Morgunblaðið - 18.08.1931, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.08.1931, Blaðsíða 3
MORGUN BLAÐIÐ 3 aiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniju S K.I. Áryaknr. a«jkJ».Tlk = = JUtatJfirar: Jön Kjartnnaaon. Valtýr Stalknaaon. = Klt»tJ6rn og afgrelBala: ▲uaturatratl t. — Blml 100. = = ▲ualýalnKaatJörl: M. Hafbera. = = ▲uBl^alnKaakrltatota: Auaturatrntl 17. — Blml 700. = = Kalaaaalaaar: Jön KJartanaaon nr. 741. Valtýr Stefánaaon nr. 1110. = B. HafberK nr. 770. = ÁakrlftaKjald: = Innanlanda kr. 2.00 á aaánuOl. = = Utanlanda kr. Z.S0 á aaánuBl. = = 1 lauaaaölu 10 aura alntaklö. 10 aura aaaB Laabðk. = filiiiiiliiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiinirf í lug Gronau yfir Græn- landsjökla. Khöfn, 15. ág. Mótt. 16. ág. United Press. PB. von Gronau lagði af stað frá íScoresbysund áleiðis til Godthaab M. 2.11. Khöfn, 17. ágúst. (Frá frjettaritara FB.). Gronau lenti við Sukkertoppen uni tólfleytið á laugardagskvöld, ■■eftir tíu klukkustunda flug frá •Scoresbysund. Khöfn, 17. ágúst. TTnited Press. FB. Loftskeyti frá varðskipinu Hvid- björnen herrnir, a.ð Gronau hafi verið að þrotum kominn með ben- sin, er hann lenti við Sukkertopp- ■en. Flytuj- Hvidbjömen honum bensín. Þrír menn úr Courtaulds- Watkins-leiðangrinum komn- ir til Hafnar. Khöfn, 16. ágúst. TJnited Press. FB. Scott, Stephenson og Lindsay, •sem voru þátttakendur í breska Grænlandsleiðangrinum, komu hingað í gærmorgun. Hjeðan fara þeir innan skamms áleiðis til Lond •on. — Sparnaðarráðstafanir Breta. London, 15. ágúst. United Press. FB. Vegna ákvarðana ríkisstjórnar- innar um að leggja áherslu á að líoma á jafnvægi í ríkisbúskapn- nm, liækkaði sterlingspund lítils háttar á kauphöllinni í New York. — Embættismenn í fjármálaráðu- neytinu hafa nú til athugunar hvernig haganlegast verði að fram Itvæma tillögur sparnaðarpefndar- annar. Sundprðf í Reykjanesslauginní. fsafirði, 17. ágúst. FB. Sundpróf í Reykjanesi fór fram 7 gær og var óvenjulega margt fólk þar saman komið, er talið að um 800 manna hafi verið þar við- staddii'. Esja flutti hjeðan og af Vestfjörðum rúmlega 500 manns. Fóm fram ræðúhöld, sund og leik- fimi. Námskeiðið hefir staðið yfir í rúmar fimm vikur. Nemendur ■sextíu. Nýr sundskáli var reistur í Beykjanesi í vor, er rúmar 60 —70 manns. Miðstöðvarhítaleiðsla frá hverunum. Sigluijarðarkirkja. Hornsteinn Iagður Siglufirði, 15. ágúst, 1931. Komu Dettifoss seinkaði svo að frestað var lagningu hornsteins kirkjunnar til kl. 4. Mætti þá vjð hina nýju kirkju fjöldi manns, en hún er nú komin það á veg, að veggir, gólf og loft er full- steypt og turnbyggingin það langt komin, að eftir er að steypa þriðj- ung efstu hæðar. Sophus Blöndal konsúll lýsti athöfnina setta og las upp skjal það sem sett var í blýhylki í hornstein kirkjunnar og svo hljóðar: Hornsteinn þessi er lagður að Siglufjarðarkirkju 15. ágúst 1931. Byrjað var að grafa fyrir grunni kirkjunnar 15. maí sanm ár og byrjað að steypa 3. júní. Sóknarnefndinni var kunn- ugt um að biskup landsins, dr. .Jón Helgason, mundi verða lijer á ferð í águstmánuði og var því lagningu hornsteinsms frestað þar til nú, að biskupinn er hjer staddur og leggur hann sjálfur steininn. Kirkjan kostar, undir þak kom- in, um sjötíu og sex þúsund krón- ur