Morgunblaðið - 13.03.1938, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.03.1938, Blaðsíða 7
Shumudagur 13. mars 1938. MORGUNBLAÐIÐ 7 1 Varasmyrsl | | mýkir og græðir sprungnar varir. Ilmar þægilega. £ . = Heildsölubirgðir | | fl. Ólafsson & Bernhöft [ WifVfiniiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiinl Hús úskast til kaups, helst nýlegt steinhús hentugt fyrir tvær fjölskyldur. Hálft hús eða sjerstök hæð getur einnig komið til greina. Tilboð, merkt „111“, sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 20. þ. m. Skemtifundur að Hótel Borg næstkomandi miðvikudag. Nánar auglýst í Þriðjudagsblaðinu. STJÓRNIN. ooo<x>ooooooooooooo Álnavörubúð | til leigu á Öldugötu 29. ^ Hentug fyrir stúlku sem <> vildi skapa sjer atvinnu. <> Uppl. í síma 2699. | <><><><><><><><>0000000000 Heimsókn til Reykfavíkur. Major H. Holthe, fulltrúi Sam ver j astarf semi H j álp- ræðishersins í Noregi stjómar samkomum á tímabilinu frá 15. til 23. mars. Sýndar vérða kvikmyndir, er skýra frá ýmsum starfsgreinum Hjálpræðishersins o. fl. Eftirfarandi myudir verða sýndar: Jesú frá Nazaret. — Starf Hersins í ýmsum löndum. — 50 ára minn- ingarathöfn í Aulaen. — Ársþing. — Stefnumót Sunnudagaskólanna sumarið 1936. Majorinn flytur ræðu og syngur einsöngva. Dagbók. □ Edda 59383157 — Fyrl. Atkv. I. O. O. F. 3 = 1193148 = 8V2 Veðurútlit í Rvík í dag: V-gola. Nokkur snjójel, en bjart á milli. Gengur sennilega í A-átt með nóttunni. Veðrið (laugardagskvöld kí. 5): V-átt um alt land með 1—3 st. hita. Snjójel vestan lands og á Norðurlandi. Ný ]ægð um 2000 km. fyrir suðvestan ísland, en virðist stefna austur á bóginn og þess vegna ekki útlit fyrir að hún muni hafá veruleg áhrif á veður hjer á landi næsta sólarhring. Næturlæknir er í nótt Björving Finnsson, Vestnrgötu 4Í, sími 3940. — Helgidagslæknir er í dag Gísli Pálsson, Laugaveg 15, sími 2474. Næturvörður er í nótt og næstu viku í Ingólfs Apóteki og Lauga- vegs Apóteki. Fundur verður haldinn í Hinu íslenska prentarafjelagi í dag í Kaupþingssalnum kl. 2 e. h. Um- ræðuefni: Frv. til laga nm stjett- arfjelög og vinnudeilur og afmæl- isfagnaður fjelagsins. Fjelagar eru beðnir að fjölmenna. Katla kom til Eeykjavíkur frá Vestfjörðum í gær. Trúlofnn sína hafa opinberað ungfrú Guðmunda Hannesdóttir og Haraldur Guðmundsson, Kára- stíg 3. Nýlega er látinn í Húsavík Kristján Guðnason frá Græna- vatni, 66 ára að aldri. í tíunda sinn skemtir Bjarni Björnsson gamanleikari Eeykvík- ingum með eftirhermum og gam- anvísum, í Gamla Bíó í dag kl. 3. Þetta er síðasta skemtunin, sem Bjarni heldur að þessu sinni. „Fyrirvinnan" verður leikin af Leikfjelagi Kej'kjavíkur í kvöld kl. 8 fyrir lækkað verð. Revyan „Fornar dygðir“ verður sýnd í Iðnó í dag kl. 2 í tíunda sinn. í gréiu Sigurþjörns Á. Gísla- sonar cand. theol.í Morgunblað- inu í gær hafði slæðst inn prent- villa: „Miðvöllum", í stað Möðru- völlum í Kjós. K. F. U. K., yngri deildin, fundur í dag kl. 4. U. D. fundur kl. 5, cand. theol. Magnús Eun- ólfsson talar. Allar ungar stúlk- ur velkomnar. M.s. Dronning Alexandrine er væntanleg hingað 20. þ. m., legg- ur af stað frá Kaupmannahöfn á miðvikudaginn kemur. Þýskur togari kom hingað í gær. Var hann að flytja hingað mann, er hafði blóðeitrun í fingri. Danssýningu lieldur ungfrú Bára Sigurjónsdóttir með nem- endum sínum í Góðtemplarahús- inu í kvöld kl. 5. Safnaðarfundur fríkirkjunnar verður haldinn í dag í kirkjunni og hefst kl. 2. Skemtifundur Heimdallar, fje- lags ungra Sjálfstæðismanna, hefst kl. 9 í kvöld að Hótel ísland. Fundur þessi verður með svipuð- um hætti og þeir skemtifundir Heimdallar, sem haldnir hafa ver- ið í vetur. Meðan setið verður að kaffidrykkju munu nokkrir ungir menn af stjórnmálanám- skeiði Sjálfstæðisflokksins- taka til máls og auk þeirra Thor Thors og Gunnar Thoroddsen. Onnur skemtiatriði verða: Píanó- sóló