Morgunblaðið - 08.03.1938, Blaðsíða 5
I»rlðjudagur 8. mars 1938.
MORQUNBliAÐIÐ
ótStmUaMð
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavfk.
Ritstjðrar: Jðn Kjartansson og Valtí-r Stefánsson (ábyrgBarmaBur).
Augiýsingar: Árni Óla.
Ritstjðrn, auglýsingar og afgreiösla: Austurstrœti 8. — Slml 1600.
Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuBl.
í lausasölu: 15 aura eintakiB — 25 aura meB Resbðk.
Davíð Sch. Thorsteinsson
Ijest í fyrra dag
Davíð Scheving
steinsson læknii*
GEIUR ÞAÐ VERIÐ - ?
Aldrei hefir fjandskapur
stjórnarflokkanna í
.^arð tog’araútgerðarinnar kom-
ið jafn greinilega í ljós og nú
síðustu dagana, í skrifum
stjórnarblaðanna um útgerð-
armálin.
1 Sölusambandi ísl. fiskfram-
leiðenda eru 85—90% allra
íiskframleiðenda á landinu. 1
liessum samtökum eru útgerð-
armenn frá öllum tegundum út-
jgerðar, alt frá róðra- og trillu-
bátum og upp í togara. Þar eru
anenn af öllum stjórnmála-
flokkum. í stjórn S.Í.F. eru
•einnig menn úr öllum flokk-
•um.
Á aðalfundi S.I.F. síðastlið-
ið haust, var all-mikið rætt um
hinn bágborna fjárhag út
.gerðarinnar. Komu á fundin
um fram ákveðnar tillögur og
sumar all stórtækar. Það varð
bó ofan á þá, að rasa ekki að
neinu, heldur að hugsa og
rannsaka til hins ýtrasta. Var
því ákveðið, að gera enga
samþykkt í þessum málum á
.aðalfundinum, heldur að kjósa
5 manna nefnd til þess að
rannsaka nákvæmlega fjárhag
útgerðarinnar. Af þessum • 5
nefndarmönnum voru fjórir full
trúar vjelbátaútvegsins, en að-
eins einn fulltrúi togaraútgerð-
-:arinnar.
Eftir að nefndin hafði fengið
nákvæmar skýrslur um hag út-
.gerðarinnar, átti hún fundi
:með ríkisstjórn, bankastjórum
og formönnum stjórnmála-
flokkanna um þessi mál. Skýrsl-
urnar sýndu, að nálega hver
•einasta fleyta var rekin með
tapi og hafði svo verið síð-
ustu árin.
Nefndin gerði ákveðnar kröf-
ur til stjórnarvaldanna um í-
-vilnanir útgerðinni til handa.
*Gerði nefndin og stjórn S.Í.F.
ítrekaðar tilraunir til þess að
fá valdhafana til að sinna mál-
um útvegsins. M. a. skrifaði
stjórn S.Í.F. ríkisstjórninni
brjef þann 1. des., þar sem hún
sagði, að „óumflýjanlegt hrun“
væri framundan, ef ekki væri
nú þegar gripið til róttækra
aðgerða útveginum til bjarg-
ar.
Þegar nefndin sá fram á, að
TÍkisstjórnin varð ekki við kröf-
um útvegsmanna nema að sára-
litlu leyti, gekst hún fyrir því,
að kvaddur var saman auka-
fundur í S.Í.F., þar sem þessi
anál voru enn rædd.
Þessi aukafundur S.Í.F. stóð
yfir dagana 5. og 6. þ.m. Fund-
urinn var lokaður og getur
Morgunblaðið því ekki sagt um
hvað þar fór fram. Hitt veit
blaðið, að á fundinum voru
samþykktar ýmsar tillögur til
þings og stjórnar, og kröfur
gerðar fyrir útgerðarinnar
hönð.
Það er eftirtektarvert að sjá
hvernig stjórnarblöðin taka
því, að útgerðarmenn ræða
þessi mestu vandamál þjóðfje-
lagsins.
Blað fjármálaráðherrans seg-
ir að togaraútgerðarmenn hafi
hjer hóað saman pólitískum
æsingafundi og hótar því, að
togarafjelögin skuli sett und
ir (opinbera?) rannsókn, þar
sem farið er fram á aðstoð hins
opinbera til bjargar útvegin-
um!