og mun því verki lokið í sept- ember næstkomandi. Fullgerð mun hún kosta rúmar 100.000 krónur o’g er búist við að hún verði það á næsta ári. Prjedikunarstóll, bekk- ir, pípuorgel, Ijósakrónur, hitunar- tæki, klukkur og annað þess hátt- ar mun þess utan kosta að minsta kosti 40.000. Kirkjan er að nokkru bygð fyrir. samskotaf je, en að lang- mestu leyti er hvín reist fyrir til- lög úr bæjarsjóði. Til byggingar- innar fengust vilyrði fyrir alt að 25.000 króna láni úr sameiginleg- um kirkjubyggingarsjóði og er þegar fengið það 20.000 króna lán til þess að fullgera kirkjuna að innan. En biíist við ag nægilegt f.je fáist með samskotumi innan safnaðarins. — Stjórn Sparisjóðs Siglufjarðar liefir látið það boð út ganga, að sparisjóðurinn, að fengnu leyfi landsstjórnar gefi 10.000 krónur til pípuorgelsins. íbúar Siglufja.rðarkaupstaðar voru 2030 við síðustu áramót. Áætlað er að kirkjan taki um 500 manns í sæti, en megi bæta þar við síðar. Þá- var upptalning í skjalinu á stjórn iands og kaupstaða.r og á helstu mönnum bæjarins og nú- verandi sóknarnefnd: Sophus Blöndal, Þormóður Eyjólfsson, Þorsteinn Pjetursson, Tryggvi Kristinsson og Guðm. Bíldahl. — Uppdrætti að kirkjunni hefir gert Árni Finsen. Bygginguna fram- kvæma Einar Jóhannsson múrara- meista.ri og Jón Guðmundsson húsameistari frá Akureyri. Yfir- smiður er Sverre Tynes. Raflagnir annast Ásgeir Bjarnason raffræð- ingur. Eftirlitsmaður með verkinu er Páll Jónsson húsasmiður. Þá söng blandaður kór undir stjórn Tryggva Kristinssonar, sálm inn Guð hæst í hæð. — Biskup flutt-i því næst fir kirkjudvmnum snjalla ræðu og hjartnæma og lagði að því búnu blýhvlkið í steiu inn og lýsti blessun drottins yfir húsið og söfnuðinn. Þá söng Karla kórinn „Vísir“ ljóð sem Hannes skáld Jónasson hafði ort fyrir tæki færið. Þá flutti síra Bjarni Þor- steinsson prófessor ræðu. Því næst talaði bæjarfógeti og hvatti bæj- arbúa til a.ð taka höndum saman og lúka við hið fagra og veg- lega minnismerki þeirrar kynslóð- ar sem nú starfaði, sem hún hjer væri ag reisa sjer. Að lokum söng karlakórinn „O, Guð vors lands“. Atliöfnin fór hið prýðilegasta. fram enda veður ákjósanlegt, sólskin og blíða. Kirkjan stendur ofarlega á brekkunni ofan við Siglufjarðar- eyri rjett norðan við kirkjugarð- inn og lokar fyrir vestari enda aða.lgötu bæjarins og gnæfir turn hennar, þegar fullgerður er, hátt yfir allan bæinn. Umhverfis kirkju garðinn er nú verið að setja vand- aða steinsteypugirðingu og um völlinn, sem kirkjan er bygð á, mun síðar sett vönduð girðing og hann lagaður og skreyttur eftir föngum. Eitt af óstjórninni í heilbrigðis- málum vorum er það, hve lítið er gert til þess að bæta algengasta sjúkdóminn, sem nálega hvert maamsbarn hefir við að stríða: tannskemdirnar. Hversu verður þá úr þeim bætt? Það er von þó menn spyrji. Ráðin eru tvö, og þau nægja ef vel væri á þeim haldið. Hið fyrra er að verja menn fyrir tannskemdum, ekki síst börn og unglinga. Þessi gáta sýnist nú að miklu leyti ráðin. Hið síðara er, að gera við skemd ir í tæka tíð eða smíða gervitenn- lir, ef skemdir eru of miklar. Hvernig er þá auðið að koma þessu í framkvæmd? Það yrði of langt mál í þetta sinn að útlista það hversu verjast meg'i tannskemdunum, en minna má á það, að fyrir nokkrum manns öldrum voru tannskemdir tiltölu- lega fátíðar bæði hjer og erlendis. 