Morgunblaðið - 17.05.1938, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.05.1938, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. maí 1938. FALLEGT HÖRUND fæst því aðeins, að þjer gæt- ið þess á hverju kvöldi, að hreinsa burt púður og óhrein- indi eftir daginn. PIEOL A-hreinsrunarcrem hjálpar yður. Nuddið því vel inh í hörundið, þurkið það síðan af og um leið þurkið þjer burtu óhrednindin og púðrið. f hreinsunarcreminu eru einnig næringarefni, sem eru hörundinu nauðsynleg. Fáið yður í dag eina krús. Munið: P I R O L A fyrst og síðast. Höfum flutt vinnustofu okkar og skrif- stofu í Þingholtsstræti 23. Magni h.f. Bjargarstíg 2. Sími 2088. „Dettlfoss18 fer á fimtudagskvöld (19. maí) um Vestmannaeyjar til Grimsby og Hamborgar. Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi á fimtudag'. „SeUoss1* fer væntanlega 20. maí um Vestmannaeyjar til Ant- werpen oe- London. Veggfóður mikið úrval nýkomið. GUÐM. ÁSBJÖRNSSON Lauffaveg- 1. Sími 4700. EGGERT CLAES8EN hæstar j ettarmálnflu'tnin gsm aður. Skrifstofa: Oddfellowhúsið, Vouaratræti 10. (Inngangur urn austnrdyr/. Pappfrspokarnir og staöreynd- irnar Lltill Mttur atvinnu- sögu Islendinga Matvörukaupmenn hjer í bæ hafa kvartað yfir því, að iðnfyrirtæki eitt, sem þeir verða að v,ersla við, seldi vöru sína óhæfilega dýru verði. Það er hin svonefnda Pappírspoka- gerð. Hún hefir hjer einokunar- aðstöðu. Enginn innflutningur fæst á pappírspokum vegna þessarar innlendu framleiðslu. Kaupmenn kvarta yfir, að með því sjeu þeir skattlagðir óþarflega, er þeir sýna fram á, að þeir geti fengið ódýrari um- búðir en þeir fá hjá fyrirtæki þessu. Tímadagblaðið hefir reynt að bera í bætifláka fyrir Pappírspokagerðinni. En þar er beitt hinni venjulegu aðferð, að tala um alt annað en máli skiftir. Að öðru leyti ,en því að blaðið birti verðlagið, sem nú er á pappírspokunum. Það er prentað eftir blaðinu í fyrra dálki eftirfarandi töflu. En 1 hinum síðari er prentað verðið, sem er á pappírspokun- um annarsstaðar að. VerS á ÍOOO pokum. Frá pappírs- Erlendir pokagerð- pappírs- Kg. inni: pokar: (4. 4.80 2.95 % 5.50 3.60 i 8.30 5.30 2 13.40 8.40 3 24.10 11.00 5 30.90 18.00 10 45.90 31.50 Hjer geta menn sjeð mis- muninn eins og hann er nú. Er eðlilegt að kaupmenn kvarti yf- ir því að vera þannig skattlagð- ir til ágóða fyrir einstakt fyrir- tæki. Tímadagblaðið segir, að þessi verðmismunur sje áfsakanleg- ur vegna þess, að hjer sje verið að flytja vinnuna inn í landið. Matvörukaupmenn eru á því, að best sje að umbúðapokarnir sjeu gerðir hjerlendis. Þess vegna hafa þeir leitað fyrir sjer m.eð það, hvað hægt sje að fá pokana ódýra, sem hjer eru gerðir. Með því að fiytja inn vjelar fyrir 6—8 þús. kr. er hægt að gera pokana hjer fyrir sama iága verðið og þeir eru keyptir erlendis. En þessu vill innflutnings- nefnd ekki sínna. Og heldur ekki Tímadagblaðið. Hverra hagsmunir eru hjer í veði? Því mega ekki matvörukaupmenn fá ódýra umbúðapoka fyrir vör ur sínar Tímadagblaðið hefir reynt að svara þessu. En það hefir mis- tekist. Er nokkur annar, sem vill freista þess að gefa full- nægjandi skýringu á þessum þætti í atvinnusögu okkar nú á tímum? ísinn tálmar ekki skipaferðum fyrir Horn TTvö farþegaskip fóru fyrir * Horn í gær hindrunar- lítið. Voru það Dettifoss og Nova. Svohljóðandi skeyti barst Yeð- urstofunni frá Dettifossi í gær- morgun; Þykk ísspöng sjö mílur austur af Horni — úr því íshrafl að Kögri. Samkvæmt frjettum, sem