Blað atvinnumálaráðherrans
tekur enn dýpra í árinni, þar
sem það beinlínis segir, að tog-
arútgerðarmenn vinni skipu-
lagða landráðastarfsemi!
Þetta eru kveðjurnar, sem út-
gerðarmenn fá. frá valdhöfun-
um, þegar þeir leyfa sjer að
fara fram á aðstoð ríkisvalds-
ins til þess að forða útgerðinni
frá allsherjar hruni! Er von að
vel fari, þegar aðalatvinnuveg-
ur þjóðarinnar og sá atvinnu-
vegur, sem ríkisbúskapurinn
hvílir að langmestu leyti á, mæt
ir slíku skilningsleysi hjá vald-
höfunum, þegar mest á ríður?
Hagskýrslur undanfarinna
ára sýna, að um 90}% af út-
flutningsverðmæti þjóðarinnar
eru sjávarafurðir. Ætti því öll-
um að vera það nokkurnveginn
ljóst, að hrun þessa atvinnuveg-
ar þýðir hrun ríkisbúskaparins.
Valdhafarnir geta ekki af-
sakað sig með því, að þeir ekki
viti, hvernig ástand útvegsins
er. Þeir hafa í höndum ná-
kvæmar, sundurliðaðar skýrsl-
ur um efnahag og rekstraraf-
komu útvegsins á undanförnum
árum. Skýrslurnar sýna stór-
feld töp öll árin, að undan-
skyldu því, að fáeinir vjelbátar
höfðu sæmilegan relcsturs-
hagnað s. 1. ár, vegna hins
mikla síldarafla.
Togaraflotinn liggur nú ná-
lega allur bundinn í höfn, vegna
þess að útgerðarmenn treysta
sjer ekki til að taka á sig aukn-
ar kaupkröfur ofan á margra
ára taprekstur. Þúsundir sjó-
manna og verkamanna g'anga
atvinnulausir, vegna stöðvun-
ar togaraflotans, og þjóðarbúið
missir miljónir af erlendum
gjaldeyri, sem það þó þarfnast
svo mjög.
Er hugsanlegt, þegar svona
er ástatt, að valdhafarnir hafi
ekkert annað til málanna að
leggja, en svívirðingar og glæp-
samlegar aðdróttanir til þeirra
manna, sem barist hafa von-
lausri baráttu undanfarin ár,
en eru nú að þrotum komnir?
Getur það verið, að gamalt og
rótgróið hatur til örfárra
manna, sem við útveginn starfa
megi sín meir hjá valdhöfun-
um en heill og velferð þjóðar-
heildarinnar?
Thor-
and-
aðist að heimili sínu síðast-
liðinn sunnudag. Hann hafði
verið rúmfastur í 7 vikur.
Vissi hann vel að hverju
stefndi. Kraftarnir voru
þrotnir, enda aldurinn orð-
inn hár. Hann fekk þungt
kvef, og bjóst sjálfur við,
að úr því yrði lungnabólffa.
En svo varð ekki. Samt g'at
hann ekki yfirunnið sjúk-
dóminn. Lífið fjaraði út. En
fulla rænu hafði hann alt
fram í andlátið, og; horfði
fram á dauðann, með sömu
skapfestu og karlmensku er
voru einkenni hans alla æfi.
*
Davíð Scheving Thorsteinsson
var fæddur að Þingeyri við Dýra-
fjörð 5. október 1855. Faðir hans,
Þorsteinn Þorsteinsson, var versl-
unarstjóri þar við Gramsverslun.
En nokkru síðar keypti hann Æð-
ey í Isafjarðardjúpi og fluttist
þangað. í desemher 1864 druknaði
Þorsteinn í fiskiróðri, reri úr Æð-
ey, og spurðist aldrei til hans nje
bátshafnar hans. Móðir Davíðs,
kona Þorsteins, var Hildur dóttir
Guðmundar Schevings sýslumanns
í Barðastrandarsýslu.
