Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						
2
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 28. mars 1937.
orötmblaí>i&
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavfk.
Ritstjórar: Jðn KJartansson og
Valtýr Stefánsson —
áby rg tS armatS ur.
Rltstjórn og afgreitSsla:
Austurstræti  8. — Simi 1600.
Heimasfmar:
Jrti  KJartansson,  nr.  3743
vaityr Stefánsson,  nr.  4220.
Árni Óla, nr. 3045.
Áskriftagjald: kr, 3.00 á irvanuCI.
í lausasölu: 15 aura eintakiS.
25 aura metS Lesbök.
__:_______________________
B
Verksmiðjuleyfið.
Þegar  Hjeðiðnn  Valdimarsson
hafði velt sjer yfir Framsóknar-
ráðherrana  og  Framsóknarflokk-
inn í * útvarpsumræðunum á mið-
vikudaginn  var,  og  nefnt  þá
Framsóknarmenn  siðleysingja  og
svindlara, ef þeir litu við tilboði
Kyeldulfs  um  skuldatryggingar
og  leyfðu.,. fjelaginu  að  starfa
jBtundinni lengur, svöruðu þeir By
steinn Jónsson og Hermann Jónas
son því samhljóða, að að þeirra
dómi væri ekkert vit í því fyrir
bankana að hafna tilboði Kveld-
úlfs. Það voru fá orð í fullri mein-
e' W
mgn.
í samningum .þeirn, sem h.f.
Kveldúlfur hefir átt í við Lands-
bankann á þessum vetri, setti
bankinn í öndverðu tvenn skil-
yrði. Annað var skuldatrygging-
in, sem íengin er. Hitt var, að
fjelagið kæmi . rekstri sínum á
arðvænlegri grundvöll, en verið
hefir hin síðustu ár.
Þessu skilyrði hefir Kveldúlf-
ur fullh'ægi) méð því að afla sjer
lánsfjár til að reisa síldarverk-
smiðju á Hjalteyri við Byjafjörð.
Bh skuldátryggingin, sem Thor
Jensen, eða h.f. Kveldúlfur hefir
boðið fram, er því skilyrði bund-
in, að fjelagið fái óhindrað leyfi
ríkisstjórnarinnar til að reisa
síidarverksmiðjuna.
Framsóknarráðherrarnir voru í
útvarpsumræðunum sammála um,
að ekkert vit væri í öðru en að
ríkisstjórnin veitti þetta bygging-
arleyfi.
Þeir skýrðu ennfremur alveg
hiklaustfrá því, sem að vísu var
kunnugt áður, að samstarfsmaður
þeirra, núverandi atvinnumálaráð
herra Haraldur Guðmundsson
hefðií raun rjettri veitt þetta
byggingarleyfi — enda þótt hann
hefði síðar tekið það aftur.
Fyrir Harald Guðmundsson er
því ekkert undanfæri lengur.
Hann verður að sjá til þess, að
gert verði „það eina, sem vit or
í" í þessu máli, að h.f. Kveldúlf-
ur fáí refjalaust þetta byggingar-
leyfi.
Þessu getur hann komið fram
á tvennan hátt. Með því sjálfur að
endurnýja leyfisveitingu sína, ell-
egar með því að segja af sjer ráð-
herradómi tafarlaust, svo einhver
annar ráðherra geti veitt þetta
leyfi, bankarnir fái byggingarnar,
sjómenn og verkamenn fái aukna
atvinnu við síldveiðar í sumar og
þjóðarbúið fái auknar útflutnings-
vörur og erlendan gjaldeyri, fyrir
sfldarafurðir hinnar nýju verk-
smiðju.
BORGARASTYRJÖLDIN A SPANI
SÍFELDAR KÆRUR UM BROT Á HLUTLEYSINU
Italir segjast
hata tialdið sjálf-
boðaliðabannið.
ASpáni hafa verið háðar
nokkrar orustur á flest-
um vígstöðvum um bænadag-
ana. En engar merkilegar or-
ustur hafa verið háðar. Valen-
cia-stjórnin heldur áfram að til-
kynna sigra við Madrid, en
Franco mótmælir jafnharðan
eins og áður.
Átök hafa orðið innan hlut-
leysisnefndarinnar milli full-
trúa ítala og Þjóðverja ann-
arsvegar og fulltrúa Rússa
hinsvegar. Bera hvorir öðrum
á brýn, að þjóðir þeirra hafi
ekki haldið hlutleysissamning-
inn.
Fátt frjetta barst frá Spáni
í gær, en eftirfarandi er eftir
breska útvarpinu í gærkveldi
(samkv. F. Ú.) :
Stjórnin á Spáni tilkynnir, að
enn þá miði hersveitum
hennar áfram á vígstöðvunum
norðaustan við Madrid, og að
þær hafi sótt fram meðfram
Saragossa-veginum í áttina til
Siguenza og sjeu nú aðeins 7
mílur frá þeirri borg.
Stjórnin í Valencia tilkynn-
ir ennfremur í dag, að í und-
anfarnar 2 vikur hafi verið
barist um kolanámurnar og
kvikasilfursnámurnar í Cordo-
bahjeraðinu. Segir hún, að upp
reistarmenn hafi gert harðvít-
ugar árásir á stjórnarherinn í
því skyni að ná námunum á
sitt vald, og hafi stjórnarher-
inn átt í vök að verjast, þar til
þann 13. þ. m., að honum barst
liðsauki frá Madrid. Síðan,
segir stjórnin, hafa uppreistar-
menn verið hraktir á bak aftur
með miklu mannfalli, en nú sje
þeim að berast liðsauki, og
megi búast við áköfum orust-
um á þessum slóðum næstu
dagana.
