Morgunblaðið - 20.04.1938, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.04.1938, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 20. apríl 1938 Sumargjafir: Smíðatól. Skátahnífar. Vasahnífar. Gúmmíboltar. Seglskip. Vörubílar. Strætisvagnar. Blýbílar. Kubbakassar. Sparibyssur. Barnaveski. Handtöskur. Peningabuddur. Nálapúðar. Servíettuhringar. Púðurdósir. Hárgreiður. Handspeglar. Vasaspeglar. Cigarettuveski. Reyksett. Öskubakkar. Rakspeglar. Rakvjelar. Bakkústar. Hárvötn. Myndabækur. Litir o. m. m. fl. Nora-Mayasin. <xx>o<x><>o<x><x>o<><>^<x> Nýtt Nautakjot í súpu og steik. | KIEIN, <» Símar 3073 og 3147. ó xxxxxxxxxx>ooooo<x> í matinn; Kjöt af fullorðnu á 45 au. y2 kg. Saltkjöt af- bragðsgott. Hangikjöt. Svið. Hvítkál. Rauðróf- ur o. m. fl. Jóh. Jóhannsson Grundarstíg 2. Sími 4131. MiIiROTNDfCSSÍÍIFSTÖFi Pjetar Magnáuon Zinar B, OnSmnnduon Gnðlangnr Þorlákason Símar 3602, 3202, 2002. Anstnrstrætl 7. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. Álfkonan í Selhamri, leikskóla- sýning frú Soffíu Guðlaug'sdóttur, verður sýnd í Hafnarfirði á morg- un kl, 5. (lóð hús. Ódýr hús. Ný ve^gjagerð. Útveggir hlaðnir tvöfalt á sjerstakan hátt úr vikurplötum. Alt mótatimbur og cirka y3 sements sparast. Eternit-báruplötur, sem engan borðvið þarf nndir, gráar, bláar eða rauðar, á þök, þurfa aldrei að málast. Sljettar Eternit-plötur neðan á loft í stað borðviðs, striga og pappa. Innlent byggingaefni í stað út- lends, sem þýðir sparnað erlends gjaldeyris, sem numið getur töluvert á annað þúsund króna, miðað við meðal fjölskyldu íbúð. Beinn bygingakostnaður þess utan lægri. Sel ank þessa m. a.: Oregon Pine-hurðarefui og gólfborð, brennigólfborð, hurðajám, pappa, krossvið, timbur, sement og skjólplötnr úr vikri. Lágt verð. JÓN LOFTSSON, byggingavöruverslun, Austurstræti 14, Reykjvik. Salfkjöt í heilum og hálfum tunnum fyrirliggjandi. Eggert Kffisffánflson & €o. Sími 1400. Barna- snmargfafir. Dúkkur. Bangsar. Hundar. Kettir. Kúlnkassar. Kubbar. Boltar. Box- arar. Fiskasett. Flugvjelar. Smíðatól. Sagir. Hamrar, Naglbítar. Nafr- ar. Skrúfjárn. Blómakönnur. Sparibyssur. Fötur. Rólur. Skóflur. Berja- box. Straujárn. Kaffistell. Húsgögn ýmiskonar. Eldhúsáhöld ýmiskon- ar. Þvottabretti. Taurullur. Vagnar. Bílar. Skip. Kerrur. Dúkkuvagn- ar. Byssur. Hermemn. Karlar. Hestar. Litakassar. Myndabækur. Lísur. S. T. myndir og póstkort. Svippubönd. Kústar. Dátamót. Úr, Undra- kíkirar. Vigtar. Sprellukarlar. Sverð. Kúluspil. Andir. Kanínur. Hjer- ar. Perlupokar. Perlufestar. Töskur. Hárbönd. Nælur. Armbönd. Hring- ar. Göngustafir. Fuglar. Þvottasnúrur. Dúkkuhús. Dúkkurúm. Brjefs- efnakassar. Púslispil. Lúdo. Ferðaspil íslands. Golfspil og ýms önnur spil. Diskar. Bollapör. Könnur. Hnífapör. Skeiðar. Greiður og speglar. Saumakassar. Manicure. Burstasett og ýmislegt fleira fyrir börn. K. Einarsson & Björnsson Bankastræti 11. Timbarverslun | P. \JJ. lacobsen & 5ön R.s. j Stofnuð 1824. §H Símnefni: Granfuru — 40 Uplandsgade, Köbenhavn S. I§ III Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Kaup- |p Hf mannahöfn. ------------- Eik til skipasmíða. ------------- F.irmig