Morgunblaðið - 23.04.1938, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.04.1938, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLA^ltí Laugardagur 23. apríl 1938. MnmiiiiiiiifMiiimiiifitiimiimiiiiiiiiiiiiiHiiiiimiiiiiiiiiimuiiinimHiiiiiimimiiiiiimiiiiiiiiiiiiutiimiuiiiuiiiiiumimmiiitiii. | Fyrsfa myndin af Júlíönu með dóttur sína 1 jiilíána Hollandsprinsessa og dóttir hennar, Beatrix. Myndin er tekin þegar Beatrix var tveggja mána(5a. Hún verður skírð í næsta mánuði. — Myndina tók Bernharð prins. Þykir liin broshýra litla prinsessa lík föður sínum. Aðrar frjettir tveggja undanfarinna daga í stuttu máli Eignir Rotschilds barons . í Austurríki hafa verið gerðar upptækar. * Hore-Belisha, hermálaráðherra Breta kom í gær til Rómaborg- ar, frá eyjunni Malta. Hann gengur á fund Mussolinis í dag. * Blondel, sendiherra Frakka í Róm, og Ciano greifi, utanrík- ismálráðherra Rómverja, byrj- uðu undirbúnmgsviðræður í gær, sem eiga að vera undan- fari væntanlegr.a sámninga- gerða milli ttalíu og Frakk lands. (F.O.). * Þúsund manns er talið að hafi farist' í jarðskjálftunum á Svartahafsströnd Tyrklands á þriðjudaginn (símar frjettarit- ari vor). En 50 þús. manns eru heimilislausir vegna jarðskjálft anna. Leitin að dauðum og særð um mönnum í rústum bæjanna gengur seint. Um 40 þorp eruj að mestu eða öllu í rústum.j Þetta er talinn langsamlegai skæðasti jarðskjálfti sem sögurl fara af á þessum slóðum. # Kreppuráðstöfun. Bandaríkja stjórn hefir gert ráðstafanir til þess að setja 40 miljónir dollara í umferð, með því að lækka kröfurnar um gullforða bank- anna, og ýmsum öðrum ráðstöf- unum (F.O.). * Flokkar De Valera Og Cos- graves hafa komið sjer saman um forsetaefni fyrir írska frí- ríkið Eire. Hafa þeir valið írska skáldið, þjóðsagnaritarann og sagnfræðinginn Dr. Douglas Hyde. Dr. Hyde er fæddur árið 1860, og því 78 ára gamall. Dr. Hyde er Lútherstrúarmað- ur, og þykir það mjög merkilegt að slíkur maður skuli vera kjör- inn til forseta í hinu kaþólska írlandi. En De Valera hefir í valinu gert sjer far um, að þóknast írum í Norður Irlandi, þar sem hann gerir sjer vonir um sameiningu ríkjanna. (FÚ.) * Norræn svartlistarsýning hef- ir verið opnuð í London og taka þátt í henni af hálfu íslendinga, Gunnlaugur Scheving, Jón Eng- ilberts og Kristinn Pjetursson. Viðstaddir voru fulltrúar frá kenslumálaráðuneytinu breska, er sýningin var opnuð og sömu- leiðis fulltrúar frá sendiherrum Norðurlandanna í London. Sýn-> ingarnefndin hefir gefið út myndarlega skrá yUv sýningar- munina með greinum og mynd- um frá Norðurlöndum. (F.Ú.). Knattspyrnuþjálfari íyrir „Fiam“ Khöfn í gær. FÚ. clag lagði af stað til Reykja víkur hr. Peter Petersen, formaður d.anska knattspyrnu- fjelagsins „Boldklubben af 1908“. Er hann fyrir milligöngu í- þróttasambands íslands ráðinn til þess að verða þjálfari Knatt- spyrnufjelagsins Fram í Reykja vík um þriggja mánaða skeið. Knattspyrnufjel. Víkingur. I. og IT. fl. æfing í dag kl. 5l/z á í- þróttavellinum. Stefano Islandi: Söngurinn var „stórkostlegur1 en leikurinn „ófullnægjandi“ Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. onungshjónin, Sveinn Björnsson, sendiherra og Jón Sveinbjörnsson konungsritari voru m. a. við stödd, er Stefanó íslandi kom fram í fyrsta sinn í Konunglega leikhúsinu í Khöfn í fyrrakvöld. Stefanó fór með tenorhlutverkið í óperu Puccinins ,Madame Butterfly' Kaupmannahafnarblöðin ljúka upp einum munni um það, að rödd Stefanos sje dá- samleg og hljómmiki!, en gagnrýna framkomu hans á leiksviði, sem þau telja ,,vand I ræðalega“ og „ófullnægj- andi“. „Social Demokraten“ segir að annar eins raddhljómur hafi ekki heyrst í Konung- lega leikhúsinu, síðan á dög um Vilhelm Herolds. Stefanó íslandi er sönglistamaður á alþjóðamælikvarða. Hann á • örugga hylli Kaupmanna- hafnarbúa upp frá þessu. Stefano í „Madame Butterfly“. „Ekstrabladet“ segir að óperusöngur íslandis hafi verið „viðburður". Hann