Morgunblaðið - 22.12.1933, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.12.1933, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ | Smá-auglýsingarj Postuiíns kaffistell og bolla- pör með heildsöluverði á Lauf- ásveg 44. I jólapokana fæst nú, sem fyr, mikið af allkonar sælgæti í Tóbakshúsinu, Austurstræti 17. —-____________________ Hótel Skjaldbreið. Tökum á móti pöntunum á jólamatnum til föstudagskvölds. Virðingar- fylst. Hótel Skjaldbreið. Sími 3549.________________________ Flóra, Vesturgötu 17, sími 2039. Jólatrjen komin og úrval af græn- um greinum. Morgunblaðið fæst í Café 3vanur við Barónsstíg og Grett- isgötu. Vanti yður kjól, ættuð þjer að athuga tilbúnu kjólana hjá mjer. Fallegan kjól fáið þjer fyrir kr. 24.00. Alla Stefáns. Vesturgötu 3 (Liverpool). Dúkkur í miklu úrvali, ný- komnar. — Leikfangagerðin, Laugaveg 19. Handmáluð kaffistell óvenju- lega falleg, með tækifærisverði í Leikfangagerðinni á Lauga- veg- 19. ,,Freia‘‘, Laugaveg 22B. Sími 4059. „Freiu“ heimabökuðu kök- ur eru viðurkendar þær bestu og spa ra húsmæðrum ómak. ,.Freia“ fiskmeti og kjötmeti mselir með sjer sjálft. Hafið þjer **í'nt það? Sími 4059- Allar upplýsingar viðvíkjandi Happdrætti Háskólans fáið þjer í Varðarhúsinu daglega frá kl. 11—12 fyrir hádegi og 4—7 eftir hádegi. Sími 3244. Heimabakarí Ástu Zebitz, Öldugötu 40, þriðju hæð, sími 2475.________________________ Jólaspilin? „Góðu spilin“ úr bókaverslun Snæbjarnar Jónsson- ar. — Nýr silungur. Nordals-íshús. Sími 3007. Jólaspilin og spilaborðin eru aest á Vatnsstíg 3. Húsgagnaversl. Beykjavíkur. Nýr fiskur ekki til, en bein- laus, frosinn fiskur, sem jafn- gfldir nýjum fiski. Fyrsta flokks seltfiskur og skata, sem allar Msmæður brúka til miðdags á Mrláksmessu. — Fiskbúðin, Hverfisgötu 37. Sími 1974. Dívanar, dýnur og alls konar stoppuð húsgögn. — Vandað efni. Vönduð vinna- Vatnsst. 3 Húsgagnaverslun Reykjavíkur 40 Avextir Epli Delicious ex. fancy 80 aura % kg'- Jonathan epli 65 aura :4 kg- Vínber, ágæt teg. Gló- idin frá 12 aur. stk. Allar teg- undir af niðursoðnum og þurk- uðum ávöxtum. Verðið hvergi lægra. Versl. Biðrnlnn. Bervstaðastr. 35. Sími 4091. m *|Dogbók. I.O.O.F. 1 == 1151222802 _F. K Veðrið (fimtudagskv. kl. 5) : Djúp lægð og stormsveipur yfir Grænlandshafinu og íslandi. Vindur er víðast hvar hvass S hjer á landi með 8—12 st. hita. Úrkomulaust er á N- og A-Iandi en rigning sunnan og vestan lands. Fyrir norðan landið mun vera A-rok og snjókoma. — Lægðin fer sennilega norðaust- ur yfir Island og má því búast við V og N íhlaupi á morgun einkum á Vestfjörðum. Veðurútlit í Rvík í dag: All- hvass V eða NV snjójel. Samkvæmt reglugerð um barnavernd frá 15. nóv. 1933 hefir nú verið tilkynt að börn innan 16 ára þurfí að sækja um leyfi til blaða og bókasölu. — Verða sjerstök merki á 25 aura seld þeim er undanþágur fá. En börnum innan 10 (tíu) ára verður ekki veitt undanþága iiema alveg sjerstakar ástæður sjeu fyrir hendi. Karlakór iðnaðarmanna. Sam æfing í kvöld kl. 8. Eimskip. Gullfoss