Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						I»riðjudaginn 21. apríl 1936.
MORGUNBLAÐIÐ
Rannsóknastofan í
þágu atvinnuveganna
tiloúin næsta vor.
Byrjaö  á hús-
inu í þesswm
mánuði.
Einar Arnórsson próf.:
T þessum mánuði verð-
ur væntanlega byrj-
að að reisa rannsóknar-
stofu í þágu atvinnu-
yeganna við Háskóla
Islands. Gert er ráð fyr-
ir, að húsið með innan-
stokksmunum, utanhúss
leiðslum o. fl. kosti alt
að 200,000 kr., og legg-
ur Háskólinn þetta fje
fram af tekjum happ-
drættis  samkv.  lögum.
Gert er ráS fyrir að húsið
verði tilbúið næsta vor.
Fer hjer á eftir stutt lýsing
á  húsinu:
Húsið er 3 hæðir, kjallara-
laust, hátt port með lágu risi.
'Stærð hússins er 30 XH metr-
ar.
A neðstu hæð eiga landbún-
aðarrannsóknir að fara fram,
þar verða herbergi fyrir rækt-
nnatilraunir, jarðvegsrannsókn-
ir, plöntupatologi og húsdýra-
íræði.
Miðhæðin öll er fyrir efna-
rannsóknir og er stærsta efna-
rannsóknarstofna þar 12X10V&
metri.
Á efstu hæðinni verður
fiskirannsóknum komið fyrir
•og verða þar fjórar vinnustofur
ásamt geymslu, en á sömu hæð
er komið fyrir kenslustofu og
rannsóknarstofu fyrir nemend-
%ir í efnafræði.
Á þakhæð á geymlsa að
yera.
Húsið alt verður mjög
yandað og alt fyrirkomulag
af nýjustu gerð. Gert er ráð
fyrir, að rannsóknarstofa
þessi verði síðar ný kenslu-
deild við háskólann, atvinnu-
deild.
Tilboð í húsið-
Húsameistara hafa borist
tilboð í húsið, miðstöð og raf-
lagnir, Lægsta tilboðið í bygg-
inguna er 105.000 kr. (Guðm.
'Gíslason o. fl.), en hæsta til-
boðið 170 þús. kr. Tilboði frá
Ingibergi Þorkelssyni o. fl.
(116.300 kr.), hefir verið tekið.
Lægsta tilboðið í hita- og
hreinlætistæki er 20 þús. (frá
Óskari Smith), en hæst 27.250
kr. Var lægsta boði tekið.
Lægsta raflagna tilboðið er
3050 kr. (frá Eiríki Helga-
syni), en hæst 6370 kr. Tekið
var lægsa boði.
Húsið verður reist á há-
skólalóðinni   (við   Stúdlenta
garðinn).
--------» m •------
ísland erlendis. í hollenska viku
blaðinu „ABC" birtist 15. mars
grein um landnám íslands og
fylgja henni nokkrar myndir. —
Greinin og myndirnar eru td sýnis
I glugga Morgunblaðsins.
Sýslumenn hjer á landi hafa
flestir lítinn tíma eða engan af-
gangs frá embættisverkum sínum
til ritstarfa, enda eru því engin
takmörk se,tt, hvaða störfum er
á þá hlaðið. Er og eigi kunnugt,
að nokkur þeirra manna, se'm nú
gegna hjer sýslumannsembætti
iðki sjerstaklega þjóðleg fræði,
nema Þorsteinn Þorsteinsson
sýslumaður í Dalasýslu. Það vissu
menn áður, að Þorste'inn var bók-
fróður maður og bókasafnári mik-
ill, en hitt vissu vís.t færri, að
hann fengist við sjálfstæðar sögu-
rannsóknir. En nú er það komið
á daginn, að hann hefir leyat af
hendi merkilegt starf á þessu
sviði. Merkastur sýslumaður ein-
hver hjer á landi var Magnús
Ke,tilsson, sýslumaður í Dalasýslu
(f. 1732, d. 1803). Þorsteini sýslu-
manni fanst að eftirtíminn hefði
ekki gert Magnúsi sýslumanni Ket-
ilssyni þau skil, sem vert hef ði ver-
ið, encla þótt afkomendur hans
sjeti. orðnir feikna margir — nú
eru uppi afkomendur hans aðal-
lega í 4. og 5. lið — og eigi all-
fáir þeirra mikils umkomnir mehn,
svo sem niðjar Jóns sýslumanns
Thoroddsens, Sturla, og Friðrik
Jónssynir, Sigurður og Guðmund-
ur Eggerz, Einar M. Jónasson og
aðrir Skarðverjar, Lárus Fjeldsted
og þeir frændur. Því hefir Þor-
steinn hafist handa um samningu
og útgáfu rits um Magnús Ke'tils-
son.