hafi full- komið vald yfir hinum ítalska söngstíl, en þenna stíl reyni enginn danskur óperusöngvari að sýna. Blaðið spáir Stefanó íslandi mikilli framtíð „vonandi í Konunglega leikhúsinu, ef hann lærir rjetta leiksviðsframkomu“, segir blaðið. Leikurinn „geðbriffðalaus“. Khöfu í gær. FÚ. „Nationaltidende“ kemst þannig að orði að Stefanó hafi stórkostlega rödd, bæði að upplagi og þjálfun, en sje enginn leikari. „Pohtiken" segir að hann sje glæsilegur tenor, með við- hafnarmikla og hljómfagra rödd, en honum mistakist stund- um, að gefa söngnum hið lifandi líf, sem beri vott um hinn djúphygna og þjálfaða listamann. „Berlingske Tidende“ segir, að hjer sje söngvari, sem allir Norðurlandabúar megi vera við því búnir að veita athygli, því að hjer sje maður sem hafi gullfagra tenorrödd sem sje beinlínis töfrandi þegar hann syngi veikt, en sem þurfi að slípa rödd sína betur þegar hann syngi í sterkum tónum. Hinsvegar segir „Berlingske Tidende að svo ágætur sem söngur hans sje, þá sje allur leikur hans geðbrigðalaus og eins og úti á þekju. Haile Selassie setur stórveldin í vanda Frá frjettaritara vorvm. Khöfn í gær. aile Selassie Ahysiníukeis- ari hefir tilkynt að hann ætli að láta fulltrúa mæta fyrir sig á fundi Þjóðabandala^-sráðs- ins 9. maí. Hefir breska stjórnm farið fram á það, að Abyssiníumálið verði tekið á dagskrá þegar í slað er fundurinn heí's'. En svo er ákveðið í starfsreglum Þjóða bandalagsins, að ríki, sem hlut eiga að máli, hafi rjett til þess að senda fulltrúa, þegar um mál efni þeirra er að ræða, þótt Stjórnarbylting var yfirvofandi í Rúmeníu London í gær. FÚ. tjórnin í Rúmeníu tilkynnir í dag, að hún hafi komist á snoðir um víðtækar fyrirætl- anir til þess að kollvarpa stjórn inni í Rúmeníu, umfram það, sem áður var kunnugt. Stjórn- arbyltingin var áformuð af hálfu fascista og telur stjórnin sig hafa skjalleg sönnunargögn fyr ir því, að fascistar hafi verið búnir að lauma inn njósnurum í lögreglulið ríkisins, landvarna von Papeo fallinn I únáð? Yfirheyrður af Gestapo Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Sú fregn hefir flogið fyrir, að von Papen sje fallinn í ónáð. „News Chronicle“ skýrir frá því að vinum hans í Eng- landi standi beigur af því, hve mikil þögn ríkir um nafn hans. Engiiin veit hvar hann er niður kominn. Fyrir mánuði síðan var alment búist við því að von Papen yrði gerð- ur að sendiherra í Tyrk- landi. En hann hafi aldrei þangað komið. Skömmu síðar heimsótti þýska Gestapo ríkisleynilögregl an hann og yfirheyrði hann um starfscmi aðal-aðstoðarmanns hans, Kettelers barons. Ketteler er álitinn hafa ýtt undir anct- stæðinga þýsk-austurískar sam- einingar í Austurríki. Ketteler baron er nú horfinn og hefir ekkert til hans spurst. Menn óttast að hann hafi verið tekinn af lífi fyrir landráð. Sú þögn, sem ríkt hefir um nafn von Papens eftir þetta kemur þeim mun meir á óvart, sem álitið var á sín- um tíma, að hann hefði átt mikinn þátt í því, að sameining Austurríkis og Þýskalands hepnaðist. Sæmdur gull- peningi. von Papen var sendiherra Hitlers í Austurríki þar til 4. febrúar síðastliðinn er „hreins- unin" fór fram innan þýska hersins, og þeir von Blomberg og von Fritsch voru látnir fara. von Papen var þá kallaður heim frá Vínarborg. En eftir að dr. Schuschnigg tilkynti á- kvörðun sína um að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu í Austurríki, flaug von Papen aft ur til Vín. Strax eftir að Hitler var orðinn fastur í sessi í Aust- urríki, var von Papen sæmdur gullpeningi nazistaflokksins fyr ir þann þátt sem hann átti í sameiningunni. von Papen er 59 ára og var kanslari um hálfs árs skeið, skömmu áður en Hitler komst til valda. Af veiðum komu í gær Gull- toppur með 163 föt lifrar, Snorri goði með 161, Kári 110, Ólafur 106, Tryggvi gamli 95 (hann er á upsaveiðum) og Sindri frá Akra- nesi með 65 föt lifrar. FRAMH, Á SJÖUNDU SÍÐU. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.