1 Svíþjóð er til dæmis talið, að tannátan hafi frá elstu tímum vax- ið úr 8% upp í 90% eða. þar yfir. Orsök þesssa er mestmegnis ó- hentugt matarhæfi. Þá er hitt atriðið, hversu allur landslýður geti fengið gert við tennur sínar og smíðaðar gervi- tennur, ef þess þarf með, og það á sem bestan og ódýrastan hátt. Sem stendur eru það nálega ein- göngu kaupstaðabiiar, sem geta auðveldlega leitað tannlæknis. Mikil bót væri að því, ef lækn- nm væri rækilega kent að gera við allar einfaldar tannskemdir. Það hefir ekki verið unt vegna fjárskorts o. fl. að gera þetta svo vel sem skyldi. Gervitennur ættu lielst ekki aðrir að smíða en tann- læknar, og þeirra þarf ekki með á hverjum degi. Annars hafa Svíar og Ameríku- menn fundið þjóðráð til þess að gera almenningi t.iltölulega a.uð- velt og ódýrt að fá gert inð tenn- ur sínar, og jafnvel Smíðaðar gervitennur. Þeir hafa komið á fót umferðatannlækningum í strjál bygðu hjeruðunum. Flutti jeg er- indi um þetta á síðasta lækna- fundi, — en heilbrigðisstjórnin sva.f og hraut og blöðin þögðu. Það er til nokkurs að gefa mönn- um góð ráð! Svíar (Rauði krossinn) hafa hag- að þessu þannig, að þeir keyptu amerískan vagn sem bíll dró, og tannlækningaáhöld fyrir 1248 sænskar krónur (stórkaupaverð). Yar þeim komið fyrir á hagan- legan hátt í vagninum. Síðan rjeðu þeir duglegan tannlækni og aðstoðarstúlku. Lækninum guldu þeir 30 kr. (sænskar og ósvikn- ar) á da.g (10 kr. á helgidögum) og stúlkunni 15 krónur á mánuði. Síðan var læknirinn sendur í vagn- inum út um sveitirnar til þess að gera við tennur ma.nna og þá fyrst og fremst barna og unglinga. Dvaldist hann svo nokkra daga á ákveðnum stöðum, svo sjúkling- ar þurftu ekki að fara út úr sveitinni til þess að fá gert við tennur sínar, og það af æfðum tannlækni. í sveitunum önnuðust sveita- stjórnir eða sjerstaka.r nefndir um allan undirbúning undir komu læknisins, sáu fyrir húsnæði ljósi og hita svo og fæði handa lækni og aðstoðarstúlku. Þær rjeðu og mestu um hvar lækningarnar færu fram. Fyrir hvert barn sem aðgerða þurfti voru borgaðar 3—5 ltrónur, en einföld skoðun og útdráttur á smábrotum kostaði 1 krónu. — Fvrir fátæklinga var borgað úr sveitarsjóði en ekki var það talinn fátækrastyrkur. Hverju bami var gefinn tannbursti og fræðslublað um tannkvilla og hirðingu tanna. Þó þessi gjöld væru miklu lægri en gerast hjá sænskum tannlækn- um, þá hrukku þau langt til þess að greiða kostnaðinn. Svíar hafa nú reynt þetta skipu- lag í nokkurn, tíma, og gefist það ágætlega. Þó þótti þeim ameríski vagninn þungur í vöfum og hafa látið smíða bíl af ljettari gerð. Áhöldunum er komið fyrir í bíln- um, og hafa verið endurbætt og fylgir þeim dálítið Röntgenáhald (Philips) til þess að taka Rönt- genmyndir af tönnum. Nú stendur til að kaupa fleiri bíla til þessara nota, því að sveitirnar vilja allar. a.