borist hafa að norðan um helgina, er ís- inn, sem borist hafði upp að land- inu, og inn á firði á Ströndum, að mestu að hverfa aftur. Sjávar- hiti er svipaður og venja er td um þenna tíma árs og gott veður var um helgina nyrðra. Austur með landinu hefír enginn ís sjest und- anfarna 4—5 daga. MÆÐIVEIKIN OG SIGURÐUR HLÍÐAR. FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. að jeg hefði aldrei sjeð sjúkdóm- inn áður. En jeg leyfi mjer ekki að fullyrða annað en það, sem jeg get staðið við og því hefi jeg ald- rei fullyrt að þessi sjúkdómur hafi aldrei þekst hjer áður, þótt jeg geri fastlega ráð fyrir, eftir þeirri reynslu, sem nú er fengin, að sj'úkdómnrinn sje innfluttur. Það sem S. Hl. segir um með- göngutíma er svo ó>skýrt sett fram, að ekki er annað sýnna en að hann viti eklti hvað meðgöngu- tími er. Lítið myndi sá lærisveinn fá á læknaprófi, sem segði, eins og S. Hl., að meðgöngutíminn sje „sá tími sem sjúkdómurinn þarf til að hreiðra sig eða búa um sig í líkaxna sjúklingsins“. Þetta er endileysa, því að meðgöngutíminn er sá tími, sem líður frá því að sóttkveikjan kemst inn í líkam- ann og þangað fíl að sjúhdómsins verður vart. Þannig er þessi grein full af grautarlegri hugsun, stað- leysum og ranghermnm og eru vandræði ef hr. S. Hl. getur ekki aðhafst neitt þarfara en að semja slíkar ritsmíðar, sem liljóta að verða honum tíl álitshnekkis og yrðu til stórskaða, ef menn legðu trúnað á þær og vanræktn því að verjast, veikimfi. En sem betur fer mim ekki til þess koma. Ef hr. S. Hl. vill ræða frekar um mæðiveikina, á hann að skrifu í fagtímarifín, sem dómbærir menn lesa. Þar gétur hahn lagt fram rök þau og rannsóknir, sem hann hefit fram að fshra, e'n fullyrðing ar, sem engin tilráun er gerð til að sániiá, erú ekki teknar í slík rit. Vísjndaleg deiJnmál á ekki að ræða í dagblöðtup, heklur í „vís- indatímaritum og þar verður mæðiveikismálið rætt með rann- sóknum og rökum, en ekki r^ng- færslum, og þar verður það á sín- ’iim tíma afgert. Þau rit hafa; vit á að sía frá sjer innantómar á- deilugreinar, þar sem variþekking er ]>eytt npp í froðit, sem ófróðnm almenningi er ætlað að gleypa. Niels Dungal. Edda kom í gær og lagðist á ytri höfnina. Skipið er rtteð farm til Keflavíkur. Eldur í fýsisstöðinni Klettur: Kviknaði út írá rafmagni Eldur kom upp í lýsisvinslu- stöðinni Klettur í Klepps- holti s.l. sunnudag. Slökkviliðinu tókst að kæfa eld- inn eftir nokkurn tíma, en þá var húsið og vjelar í því allmikið brunnið. Baftnagnssjerfræðingar frá Rafmagnseftirliti ríkisins telja að um íkviknun frá rafmagni sje að ræða. Það varð til happs að fjelagið sem á lýsisstöðina hafði látið gera vatnshól við stöðina og náði slökkvibðið vatni úr því til að kæfa eldinn. Má fullyrða að erfitt eða jafnvel ómögulegt hefði verið að kæfa eldinn ef ekki hefði þetta vatnsþól verið, þar sem ómögulegt er að dæla sjó þarna. Hús þetta er tvílyft, skúrþygt og viðþótarþygging úr steini. Mestnr var éldurinn í vesturenda hússins á efri hæðinni, en eldur- inn fór þó. nm alla efri hæðina og brendi mikið af innviðum og eyði- lagði vjelar. Húsið stendur uppi. Tjón hefir orðið þarna mikið. Hús- ið, vjelar og lýsisþyrgðir voru vá- trygt. Ferðir Ferðafjelagsins um helgina TTlerðafjelag íslands fór hinar fyrirhuguðu skemtiferðir á seinustu helgi bæði á Skarðs- heiði og á Reykjanes. Gengu ferðirnar vel, því veður var gott og voru nær 100 manns í ferð- unum. Á Reykjanes var ekið í bíl- um um