Davíð ólst að nokkru leyti upp
hjá móðursystur sinni, Herdísi, er
gift var Brynjólfi Bogasyni kaup-
manni í Flatey.' Stúdentspróf tók
hann voíið 1876. Tók hann þá að
nema læknisfræði við hinn ný-
stofnaða Læknaskóla, og lauk
læknisprófi 1880, með fyrstu ein-
lmnn. Sigldi liann síðan, til þess
að kynnast ýmsum læknisstörfum
á sjúkrahúsum í Höfn. En árið
1881 var honum veitt hjeraðs-
læknisembættið í Barðastrandar-
syslu. Settist hann að á Vatneyri.
Árið 1885 giftist hann eftirlif-
andi konu sinni, Þórunni Step-
hensen, dóttur Stefáns P. Step-
ensen prests í Vatnsfirði. Tveim
árum síðar fluttust þau hjónin að
Brjánslæk á Barðaströnd. Þar
bjuggu þau til ársins 1894, að
hann fekk Snæfellsness- og Dala-
sýslu-læknishjerað, og settust að í
Stykkishlómi. Því læknisembætti
gegndi hann til ársins 1901, er
hann fekk ísafjarðarhjerað. Á
ísafirði var hann í 16 ár, en Ijet
af hjeraðslæknisstörfum árið 1917
eftir 36 ára^ læknisþjónustu, og
flutti til Reykjavíkur. 20 árin síð-
ustu var hann hjer í Reykjavík,
og gegndi fyrst framan af sótt-
varnalæknisstörfum hjer.
*
Starfsæfi Davíðs heitins var í
2 þáttum, hjaraðslæknisárin, og
Reykjavíkurárin.
Svo erfið voru hans 36 hjeraðs-
læknisár, að margur mundi ekki
hafa haft mikla krafta ónotaða
að þeim tíma liðnum. Kjör lijer-
aðslækna á þeim árum voru alt
annað en góð. Hjeruðin stór, og ill
yfirferðar. Meðan hann var í
Barðastrandarsýslu var næsti
læknir á ísafirði. Spítali enginn.
011 áhöld af skornum skamti. Oft
varð að ráðast í miklar og vanda-
samar læknisaðgerðir á sveitahæj-
um, við liina ljelegustu aðbúð til
þeirra hluta. Vikum saman var
Davíð Sch. Thorsteinsson.
hann oft á sífeldum ferðalögum
langt frá heimili sínu. Hvað eftir
annað, bæði á sjó og landi, varð
hánn að leggja líf sitt í liættu ti1
þess að komast til sjúklinganna.
Svo liafa menn sagt vestur við
Breiðafjörð, að þegar Davíð var
sóttur sjóléiðis þá var það jafnan
hann sem settist við stýrið, þegar
eitthvað var að veðri, og þá þótti
best farnast. Yfir manninum var
altaf það látbragð, að allir fundu
að þangað mátti öryggis leita.
Ekki tók betra við er vestur á
ísafjörð kom. Landferðir voru að
vísu minni. Þar voru læknisferðir
oftast á sjó. Enn varð að reyna á
karlmensku hans, og harðfylgi, í
læknisferðum. Eitt sinn var hann
t. d. á ferð landveg til Bolunga-
víkur, er ófært sjóveður var. í
upphafi hafði hann 4 fylgdarmenn.
En hann gekk þá alla af sjer
smátt og smátt og var einn er til
Bolungavíkur kom. En 62 ára
lagði, hann þó árar í bát, og ljet
af hjeraðslæknisstörfum.
*
Sá sem þetta ritar hafði eigi
persónuleg kynni af honum fyrri
en á síðustu 15 árum æfi lians.
En af þeirri viðkynningu var það
ákaflega Ijóst, að vinsælli lækni
mun vart vera hægt að hugsa sjer.
Hann bar það með sjer, að hann
vildi allra mein bæta. Ilann var
að öllu hugarfari fæddur læknir.
*
Þegar hingað til Reykjavíkur
keniur ]>á tekur hann upp starf,
sem var beinn ávöxtur af hinni
mildu og löngu lífsreynslu lians.
Kjörorð hans sem læknis var:
„Betra er heilt en vel gróið“.
