Morgunblaðið - 23.06.1938, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.06.1938, Blaðsíða 5
FimtudagTir 23. júní 1938. ötgttttUafttft Útgef.: H.f. Árvakur, Reykj&vlk. Rltstjörar- Jön KJartanaaon og ValtfT Btcfknaaon (abyrrBnrmaOar). AugrlýstnKar: Árnl óla. Rltstjörn, auKlýslnrar o( afcrslösla: Axtsturstrastl t. — Blasl 1*00. Áskrlftarffjald: kr. t,00 * nknuOl. f lausasölu: 1S aura slntaklQ — tt aura assB Lssbök. BJARGRÆÐISTÍMINN VIÐ heyjum okkar baráttu við stopula veðráttu, gróð- urbresti á landi og brellinn fisk í sjó. Þótt sólin fylgi alman- akinu, lætur sumarið stundum bíða lengi eftir sjer. Svo hefir orðið að þessu sinni. Vorið hef- ir verið kalt. Sláttur mun byrja með seinna móti um land alt. 1 fyrradag hamlaði óhagstætt veður síldveiðum á Norðurlandi. En undir þessu tvennu, síldar- afla og heyfeng er afkoma vor mjög komin. Þótt unnið sje að framleiðslu allan ársins hring, hagar náttúran því svo, að sumarið er enn sem fyr aðal bjargræðistíminn. Nú er bjarg- ræðistíminn að hefjast. Næstu mánuði verða hendur að standa fram úr ermum til sjávar og sveita, ef vel á að fara. Nú er svo komið að síldveiðin er að verða öflugasti þátturinn í framleiðslu þjóðarinnar. — I fyrra sumar hagði svo til, að í hendur hjelst óvenjuhátt verð lag á síldarafurðum og óvenju- mikill afli. Nú hefir afurða- verið lækkað svo, að það síld- •armagn, sem í fyrra var verð- lagt á 8 krónur, er nú aðeins verðlagt á 4.50. Ef nokkur von -ætti að vera um það, að út- flutningsverðmæti síldarinnar yrði líkt og síðastliðið ár, yrði aflinn að vera meiri en nokkru sinni fyr. Nú má gera ráð fyrir, að síaukin þekking og tækni valdi því, að hvert veiðiskip fái meiri afla með hverju ári í svipuðum aflabrögðum. En þótt svo yrði, höfum við ekki nægi- legan verksmiðjukost til að hagnýta þá aflaaukningu, sem sljettaði verðmismuninn. Yrði þá að salta miklu meiri síld en áður. Til þess að koma stór- aukinni saltsíldarframleiðslu í verð, yrði þá einnig að hagnýta markaði miklu betur en raun hefir á orðið. í dag verður engu um það •spáð, hver afkoman verður eft- ir bjargræðistímann. — Menn verða að vona hið besta. Af- leiðingar þess að heybrestur yrði í sveitum, og aflabrestur á síldveiðum, yrðu svo alvarlegar, að fullkomin þjóðarógæfa mætti kallast. En svona hefir það verið og svona er það: Við erum háðir veðurfari og aflabrögðum. Af- Itómá okkar veltur á, að hvor- ugt bregðist. Tíu eða tólf vikna bjargræðistími sker úr um það, hvort þjóðin kemst af. Þar sem svona er mjótt á munum um aflcomumöguleik- ana, er augljóst mál, að at- hafnalöngun manna verður að vera vakandi, ef vel á að fara. En athafnalöngunin helst því að eins vakandi, að þeir sem við framleiðsluna vinna, finni, að starf þeirra sje metið að verð- leikum. Valdhafarnir á hverj- um tíma verða, að hafa skilning á því, að þeir sem hætta fje sínu og orku til þess að halda uppi framleiðslu þjóðarinnar, eiga fulla kröfu á því, að þeim sje ekki íþyngt að nauðsynjalausu. Islenskir framleiðendur eru og verða háðir veðurfari og afla brögðum. En einmitt vegna þessu, verður ríkisvaldið að varast, að taka af þeim alt, þegar vel gengur. Ulærin fylgja góðærunum eins og nótt fylgir degi. En í góðærunum verða framleiðendur að fá að búa sig undir örðugleika illæranna. Islenskir framleiðendur hafa sætt þeirri aðbúð af hálfu vald- hafanna á undanförnum árum, að þeir hafa staðið uppi tóm- hentir, jafnvel eftir góðæri. — Þeir hafa lagt fram krafta sína um bjargræðistímann til að bjarga þjóðinni. Sjálfum sjer háfa þeir ekki fengið bjargað. En ekki verður ver stjórnað en það, að þeir sem bjarga, sjeu sjálfir bjargarlausir. Umræðnefnið í dagi ------------------v Að klifa fjöll Að klífa, er íþrótt, sem Is- lendingar hafa ekki kynst, sem skyldi, þótt hjer á landi sjeu skilyrði til þess hin bestu. „Að klífa þrítugan hamarinn" — að komast á hæsta tindinn — það krefst áræðis