og tvísöngur (Ólafur Bein- teinsson og Sveinbjörn Þorsteins- son syngja með guitarundirleik). Loks verður dans stiginn fram eftir nóttu. — Aðgöngumiðar, sem kunna að verða óseldir í dag, verða seldir á skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins í Mjólkurfjelags- húsinu klukkan 1—4, sími 3315 og við. innganginn að Hótel ís- land eftir kl. 7 í kvöld. Klukkan 9 f. h. í dag leggur Skíðafjelag Reykjavíkur af stað upp að Skíðaskála. Eimskip. Gullfoss fór frá Siglu- firði í gærmorgun á leið til Sauð- árkróks. Goðafoss er í Kaup- mannahofn. Brúarfoss er á leið til Gautaborgar frá London. Detti- foss kom til Grimsby í gær. Lag- arfoss var á Kópaskeri í gær. Selfoss er væntanlegur til Vest- mannaeyja síðdegis í dag. Mæðiveiki. Dýralæknaháskólinn í Cambridge hefir fengið send lungu hjeðan úr mæðiveiki-sjúk- um kindum og ætlar að rannsaka veikina, m. a. gera sýkingartil- raunir. Nýja Bíó. Marta Eggerth leik- ur aðalhlutverkið í myndinni, sem sýnd verður í Nýja Bíó kl. 7 og 9 í kvöld, og mun án efa hrífa bíó- gesti með tilkomumiklum söng sínum og leik. Á alþýðusýningu kl. 5 verður hin vinsæla mynd „Nótt í París“ enn einu Sinni sýnd, og Mickey á barnasýningu kl. 3. Úr Keflavík reru allir hátar í fyrradag og öflugu fremur vel, eða 10—14 skippund á bát. í gær var ilt sjóveður og fóru engir hát- ar þaðan á sjó. (FÚ.), Frá Sandgerði reru allir bátar í fyrradag og öfluðu 10—35 skip- und, en enginn var á sjó í gær. (FÚ.). Útvarpið: 9.45 Morguntónleikar: Fiðlu- konsert eftir Beethoven(plötur ). 11.00 Messa í Dómkirkjunni (sjera Bjarni Jónsson). 12.00 Útvarp frá skíðamóti á Hellisheiði. 15.30 Miðdegistónleikar: a) Dans- sýningarlög (plötur); b) Vísna söngur (ungfrú Hallbjörg Bjarnadóttir). 17.10 Esperantókensla, 17.40 Útvarp til útlanda (24.52m) 18.30 Barnatími. 19.20 Erindi Búnaðarfjelagsins: Vanhöldin (Páll Zophóníasson ráðunautur). 19.40 Auglýsingar. 19.50 Frjettir. 20.15 Upplestur og söngvar: „Sigrún á Sunnuhvoli". 22.15 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Mánudagur 14. mars. 8.30 Enskukensla. 12.00 Hádegisútvarp. 18.45 íslenskukensla. 19.20 Þingfrjettir. 19.50 Frjettir. 20.15 Erindi: Um bankamál, I (Jón Blöndal forstj.). 20.40 Einsöngur (Gunnar Guð- mundsson). 21.00 Um daginn og veginn. 21.15 Utvarpshljómsveitin leikur alþýðulög. 21.45 Hljómplötur: Kvartettar, Op. 95 og 133, eftir Beethoven. 22.15 Dagskrárlok. SkfOafjelag Reykjavlkur heldur kaffisamsæíi að Hótel Borg kl. 9 á mánudagskvöld 14. mars. Verða þá af- hent verðlaun frá skíðamótinu. Dans á eftir. Aðgöngumiðar fást hjá L. H. Múller á morgun. Húseigendur! Hafið þið ráð á að tapa hitanum frá miðstöð- inni áður en hann kemst inn í stofurnar? Er ekki baðvatnið kalt? Einangrið allar pípur og baðvatnsgeyma með hinu nýja óviðjafnanlega einangrunarefni KOCKWOOL Skipaeigendur! Sparið kolin með því að einangra katlana á skipum yðar með ROCKWOOL ROCKWOOL er gjört úr ólífrænum efnum og skemmist ekki með aldrinum eða þótt það vökni. ROCKWOOL fæst bæði í lausavigt, mottum, böndum og hylkjum. ROCKWOOL er ódýrt og handhægt til notkunar. UMBOÐSMENN: H.F. HAMAR REYKJAVÍK. Jarðarför mannsins míns, Davíðs Sch. Thorsteinsson, fyrv. hjeraðslæknis, fer fram miðvikudaginn 16. þ. m. og hefst með húskveðju á heimili mínu, Þingholtsstræti 27. Þórunn Thorsteinsson. Jarðarför Ingveldar Sigurðardóttur, fer fram frá dómkirkjunni mánudaginn 14. mars kl. 1 e. hád. Aðstandendur. Innilegt þakklæti fyrir anðsýnda hluttekningu við andlát og jarðarför systur minnar, Guðrúnar Bjargar Sigurðardóttur. Guðrún Ólafsdóttir. Innilegt þakklæti fyrir hluttekningu við fráfall og jarð- arför Dýrfinnu Helgadóttur frá Seljalandi. Aðstandendur. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför dóttur minnar, Ásgerðar. Guð blessi ykkur öll. Jón Kristófersson, Akranesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.