er í Reykja vík. Goðafoss er í Reykjavík. Brúarfoss er í Kaupmannahöfn. Lagarfoss 'er í Kaupmannahöfn. Dettifoss fór til Hull og Ham- borgar í gærkvöldi kl. 8. Sel- foss er í Reykjavík. Togararnir. Kópur fór til Englands í gærkvöldi. Egill Skallagrímsson kom frá Eng- landi í gær og fór á veiðar í gærkvöldi. Esja lá um kyrt í Stykkis- hólmi í gær vegna veðurs. Færi veður batnandi var hún vænt- anleg hingað í dag. íslandið kom til Kaupmanna- hafnar í gærmorgun. ísfisksala. Otur seldi afla sinn í Grimsby síðastliðinn mið- vikudag, 1500 körfur fyrir 709 stpd. Næturvörður verður í nótt í Reykjavíkur Apóteki og Lyfja- búðinni Iðunn. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ. Afh. af Matthíasi Þórðarsyni. Ágóði af myndasölu o. fl. 15 kr. Kærar þakkir. Ól. B. Björns son. — 1 Æfingar K? R. falla niður frá deginum í dag og til 4. jan. n.k. Jólatrjesskemtun K. R. verð- ur þriðja í jólum fyrir alla yngri K. R.-fjelaga og gesti þeirra. Einnig heldur fjelagið dansleik á gamlárskvöld. Jólatrjesskemtun Vjelstjóra- fjelagsins verður 3. janúar. H. f. P. Jólatrjesskemtun prentara verður haldin sunnu- daginn 7. januar að Hótel Borg. í kjörstjóm við bæjarstjórn- arkosningar voru þessir kosnir í gær: Pjetur Magnússon alþm., Geir G. Zoega vegamálastjóri og Ágúst Jósefsson bæjarfull- trúi. Varamenn voru þeir kosn- ir Tómas Jónsson lö-gfr. og Kjartan Ólafsson bæjarfulltrúi. Gjafir afhentar Mæðrastyrks- nefndinni. Frá F. 10 kr., M. Þ. 5 kr., X. X. 50 kr., Kr. Einarsd. 10 kr., Ó. S. 10 kr., K. P. 12 kr„ ekkju 50 kr„ áheit 10 kr„ frá nafnlausum 10 kr„ konu 2 kr„ ónefndum 15 kr„ N. N. 25 kr. Ennfremur fataböggull. Hjart- ans þakkir. Nefndin. Rjómaflutningur að norðan. Að undanförnu hefir B.jörns- bakarí að staðaldri flutt hingað rjóma norðan frá Akureyri til þess að bæta úr rjómaskortin- um hjer í bænum. Með seinasta skipi fekk það t. d. að norðan 500 lítra af rjóma. Bók um ísland. Svenska Biblioteket hefir gefið út bók um ísland og heitir hún: Minstá norræna konungsríkið (Nord- ens minsta Kungarike) og er rituð af Nanna Lund Eriksson og Ejnar Fors Bergström rit- stjóra. I blöðunum hefir bókin fengið góða dóma. Svenska Dag bladet í Stokkhólmi segir að bókin sje ágætur leiðarvísir fyr- ir æskulýðinn. ,,Það er merki- Iegt hve miklu og margbreyttu efni er þar þjappað saman“. (Sendiherrafrjett). Jólagróður. Auðunn Nielsson Austurgötu 7 í Hafnarfirði kom í gær á skrifstofu blaðsins með blómvönd af nýútsprungnum blómum er hann hafði tekið í garði sínum. Sagði hann mikið útsprunginna bellisa og annara fjölæra blóma í görðum í Hafn- arfirði, þar sem skjól er gott. Vatnsveitan. 