*
í riti Þorsteins sýslumanns er
mjög margskonar fróðleikur. Það
hefir á yfirliti yfir ástandið í
Dalasýslu milli 1750 og 1760. Voru
þá illæri um land alt, fjárfellir og
mannfellir, jarðir lögðust í eyði,
búendur flosnuðu upp af býlum
sínum og gerðust vergangsmehn.
Nokkru síðar (1764) hófst fjár-
kláðinn, og eyðist þá fjárstofn
manna mjög. Harðindi allmikil
voru árin 1777—1780, og svo
komu Móðuharðindin 1783—1784,
og fell þá bæði fólk og búpening-
ur, sem kunnugt er. Þót,t Dala-
sýsla yrði hart úti, þá varð þó
kostur margra hinna hluta lands-
ins miklu verri. Er glöggt yf-
irlit yfír ástandið í Dalasýslu um
þessar mundir í riti Þorste'ins
sýslumanns.
Þegar yfirlitskaflanum um al-
ment ástand í Dalasýslu á síðara
helming 18. aldar þrýtur, koma
lýsingar og æfiþættir nokkurra
þeirra manna í Dalasýslu, er sam-
tíðamenn voru Magnúsar Ketils-
sonar. Varpar margt í þáttum
þeim Ijósi á menn og aldarfar
þeirra tíma. Rekur Þorsteinn þar
sögu Bjarna ríka Pjeturssonar á
Skarði, sona hans, Eggerts á
Skarði og Brynjólfs í Fagradal.
Var Eggert faðir Ragnhildar,
fyrri konu Magnúsar Ketilssonar,
en Brynjólfur faðir Elínar, síðari
konu hans, eh í f jórða lið voru
þeir frá Staðarhóls-Páli og Helgu
Aradóttur. Þá er sag,t frá Boga
gamla í Hrappsey Benediktssyni,
Katrínu á Staðarfelli Björnsdótt-
ur, ekkju Gísla Jónssonar í Máva-
hlíð og stjúpu Magnúsar amt-
manns Gíslasonar og Guðríðar
konu Finns biskups. — Var Katrín
mesta merkiskona. Og loks segir
frá nokkrum prestum í Dalasýslu
um daga Magnúsar Ketilssonar.
Magnús
Ketilsson
sýslumaður
Eftir Þorstein Þorsteins-
son VIII+263 bls. Reykja-
vík 1935.
Þá hefst aðalhluti bókarinnar,
um Magnús Ketilsson sýslumann.
Segir fyrst frá ætt hans allræki-
lega. Var Magnús góðættaður, af
ætt Björns Magnússonar á Laxa-
mýri og Þorláks biskups Skúla-
sonar og því kominn af Steinunni
laundóttur Guðbrands biskups.