I-Iann tekur upp baráttu fyrir því,
að starfsemi læknastjettarinnar
sje beint með eindreginni festu að
því, að forða fólkinu frá sjúk-
dómum og vanlíðan. Ilann verður
frumkvöðull og hvatamaður að
heilsuverndarmálum. Og hann tel-
ur upp þá starfsemi á þeim vett-
vang þar sem hún ávaxtast mest
og best, meðal æskulýðsins. Hinn
reyndi læknir og gáfaði maður
snýr sjer til skátanna, og teknr
að kenna þessu upprennandi fólki
í landinu, hvernig vernda skal
heilsuna og hvers vegna allir
þurfi — meðbræðra sinna vegna,
að læra þá rjettu lijálp þegar slys
ber að liöndum. Sorglega oft
hafði hann sjeð, hvernig læknis-
fæð og fáfræði í strjálbygðu síma-
lausu landi gerði það að verkum,
að hjálpin kom of seint, þegar
slys vildu til. Síðustu starfsár sía
tók hann sjer fyrir hendur, í ræðu
og riti, að kenna æskunni „hjálp
í viðlögum“. Svo ungur var hann
í anda, þó hann væri kominn á.
sjöunda tug ára, að hann hafði
hin bestu tök á, að ná eyrum og
hylli unglinganna. Kenslustundir
hans líða þeim ekki úr minni, sem
á hann hlýddu. Með ýmsum ráð-
um gerði hann atburðina og nauð-
syn þekkingar þeirra, sem hann
miðlaði, svo lifandi og skiljan-
lega, að nemendurnir urðu gagn-
teknir. Þannig sáði hann þekking
sinni og reynslu í hinn gróandi
þjóðlífsakur vorn.
¥ *
I viðkynningu allri var Davíð
Scheving Thorsteinsson með af-
brigðum ástúðlegur maður. Marg-
fróður, góðviljaður, hreinlyndur.
Það duldist engum sem h.onum
kyntust, að hann var hinn full-
komni „gentlemaður" í einu og
öllu. Enda var það ekkert sem
hann átti eins erfitt með að fyrir-
gefa eins og illkvitni, rangindi og
óheiðarleik. Yfirlætislaus maður
var hann, sóttist aldrei eftir neinu
sem gat heitið upphefð nje veg-
tyllur. Til þess var hann of heil-
steyptur maður, og fjarlægur allri
yfirborðsmensku. Hann leitaði lífs
ánægju sinnar í starf sitt, án þess
að sækjast efth* neinni ytri við-
urkenningu.
Fróðleik sinn og mentun sótti
hann um víð svið. Var hann mála-
maður hinn mesti, jafnt á fornu
málin sem liin nýju. Hafði hann
alla tíð ánægju af að kenna, enda
byrjaði snemma á því að fást við
kenslustörf, því meðan hann stund
aði læknisfræðinám vann hann
jafnframt fyrir sjer með kenslu.
Fjáður maður var liann aldrei,
þrátt fyrir óslitið lækniserfiði hans
í áratugi. Enda mun hann marga
stranga læknisferð hafa farið, og
fengið erfiðið eitt fyrir, og á-
nægjuna af því, að vitja sjúkra,
liðsinna þeim, er til hans leituðu.
Heimilisrækinn var liann mjög,
enda átti hann í ríkum mæli því
heimilisláni að fagna, sem fylgir
ástríki og einlægri samheldni vanda
manna. En sorgin drap þar á dyr,
því af 11 börnum þeirra hjóna
urðu þau á bak að sjá 5 þoirra,
Stefáni, er las læknisfræði, Hildi,
er dó ung meðan þau bjuggu að
Brjánslæk, Herdísi, er dó í Stykk-
ishólmi, Ólafi, er dó á ísafirði og
Gyðríði, er dó hjer í Reykjavík.
En sex 'systkinin sem eru á lífi
eru þessi: Þorsteinn lvfsali, Magn-
ús verksmiðjueigandi, Einar kaup
maður á Blönduósi og systurnar
þrjár, Anha, Þórliildur og Guðrún.
V. St.
Æskulýðssamkomur halda K. F.
U. M. og K. nú á hverju kvöldi
kl. 8%. í kvöld talar Ingvar Árna-
son. Efni hans er: „Elskar þú
Jesúm 1“ Ungmeyjakór syngur.
Það verður góð kvöldstund. Allir
velkomnir.