Morgunblaðið - 29.09.1935, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.09.1935, Blaðsíða 5
Sinmudaginn 29. sept. 1935 MORGUNBLAÐIÐ 5 ■» sóttur á Halamið og er þar alt- af uppgripaafli. Alls eru komin á land um 6500 tonn af karfa. „Beinaverslun“. Erfitt mun að benda á mokkra þá tegund stjórnmála- /spillingar, sem kunn er úr um- iheiminum, að Framsókn hafi '»ekki snapað hana uppi og hag- nýtt sjer. Hvarvetna í heimi hvítra manna, þykir það vott- ur hinnar dýpstu stjórnmála- spillingar, að embætti og hvers konar opinber störf gangi kaupum og sölum. Hjer hefir slík ,,beinaverslun“ verið rek- in árum saman, og þó leynt ihafi farið, svo sem títt er um þesskonar iðju, þá hefir for- tjald leyndarinnar stundum svifst til, svo að grilt hefir í pukrarana og hvískrið heyrst. Greiðslan fyrir stöðurnar er .styrkur til flokksstarfsins, ann- að hvort til flokkssjóðs, eða þurfandi Iflokksmanna. Eitt síðasta dæmi þessarar flokkskaupsýslu hefir nýlega verið gert að umtalsefni hjer i blaðinu. ólafur Sveinsson. Maður er nefndur Ólafur Sveinsson. Hann hefir rekið út- gerð og verslun á Eskifirði nokkur ár. Atvinnureksturinn liefir gengið illa og komst Ól- afur í greiðsluþrot á líkan hátt og ýmsir þeir menn aðrir, sem slíka atvinnu hafa stundað, svo sem Gísli í Eyjum, Sæmundur í Hólmi o. fl., sem lesendur Tím- ans kannast býsna vel við. Ól- afur hafði látið lítt uppi um stjórnmálaskoðanir sínar, þang- að til skömmu fyrir alþingis- kosningar í fyrra. Þá stofnaði hann fjelag Framsóknarmanna á Eskifirði. Þetta þótti tíðind- um sæta, ekki síst vegna þess að faðir Ólafs, Sveinn í Firði, hafði þá fengið nóg af samneyti :sínu við Framsókn. Var þess því .getið til, að Ólafi mundi ein- /hverju launað atbeini sinn við flokkinn um þessar kosningar. Hefir nú Ólafur sagt frá því, í hverju launin voru fólgin. En það var, að fjármálaráðherra hafði lofað Ólafi forstöðu Á- fengisverslunarinnar frá 1. ág. síðastL Var þetta loforð svo fastmælum bundið að Ólafur rjeð þegar til sín kunningja sinn, sem afgreiðslumann við verslunina fyrir 500 krónur á .naánuðL Ráðningarsamningur Hannesar Thorarensen. Hannes Thorarensen hefir verið ráðinn fyrir umboðslaun af sölunni. Mun hann frá önd- verðu hafa fengið álitlegt kaup af starfi sínu, en auðvitað hafa tekjur hans margfaldast við það, að smyglið hvarf með af- námi bannsins á síðastliðnum vetri. Þegar Ólafur ætlaði að taka við hinni nýju stöðu, sýndi Hannes fram á að samkvæmt samningi sínum þyrfti hann ekki að láta af stöðunni fyr en um áramót. Auðvitað átti Ólaf- ur ekki aðgang að neinum nema fjármálaráðherra um -efndir á loforðum um stöðu. — Hefir nú vafalaust gengið í stappi um það, hvort Hannes tskyldi láta af starfi eða ekki. En endirinn verður sá, að Hannes kaupir sjer frið með því, að borga Ólafi úr eigin vasa 800 krónur á mánuði. Af þessum 800 krónum seg- ist Ólafur svo borga kunningja sínum 500. En sjálfur tekur hann 300 krónur á mánuði — að eigin sögn — fyrir starf, sem hann kemur ekki nærri. Olafi finst sjálfum, að hann sje mjög vel að þessu kominn og telur jafnvel að hann hafi tapað á ,,beinaversluninni“. Tap Ólafs. Fjármálaráðherra hefði vafa