Morgunblaðið - 16.03.1937, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.03.1937, Blaðsíða 2
2 MORGUÍSBLAÐÍÐ Þriðjudagur 16. mars 1937. JPöfgitnMafciík Otgef.: K.f. Arvakur. Reykjavfk. Kitstjór.-ii .TBn Kji-iríansson og Valtýr Stefánsson — ábyrgBarmaOur Ritstjórn og afgreiBsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Heimasimar: 3' Kjartansson, nr. 874? • ailýr Stefánsson, nr. 4220. Árni óla, nr. 3045. Áskriftagjald: kr. 3.00 á mánuSi. f lausasölu: 15 aura eintakiS. 25 aura meli Lesbók. Mfólkin. Það er uú komið á þriðja ár síðan mjólkursölunni hjer í Reykjavík var skipað með lög- gjöf, og það er ekki ofmælt, að «á reynslunnar dóiuur, sem fallið hefir á þessa löggjöf, eins og hún er í framkvæmdinni, hefir orðið mörgum vonbrigði. Áður en mjólkurlögin voru sett höfðu þændur á þessu framleiðslu svæði háft með sjer frjálsan fje- lagsskap, undir forystu Eyjólfs Jóhannssonar framkvæmdastjóra. Mun enginn kunnugur draga í efa, að sá fjelagsskapur reynd- ist öllum hlutaðeigendum til far- sældar, meðan hann var við líði. Hjer skulu nú ekki gerðir að umtalsefni .þeir ágallar, er orðið hafa á framkvæmd mjólkurlag- anna, heldur aðeins leidd athygli að því höfuða.triði, sem Eyjólfur -róhauhsson hefir nýlega dregið fhám í dagsíjósið. Hann bendir á að áferkar líkur sjeu til þess, að innan skapis verði mjólkurfram- leiðslan austan fjalls orðin svo mikil, að þurfa muni 12 aura gjald af hverjum mjólkurlítra sem selst í Íteykjavík og Hafnar- firði, tíl þess að bændur geti feng ið jáfnháa verðuppbót á vinslu- mjolkina og þeir fengu í önd- vefðu, þegar mjólkurlögin voru sett. Með þessum, upplýsingum er í sjálfu sjer upp kveðinn dauða- dómur yfir mjólkurlöggjöfinni, eins og hún er. Eyjólfur Jóhanusson hefir nú bent á nýjar leiðir til þess að leysa þessí> *mál. Enda þótt vel megi vera að tillögum hans megi að einhverju leyti breyta til batn- aðar, eru þær þó mjög -merkileg úrlausn á þessu mikla vandamáli almennings í Reykjavík og bænd anna í nágrenninu. Tillögur Evjólfs bjóða almenn- ingi í Reykjavík upp á verðlækk- un á mjólkinni, bændum vestan fjalls upp á sjálfstjórn sinna mála og bænduin eystra upp á fastan grundvöll undir verðupphót, til þeirra. Sjálfstæðismenn eiga því að vísu ekki að Venjast, að þeirra tillögjir sjeu teknar til greina af þeim sem ráðin hafa, hversu skyn samlegar sem þær eru. En í þessu máli skal samt sem áður gengið út frá þvf, að ríkisstjómin muni ekki sjá sjer fært að láta tillög- ur Eyjólfs Jóhannssonar sem vind um eyru þjóta. I þessu máli má ekkert annað ráða en það sem hagkvæmast er aðiljum, sem hjer eiga hlut að máli, en það eru framleiðendur og neytendur. Engir sjerhagsmunir mega hjer koma til greina. „SIGURFOR" MUSSOLINIS UM LIBYU. Hann vill verða verndari alls Islams. flrabar ávarpa hann „hinn mikla Mussolini". Bíða eftir tækifæri til að votta þakklæti sitt. FRÁ FRJETTARITARA VQRUM: KAUPMANNAHÖFN I GÆR. Iskeyti til „The Times“ (London), segir . að för Mnssolinis um Lybíu sje orðin að hreinni sigurför. Ferðast Mussolini þorp úr þorpi og ávarpar fólkið. Markmiðið með þessari för er sumpart (segir blaðið) að sýna mátt hins ítalska heimsveldis og sumpart að ávinna traust Múhameðstrúarmanna. „Nýtt tímabil er að hef jast í sambúð ítala og Mú- hameðstrúarmanna, segir „The Times“. Til þess að ná hylli Múhameðstrúarmanna hefir Mussolini heimsótt musttíH Araba, skóla þeirra og leikhús. Musterunum hefir hann fært dýrindis gjafir. Mussolini. Varði sig með 'handsprengjum Ar rúmi sinu. Hersveitir Francos .it? hörfa undan. