Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						JTiritudagur 4. ittars  1937.
MORGUNBLAÐIÐ
5
Notið
Trúlofunarhringa
fáið þið hjá
Sigurþóri, Hafnarstæti 4.
Scndir gcgn póstkröfa hvcrt á land
scm er. Sendið nákvæmt mdl.
Úr og klukkur í miklu úrvali.
Baugstaða-
smjörið
er komið aftur.
Versi. Visir.
Laugaveg 1.
liefir hlotið
bestu meðmæli
Spikíeitt kjðt
af fullorðnu fje.
Nautakjöt — Hangikjöt.
Versl. Búrfell,
Laugaveg 48.    Sími 1505.
„Málaferlin"
í Moskva
frá siónarmiði
Þjóðverja.
Pýska blaðið „Rheinisch
Westfálische Zeitung" birt-
ir eftirfarandi grein frá frjetta-
ritara sínum í Moskva og önn-
ur þýsk blöð hafa tekið grein-
ina upp. Segir í greininni frá
pyntingaraðferðum hinnar al-
ræmdu rússnesku GPU leyni-
lögreglu, ,,sem eru athyglisverð-
ar (segir blaðið) í sambandi við
„játningar" þeirra, sem sak-
feldir voru í síðustu „sýningar-
málaferlunum" í Moskva, þar
sem þær varpa Ijósi yfir, hvern-
ig á því stendur, að hinir á-
kærðu keppast um að ákæra
sjálfa sig".
Blaðið heldur síðan áfram:
Sálarpyntingar þessara ves-
lings manna, sem fallið hafa í
hendurnar á GPU, er í mörg-
um tilfellum ekki frábrugðnar
aðferðunum, sem beitt var gegn
galdrafólki á miðöldum, en
stundum eru þær framkvæmd-
ar eftir „nýjustu tísku" og er
þá stuðst við síðustu nýjungar
í verkfræði- og læknavísindum.
*
Þegar um minniháttar pólit-
ísk mál er að ræða, er fyrst í
stað beitt „ljósa og hitabreyt-
ingar aðferðinni". Klefi fang-
ans er lýstur upp í 30 mínútur
með sterku ljósi, en næstu 30
mínútur ríkir þar kolniðamyrk-
ur, hálfa klukkustund er 40°
hiti og næstu 30 mínútur er
klefanum breytt í ísskáp. Þess-
um „leik" er haldið áfram dag
og nótt vikum saman. Það þykir
saklaus pyntingaraðferð, að
loka fangana dögum og vikum
saman inni í niðadimmum smá-
kvikindaherbergjum.     „Sam-
þjöppunar" klefarnir, þar sem
föngunum er hrúgað saman, svo
að þeir verða að standa upp-
rjettir og klefarnir siðan hit-
aðir upp, í 40° hita, eru mjög
tíðkaðir. Það er opinbert leynd-
armál að fangarnir, konur jafnt
Einræðisherrann  Stalin.
og karlar eru barðir á dýrsleg-
an hátt. Aðrar líkamspyntingar,
sem kínverskir og lettískir
kommúnistar eru venjulega
látnir framkvæma, get og vil
jeg ekki minnast á, vegna þess
hversu ægilegar þær eru.
*
Fangarnir, sem nota þarf í
„stóru sýningarmálaferlin", eru
„tilreiddir" á alveg sjerstakan
hátt. Utlendingar, sem viðstadd-
ir voru rjettarhöldin í Moskva
veittu því sjerstaka athygli hve
framkoma allra fanganna var
svipuð. Ensk blöð gátu þess, að
föngunum myndi hafa verið
„gefnar sprautur". Líklegar er
þó að valdahafarnir hafi náð
takmarki sínu með því, að gefa
föngunum inn Luminal-lyf
(svefnlyf). Ef Luminal er gefið
Molatof  forsætisráðherra  Rússa.
\
Brfef send Morgnnblaðina.
Veðurfregnir og stjórnmál.
Morgunblaðið
með morgunkaffinu
Hr. i-itstjóri!
Jeg liefi altaf álitið, að þeir
sem hafa ábyrgðarmiklum störfum
að gegna, sem almemiiiigsheill
varðar, t. d. læknar og prestar,
ættu sem allra minst að skifta sjer
af stjórnmálum opinberlega, að
mmsta kosti ekki það mikið, að
þeir þyrftu að standa í andsvör-
um þess vegna, þar sem hætt er
við, að það leiði hugann um of
frá aðalstarfi þeirra, og mjer finst,
að gjarnan mætti Jón Eyþórsson
veðurfræðingur vera þar með.
Þeir sem hlusta að staðaldri á
pistla þá er hann flytur í hið
hlutlausa! ríkisútvarp „Um daghm
og veginn", hljóta að finna af
hvaða sauðahúsi hanu er á stjórn-
málasviðinu. Það skal viðurkent,
að oft eru þessir pistlar hans
skemtilegir og fræðandi, en það
er óviðkunnanlegt að blanda þá
með einhliða pólitík.