og kunn- áttu, en þeir, sem notið hafa þeirrar ánægju að komast á tindinn, þekkja Íiin óviðjafnan- legu áhrif þess á sál og lík- ama. Einn af þeim fáu Islending- um, sem þekkja þá list að klífa fjöll, er Guðmundur Einarsson listamaður frá Miðdal, en hann hefir iðkað klifur bæði í Alpa- fjöllunum og hjer á landi. Ný- lega hefir Guðmundur skrifað ágæta fræðslugrein um þessi efni í blaðið „Úti“ I síðasta hefti af „Úti“ (11. árg., 1. tbl.) er áðurnefnd grein og birtast þar með henni 10 greinilegar kenslumyndir. Þetta er í fyrsta skifti, sem skrifað er um þessa íþrótt á íslensku, en áður hafði Guðmundur flutt er- indi um þessi efni á einum af fundur Ferðafjelagsins síðast- liðinn vetur. Grein þessi skiftist í sex kafla, er heita: Um fjelagana, leiðina og línuna. Útbúnaður fyrir klifur. Það sem varast þarf. Að klífa og tryggja. Að tryggja niðurleiðina, og loks ýms heilræði. Af greininni og myndunum má mikið læra og er það von mín, að þeir hinir mörgu reykvísku æskumenn, er stunda nú af kappi skíðaíþrótt- ina á vetrum, gefi grein þessari gaum MORGúNBLAÐIfí fl Snæbjörn í T) ann 15. þ. m. Ijest í spítalanum í Stykkis- hólmi, Snæbjörn Kristjáns- son í Hergilsey, 85 ára að aldri. Snæbjörn er fæddur í Hergils- ey á Breiðafirði 14. sept 1854, son- ,ur Kristjáns bónda Jónssonar í Hergilsey og hreppsstjóra í Flat- eyjarhreppi og konu hans, Ingi- bjargar Andrjesdóttur. Foreldrar hans voru vel ættuð og mikils virt af öllum, er kynni liöfðu af þeim. Ungur að aldri kvæntist Snæ- björn Guðrúnu Hafliðadóttur Eyj ólfsssonar, dbrm. í Svefneyjum. Þau hjónin áttu saman 5 börn, Kristján, er ungur druknaði við Haga á Barðaströnd, Hafliða, sem fyrir nokkrum árum fórst af voða skoti, Jónas, sem nú er kennari við Mentaskólann á Akureyri, Ólínu, sem gift er Jóni presti Þorvalds- syni á Stað á Reykjanesi, og Ingi- björgu, sem, nú dvelur hjá systur sinni á Stað. ★ Snæbjörn var lengst af bóndi í Hergilsey og var jafnframt hrepp- stjóri í Flateyjarhreppi um 50 ára skeið. Ýmsum fleiri trúnaðarstörf- um í þágu almennings gegndi hann og vestur þar. Jafnframt búskapn um í Hergilsey stundaði Snæbjörn sjóinn allra mamia mest. Hann varð átján ára gamall formaður undir Jökli, og hákarlalegur og aðrar sjóferðir sótti hann jafnan af miklu kappi. Þótti hann á sinni tíð einn allra besti og fræknasti formaður í öllum Breiðafirði. Og sem afburða sægarpur er Snæbjörn fyrst og fremst kunnur, enda elsk aði hann sjóinn og undi sjer hvergi betur en á sjónum. Jafnvel nú á allra síðustu árum, þegar liann var mjög tekinn að tapa sjón, var hann á ferðalögum á sjó. ★ Snæbjörn í Hergilsey er fyrir löngu orðinn þjóðkunnur maður, bæði fyrir persónuleg kynni við marga ágæta menn víða um landið og eins af æfisögu sinni, er hann sálfur ritaði og út kom fyrir nokkr um árum. Snæbjörn var ritfær vel, hafði sinn serstaka rithátt, kjarn- mikinn og fornan nokkuð. Ævi- saga hans er því mjög skemtileg aflestrar og fróðleg^ bæði um ævi Snæbjarnar sjálfs, sem var óvenju- lega viðburðarrík, og um fjölda gamalla Breiðfirðinga. Einn af þessum gömlu Breiðfirðingum var Snæbjörn sjálfur. Ætt hans var úr Breiðafirði, þar fæddist hann og ólst upp þar og þar háði hann lífsbaráttu sína sem aðrir breið- firskir eyjamenn. Skapferli hans og öll persóna hans var því mót- uð breiðfirskum einkennum. Snæ- björn var að líkamsvexti maður í hærra lagi, bolurinn sívalur og þrekinn vel. Hann var ætíð frekar grannur á hold, beina- og sinamik- ill og allur hinn sterklegasti, enda var hann talinn með allra sterk- ustu mönnum, þegar hann var upp á sitt besta. Andlitið var stórskor- ið og svipmikið, nefið hátt og mik- ið, hakan breið og kjarkleg, mann- svipurinn fastur og þróttmikill, ennið gáfulegt og frekar hátt, aug un blágrá, skýrleg og hvöss. Allur Minning um látinn kappa Snæbjöm Kristjánsson. var hann hinn gervilegasti, og mátti glöggt sjá, að þar fór for- ingjaefni