1 opinberri tilkynningu, sem
gefin er út í Róm, segir, að
ítalska stjórnin hafi haldið lof-
orð sitt um að leyfa engum
sjálfboðaliðum að fara til Spán-
ar, síðan 20. febrúar — og
muni hún halda áfram hlýðni
sinni við það ákvæði hlutleysis-
samningsins.
Nýjar kærur um brot gegn
hlutleysissáttmálanum berast
úr ýmsum áttum. Volkischer
Beobachter birtir þá frjett í
dag, að 55 rússneskir liðsfor-
ingjar hafi komið til Madrid
í gær frá Moskva, ásamt
nokkru liði. En spánska stjórn-
in segir frá því, að tvö þýsk
beítískip hafi farið frá Aige-
ciras til Malaga með vopna-
farm fyrir uppreistarmenn.
Eftir oruslu i grend írið Madrid.
e^* -"^'-        ^.¦i::,,..-.-;    •Jíw' .....    ~', s*  ^*- • ™*" -' ¦         , .:^mm
Myndin er tekin af íbimnum í smábæ einum norðan við Madrid, sem eru að reyna að bjarga leyfun-
um af búslóð sinni eftir að skotárás hefir verið gerð á bæinn. —
Parísarlögregl-
an stóraukin.
Fær 011 nýtísku
vopn.
Berlín í gær. F.Ú.
Eftir því sem þýska blaðið
„Berliner Tageblatt" seg-
ir frá, hefir verið ákveðið að
fjölga í Parísarlögreglunni úr
12.000 upp í 20.000 manns. —
Einnig verður tala lögreglufor-
ingja aukin. Lögreglan á að fá
til afnota táragassprengjur og
vjelbyssur, sem skjóta „cellu-
loid" kúlum, er geta veitt ljetta
áverka, en ekki drepið. Enn-
fremur fær lögreglan tæki til
að dæla óskaðlegu litarefni yf-
ir óeirðahópa.
Stúlka verður fyrir áverka
á næturgöngu.
Ibúðariiús brennur
í Miðnesi.
Sandgerði í gær.
íbúðarhúsið á Hólum á Miðnesi
brann til kaldra kola í gærdag um
hádegisbilið.
Abúandi á jörðinni er Eiríkur
Jónsson, oddviti. Var kona hans
ekki heima er eldurinn braust út.
Húsið er vátrygt, en innbú 6vá-
trygt.
íbúðarhúsið brann niður að
grunni, en það tókst að verja f jós
og hlöðu, sem var sambygt íbúðar-
húsinu. Bldsupptök eru ókunn. —
(PÚ.).
Um kl. 4 aðfaranótt fpstu-
dags heyrði fólk á Sel-
landsstíg neyðaróp kvenmanns
af götunni. Sást til ferða stúlku
eínnar, þar sem hún drógst
áfram eftir stígnum.
Var hringt til lögreglunnar
á augabragði, en lögregluvarð-
menn náðu í skyndi í nætur-
lækni og óku þangað vestur
eftir. Var stúlkan flutt á Lands-
spítalann. Reyndist hún að
hafa sár biæðandi, og hafði
orðið fyrir allmiklum blóð-
missi. En sár hennar er ekki
talið hættulegt.
Er lögreglan tók að rann-
saka, hvernig stúlkan hefði
fengið áverka þenna, reyndist
það vafningasamt. Er lögregl-
an hitti hana um nóttina, var
hún undir áhrifum víns. Hún
skýrði frá, að hún hefði haft
samferðafólk þarna á stígnum,
er farið hafði inn í hús, en hún
ætlað að bíða fyrir utan. Þá
hafi tveir menn komið til sín,
og hún ætlað ásamt þeim að
klifra yfir girðingu. En ýmis-
legt af því, sem hún hefir sagt
um ferðalag sitt og samferða-
fólk, getur lögreglan naumlega
lagt trúnað á. Líklegast var
talið í gærkvöldi, að hún hefði
fengið áverkann af því að
klifra yfir gaddavírsgirðingu,
sem er skamt þaðan, sem hún
var,  er sást til ferða hennar.
Fádæma snjókoma
í Danmörku.
Kalundborg 27. mars. F.Ú.
í dag er fádæma snjókoma
í Danmörku. Samgöngur hafa
tepst bæði á sjó og Jandi. Sam-
komum hefir verið aflýst víða
um land, og símalínur hafa
slitnað.
Enskt skip á ytri höfninni í
Kaupmannahöfn sleit landfest-
ar sínar.
SEX KOMMÚNISTAR
DÆMDtR FYRIR
LANDRÁÐ.
Ármenningar fara í skíðaferð að
skála sínum í Jósefsdal í fyrra-
málið (annan páskadag) kl. 9 árd.
frá íþróttahúsinu. Farmiðar seldir
í skrifstofu fjelagsins í íþrótta-
húsinu í dag fré kl. 5—1.
Berlín í gær. F.Ú.
í borginni Luck í Póllandi
hafa 6 kommúnistar verið
handteknir og dæmdir í 6—10
ára þrælkunarvinnu fyrir starf-
semi fjandsamlega ríkinu.
STJÓRNIN I KATALONÍU
SEGIR AF SJER.
Beriín í gær. F.Ú.
Kataloníustjórn í Barcelona
hefir sagt af sjer, og er ástæð-
an sögð ósamkornulag, sem
fólgið sje í því, að hinir vinstri
vilji þegar hefja stórfelda sókn
af hálfu Kataloníu á hendur
uppreisnarmönnum á Spáni, eB
hægri mennirnir hafa beitt sjer
gegn þessu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8