Ef hr. Jórf Eyþórsson hefði að-
eins fylgst með að athuga lofts-
útlitið hjer við sumianverðan
Faxaflóa síðatl. mánudag, þann
22. fehrúar, er mjer nær að halda,
að veðurstofan hefði ekki látið
þá veðurspá frá sjer fara, sem
hún gerði umrætt mánudagskvöld,
þar sem veðurspáin fyrir Faxa-
flóa var: Vaxandi austan kaldi,
úrkomulaust að mestu. En áður-
nefndur veðurfræðingur hafði
kvöld þetta meðfram annað að
hugsa um, þó ekki væri nema það,
að ávíta konur þær, er sýndu
þann dugnað og framtakssemi að
stofna með sjer Sjálfstæðiskvenna
fjelagið Hvöt. íslenskar húsmæð-
ur, og þá ekki síður þær sem í
Reykjavík búa, hafa vissulega
fengið að kenna á afleiðingunum
af óstjórn þeirri er nú ríkir í ís-
lenskum þjóðfjelagsmálum, og
ætti engáu að þurfa að undra, þó
að þær reyndu að bera þar hönd
fyrir höfuð sjer.
An efa hefir veðurspá sú er jeg
gat um, átt mestan þátt í því, að
allir bátar hjer í verstöðvunum
reru það kvöld. Var óskemtilegt
að vakna við þá frjett morguninn
eftir, að allir bátar væru- á sjó,
þar sem þá strax var komið hvass-
viðri með svo svörtum byl, að
varla sást húsa á milli. Enda sendi
Slysavarnafjelag Islands hjálpar-
beiðni til handa bátunum með
næstu veðurfregnum. Þrem dögum
síðar varð veðrið einnig mjög á
amian veg en spáð var þ. e. síðastl.
föstudag; kl. 10 um morguninn
var veðurspáin norðaustan kaldi,
en þann dag var veðurhæðin hjer
8—9 vindstig, með 10 stiga frosti;
þann dag voru allir Sandgerðis-
bátar á sjó, nema tveir. Hafa bát-
ar þeir er þá voru í róðri, komist
að því fullkeyptu að ná lóðum
sínum, enda töpuðu þá allir meira
og minna og sumir næstum öllu.
Er illa farið, þegar svona óná-
kvæmar og beinlínis vitlausar veð-
urspár endurtaka sig þannig með
fárra daga míllibili, því eðlilegt
er að meim hæfti þá að taka mark
á þeim. Þeir sem veðurspárnar
hafa með höndum, hafa það
vaiúlasömu   og   ábyrgðarmiklu
starfi að gegna, að sannarlega
veitir ekki af að þeir sjeu heilir
og óskiftir við það starf. Þar sem
sjóróðrar eru stundaðir hjer af
framúrskarandi dugnaði og kappi,
álít jeg illa farið, ef menn færu
að láta veðurspárnar sem vind um
eyrun þjóta.
27. febrúar 1937.
Gamall karl við sunnaJi-
verðan Faxaflóa.
„Þannig má
Hallgrímskirkja
ekki líta út\
Hr. ritstj.
Þá en jeg leit á uppdrátt í blöð-
um nýskeð, af væntanlegri Hall-
grímskirkju í Saurbæ, datt mjer
þegar í hug ein ömurlegasta sjón
er jeg hefi sjeð í Sauðkindar líki.
Það var hrútur m,jög höfuðstór
og með geysimiklum hornum, en
búkurinn var með afbrigðum lítill,
bláskarða og berskáldaður. Hann
var ekkert nema hornin. Já, þetta
er nú fyrirmyndar „kynbótagrip-
ur", hugsaði jeg.
Væntanlega rís áldrei kirkja í
Saurbæ eftir þessari fyrirmynd,
eða nvjög líkri henni, því jeg býst
við að það mundi" ýfa skap
margra, er þeir sæju hana, í stað
þess sem ætti að vera, að vekja
Forseti Rússlands: Kalinin.
í litlum skömtum, verða áhrifin
af því þreyta og máttleysi, en
ekki svefn. Ef skamtar þessir
eru gefnir inn daglega í nokkr-
ar vikur, þá er hægt að gera
hrausfcustu menn að ræflum. —
Jafnvel þótt fangar GPU leyni-
lögreglunnar geri hungur-
stræku, strax frá byrjun, þá
verða þeir þó að neyta
vatns, og er þá hægt að
gefa þeim saltvatn fyrst, til þess
að gera þá þyrsta, og blanda
síðan Luminal í vatnið. Vilja-
þrekið þi'ýtur, fanginn fer að
borða og smátt og smátt verður
hann að viljalausum ræfli, sem
síðan er spurður daglega sömu
spurningum, qg að lokum, eft-
ir nokkrar vikur er hann „til-
búinn fyrir dómstólana".
*
Til þess að hraða „árangrin-
um" þá eru notuð ýmis önnur
deyfingarmeðul. GPU leynilög-
reglan er fyrir löngu orðin fræg
fyrir „ópíumaðferð" sína. Það
er talið eiga rót sína að rekja
til deyfingarlyfa, að fangarnir
fóru oft miklu lengra en af
þeim var krafist í því að bera
sakir á sjálfa sig, svo að hinn
opinberi ákærandi gerði ör-
væntingaþrungnar tilraunir til
að stöðva orðaflaum „sakborn-
inganna".
Þetta kom oft fyrir.
Germania.
Aðgöngumiðar að samsæti og
dansleik fjelagsins fást í Nora-
magasin til hádegis á fimtudag-
inn 4. þ. m. og eftir þann tíma á
Hótel Borg.
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8