Grindavík og alt að Bæjarfelli. Ferðin þangað tók 2 klst. 45 mínútur. Var vegur- inn betri nú en hann hefir nokkru sinni verið um þetta leyti árs. Var hið merkasta skoðað á nesinu. Lágsjávað var, svo að hægt var að fara um alla sjávarhellana. Á heimleið var gengið á Háleyjarbungu, dvalið um stund í Grindavík og loks gengið á Vogarstapa. Skarðsheiðarförin gekk að óskum, þótt skygni væri ekki vel gott. Farið var með m.s. ,,Fagranes“ til Akraness og með bifreiðum um Miðfell að Laxá og ferjað á hestum yfir ána. Frá ánni var gengið á Skarðsheiði og alt upp á Heið- arhorn, sem er 1055 metra hátt. Snjólínan var í 550 metra hæð, en þar fyrir ofan voru ágætar skíðabrekkur og hafði skíða- fólkið hina beztu skemtun. —- Var farið sömu leið til baka. Dagheimili verkakvenna í Hafn- arfirði tók til starfa í vikunni sem leið, og s.l. sunnudag gekst stjórn þess fyrir barnadegi í Hafnarfirði. Var geng'ið í skrúðgöngu um göt- ur bæjarins. Lúðrasveitin Svanur Ijek.'Var staðnæmst við Dagheim- ilið og flutti þar ræðu Asgeir As- greisson fræðslumálastjóri. Kl. 17 var fjölbreytt skemtun og kl. 21 hófst dansleikur. Forstöðukona Dagheimilisins er nú Stefanía Stefánsdóttir kenshdcona. (FU.). Frá um- íerðar- ráði Umferðaráð, sem vann að þvít ásamt lögreglu bæjarins, að merktar yrðu gangbrautir á nokkr um fjölförnum gatnamótum í bæn- um, hefir beðið blaðið að birta eft- irfarandi: Gætið sjerstakrara varúðar 4 gatnamótum og í námunda viS þau. Reynslan hefir sýnt það að nær- felt helmingur ökuslysa og óhappa í akstri hafa gerst á slíkum stöð- og langoftast fyrir skort á var- fæmi eða brot á umferðareglum. Það má ekki eiga sjer stað að fótgangendur leggi leið sína yfir krossgötnr eða gatnamót heldur til hliðar við þá staði, samkvæmt gangbrautarmerkjum. Bifreiðastjórar og hjólreiðamenní Sjeu gangandi vegfarendur á gang brautunum, er þjer komið að þeim, þá nemið samstundis staðar og leyfið þeim að komast leiðar sinn- ar. Gangandi vegfarendur! Veitið nmferðinni athygli áðnr en þjer leggið út á gangbrautina. Tefjið aldrei fyrir bifreiðum eða öðrnm ökntækjum að ástæðulausu. Nemið aldrei staðar á gang- brautunum. GÓÐ NOT AÐ REFA-HLERA. Irefabúi hjer við Reykjavík átti silfurrefalæða að gjóta síðast- liðinn laugardag. Eigandinn hefir lagt hinn nýja refa-hlera í búið. Refahirðirinn sat nú og hlustaði eftir hvernig fæð- ingin gengi og heyrði fyrsta hvolp inn fæðast og gefa frá sjer eðli- leg hljóð í fyrstu, en þau hættu snögglega og danðaþögn varð í hreiðrinu og vissi nú hirðir- inn að eitthvað var að. Hann fór því strax og rannsakaði hreiðrjð og kom þá í ljós að tófan hafði drepið hvolpinn. Hún var því tek- in inn og nákvæmlega pössuð með- an htin fæddi 4 hvolpa í viðbót, sem hún þó sótti eftir að drepa, og áreiðanlega hefði drepið ef ekki hefði verið hægt, að fylgjast með fæðingunni frá upphafi. Ríkisskip. Súðin var á Aðalvík í gær. Póstferðir á morguin. Frá Rvík: Mosfellssveitar, Kjalarness, Kjós- ar, Reykjaness, Ölfuss og Flóa- póstar. Hafnarfjörður. Seltjarnar- nes. Fagranes til Akraness. Garðs- .aulca og Víkurpóstar. Til Rvíltur t: Mosfellssveitar, Kjalarness, Kjós-: ar, ReykjanesS, Ölfuss og Flóa- 1 póstar. Hafnarfjöronr. Seltjárnar-; nes. Fagranes frá Akranesi. ..........1 ".......... ' Sumarbústaður í landi Lögbergs til sölu. llpplýs-' ingar gefur Lárus Jóhannesson hæstar jettarm ál a f 1 uti nngsmaður, .Suðurgötu 4. Sími 4314.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.