göf- ugur og góður maður, sem í engu mátti vamm sitt vita. — Jeg vildi óska þess, að allir þeir, sem ábyrgðarmiklum störfum hafa að gegna undir annara stjóm, ættu slíkan húsbónda sem P. Nielsen var. Loks vil jeg geta þess, að jeg heimsótti P. Nielsen sál. næst- um daglega, eftir að hann fluttist á Elliheimilið, og varð jeg þá oft þess var, hve hann var þakklátur forstöðumönnum Elliheimilisins og öllum þeim, er veittu honum að- hjúkrun og umönnun, því það var alt ágætt og eftirbreytnisvert og það kunni hann að meta. Þá var hann og innilega þakklátur þeim hinum mörgu, sem heimsóttu hann í veikindum hans og síðast en ekki síst „de trofaste Venner“, sem sýndu honum vinsemdar- og þakklætisvott, með því að styrkja hann svo fjáihagslega hin síðari árin, sem hann lifði, að hann gat lifað áhyggjulitlu lífi til hinstu stundar. Reykjavík, 27. júní 1931. Jón Pálsson. Norðurför Mentðskölanomenda. Nemendur þeir, sem próf höfðu tekið upp úr fimta bekk Menta- skólans, komu úr ferð sinni norður í land á miðvikudagskvöld. Hafði blaðið tal af einum þeirra og fór- ust honum svo orð: Til Akureyrar. •— Við lögðum af stað frá Reykjavík, 19 nemendur með Guð- mundi Bárðarsyni kennara, á varð skipinu Óðni, miðvikudaginn 10. júní. Komum við daginn eftir til Akureyrar eftir 27 tíma ferð. Veð- ur var ekki gott og voru flestir sjó veikir. Á Akureyri var fátt um móttökur. Hafa nemendur og stjóm Mentaskólans þar sennilcga ekki vitað um komu okkar, hverju sem það var að kenna, því að eng- inn sýndi sig á bryggjunni. Grímsey, Kópasker og Tjörnes. Fengum við að sofa í heimavist skólans um nóttina og fengum kaffi hjá skólameistara morgun- inn eftir. Ekki stóðum við neitt við á Akureyri að þessu sinni, því að þangað ætluðum við að koma seinna. Fóram við þennan morgun með Óðni til Grímseyjar, og bætt- ust í hópinn 12 nemendur frá Ak- ureyri. Var þann dag betra veð- ur, en mjög kált, er til Grímseyj- ar kom. Skoðuðum við eyna og. nutum útskýringa. Guðm. Bárðar- sonar um jarðfræði hennar. Fór- um þaðam til Kópaskers. Þar tók Björn Kristjánsson kaupfjelags- stjóri á móti okkur með hfnnl mestu rausn. Fóram til Ásbyrgis morguninn eftir, fengum besta veður, Isólskin og blíðu og ljeku allir við hvem sinn filngur. Um nóttina hjeldum við frá Kópaskeri Údýrar vfirnr: Kaffistell 6 manna 14.50 Kaffistell 12 manna, japönsk 23.50 Teskeiðar 6 í ks. 2ja tuma 3.25 Matskeiðar og gafflar 2ja t. 1.50 Matskeiðar og gafflar 3ja t.12.75 Borðhnífar ryðfríir á 0.75 Hnífapör, parið á 0.50 Bollapör postulíns frá 0.35 Vekjaraklukkur á 5.50 Sjálfblekungar 14. karet á 8.50 Ávaxtadiskar á 0.35 Baraaboltar stórir 0.75 Gúmmíleikföng á 0.75 Dömutöskur frá 5.00 Bamaleikföng og margt fleira, mjög ódýrt. I. Ehnu i Mvsii Bankastræti 11. Haupmennl er lang útbreiddasta blaðið til sveita og við sjó, utan Reykjavíkur og umhverfis hennar, og er því besta auglýsingablaðið á þessum slóðum. Þennan ágæta blómaáburð ættu allir blómavinir að nota. Fæst hjá flestum nýlenduvöruverslunum. Fyrirliggjandi hjá H. ]. Bertelsen S Go., h.f. Sími 834. Hafnarstræti 11. FISK dekk og slöngur skara fram úr að endingu og gæðum. — Lágt verð. — Nýjar birgð- ir ávalt fyrirliggjandi.. Með e.s. „Goðafoss“ síðast kom t. d. mikil viðbót af ýmsum stærðum. Égill Vilhjálmsson Grettisgötu 16—18. Garðstólar, Birkistólar, 'Beddar og rúm, með fjaðrabotni, nýkomið. Húsgagnaversl. Reykjavikur Vatnsslíg 3. Sími 1940.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.