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN I' GÆR. Rauðliðar hafa náð aftur þorpinu Tri- jueque 5 km. fyrir norð- austan Guadaljara. ítölsku hersveitirnar sem þarna vörðust, hörf- uðu undan í skyndi á ó- skipulegum flótta og skildu eftir mikið af vopnum. Yfirforingi borgarinnar, sem er ítali, var tekinn höndum. Hann hafði særst og varðist rauðliðum lengi úr rúmi sínu með handsprengjum. Að lokum var hann þó ofur- liði borinn. ÚTVARPSSTRÍl) London í gær. FÚ. Uppreisnarmenn vilja þó ekki viðurkenna að þeir hafi mist Trijueque í útvarpi sínu. — í Madrid og Valencia var það tilkynt, með mikium fögnuði, á laugardagskvöldið, að st: arherinn hefði tekið borgina, og jafnvel sótt þaðan fram um næstum því 5 kílómetra. En litlu síðar tilkynna upp- reisnarmenn í útvarpi sínu, að þetta sje eintóm blekking, og mesta fjarstæða, og sje frjett- inni ætlað það hlutverk, að hleypa kjarki í hersveitir stjóm arinnar, og dylja það, hversu stjórnarherinn hafi farið hall- oka fyrir hersveitum Francos. Loks er þessum staðhæfing- FRAMH Á SJÖTTU SPÍÐU Athyglisverðasti árangur fararinnar er þó talinn sá, að Arabar, einkum máls- m.etandi Múhameðstrúar- menn hafa vottað Mussolini hollustu sína. Þúsundir ipnfæddra manna hafa tekist á hendur langferð- ir úr fjarlægúm h.ieruðum og ferðast mörg hundruð rnílur til þess að sjá Mussolini, „vernd- ara rslams“. Kadi (dómarinn) í Dena ávarpaði Mussolini á þessa leið: „Mikli Mussolini, þú getur treyst því, að hinar fjögur hundruð miljónir Múhameðstrú- armanna í heiminum hafa í miklum metum hollustu þína við Islam, og vjer vonum að oss gef- ist tækifæri til að votta þjer þakklæti vort“. Þessu svaraði Mussolini: „ítalir vemda Islam hvar sem er í heiminum“. VERNDARI ARABA London í gær. FÚ. í bæklingi, sem gefinn hefir verið út í Róm, er sagt, að Mussolini sje einasti verndari Múhameðstrúarmanna, og þá einkanlega Araba. í útfirætti úr bæklingnum, sem birtur er í blöðum, er þó nokkuð dregið úr þessum ummælum. Imaninn. sem er æðsti em- bættismaður við musteri Mú- lameðstrúarmanna í Englandi, hefir út af þessum yfirlýsing- um látið svo um mælt í dag, að Múhameðstrúarmenn innan breska heimsveldisins njóti full- komins trúfrelsis. Ef Signor Mussolini sýni Mú- hameðstrúarmönnum í nýlend- um ítala sömu sanngirni og Bretar hafi sýnt Múhameðstrú- armönnum í nýlendum sínum, þá muni hann hafa unnið til þess, að þeir sýni honum holl- ustu. 8 GYÐINGAR MYRTIR I PALESTÍNU. London 15. mars. FÚ. imm Gyðingar voru drepn- ir í Palestínu í gær. Tveir þeirra voru fjárhirðar og fund- ust þeir á hæðunum í Nazaret kyrktir og með hnífsstungum. Hjörðum 'þeirra hafði verið rænt. Hinir þrír voru bændur í Ti- beriashjeraðinu, og voru þeir á heimleið frá fundi, er þeir voru skotnir til bana. Þessir atburðir hafa vakið af- armiklar æsingar meðal Gyð- inga, og blöð þeirra krefjast þess í dag, að stjórnarvöldin taki tafarlaust í taumana. FRANCO VILL KAUPA SALTFISK FYRIR SHERRY. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN r GÆR. kstrabladet skýrir frá því, að Franco sje að reyna að fá keyptan Færeyjasaltfisk fyr- ir hálfa miljón krónur gegn -greiðslu í Sherry. Er talið líklegt að gengið verði að kaupunum. (Áður hafa rauðliðar keypt Færeyjasaltfisk gegn greiðslu í appelsínum. Um skeið fengust -20 appelsínur fyrir eina krónu í Khjifn). KRISTJÁN X. í HEIM- SÓKN HJÁ HITLER. Kristján konungur X., sem nú er staddur í Berlín, hefir heim- sótt fyrverandi ríkiserfingja Þýskalands og ennfremur hefir hann heimsótt Hitler. — Mussolini — hreyföi sig ekki, FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFX í gær. Baibo marskálkur, lands- ' síjcri í Líbyu bjargaði Musso lini undan mannýgju nauti, | þegar einræðisherrann og | föruneyti hans var í Bengasi | (hafnarborg við Miðjarðar- hafið) í gær. Nautið rjeðist að Mussolini sett undir sig að Mussolini, en Balbo brá skjótt við og lagði nautið á hornunura. Sjálfur stóð Mussolini ó- hreyfanlegur. ; Nau.tið hafði orðið skelkað ! við fagnaðarópin og tekist að slíta sig laust. María Rrmenadrotning. Var Marlu Riimenadrotn • ingu byrlafl eitur? FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN í GÆR. aría ekkjudrotning Rúm- eníu er veik og hefir sú fr.jett flogið fyrir, að henni muni hafa verið byrlað eitur. Stjórnin í Rúmeníu hefir bannað að minnast á veikina. Aðrar fregnir herma. að veikin stafi af kjöteitrun og að drotningin sje á bataveki. í Lundúnafregn FÚ segir: Það hefir nú spurst að María ekkjudrótning í Rúmeníu, hefir verið hættulega veik af inflú- ensu og fylgikvillum, í undan- farnar tvær vikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.