Segir svo frá uppvexti Magnúsar,
skólaferli og námi e'rlendis, fyrstu
embæ.ttisárum, kvonfangi og bú-
skap í Búðardal. Gerðist Magnús
auðugur maður. Fellu honum til
bæði >arfar og gjafir, enda græddist
honum fje. Var hann og starfs-
maður mikill, forsjáll og ráð-
svinnur, en heldur þótti hann
glöggur í viðskiftum og ekki ör á
fje. Harður þótti hann og við
ólöglega flakkara og be'tlimenn,
svo að frá þótti bera, enda
stjórnsamur í besta lagi, bæði á
heimili sínu og í embætti. A þeim
tímum var og allur almenningur
mentunarlítill og örfátækur. Yf-
irvöld og stórættaðir auðmenn,
sem enn var talsvert af í landi,
ljeku fátæklinga þá stundum svo
hart, að með ólíkindum mundi nú
þykja, og drottnuðu þá margir
hinna auðugrí- og mikilhæfari
sýslumanna með emræði miklu yf-
ir sýslubúum sínum, þeim er eigi
sátu í skjóli annara auðugra og
mikilhæfra manna. Hefir Magnús
Ketilsson verið einn slíkra sýslu-
manna.. Þótti hann og eigi mjög
þýður við fólk alment, en gat þó
verið ræðinn og skemtilegur í við-
tali.                i
En Magnús er eigi heldur me'rki
legri en ýmsir aðrir sýslumenn fyr
og síðar fyrir embættisrækslu sína,
þó að hiin væri í góðu lagi að
þeirrar tíðar hæ,tti. Hann var
að vonum að mörgu leyti mjög
svo barn síns tíma, þar á meðal
alldrykkhneigður á efri árum,
eins og valdsmönnum var títt. En
Magnús er merkilegri flestum
samtíðarembættisbræðrum sínum
fyrir lærdóm sinn og ritstörf. Eru
góð og rækileg skil gerð á þeim
efnum í riti Þors,teins sýslumanns.
Magnús var eigi aðeins góður bú-
höldur, heldur var hann og fræði-
maður og tilrauna á því sviði.
Samdi hann ýms rit og greinir um
búfræði og búnaðarháttu, og helt
dagbækur, þar sem marga fræðslu
má f á um menn, atburði og búskap
á þeim tímum. Magnús var mikið
við Hrappseyjarprentsmiðjuna rið-
inn og gaf út mánaðarrit (á
dönsku) vun skeið. Eitt verk, sem
Magnús hefir unnið, hefir lengi
verið,  og  er  enn,  styrkur mikill
þeim, er við sögu landsins fást,
einkum rjettarsögu. Er það til-
skipanasafn hans og konungsbrjefa
frá 1450 til 1730 („Forordninget
og aabne Breve") í 3 bindum,
Hrappsey 1776, 1778 og 1787.
Lagamaður var Magnús þó ekki
sagður meira e'n í meðallagi, og
er það fráleitt oflof. Magnús þótti
lærður gmðfræðingur að þeirra
tíðar hætti og samdi guðfræðirit,
mætavel að sjer í latínu og grísku,
og þar að auki í nýju málunum
(þýsku, ensku og frönsku), sem
þá hefir varla verið mjög títt. í
sögu Islands og einkum ættfræði
var hann mjög vel að sjer og iðk-
aði þau fræði mikið.
Er hjer fljótt yfir sögu farið.
Segir í riti Þorsteins sýslumanns
gerr frá öllu þesu. Felst mikil
vinna að baki ritinu. Frásögnin
öll er viðfeldin, látlaus og málfar
alt viðkunnanle'gt. Sameinar höf-
undur vel fræðimensku og að-
gengilega frásögn og greinagóða
og fordildarlausa framsetningu.
Hann vill hvergi halla rjettu máli
og rennir traustum rökum undir
niðurstöður sínar eftir því
sem e'fni standa til. Getur hann
þess þó, að vel kunni sjer að hafa
yfir þetta eða hitt sjest, enda er
torleitað svo í handritasöfnum, að
eigi kunni ýmisle'gt ófundið og ó-
notað að verða, og þarf engan að
furða, þótt svo kunni hjer og ,að
vera. Hefir og aðstoða höf. um
notkun handrita eigi verið sem
hægust, þar sem hann hefir ve*rið
bundinn við embættisstörf í öðr-
um landsfjórðungi. Á höf. miklar
þakkir skilíð fyrir rit sitt, og er
það honum til fullrar sæmdar.