heila §§ skipsfarma frá Svíþjóð og Finnlandi. Hefi verslað við ísland í circa 100 ár. ÍÍHitiiiiiiiii^iHiitiiiiiimiiyiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiíiiiiiiiiMiiiHijiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiÍÍ miimiiimimitmiiiiimiiiiiiimiimimmiiiitimimiiimiiiiiir | Fyrsti kvenbókbind-1 1 ari á íslandi I Einfríður Guðjónsdóttir bók- bindari í ísafoldarprent- smiðju verður fimmtug í dag. Hún er fyrsti kvenbókbind- ari hjer á landi og hefir starf- að í Isafoldarprentsmiðju óslit- ið í 34 ár. Einfríður er Reyk- víkingur að ætt, alin upp í Brunnhúsum við Suðurgötu og löngum kend við það hús. Þegar hún byrjaði starf sitt, þá var ótítt, að konur ynnu við prentverk og bókband og því síður að þær stunduðu það sem iðn. Einfríður er fyrsta konan, sem hefir aflað sjer fullkom- inna rjettinda sem bókbindari. Einfríður byrjaði starf sitt undir stjórn Björns heitins Jónssonar ritstjóra og rómar hún mjög, hve gott hafi verið að vinna hjá honum og eins hjá öðrum verkstjórum í ísa- fold. En Einfríður hefir unnið sjer vinsældir fyrir lipurð, dugnað og ágæta verklagni. SKÍÐAVIKAN A ÍSAFIRÐI. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. í flugskriði voru veitt afreks- merki í þremur flokkum. Ell- efu hlutu afreksmerki fyrsta flokks. Afreksmerkin voru veitt eftir þeim reglum, að þeir sem fóru brekkuna á minna en 1 mín, og 10 sek. fengu gull- merki, þeir sem fóru hana á minna en 1 mín og 30 sek. silf- urmerki og minna en 2 mín. bronsemerki. Á miðnætti á páskadag hófst dansleikur í Alþýðuhúsinu, þar sem verðlaunum var útbýtt og ræður fluttar. Stóð dansinn til klukkan 4 um nóttina. Á annan páskadag um há- degi lagði Súðin af stað til Reykjavíkur. Öllum þátttakendum mun bera saman um það, segir Magnús að lokum, að skemti- ferð þessi hafi vérið hin besta í alla staði. Ástæða er til að þakka skipshöfninni á Súðinni fyrir drengilega framkomu við farþegana og Skipaútgerð rík- isins fyrir væga leigu á skip- inu, sem varð til þess að skemti- ferðin var tiltölulega mjög ó- dýr. Ríkisskip. Súðin kom til Reykja víkur kl. !21/2 í gær frá ísafirði og fer í strandferð vestuf um land n.k. laugardag. Esja er í Reykjavík og fer þaðan 26. þ. m. í strandferð austur um land. Skattfrelsi tog- arafyrirtækja Páll Zoph. lætur ljós sitt skína prumvarp þeirra Magnús- ar Jónssonar or Bjarna Snæbjörnssonar um að tog- arafyrirtæki skuli í 5 ár und- anþegin skatta- og útsvars- Rreiðslu kom til 1. umræðu í efri deild í gær. Litlar umræður urðu um frumvarpið. Páll Zoph. var af veikum mætti að reyna að and- mæla frumvarpinu, en hafði engin rök fram að færa gegn því. Fór frumvarpið til 2. um- ræðu og fjárhagsnefndar og var Páll einn á móti. Frumvarp Bjarna Snæbjörns- sonar um bráðabirgðatekjuöfl- un fyrir Hafnarfjarðarkaup- stað--þ. e. 50% skatturinn á fargjöldin — kom einnig til 1. umræðu í efri deild í gær. Hjer ljet Páll Zoph. einnig Ijós sitt skína og ætlaði nú að slá um sig. Hann kvaðst fagna því, að hjer kæmi fram „ekta“ stefna Sjálfstæðisflokksins í skattamálum! Sagði Páll, að útsvör hátekjumanna í Hafn- arfirði væru miklu lægri en í