og höfðingi, sem Snæ- björn var. — Snæbjörn var prýði legum gáfumi gæddur og hafði al- inber gjöld, og má af því nokkuð marka hlífðarsemi hans við þá, sem þröngt áttu í búi. í orðum sínum var hann varfæriim vel og athug- ull. Ef honum lá á, notaði hann, það sem hann sjálfur kallaði Breið firðingamál og við kunningjar hans skildum. A sjónum var hann mesti ofurhugi, og held jeg, að hann hafi ekki k'unnað að hræðast, enda hef- ir hann sagt mjer sjálfur, að það eina, sem hafi borgið lífi hans, þeg ar hann misti slcip sitt og menit við Hellisand, hafi verið það, að hann varð aldrei hræddur. ★ Snæbjörn var hetja í hvívetna. Hann kvartaði aldrei, þótt á möti bljesi oft og einatt. Fram. á síð- ustu stund var hann hetja. Kjark- Urinn og hugurinn var altaf sá sami. Fram' á allra síðustu ár var Eftir Breiðfirðing menna viðurkenningu fyrir það, hve glöggur og skarpur hann var. Hann var með afbrigðum fljótur að átta sig á því, sem að höndum bar, og allra manna lægnastur að greiða úr flóknum vandamálum, enda leituðu margir á hans fund, þegar vanda bar að höndum, og þóttu ráð Snæbjarnar í Hergilsey jafnan örugg og traust. — Snæ- bjofn var manna fróðástur, sjer- staklega í þeim efnum, er gömlu sögurúar okkar fjalla um. Hygg jeg að fáir alþýðumenn hafi ver- ið honum jafnfróðir í þeim efn- um. Þegar um þau efni var rætt, var hann ótæmandi og fullur á- huga. Fyrr á árum fjekkst hann og nokkuð við ýmsar st^ðfræðileg ar sögu athuganir og fornleifarann sóknir. M. a. gróf hann upp marg- ar fórnar dysjar í Barðastrandar- sýslu, með góðum árangri. Snæ- björn var mikill draumamaður, svo sem sjá má af ævisögu hans, og það svo, að furðu gegndi. Dæmi er ekki hægt að nefna hjer. Hann; var og allra manna orðsnjallast- ur og hagorður vel. Eru vísur hans margar alkunnar. ★ Snæbjörn var fastur í skapi og allra manna vinfastastur; vinátta hans var heil og traust og sveik engan, enda var hann vandur í vinávali. Annars var hann mjög dulur í skapi og hafði mikla stjórn á tilfinningum sínum, svo að sjald an sást honum bregða, þó að um voveiflega hluti væri að ræða. „Ber þó við jeg tek í taum tilfinninga minna‘, segir hann í einni vísu sinni og var það orð að sönnu.. Af kynn ingu við Snæbjörn er jeg þess full- viss, að hann var mikill tilfinn- ingamaður. Hann vildi lijálpa og gera, þeim vel, sem bágt áttu, í ráðum og dáðum. Þau 50 ár, sem hann var hreppstjóri í Flateyjar- hreppi, tók hann aldrei lögtaki op- hann furðulega hress og heilsu- góður, líkamlega og andlega, en sjóiiinni hrakaði mjög síðustu ár- in, svo að síðastl. ár var hann nær alblindur. Samt var ferðahugurinn mikill, óg tókst hann oft á hendur löng ferðalög nú seinni árin. Síð- ustu ár ævi sinnar var hann til heimilis lijá dóttur sinni, frú Ól- ínu, og tengdasyn sínum, sjera Jóni á Stað. Með Snæbirni í Hergilsey er fallinn í valinn gamall og góður Breiðfirðingur, sem við söknum öll, er þektum. — Blessuð veri minning hans. Breiðfirðingur. Hin nýja stjóm- arskrá Dana f fyrri viku var síðasti fundur haldinn í stjórnarskrár- nefndinni dönsku, þar seir. hún var öll samankomin. Á þessum fundi var gengið endanlega frá stjórnarskrárfrumvarpi því, sem nefndin ætlar að leggja til að verði samþykt. Með frum- varpi þessu verður landsþingið afnumið, ríkisdeginum skift í tvær deildir, efri og neðri deild, kosningaaldurinn færður niður í 23 ár og ýmislegar fleiri breytingar gerðar. Samkomulag varð um það á fundinum milli íhalds manna og stjórnarflokkanna' a breyta ákvæði því, sem fjall- ar um stjórnmálafjelög á þá leið, að fjelög, sem leitast við að fótum troða stjórnarskrána, beita ofbeldi og svifta borgar- ana rjettindum sem þeir hafa hlotið skv. stjórnarskránni, sje hægt að leysa upp með ríkis- rjettardómi. En þessi fjelög er ekki hægt að leysa upp undir nokkrum kringumstæðum með stjórnartilskipun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.