1 dag og á morg un kl. 2—5 síðd. verður lokað fyrir vatnið í þeim hluta Aust- urbæjar, sunnan Laugavegar og vestan Hringbrautar, þar sem venjulega er ekki vatns- skortur. — Þennan tíma verð- ur reynt að koma vatni upp á Skólavörðuhæðina og eru menn beðnir að láta vatnshana ekki standa stöðugt opna. 1 gær var þotta reynt, og gafst vel. Farþegar með Dettifossi til Hull og Hamborgar í gær:- María Magnúsdóttir, Aðalsteinn Friðfinnsson, Magnús Sigurðs- son bankastjóri, Óskar Hall- dórsson útgerðarmaður, Fjóla Breiðfjörð og Bessi Gíslason. Árshátíð Verslunarskólans verður haldin að þessu sinni 2. janúar næstkomandi. Vanaleg- ast eru samkomur skólans haldn ar í skólahúsinu sjálfu, en vegna væntanlegrar mikillar að sóknar verður árshátíðin haldin að Hótel Borg. Eins og að und- anförnu má búast við, að gaml- ir nemendur, sem yngri, fjöl- menni á þessa skemtun. Nánar auglýst síðar hjer í blaðinu. Strandmennimir lögðu ekki á Skeiðarársand í gær, eins og til stóð, sakir óhagstæðs veðurs. Jólastarfsemi Vetrarhjálpar- innar hafa borist eftirtaldar gjafir: I peningúm: Narfi Narfason 50 kr„ Eiríkur Bjarna son 20 kr„ K. P. 12 kr„ Árni Árnason 10 kr. og ýms fatnað- ur, G. P. 10 kr„ Jóhann Ölafs- son & Co. 150 kr„ N. N. 50 kr„ Sig. Pjetursson 10 Ta\ og ýms fatnaður, N. N. 20 kr. Verslun- in Egill Jacobsen ýms fatnaður, Þórður Sveinsson & Co. 1 sk. hveiti, 1 sk. haframjöl og 1 ks. epli, Mjólkurfjelag Reykjavík- ur 10 pakkar með allskonar jólavörum, ölafur Sigurðsson 1 sk. hveiti, 1 sk. haframjöl, N. N. 2,5 kg. kaffi brent og malað, Konfektgerðin Freyja 5 kg. súkkulaði, Smjörlíkisgerð Reykjavíkur 25 kg. smjörlíki, O. Johnson & Kaaber talsvert mikið af allskonar regnkápum og taustrangi. Auk þessa hefir borist allmikið af allskonar not uðum fatnaði frá ýmsum heim- ilum. Bestu þakkir. F. h. Vetr- arhjálparinnar í Reykjavík. 21. des. 1933. Gísli Sigurbjörnsson. Sölusýning málaranna í myndastofu Pjeturs Leifssonar í Þingholtsstræti 2, er opin til jóla. Mynd seldist þar í gær, ,,Af Seltjarnarnesi", eftir Jón Stefánsson. Jafnóðum og mynd- ir seljast, eru nýjar settar upp í staðinn. Tókum upp ■ gær: Taflmenn og taflborö, marga r tegundir. Sjerstaklega ódýrt I' Blekstativ, nýjar gerðir. Brjefakassa úr trje, fleiri stærðir og tegundir, Spilapeninga, 12 tegundir, ýmsar gerðir. Jólabögglapappír, fallegri en hjer hefir sjest áður. INGÓLFSHVOLI = SiMI 23f4* iólatrle - Danslelkar. Jólatrjesskemtun heídur fjelagið miðvikudaginn 27- þ. m. (þriðja í jólum) kl. 5 síðd. í K. R.-húsinu, fyr- ir alla yngri K. R.-fjelaga og gesti þeírra. Aðgöngumiðar kosta kr. 2.00 (innifalið allskonar veitingar) og verða þeir seldir í K. R.-húsinu á ann- an í jólum kl. 2—4 síðd. og miðvikudaginn (þriðja í jólum) frá kl. 10—2. Best að tryggja sjer að,- göngumiða sem fyrst. DANSLEIK heldur fjelagið á gamlárskvöld í K. R> húsinu kl. 10 síðd. fyrir fjelagsmenn og gesti'þeirra- Ágæt hljómsveit. Nánar auglýst síðar. lólamaturinn verður bestur frá okkur. Endur. Nautakföt. Kálfakföt. Grænmeti Hangikjöt. Kjúklinga^ Grísakjöt. — ávexfir. Ö1 og gosdrykkir - íslensk egg. llerslunin Hlit h fiskur. Baldarsgöttí — símí 3828. Laugaveg, 48 sími 4764. Góð jélagjöf: Inn Vígði, íslensk þýðing á hinni frægu ensku bók „The Initiate“». sem margir kannast við, bæði á frummálinu og í danskri þýð- ingu (Den Innviede).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.