Reykjavík. Til þess svo að hlífa þessum hátekjumönnum ætti nú að skattleggja almenning, sem ferðaðist milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Hjer sýndu Sjálfstæðismenn sitt rjetta inn- ræti, sagði Páll og þóttist nú vel hafa náð sjer niðri á Sjálf- stæðismönnum. Bjarni Snæbjörnsson kvaðst því miður verða að benda P. Zoph. á, að alt sem hann hefði um þetta mál sagt, væri bygt á misskilningi og því ein endi- leysa. Þetta frumvarp væri fram borið samkv. ósk bæjar- stjórnar Hafnarf jarðar. Þar rjeðu sósíalistar, en ekki Sjálf- stæðismenn. Og ef P. Zoph. þætti útsvör hátekjumanna í Hafnarfirði of lág, samanbor- ið við Reykjavík, þá væri það niðurjöfnunarnefnd Hafnar- fjarðar, sem þar ætti til sakar að svara. Þar rjeðu einnig só- síalistar en ekki Sjálfstæðis- menn. P. Zoph. fann að hann hafði hlaupið á sig og treysti sjer ekki upp með meiri speki. Hann Ijet sjer nægja að greiða atkvæði gegn frumvarpinu, en það fór til 2. umr. og fjár- hagsnefndar. Aðsóknin að Sundhöllinni. Laug ardagimi fyrir páska komu 1230 baðgestir í Suiidhöllina. Laugar- daginn fyrir páska í fyrra komu 1261 og er það langflest sem kom- ið hefir á einum degi. Þá hafði Sundhöllin aðeins verið opin í 3 daga. Margir sögðu þá að hin mikla aðsókn væri eintómt nýja- brum, en reynslan hefir sýnt að aðsóknin helst. Hefir verið sjer- staklega mikil aðsókn núna í mars og apríl. Misprentun varð í seinasta blaði í grein um áttræðisafmæli Guð- rúnar Þorkelsdóttur á Vesturgötu 26 B, svo að hún var nefnd Þór- hallsdóttir. Rafskinna, hin haglega auglýs- ingabók Gunnars Bachmanns hefir undanfarin ár fylgt með öllum stórhátíðum og hana vantaði held- ur ekki núna um páskana. Fyrst þegar Rafskinna kom fyrir al- menningssjónir voru menn hrifnir af hugkvæmni höfundarins, en þó mun fáum hafa dottið í hug að hægt yjieri að gefa út margar út- gáfur endurbættar. Sú hefir þó orðið raunin á og má fullyrða að bókin fari batnandi með hverri nýrri útgáfu. Tryggvi Magnússon, sem teiknar auglýsingamyndirnar, hefir náð mikilli leikni og flestar auglýsingarnar eru bráðsmelluar og til þess valdar að fólk taki eftir þeim og festi sjer efni þeirra í minni, en það er vitanlega tak- mark allra góðra auglýsinga. — Gunnar Bachmann hefir að þessu sinni skreytt sýningargluggann betu r en nokkru sinni fyr með gjöfum, er honum hafa borist frá fyrirtækjum, sem auglýsa í Raf- skinnu. Stöðugur straumur af fólki hefir ánægju af að skoða bókina. Rafskinna verður til sýnis í nokkra daga enn og á næstu stórhátíð geta menn verið vissir um að Gunnar Bachmann hefir fundið upp eitthvað nýtt til að. vekja athygli á bók sinni. Ferðafjelag íslands hefir látið set.ja upp svonefnda skygnisskífu á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi. Er þetta nýung, sem margur mnn hafa bæði gagn og ánægju af. Skygnisskífan er úr kopar og á hana er grafið höfuðáttirnar fjór- ar og nöfn allra fjalla, sem sjást í góðu skygni. Geta menn því átt- að sig eftir skífunni og þekt ör- nefni á fjallahringnum, sem sjest úr Reykjavík. Björn Halldórsson leturgrafari gerði skífuna. s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.