ð tannlæknar komi til sín. Það er enginn vafi á því, að slík umferðatannlækning hentaði hvergi betur en hjer. Telst mjer svo til, að ötull tannlæknir kæmist yfir eina meðalstóra sýslu á mánaðar- tíma eða svo, þó aðsókn væri í besta. la.gi. Með 3—5 króna gjaldi að melðaltali fyrtr hvern sem lækninga nyti, ætti fyrirtækið að geta borið sig að mestu leyti, þó fátt verði fullyrt um það, að öllu óreyndu. Til þess að byrja með kæmi ekki til tals að ka.upa nema eiun bil og læra svo af því hversu honum farnaðist. Heilbrigðisstjórn og Alþingi hefði verið í lófa lagið að koma 1>essu í kring, — ef ekki væru „pólitísku“ álögin á öllu þeim megin. Líklega hefði tannlæknir- inn og' aðstoðarstúlkan þurft að vera með því rjetta flokksmarki og blessað sveitafólkið hefði þurft að fá alla lækninguna ókeypis, ef ekki þóknun fyrir að flytja börn- in til læknisins. En þingið hefir fundið annað ráð til þess að bæta úr skák. Það vill koma upp tannsmiðum til þess að búa til gervitennur. Ef það væri ekki Jón í Stóradal frændi minn, sem flytti frumvarp í þessa átt. þá grunaði mig að einhver tannsmiður, með því rjetta marki, þyrfti að fá atvinnu og ætti síðan að nota hann til þess að flytja tannlausa fólkinu þann rjetta pólit íska boðskap. En hvað segir Björgúlfur lækn- ir og konungur á Bessastöðum? Væri þetta ekki tilvalið verkefni fyrir Rauða. krossinn hjer? Hann á ljettara um vik. því ekki er hann í neinum álögum. G. H. Nautilus í Tromsö. Tromsö, 16. ágúst. United Press. FB. Na.utilus kom liingað í. gær. Bú- ast menn við, að hann muni halda áfram norðurförinni á morgun. Hfnám atvinnuleysisstyrkja í Bretlandi. Tillaga borin fram af verk- lýðsfjelögunum. London. 17. ágúst. United Press. FB. United Press liefir fengið upp- lýsiugar um það frá áreiðanlegum heimildum, að verkalýðsfjelögin, en frá þeim hefir ríkisstjórnin aðal kosninga.fylgi- sitt, muni leggja fast að stjórninni að bera fram á þingi tillögur í samræmi við ályktanir þings verkalýðsfje- laganna um afnám atvinnuleysis- styrkja í þeirri mynd, sem þeir nú eru, en stofna í þeirra stað sjóð til að framfleyta þeim, sem vegna atvinnuleysis hafa ekki nóg sjer til lífsviðurværis. Lagt er til að fje í sjóð þenna fáist með álagn- ingu á laun manna. frá 1% og upp í £ 250. Dagbúk. Veðrið í gær. Loftþrýsting er lægst um Norðúrsjóinn, en mest yfir Grænlandi. Yindur yfirleitt NA og fremur hægur hjer á landi og á liafinu milli fslands og Skot- la.nds. Snnnanlands og vestan er þurt- og bjart veður. en þokusúld í útsveitum nyrðra og á Austur- landi. Hiti 8 stig á Hesteyri og Raufarhöfn. þar sem kaldast er, en 14—17 á Suðvesturlandi. Yeðurútlit í Reykjavík í da.g: N-gola. Ljettskýjað (sennilega þó skúraleiðingar með fjöllum). Dánarfregn. Á laugardagskvöld andaðist úr taugai-eiki frú Guðrún Kjartansdóttir, kona Stefáns bónda Guðmundssona.r ; Skipholti. Fní Guðrún var dóttir Kjartans heit. prófasts í Hruna og konu hans Sigríðar Jóhannesdóttur. Frú Guðrún var tæplega þrítug að aldri, framúrskarandi efnileg' kona. og livers manns hugljúfi. Hún Ijest. frá fjórum börnum, öllum á unga aldri. 89 ára varð 16. þessa mánaðar Kristín Guðmuudsdóttir, t’lðins- götu 21. Útvarpið í dag.- Kl. l'9,30 Veður- fregnir. Kl. 20,30 Hljómleikar. Kl. 20,45 Þingfrjettir. Kl. 21 Veður- spá og frjettir. Kl. 21.25 Grammó- fónhljómleikar (Piano-sóló). Pjetur Á. Jónsson heldur söng- skemtun í Gamla Bíó á fimtudag. Þessi vinsæli söngvari er á för- um af landi burt, svo að þetta verða. al-síðustu forvöð til að heyra hann á þessu sumri. Munu söng- vinir að sjálfsögðu ekki sitja sig ;úr færj að hlusta. á Pjetur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.