laust látið Hannes víkja, ef þess hefði verið nokkur kostur. Hitt er og vafalaust, að umboðslaun Hannesar úr ríkissjóði eru meira en 800 krónur á mánuði, því annars hefði hann ekki gengið inn á að borga þessa upphæð. Ríkissjóður tapar þess vegna á því, að Hannes situr áfram. Er því augljóst að vegna hagsmuna ríkissjóðs hefði fjármálaráðherra látið Hannes fara, ef hægt hefði ver- ið að losna við hann. En ráðherrann sá sjer þarna leik á borði, að knýja friðsaman mann til að kaupa embættið fyrir 800 krónur á mánuði — til flokksþarfa. Því greiðslan yrir embættið gengur til þurf- andi flokksmanns, sem telur sig vera kominn á framfæri flokks- ins vegna stuðnings við síðustu kosningar. Ólafur Sveinsson skýrir frá því, að hann hafi fyrir stórri fjölskyldu að sjá, og veiti því ekki af háu kaupi. Þetta er víst hverju orði, sannara. En það rjettlætir ekki að Ólafur fram- fleytir sjer nú sem stendur á rangfengnu fje. Ef Ólafur ljeti sjer skiljast að hann á ekkert tilkall til þessa fjár frá Hannesi Thorar- ensen, hvorki lagalegt nje sið- ferðilegt, þá gæti verið að hann teldi tap sitt af „beina- versluninni“ alt annað en 50 krónur á mánuði. En það fer eftir því hvers hann metur mannorð sitt og drengskap. Rjettleysi andstæðinganna. Rjettleysi andstæðinganna gæti vel verið kjörorð þeirra flokka, sem nú sitja við völd hjer á landi. Þótt meiri hluti stjórnarinnar á þingi sje lítil- fjörlegur, hafa flokkar hennar beitt slíku ofbeldi við andstæð- ingana, að fáheyrt mun vera utan einræðislandanna. Þing- ræðið er þannig framkvæmt að einfaldur meirihluti í hvorum stjórnarflokknum um sig ræð- ur hvað að lögum verður og hvað ekki. Þannig geta 8 Fram- sóknarmenn og 6 jafnaðarmenn — eða samtals 14 menn — af þeim 49, sem setu eiga á Al- þingi, ráðið þar lögum og lof- um. Tuttugu og tveir þingmenn andstöðuflokkanna eru með öllu rjettlausir. Þetta mun byggjast á því, sem heitir á Tímamáli „lífskoð- un hins nýja tíma.“ A Hæstirjettur að vera pólitískur ? En þótt löggjafarvaldið lúti þannig „lífskoðunum hins nýja t a“ hafa borgararnir hingað Ov Maðurinn sem hún elskaði... en af honum var sv... lykt. Því kaliar Anna þig Siggi-svitalykt, þegar þú heitir Björn? Lever framleiðsla LIFEBUOY TOIL£T SOAP Lifebuoy handsápan fyrirbyggir svitalykt. LBT 70-206-55 QlSU HALLDÍBSSOH VERKFRÆÐINGUR CAND. POLYT. M. V. í. SlJII 3767. SÉRFRÆÐI: HITATÆKNI. MIÐSTÖÐVAR og VERKSMIÐJUKERFI. SNtíIÐ YÐUR TIL MÍN, EF FÉR ÓSKIÐ EFTIR 1. FLOKKS VINNU. FRAMKVÆMI HITAKOSTNAÐARSKIFTINGU 1 HÚSUM FYRIR EINA KRÖNU FR. OFN. UTVEGA CALORIUS HITAKOSTNAÐAR MÆLA ER REYNST HAFA ÁGÆTLEGA S. L. ÁR OG SUMSSTAÐAR SÝNT YFIR 30% FYRSTA SJÁLFVIRKA KOLASALLAMIÐSTÖÐ LANDSINS SPARNAÐ. VERKAMANNABUSTAÐIR 1 REYKJAVlK. SKRIFST. & TEIKNIST. SKÓLAVÖRÐUST. 12. NeOri hæðin Kvennadeilú vinnumiðlunarskrifstofunnar í húsinu nr. 21 við Ingólfsstræti, fæst leigð frá 1. okt. að telja. Upplýsingar í síma 1535. er flutt úr Þingholtsstræti 18 í Hafnarstræti 5 (Mjólkurf jelagshúsið) og verður opin til af- greiðslu kl. 3 til kl. 5 síðdegis daglega. yinnumiðlunarskrifstofan í Reykjavík, Hafnarstræti 5, Sími 2941.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.