Mun öllum, er ísenskum fróðleik
unna, þykja mikil fengur í riti
þessii.
Framan við bókina er rauðkrít-
armynd af Magnúsi Ketilssyni, er
gert hefir Sæmundur prestur
Magnússon Hólm. En að bókar-
lokum eru skjöl nokkur varðandi
Magnús Ketilsson og nafnaskrá.
Sögiifjelagið hefir keypt ritið
af höf. Upplagið er um 1000, og
verða þeir fjelagar Sögufje-
lagsins, sem skuldlausir verða 1.
maí 1936 fyrir árið 1935 og fyrri
ár, látnir fá ritið með bókum fje-
lagsins þetta ár.
Reykjavík,  28.  mars  1936.
Einar Arnórsson.
Norski samn-
ingurinn.
Fyrlrspurn
Á Alþlngi.
QUÐBRANDUR ísberg
^ flytur í neðri deild svo-
hljóðandi fyrirspurn til ut-
anríkismálaráðherra:
„Hefir verið sagt upp við-
skiftasamningi milli íslands og
Noregs frá 17. september 1932,
eða ef svo er ekki, má þá
vænta þqss, að svo verði gert á
þessu ári?"
Eins og kunnugt e'r, fór Har-
aldur Guðmundsson utanríkismála
ráðherra utan á s. 1. ári og skýrði
blað hans, Alþýðublaðið þá frá
því, að erindið væri að fá norska
samninginn endurskoðaðan, en ef
það e'kki fengist, myndi þessum
„landráða"-samningi verða ' sagt
upp, sagði Alþýðublaðið.
Síðan hefir Alþýðubl'aðið ekki
minst á þenna ,,landráða"-samn-
ing og er pví fyllilega tímabært
að fá eitthvað að heyra, hvað ut-
anríkismálaráðherrann hefir af-
rekað  í  u,tanförinni.
-«®>í^
Vinnulöggjöfin.
Verður milliþinga-
nefnd skipuð
i málið?
Nýreyktur lax,
Bögglasmjör.
Tólg.
Kjðtbúðin Herðubreifi
Hafnarstræti 18. Sími 1575.
Fyrirliggjandi:
Hessian,
Bindigarn,
Saumgarn,
Pokar,
Fiskkörfur,
Presenningar..
Mottur o. fl.
\a. Anderaen.
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu.
Sími 3642.
QNEMMA á þessu |)ingi
^ fluttu þeir Thor Thors
og Garðar Þorsteinsson
frumvarp um vinnulöggjöf
og hefir efni þess verið ýt-
arlega rakið hjer í blaðinu.
Frumvarpi þessu v.ar þégar
vísað til allsherjarnefnlar neðri
deildar, en stjórnarliðar í nefnd-
inni hafa ekki fengist til að af-
greiða málið.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
í ne'fndinni hafa fyrir nokkru
skilað nefndaráliti um málið og
leggja til, að frumvarpið verði
samþykt.
Ekkert hefir hinsvegar bólað á
áliti frá stjórnarliðinu. Aftur á
móti er nú framkomin tillaga ,til
þingsályktunar um skipun milli-
þinganefndar í málinu og er Jör-
undur Brynjólfsson flutningsmað-
nr hennar, en hann á sæti í alls-
herjarnefnd af hálfu Framsókn-
armanna.
Þessi þingsályktunartillaga Jor.
Br. er flutt í sameinuðu þingi og
er svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að fela 5
manna milliþinganefnd að athuga
og undirbúa fyrir næsta þing lög-
gjöf um vinnudeilur. Skulu 4
nefndarmenn kosnir hlutfalls-
kosningu í sameinuðu Alþingi, en
hinn fimti sje skipaður af atvinnu
málaráðherra, og er hann formað-
ur nefndarnnar.
Kostnaður sá, er af nefndarstörf
tinum leiðir, skal greiddur úr rík-
issjóði".
Sehnilegt er, að þessi verði þá
„afgreiðsla" þessa stórmáls 'að*
þessu sinni.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8